Tíminn - 28.01.1988, Side 9

Tíminn - 28.01.1988, Side 9
Fimmtudagur 28. janúar 1988 Tíminn 9 Ílllllllllllllllilll VETTVANGUR lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllillllllllllllllll lllllllllllll ,'íli'iil1;! , | llllllllllllllllllllll Bjarni Einarsson: Aurasparnaður, krónutap? Nýlega var tekin ákvörðun um að gera jarðgöng í gegnum Ólafsfjarðar- múla. Samstundis hófst andróður hér syðra. DV hélt því fram í leiðara að þetta væri óarðbær framkvæmd vegna þess hve umferð um Múlann er lítil. Nær væri að nota peningana þar sem umferð er meiri og ekki þýddi að taka upp vegtoll í Múlanum vegna lítillar umferðar. Vegagerð ríkisins virðist vera svipaðs sinnis um umferðina því hún hefur ákveðið að göngin verði einspora: að í þeim verði einungis ein akbraut. Hér á eftir verða leiddar líkur að því að Múlagöngin séu arðsöm framkvæmd og sjálfsögð og að öruggur vegur innan þéttbýlisins við utanverðan Eyjafjörð leiði til þess að umferð um göngin verði mikil. Vegna mikillar umferðar munu hinsvegar fljótlega hljótast stórvandræði af því að göngin verði einspora. Því verður að kosta 15-20% meira upp á þau svo að í þeim verði tvær akbrautir. Annað er hörmuleg skammsýni sem mun kosta stórfé innan fárra ára. Mikil tíðindi Gerð jarðganga í gegnum Ólafs- fjarðarmúla eru góð tíðindi. Til skamms tíma var almennt álit manna, sérstaklega margra fag- manna, að jarðgangagerð á íslandi væri allt að því ómöguleg vegna þess hve íslenskt berg sé slæmt. Þegar ég undirritaður sem formað- ur samgöngunefndar Vestfjarða lagði fram hugmyndir á Fjórðungs- þingi Vestfirðinga um löng jarð- göng í lítilli hæð yfir sjó til að tengja Skutulsfjörð, Súgandafjörð og Önundarfjörð og leysa þar með meginhlutann af byggðavanda Vestfirðinga horfðu margir á mig vorkunnaraugum. Menn vissu, lærðir sem leikir, að þetta var skýjaglópska af verstu sort. Gerð Strákaganga við Siglufjörð og ganganna í Oddsskarði gekk illa og þar með var jarðgangagerð á veg- . um á íslandi dauðadæmd. Gerð slíkra ganga við virkjanafram- kvæmdir var í lagi! Menn virtust ekki vita að þessi tvenn vegagöng voru gerð með fornaldarvinnu- brögðum og að til eru sérstök tæki til þess að vinna sig í gegnum bergið fljótt og vel og með litlum tilkostnaði. Slíkt tæki var notað við gerð vatnsganga við Laxár- virkjun á meðan ég var bæjarstjóri á Akureyri og gekk það verk fljótt og vel þótt bergið væri alls ekki heppilegt til jarðgangagerðar. Norðurverk h.f. átti þetta tæki. Það var selt úr landi því verkefni voru ekki fyrir það. f Færeyjum voru slík tæki þá þegar notuð við jarðgangagerð í stórum stíl í sams- konar bergi og víða finnst á f slandi. Það sem er enn betra er að þessi tæki eru ekki sérstaklega dýr, kosta svipað og margar stórar vinnuvélar sem eru í notkun hérlendis. Síðast þegar ég vissi átti Vegagerð Fær- eyja a.m.k. þrjá slíka borvagna. Það tók sinn tíma að koma því inn í hausskelina á mönnum að jarðgangagerð væri sjálfsögð á ís- íandi. Þörfin er mikil því víða á Vestfjörðum, Norðurlandi og Austurlandi eru nálægar byggðir aðskildar af háum fjallvegum sem oft eru