Tíminn - 28.01.1988, Blaðsíða 2

Tíminn - 28.01.1988, Blaðsíða 2
2 Tíminn Fimmtudagur 28. janúar 1988 f^SsfsjjyjSSlS^L LESTUNARÁfETLIIN Skip Sambandsins munu ferma til íslands á næstunni sem hér segir: Dauðagildran við Straum á Artúnshoiti rædd í borgarráði: Minnihlutinn krefst úrbóta Aarhus: Alla þriðjudaga Svendborg: Annan hvern þriðjudag Kaupmannahöfn: Alla fimmtudaga Gautaborg: Alla föstudaga Varberg: Annan hvern laugardag Moss: Annan hvern laugardag Larvik: Alla laugardaga Hull: Alla mánudaga Antwerpen: Alla þriðjudaga Rotterdam: Alla þriðjudaga Hamborg: Alla miðvikudaga Helsinki: Arnarfell ......... 15/2 Gloucester: Jökulfell............... 17/2 Jökulfell................ 9/3 Jökulfell................ 1/4 New York: Jökulfell............... 19/2 Jökulfell............... 11/3 Jökulfell................ 3/4 Portsmouth: Jökulfell............... 19/3 Jökulfell............... 11/3 Jökulfell................ 3/4 IR^ SKIPADEiLD ^&kSAMBANDSINS LINDARGÖTU 9A • 101 REYKJAVÍK SlMI 698100 BÍLALEIGA Útibú í krmgum landið. REYKJAVIK:.....91-31815/686915 AKUREYRI:...... 96-21715/23515 BORGARNES:............ 93-7618 BLONDUOS:........ 95-4350/4568 SAUÐARKROKUR: ... 95-5913/5969 SIGLUFJORÐUR: ....... 96-71489 HUSAVIK: ...... 96-41940/41594 EGILSSTAÐIR: ......... 97-1550 VOPNAFJÖRÐUR: ... 97-3145/3121 FASKRUÐSFJÖRÐUR: . 97-5366/5166 HOFN HORNAF.IRÐI: .... 97-8303 interRent Stjórnarandstaðan í borgarstjórn tók undir raddir foreldra á Ártúns- holti á fundi borgarráðs á þriðjudag og krafðist að úrbætur yrðu gerðar á öryggismálum við Straum og komið verði í veg fyrir þá slysahættu sem þar er nú. Eins og lesa mátti í Tímanum í gær óttast foreldrar barna í Ártúnsholti að stórslys, jafn- vel banaslys, muni verða í þessari umferðargötu verði ekkert að gert í öryggismálum á næstunni. Borgarfulltrúar stjórnarandstöð- unnar fluttu tillögu í borgarráði á anda þeirra hugmynda sem íbúar á Ártúnsholtinu komu á framfæri á fundi sem stjórnarandstaðan í borg- arstjórn hélt með íbúum og íbúa- samtökum hverfisins um síðustu helgi. Á þeim fundi kom fram hjá forsvarsmönnum íbúasamtakanna að þrátt fyrir að íbúasamtökin hafi haft samband við borgaryfirvöld vegna þeirrar stórkostlegu slysa- hættu sem er viðgötuna, hafi borgar- yfirvöld lítil viðbrögð sýnt málaleit- an íbúanna. Eins og fram kom í Tímanum í gær liggja brekkur frá íbúðabyggð- inni á Ártúnsholti alveg að Straumi, en um þá götu fer mikil umferð þungaflutningabifreiða. Sækja börn mjög í brekkurnar og hefur oft litlu munað að illa færi. Auk þess er stöðugur straumur barna yfir þessa umferðargötu og veldur hraðaakstur þungaflutning- abifreiða foreldrum miklum áhyggj- um. Að sögn Sigrúnar Magnúsdóttur borgarfulltrúa Framsóknarflokksins var afgreiðslu á tillögu stjórnarand- stöðunnar í borgarráði um úrbætur við Straum vísað til umferðarnefnd- ar Sagðist hún vonast til að sjálfstæðismenn brygðust vel við, samþykktu tillöguna og gerðu nauð- synlegar úrbætur sem allra fyrst. Sagði Sigrún að ef stjórnarandstaðan fengi þessum óskum íbúanna á Ár- túnsholti framfylgt og kæmi þannig í veg fyrir slys á börnum, væri sú vinna sem borgarfulltrúar stjórnar- andstöðunnar lögðu í fundaferð sína um hverfi borgarinnar margfaldlega borguð. Taldi hún þetta mál sönnun þess að borgarfulltrúum sé skylt að