Tíminn - 28.01.1988, Blaðsíða 7

Tíminn - 28.01.1988, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 28. janúar 1988 Tíminn 7 3 berklatilfelli á Patreksfirði og smitberinn ófundinn: BERKLAR Á ÍSLANDI í 30 ÁR TIL VIÐBÓTAR? Það hefur verið trú manna síðustu árin að berklar væru ekki Iengur til á íslandi. Það er þó ekki rétt. Vissulega er ísland í flokki þeirra fimm þjóða sem fæst hafa berklatilfelli, en á hverju ári koma upp um 20 veikindatilfelli hér á landi. Nú síðast varð vart við berklasmit í þremur börnum á Patreksfirði og hefur smitberinn ekki fundist, þrátt fyrir ítarlega leit. Þrír með berklasmit á Patreksfirði Eins og undanfarin ár, fara reglulega fram berklapróf í grunn- skólum landsins og við slíkt próf á Patreksfirði nýlega komu fram þrjú börn með jákvæða svörun. Jósep Blöndal er yfirlæknir sjúkrahússins á Patreksfirði. í sam- tali við Tímann í gær sagði Jósep að enn hefði ekki tekist að finna smitberann sem smitaði börnin þrjú og mun formlegri leit að honum nú vera hætt. „Við prófuðum alla sem hugsan- lega gætu hafa valdið þessu smiti, en eins og yfirleitt er finnst ekki neinn sem hefur smitandi berkla, enda er það venjan við svona smit. Þetta berklapróf er nú einum of næmt, vegna þess að við getum fengið jákvæða svörun af fugla- berklabakteríum og fiskaberkla- bakteríum, en þessar bakteríur gera engum mein. Þegar svona tilfelli koma upp, þá skerpast skiln- ingarvitin hjá okkur, en það fylgir því að hér á að vera búið að útrýma berklum, að við fáum alltaf öðru hvori svona tilvik. Við gerum smitsjúkdómaskýrslu og sendum berklayfirlækni og setj- um síðan alla þá sem hafa bakter- íuna á meðferð til vonar og vara,“ sagði Jósep. 1 af hverjum 3.000 með smit Þeir sem hafa berklasmit eru settir á eins lyfs meðferð, til að hindra að sjúkdómurinn komi fram, en þeir sem hins vegar eru þegar komnir með sjúkdóminn, fara á lyfjameðferð með tveimur til þremur lyfjum í níu mánuði. „Núna kemur fram eitt jákvætt berklapróf á hverja 3.000 krakka sem eru prófaðir. En það er oft sem fólk gerir ekki greinarntun á smiti og veikindum af völdum berkla. En menn taka oft smit án þess að veikjast, þannig að menn geta gengið með smit án þess að veikjast. Ef maður á að gera grófa ágiskun, þá veikjast ekki nema 10% af þeim sem taka srnit," sagði Þorsteinn Blöndal, berklayfirlækn- ir á Heilsuverndarstöðinni í Reykjavík í samtali við Tímann í gær. 20 manns á ári veikjast Síðustu fimm árin hafa að með- altali 20 manns veikst af berklum á landinu og smitun verið eftir atvik- um. Oftast er þó um að ræða lokaða berkla, en þeir eru ekki smitandi. „Oftast er þetta sjúkdómur gamla fólksins í dag. Það er vissu- lega til þess dæmi að þetta komi upp í nýfæddum börnum, þó svo hafi ekki verið nýlega, en þetta er mjög hættulegur sjúkdómur hjá ungbörnum. í heilbrigðisskýrslum sést að það eru alltaf eitt til tvö tilfelli á ári, þar sem berklar eru taldir hafa einhverja þýðingu fyrir dánarorsökina, en það er oftast mjög gamalt fólk, þar sem berklar blossa upp í lok ævinnar, þegar fólk er haldið öðrum þungum sjúk- dómi," sagði Þorsteinn. Þrjár tegundir baktería Berklasmitun getur komið eftir mörgum leiðum. Á íslandi eru t.d. til að minnsta kosti þrjár tegundir af berklabakteríum. Það eru mannaberklabakteríur, fugla- berklabakteríur og fiskaberkla- bakteríur. Þá