lokaðir í lengri tíma á vetrum. Stöðugt bárust fréttir af jarðgangagerð Færeyinga í sams konar bergi og algengt er einmitt í þessum landshlutum. En þær fréttir, sem sennilega réðu úrslit- um, voru þær sem bárust af árangri í gerð ganganna um Blönduvirkj- un. Þær framkvæmdir gengu mjög vel þrátt fyrir tiltölulega slæmt berg. Vinnuhraði við borunina ræður mestu um kostnað við sjálfa jarðgangagerðina. í Færeyjum er algengur hraði um 50 m á viku. Meðalhraði þeirra frá upphafi í öllum tvíspora göngum er um 46 m á viku. Hraðinn í Blöndugöngun- um var yfirleitt um 50 m á viku og komst jafnvel yfir 60 m. Þarna sannaðist að gerð jarðganga er auðveld á íslandi og miðað við margskonar aðrar framkvæmdir alls ekki dýr. Gera má ráð fyrir að kostnaður við borun verði hér svipaður og í Færeyjum. Því hafa menn nú loks þorað að taka ákvörðun um gerð fyrstu meirihátt- ar jarðganga á vegi á íslandi. Um arðsemi vega Höfuðborgarbúar, sérstaklega starfsmenn DV, hafa mikinn áhuga á arðsemi framkvæmda á lands- byggðinni. Oft heyrast kenningar um að úti á landi sé jafnvel öll fjárfesting arðlaus. Þá er ólíku saman að jafna þegar fjárfest er í þjónustukerfi höfuðborgarsvæðis- ins, svo sem í Kringlunni eða f arður atvinnulífsins af bættum samgöngum, lækkun tilkostnaðar í þjónustu og sparnaður ýmissa aðila kæmust inn í arðsemiformúluna. Bara til að nefna eitt dæmi: hugsið ykkur sparnað í raforkudreifingu við að leggja háspennulínur um jarðgöng í stað þess að fara yfir há fjöll! Reynslan af Suðurnesjum og víðar Sem krakki og unglingur var ég mikið á Suðurnesjum, bæði í Grindavík og í Höfnum. Þá óku menn til og frá Suðurnesjum og á milli staða þar eftir hraungjótum, þ.e. á vegum sem varla voru færir. Þá voru samskipti sveitarfélaga, fyrirtækja og einstaklinga á Suður- nesjum lítil miðað við það sem nú er. En svo var á tiltölulega fáum árum byggt upp það, sem á íslensk- an mælikvarða er fullkomið vega- kerfi á milli þéttbýlisstaðanna á Suðurnesjum. Þá hófst þar ör þró- Fyrri hluti IIIIIÍSÍGLUFJÖRÐUR snúningsveitingahúsi á Öskjuhlíð- argeymunum! Þaðan höfum við víst hagvöxtinn! Gaman væri að bera saman þjóðhagslega arðsemi þessara tveggja framkvæmda við jarðgangagerð í Múlanum eða á Vestfjörðum. En það er því miður talsvert verk ef faglega skal unnið. Vegagerðin notar ákveðið kerfi til að bera saman arðsemi vega- framkvæmda. Arður verksins er annarsvegar reiknuð fjárhæð sem vegfarendur spara í minni bensín- eyðslu, minna sliti ökutækja o.s.frv. en hinsvegar sparnaður vegagerðarinnar sjálfrar. Þetta er útaf fyrir sig ágætt kerfi svo langt sem það nær. En flestum fagmönn- um á sviði samgöngumála, ekki síst mörgum starfsmönnum vega- gerðarinnar, er ljóst að þetta kerfi mælir ekki nema hluta af arðsemi vegaframkvæmda. Væri svo ekki væri aldrei arðsamt að leggja veg þar sem vegur hefur ekki áður verið og fyrsti vegurinn á íslandi hefði enga arðsemi haft því þá var engin vegaumferð! Vegagerð hefur nefnilega ekki tilgang í sjálfri sér. Tilgangur hennar er að tengja saman staði og landshluta, bæði nálæga og fjarlæga, til þess að bæta aðstöðu