funda með borgarbúum og leita eftir óskum þeirra og hugmyndum, en sjálfstæðismenn í borgarstjórn felldu á síðasta ári tillögu Sigrúnar þess efnis að borgarstjórn stæði fyrir fundum borgarfulltrúa með borgar- búum. -HM Fundur Vigdísar Finnbogadóttur og Ronalds Reagan í Hvíta húsinu: Vinsamlegurfundur forsetanna tveggja Það fór vel á með frú Vigdísi Finnbogadóttur, forseta íslands, og Ronald Reagan Bandaríkja- forseta þegar þau hittust í Hvíta húsinu á þriðjudag, en Vigdís er nú í Bandaríkjunum og opnaði hún sýningu á norrænni handverkslist í New York í gær. Fundur þjóðhöfð- ingjanna varð nokkuð lengri en ráð var fyrir gert, stóð í rúmar tuttugu mínútur í stað þeirra fimmtán sem ætlaðar voru til fund- arins. Bæði Ronald Reagan og George Shultz komu á framfæri þökkum sínum til íslensku þjóðarinnar fyrir móttökurnar við leiðtogafundinn í Reykjavík. Vigdís átti fund með George Shultz á þriðjudagsmorgun en hitti Ronald Reagan að máli eftir hádegið þann dag. Það voru Bandaríkjamenn sem stungu upp á fundi forsetanna tveggja þegar fréttist af för Vigdísar til New York. Eins og oft áður í opinberum heimsóknum hefur Vigdís Finn- bogadóttir heillað fólk í Bandaríkj- unum með framkontu sinni. -HM Frá heimsókn frú Vigdísar Finnbogadóttur, forseta íslands, til Ronalds Reagans forseta Bandaríkjanna 1982. Bandaríkjamenn buðu Vigdísi til fundar við Reagan í Hvíta húsinu á þriðjudag. Fíkniefnadómari í kappi við tímann vegna kókaínmálsins: DOMUR VERDIAD GANGA FYRIR SUNNUDAGSKVÖLD Ákæra á hendur Brasilíu- manninum, sem tekinn var hönd- um í Hveragerði 17. október með tæpt hálft kíló af kókaíni í fórum sínum, barst Ásgeiri Friðjónssyni í fíkniefnadómstólnum síðdegis í gær. Ásgeir er eini starfandi fíkni- efnadómarinn sem stendur. Örn Clausen, hrl., réttargæslu- maður hins brasilíska, sagði að ekkert stæði nú í vegi fyrir því að dómur gæti gengið í málinu, þar sem ákæran hefði borist réttum aðilum og maðurinn hefði játað á sig alla sök. Örn sagði að þrátt fyrir að aðeins einn maður dæmdi í fíkniefnamálum væri þetta ekki óeðlilegur dráttur. „Þetta tekur alltaf sinn tíma að fara í gegnum kerfið og saksóknaraembættið. Það er bara skrifræði um að kenna og önnum hjá viðkomandi aðil- um,“ sagði Örn. „Ég held að megi bóka það, að búið verði að dæma í málinu áður en gæsluvarðhald yfir manninum rennur út.“ Gæslu- varðhaldið rennur út á miðnætti á sunnudag. „Auðvitað hefði ég vilj- að að þetta mál hefði verið tekið fram yfir allt annað vegna þess að útlendingur á í hlut. En málið er þess eðlis og hann hefur viðurkennt á sig sökina að menn vita hvernig dómurinn verður. Þeir hafa haft hann í salti frá því 17. október og sá tími kemur allur til frádráttar refsivist,“ sagði Örn. Ásgeir Friðjónsson, fíkniefna- dómari, sagði að vonast væri til að unnt væri að dæma í málinu fyrir sunnudagskvöld, þegar gæsluvarð- haldið rynni út. Hann sagði að afköst embættisins hefðu ekki minnkað þótt hann hefði sinnt því einn um nokkurt skeið, „álagið hefur aðeins aukist á mér persónu- lega.“ Þetta ástand horfir til batn- aðar innan skamms, að sögn Ás- geirs. Dómar í fleiri málum, stórum og smáum, standa fyrir dyrum fíkni- efnadómstóls, en að sögn dómara eru þau „hégómi í samanburði við kókaínmálið.“ þj

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.