Tíminn - 28.01.1988, Qupperneq 10

Tíminn - 28.01.1988, Qupperneq 10
10 Tíminn Fimmtudagur 28. janúar 1988 FERÐALÖG Tímamynd IGÞ Þeir eru skegglausir þessir á barnum í Gíbraltar. En viskí hafa þeir til sölu. Hreinar sálir sungu að lokum um aldanna skaut Ronnie krímmi heldur upp á áramótin í Fuengirola. Borðdaman er með fingraæfingar framan í blaðaljósmyndara. Sun Costa del Sol 2. janúar 1988 Við Útsýnarfólk eyddum einum degi á Gibraltar, þessum kletti við mót Atlantshafs og Miðjarðarhafs, sem Bretar hafa haldið frá árinu 1704. Með vissum hætti tengist Gi- braltar sögninni um Atlantis eða Nóaflóðið, hvort sem menn vilja heldur. Þetta þrönga sund, sem þarna skilur að Afríku og Evrópu átti þá að hafa verið lokað svo Afríka og Spánn voru tengd saman af landi, sem skyndilega sökk í sæ með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir byggð á Miðjarðarhafssvæðinu, þegar sjórinn flæddi inn. En veru- leikinn og sagan eiga ekki alltaf samleið, og menn hafa verið að leita Atlantis alveg norður undir ísland, komið hingað gamlir og gráskeggj- aðir án þess að fara úr inniskónum til að spyrjast fyrir um þetta horfna land. Fluttur heim í rommtunnu Bretar tóku klettinn af hershöfð- ingja frá Marokkó og er talið að nafnið Gibraltar sé dregið af nafni hans. Þessi klettur er þáttur af tilurð breska heimsveldisins. Þarna bjó Nelson lávarður og frá þessum kletti hélt hann til Trafalgar til að berja á Frökkum 1801. Hús hans í Gibraltar er enn varðveitt, og þaðan var lík hans flutt til Englands að orrustunni við Trafalgar lokinni. Orðin: Eng- land væntir þess að hver maður geri skyldu st'na, eru höfð eftir honum og voru lengi notuð síðan, enda vöktu þau hvarvetna föðurlandsást og hetjuhug meðal Breta. Það er tím- anna tákn víðar en hjá Bretum, að nú hlæja menn að svona orðum nema helst í Bandaríkjunum og Sovét. Og Bretar hafa raunar snúið hvatningu Nelsons upp í gamansögu af verðandi brúði, sem kvíðir brúð- kaupsnóttinni og er að spyrja móður sína hvað gerist eiginlega á slíkri voðanótt. Þá á móðirin að svara: Gerðu eins og ég: Lokaðu augunum og hugsaðu um England. (Close your eyes and think of England). Lengra nær nú ekki sá gamli hetju- hugur sem Nelson var að brýna fyrir mönnum við Trafalgar. Bretar fluttu lík hans í tunnu af rommi frá Gí- braltar og heim til greftrunar. Nú stendur stytta af honum á Trafalgar- torgi í London og sýnist hann halda heilu hendinni um ennið. Leiðsögu- maður okkar hvað enga furðu þótt timburmenn sæktu á sjóhetjuna eftir að liggja langan sjóveg í romm- tunnu. Skegg og viskíhósti Spánverjar hafa haft uppi nokkrar kröfur um endurheimt á landi sínu en Bretar vilja ekki laust láta og við það situr. Ekki fer á milli mála að Gíbraltar er breskt landsvæði. Kona sem var með í hópnum og hafði pólskt vegabréf með vísun á Spán fékk ekki að fara með okkur í gegnum hliðin. Nokkurt flatlendi er norðanvert við klettinn, mest upp- fylling, og þar og í norðurhlíðum er byggingum komið fyrir. Þarna búa um 35 þúsund manns en af þeim fjölda eru 15 hundruð í setuliðinu. Bærinn hefur nokkurn spænskan svip og þar verður ekki þverfótað fyrir Spánverjum í þröng- um götum og enn mjórri stéttum. Samt sést einstöku dæmigerðurEng- lendingur með sitt efrivararskegg, viskíhósta og langan trefil vafinn um hálsinn. Á skrifstofutíma eru þetta eflaust starfsmenn Maggíar Thatcher. Hún hefur staðfest nýlega að Bretar séu ekki á förum frá Gíbraltar. Enginn skilur af hverju verið er að kosta því til að hafa herstöð þama. Á meðan Bretar réðu