er og til nauta- berklabaktería, en hún mun ekki hafa fundist hér á landi. Fuglaberklabakteríur lifa í skít fuglsins, og eru t.d. algengar í dúfnakofum og smitast í andrúnts- lofti og ef skítur kemst ofan í menn. Fiskaberklabakteríur eru tiltölulega nýuppgötvaðar hér á landi, en víst er talið að smit berist eingöngu við neyslu. Víða erlendis er bólusett við berklum, en það er almennt ekki gert hérlendis. „Það hefur aldrei verið almennt bólusett á íslandi við berklum. Sérstakir hópar eru aftur á móti bólusettir, það eru þeir sem vinna á lyflækningadeildum, lungna- deildum, við krufningar og bakter- íulógískar greiningar á berklum," sagði Þorsteinn. Ekki upprættir næstu 20-30 árin Á árinu 1932 dóu 216 manns af berklum á íslandi, og var töluverð- ur hluti þeirra ungt fólk. Berkla- bakterían er útsmogin baktería, og getur leynst í líkamanum alla ævi, el' því er að skipta. „Það er almannatrú að berklar séu ekki til á íslandi og fólk verður oft hissa þegar það heyrir um slík tilfelli. Það er mikil ástæða samt að brýna fyrir fólki að hafa berkla í huga, því að þeir verða ekki upp- rættir á næstu 20 til 30 árum,“ sagði Þorsteinn. -SÓL SUNNUDAGINN 31. JANÚAR Á HÓTEL SÖGU Framsóknarvist Framsóknarféiag Reykjavíkur efnir til Framsóknarvistar í Súlnasal Hótel Sögu sunnudaginn 31. janúar kl. 14. Veitt verða þrenn verðlaun karla og kvenna. Ingvar Gíslason, ritstjóri Tímans, mun flytja stutt ávarp í kaffihléi. Aðgangseyrir er kr. 350 (kaffíveitingar innifaldar) Framsóknarfélag Reykjavíkur Norðurland vestra: þyrti lögunum um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga í þá átt að sjóðurinn veiti landsbyggðinni aukinn stuðning á næstu árum. - HM Frá fundi Halldórs Asgrímssonar og þingmanna Norðurlands vestra með framsóknarfólki í kjördæminu. Fundurinn var haldinn á Siglufirði. (Tímamynd ÖI’) Framsóknarmenn í fundaherferð Framsóknarmenn á Norðurlandi vestra hafa undanfarna daga haldið fundi á öllum þéttbýlisstöðum í kjör- dæminu. Á fundinn sem haldinn var á Hótel Höfn á Siglufirði í síðustu viku kom Halldór Ásgrímsson sjáv- arútvegsráðherra og er það fyrsti fundur sem hann situr úti á landi eftir að ný lög um stjórnun fiskveiða voru samþykkt. Eins og vænta mátti var einkum fjallað um sjávarútvegsmál á fundin- um á Siglufirði. Ráðherra gerði í upphafi all ýtarlega grein fyrir ný- samþykktu frumvarpi og þeirri miklu vinnu sem lögð hefur verið í að ná sæmilegri samstöðu margra ólíkra hagsmunaaðila um það. í máli Halldórs kom meðal annars fram að heildaraflinn á nýliðnu ári varð um það bil 1,6 milljónir tonna og að framleiðsluverðmæti þessa afla nam liðlega 1000 milljónum dollara, sem er 200 milljónum doll- ara meira en árið áður. Auk þess svaraði Halldór fjölda fyrirspurna varðandi stjórnun fiskveiða á næstu árum. Páll Pétursson, Stefán Guð- mundsson og Elín Líndal fluttu öll ræður á fundinum og svöruðu fjölda spurninga úr sal. Ailmargir fundargestir tóku til máls. f máli þeirra kom glöggt fram sú skoðun að þrátt fyrir mikla verð- mætasköpun úti á landi dregst lands- byggðin sífellt aftur úr þéttbýlis- svæðinu við Faxaflóa, ekki hvað síst hvað varðar launakjör og ýmsa þjón- ustu hins opinbera. Kom meðal annars sú skoðun fram að breyta Bílbeltin hafa bjargað uær“R

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.