atvinnufyrirtækja, til þess að auka þjónustustarfsemi með því að stækka markaðsheildir og til þess að gera þjónustuna ódýrari, til þess að fullnægj a samgönguþörf- um nútímans. Þótt sparnaður um- ferðarinnar og Vegagerðarinnar sé mikilvægur er meginhluti arðsemi vega fólginn í hinum þáttunum. Þá er hinsvegar erfitt að meta og því eru þeir ekki komnir inn í formúl- una. Nú er arðsemi margra vega mikil þótt einungis sé miðað við formúlu Vegagerðarinnar. Ef við gætum náð öllum hinum þáttunum inn í hana er ég viss um að í ljós kæmi að vegaframkvæmdir eru það arðsamasta sem hægt er að gera hér á landi nú, það sem örvar hagvöxt mest og bætir mest lífskjör þjóðarinnar. En ég er viss um að forgangsröð frarr /væmda mundi breytast töluvert ef þættir eins og un í öllum samskiptum. Dæmi þar um eru samskipti sveitarfélaganna fyrr og nú. Núna reka sveitarfélög- in sameiginlega sorpeyðingu, sam- eiginlega heilsugæslu, sameigin- lega elliþjónustu, fjölbrautaskóla, rafveitu, hitaveitu o.s.frv. Gæði þjónustunnar hafa stóraukist og hagkvæmnin líka. Ef Grindvíking- ur tekur að sér starf í Keflavík er ekki nauðsynlegt fyrir hann að flytja þangað og öfugt. Hagkaup staðsetti stórmarkað sinn úti á víðavangi þar sem hann er tiltölu- lega aðgengilegur öllum. Og at- vinnuþróun í stærsta staðnum, Keflavík, tók nýja stefnu. Nú er Keflavík fyrst og fremst vaxandi þjónustumiðstöð en ekki útgerðar- bær. Þjónustustarfsemina hefur hún að verulegu leyti byggt upp á kostnað höfuðborgarsvæðisins, þ.e.a.s. að Suðurnesjamenn geta nú sótt þjónustu til Keflavíkur sem þeir áður urðu að sækja til Reykja- víkur. Þetta hefur treyst mjög byggð á Suðurnesjum. Nú er sam- runi sveitarfélaganna á Suðurnesj- um í eina efnahagslega og félags- lega heild svo langt kominn að til umræðu er að sameina þau öll formlega í eitt sveitarfélag. Þessi þróun varð vegna hins góða vegakerfis. Aukna arðsemi atvinnufyrirtækja og sparnað og gæðaaukningu þjónustunnar má færa í bækur sem arðsemi vega- framkvæmdanna. Ekki er vafi á að arðsemi þessara vega er ævintýra- leg. Suðurnesin eru nefnd hér fyrst vegna þess að þau eru stærsta og augljósasta dæmið um arðsemi vega aðra en ,þá sem mælist sem beinn spamaður umferðar og veg- haldara. En dæmin em miklu fleiri um það hvemig samskipti atvinnu- fyrirtækja, einstaklinga og sveitar- félaga vaxa með bættum samgöng- um, hvernig nálægir staðir, sem verið hafa á einhvem hátt einangr- aðir hver frá öðmm, geta bókstaf- lega runnið saman sem efnahags- legar og félagslegar heildir. Ef við skreppum í hringferð um landið má nefna fyrst Akranes og Borg- arnes, svo Hellissand, Rif og Ólafs- vík, Patreksfjörð og Tálknafjörð, Sauðárkrók og Hofsós, Eyjafjörð allan innan Múlans, Eskifjörð og Reyðarfjörð og Stokkseyri, Eyrar- bakka og Selfoss. Blönduós og Skagaströnd em að bætast í þenn- an hóp og Þorlákshöfn er að tengj- ast sunnlenska hópnum. Gagnvart öllum þessum stöðum hafa eða em bættir vegir að gjörbreyta samfé- lögunum á svipaðan hátt og gerðist á Suðurnesjum. Svona kjarna- myndun, að gera stóra staði úr mörgum litlum með stórbættum