Súesskurði og Möltu og áttu mikið undir því að ráða siglingaleið- um til olíuríkja og Austurlanda var aðstaðan á Gíbraltar nauðsynleg frá þeirra bæjardyrum séð. Gíbraltar var hlekkur í þeirri keðju sem hélt nauðsynlegri siglingaleið heimsveld- is undir réttum yfirráðum. Nú er þessi herstöð ekkert annað en sögu- leg kergja, eins og svo margir aðrir staðir, sem þjóðir telja sig þurfa að halda dauðahaldi í löngu eftir að hlutverkinu er lokið. Búseta apa og stórstjarna Annars hafa margir farið hér um hlöðin. Fyrstir komu Fönekíumenn og Grikkir. Áður hefur verið minnst á norrræna menn samkvæmt upplýs- ingum Heimskringlu. Grikkir komu með kýpurtréð sem grær enn á Spánarströnd. Rómverjar komu og reistu varðturna sína á leiðinni til Gíbraltar, og svo komu Márarnir og Winnie situr bísperrtur á garðs- veggnum, æðstur manna í hlíðum Gíbraltar. Tímamynd IGÞ gerðu sér títt um Gíbraltar allt fram til 1704. Nú eru nýir höfðingjar á ferð á þessari strönd. Konungur Saudi-Arabíu á höll og bænahús í Marbella. Og niður við ströndina hafa Arabar (Márar) að nýju numið land í byggingum, sem virðast hafa verið fluttar í heilu lagi frá olíuríkj- um. Hér t' grenndinni býr auk þess frægðarfólk á borð við Sean 0‘Connery (James Bond) og Övu Gardner, svo eitthvað sé talið. En mesta staðfestu hafa þó aparnir á Gíbraltar. Fara með síðasta apanum Það mun hafa verið hernaðarað- allinn í Marokko sem flutti apana til Gíbraltar á miðöldum. Síðan hafa þeir verið eitt helsta einkennið á staðnum, grábrúnir á lit og smávaxn- ir, þjófgefnir og aðgangsharðir við gesti geri þeir sér dælt við þá. Nú um stundir eru apamir um sextíu að tölu. Þeir skiptast í tvo hópa. Heldur annar hópurinn sig upp undir efstu brún klettsins, en hinn dvelur í miðri hlíðogkynnistferðamönnum. Opin- berlega heyra aparnir til setuliðinu á staðnum. Fyrrum héldu þeir í flokk- um niður í bæinn og stálu grænmeti og ávöxtum svo kaupmönnum lá við áföllum. Þá var sú krafa gerð til setuliðsins, að það tæki að sér forsjá þessara ómaga. Síðan ber setuliðið kostnaðinn af fæðu þeirra og lætur gefa þeim dag hvern upp í klettinn. Verði aparnir veikir eru þeir fluttir í FJÓRÐI HLUTI hersjúkrahúsið, þar sem þeim er hjúkrað eins og öðrum sjúklingum. Það er engin furða þótt Bretar vilji halda lífi í öpum sínum, af því líf þeirra er orðið nátengt yfirráðum Breta á Gíbraltar. Frú Thatcher hefur lýst því yfir að Bretar fari ekki frá Gíbraltar fyrr en síðasti apinn er dauður. Þeir virðast eiga langt líf fyrir höndum, og það var eins og Winston Churchill hefði fundið á sér, að apamir kæmu til með að snúast á sveif með hinu gamla heims- veldi. Hann varð mjög hrifinn af þeim. Nafni Churchills Brattir og mjóir vegir liggja upp höfðann, en með jarðgöngum og verkfræðilegum kúnstum er hægt að aka gestum hátt upp í klettinn, m.a. til að skoða helli frá Cro-Mangon tíma. Helli þessum hefur verið breytt í hljómleikasal, sem er engin furða því hljómburðurinn er eins og í hundrað þúsund baðherbergjum. Hins vegar minntu einstigin í hlíðum klettsins frændkonu mína úr Suður- Þing. á gamla veginn yfir Vaðla- heiði, og er þó allt hér sýnu krappara og brattara. Winston Churchill kom til Gí- braltar á stríðsárunum til að leggja á ráðin um innrás Bandamanna í Norður-Afríku. Reyndar segja heimildir að áætlun um innrásina hafi verið unnin' í þessu útvígi Breta. Það fylgir sögu að við þetta tækifæri hafi forsætisráðherrann breski komist í kynni við apana og áhugi hans á þeim hafi leitt til þess, að þeir hafa verið hafðir í miklum hávegum síðan. Þjóðverjar gerðu miklar loftárásir á Gíbraltar, en hella og gjarðgangakerfi var notað jöfnum höndum fyrir sjúkrahús og íverustaði. Mannfall varð því ekki teljandi og aparnir kunnu að forða sér. Skömmu eftir stríðið byrjuðu rnenn að kalla foringja apanna í neðri hópnum, þessum sem tekur móti ferðamönnum, Winnie í höfuð- ið á Churchill. Og þegar Útsýnar- hópurinn kom vildi svo til að Winnie var að spóka sig á steinvegg, næsta svipmikill og hreppstjóralegur. Ein af kellum hans var þar skammt undan. Hann var heimaríkur eins og svona höfðingjar eiga að vera og sýndi á sér sjálfsagðar hliðar. Áður en Danir lögðu helstu kaupgötu sína, Strikið, undir sérstakar sýning- ar í kynlífsbyltingunni miklu, létu þeir nægja að fara í dýragarðinn og standa hjá apagryfjunni. Svo út- færðu þeir þetta með rúmstokks- myndum, uns kaupmennskuvit þeirra lagði Strikið undir það, sem þeir kölluðu „Live show“ á hinni móðurtungunni. Á íslandi kallar einn borðfélagi minn í hádegi á Hótel Borg sömu athafnir “númer“. Nú brá Winnie á það ráð að sýna stutt og laggott númer. Leiðsögu- maður var þá einmitt að enda ræðu sína um að þessi api héti í höfuð Winstons Churchill, eins og forverar hans í apahjörðinni allt frá stríðsár- unum. Winnie vék sér á næsta stein- garð og hvessti sjónir á viðstadda. Svo brá hann við eins og upptendr- aður af orðræðu leiðsögumanns og fékk sér annað númer. Þá virtist kella hans orðin leið á þessu brölti og hundskammaði hann fyrir mannalæti á almannafæri. Feliz Ano Nuevo Nú líður að áramótum, þegar maður segir Feliz Ano Nuevo við dyravörðinn í rauða frakkanum og annað starfsfólk í Kastala heilagrar Klöru. Hótelið stendur á klettahöfða við sjóinn, sem heitir Punta del Torremolinos. Hér hafa gestir notið sólar yfir jólin og átt sitt jólafrí í kyrrðum. Hér hefur verið hlustað á útvarp frá London um fall dollarans og fámenni í Betlehem vegna átaka Palestínumanna, skip í logum á Persaflóa og mannfall í Afganistan. Heldur dökkur heimur það. En þetta ástand í útvarpinu hefur verið næsta fjarlægt íslendingum, sem hafa verið að halda jól sín við andvara frá bláu hafi. Auðvitað kostar svona áreynslulaus ferð mikla skipulagningu. Hún fer fram í skrif- stofum Útsýnar í Reykjavík. Við héldum upp á áramótin með gleð- skap og söng. Þar var sungið: Nú árið er liðið í aldanna skaut svo allt væri líkt og heima. Ronnie krimmi En þeir voru fleiri aðkomu- mennirnir sem héldu upp á áramót- in. Breskir krimmar sungu: Hin gömlu kynni gleymast ei, í útlegð frá réttvísinni í Fuengirola nokkru vest- ar á ströndinni. Þar stóð flótta- krimminn Ronnie Knight fyrir ára- mótaveislu og bauð til hennar öðrum krimmum í útlegð ef þeir borguðu 57 pund í aðgangseyri. Ronnie er sagður hafa stolið sjö milljónum punda. Þrjátíu spænskir leynilög- reglumenn munu hafa dreift sér meðal veislugesta, sem flestir litu út eins og þeir væru nýsloppnir frá Old Bailey. Þeir voru að athuga hvort Ronnie krimmi hagnaðist á veisl- unni. Hefði hagnaðurinn numið einu penný hefði Ronnie verið vísað frá Spáni. Ekki vannst tími til að fylgjast með úrslitum í því máli. Útsýnarfólk hélt heim 3. janúar. Ensku blöðin minntust ekkert á áramótaveislur yfirleitt nema þessa sem Ronnie hélt landflótta á Fuengirola. Eitt blaðið var svo miður sín, að það nefndi hina margrómuðu sólarströnd „Costa del Crime". Fæstir virðast hafa afþakkað að sitja krimmaboð- ið, á meðan hreinar sálir sungu um aldanna skaut og fóru að sofa. IGÞ.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.