samgöngum, er raunhæfasta að- ferðin til að efla landsbyggðina - er skynsamlegasta byggðastefnan. Ef við lítum okkur aðeins fjær, á samskonar þróun í Færeyjum, getum við séð sönnun þessarar kenningar. Þar hefur orðið samfé- lagsleg bylting með uppbyggingu vegakerfis með bundnu slitlagi, jarðgöngum í gegnum fjöll og brúm yfir sund. í sömu átt mun byltingin ganga hér á landi þótt á nokkuð annan hátt verði vegna stærðar landsins því á næstu fimm til sex árum getum við, með sama áframhaldi og í ár og í fyrra, tengt alla þéttbýlisstaði landsins saman með vegum með bundnu slitlagi og einnig lokið lagningu bundins slit- ; lags á hringveginn allan. Erfitt er að lýsa áhrifum þessa fyrirfram, þau eru svo flókin. En víst er að við þetta mun íslenskt samfélag breytast mikið til hins betra. Ólafsfjördur—Dalvík —Eskifjörður Með gerð jarðganga um Ólafs- fjarðarmúla verða tveir bæir, Dal- vík með 1394 íbúa og Ólafsfjörður með 1180 íbúa, tengdir saman með miklu öruggari vegi en hingað til. Aksturstími á milli bæjanna verður um 15 mínútur, sem er algengur aksturstími á milli borgarhverfa syðra. Við þennan íbúafjölda má bæta íbúurn Svarfaðardals, 277. Samtals verður þá íbúafjöldi „nær- svæðis“ jarðganganna 2851. Sterk ættartengsl eru á milli þessa fólks og samgönguþörfin veruleg þess vegna. Erfitt er að iýsa í smáatrið- um hvað gerist á þessu svæði þegar samgöngurnar batna svona mikið. Verði vegasambandið eins öruggt og menn vonast til munu staðirnir renna saman í eina félagslega og efnahagslega heild eins og lýst hefur verið hér að framan. At- vinnulíf Ólafsfjarðar er mjög ein- hæft. Á Dalvík hefur iðnaður farið vaxandi og þar er talsvert meiri þjónustustarfsemi en á Ólafsfirði. I öllum þessum þremur sveitarfé- lögum fjölgaði verulega á s.l. ári, hlutfallslega mest í Svarfaðardal en í höfðatölu mest á Dalvík. Þetta er uppgangssvæði, útvörður næst mesta þéttbýlissvæðis landsins, Eyjafjarðar, þar sem íbúatalan við lok síðasta árs var 20001. Það er í samræmi við reynsluna, sem rætt var um hér að framan, að fólk fari í sívaxandi mæli að vinna á öðrum stað en það býr á. Einnig munu menn leysa sífellt fleiri sameiginleg vandamál í sameiningu, koma upp sameiginlegri þjónustustarfsemi af ýmsu tagi o.s.frv. eins og á Suður- nesjum og annarsstaðar. Þessu til viðbótar kemur svo að f stað tveggja einangraðra, örsmárra markaða fyrir „nærþjónustu", verður nú til einn öllu stærri sam- einaður markaður með 2851 mann. Þetta skapar möguleika fyrir nýjar tegundir þjónustu á svæðinu en fyrir hverja tegund oftast nær að- eins á öðrum staðnum fyrir íbúa beggja sem enn kallar á aukna umferð. Verði þróunin eins og ég hef lýst mun umferðarþörf og um- ferð á milli þessara staða því aukast mjög ört þegar jarðgöngin eru komin. Jarðgöngin í Ólafsfjarðar- múla verða þá jarðgöng í þéttbýli, umferðaræð fólks á leið til vinnu eða í skóla, á leið í verslun, til læknis, í hárlagningu, í fjölskyldu- og kunningjaboð o.s.frv., ná- kvæmlega eins og á sér stað á milli borgarhverfa á höfuðborgarsvæð-

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.