Tíminn - 28.01.1988, Blaðsíða 15

Tíminn - 28.01.1988, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 28. janúar 1988 Tíminn 15 Bergþóra Pálsdóttir sjötug Bergþóra Pálsdóttir er fædd 28. janúar 1918, að Veturhúsum, býli, sem nú er í eyði. Veturhús, rýrðar- kot í Eskifjarðardal, 5 km innan við kauptúnið. Foreldrar Bergþóru; hjónin Páll Þorláksson og Þorbjörg Kjartansdóttir, áttu 10 börn, eitt þeirra Bergþóra, sem í dag er 70 ára. Á sjötíu ára æviferli eru mörg spor stigin. Margt það skeð, sem er frásagnavert. Hér verður fátt sagt, en nokkur spor rakin. Bergþóra ólst upp á barnmörgu heimili, vandist sparsemi og nýtni. Bergþóra naut þeirrar skólagöngu, sem þá var krafist, til fermingar. Lengri var skólaganga hennar ekki. Bergþóra var greind og athugul. Minnug á allt sem hún sá og heyrði þarna í fásinn- inu. Brauðstritið sat í fyrirrúmi, fyrir námi. Þröngur hagur hjónanna í Veturhúsum sá þar um. Bergþóra fór ekki varhluta af stritinu. Hún vann eftir mætti strax og hún hafði getu til. Árin líða. 4. júní 1940 deyr faðir hennar. Þá eru eldri systkinin farin að heiman og sest að annars- staðar. Páll, bróðir Bergþóru tekinn við búsforráðum á Veturhúsum. Bergþóra hafi náð fullum þroska. Móðir hennar telst enn bústýran, er þá orðin þrotin að kröftum eftir strit liðinna ára. Er því líklegt, að bú- störfin innanbæjar hafi hvílt að miklu leyti á Bergþóru. Árið 1945 kaupir Páll bróðir henn- ar býlið Eskifjarðarsel, hinumegin árinnar, beint á móti Veturhúsum. Þangað flytur Páll. Bergþóra verður bústýra hans. Þorbjörg, móðir þcirra flytur með þeim systkinum að Eski- fjarðarseli, og dvelst hjá þeim til æviloka. Þeim Páli og Bergþóru búnast vel í Eskifjarðarseli, sem er betri bújörð en kotbýlið Veturhús, sem nú fór í eyði. Æviferill Bergþóru verður ekki rakinn án þess að Páls bróður hennar sé einnig minnst. Þau systkinin búa í Eskifjarðarseli í rúman aldarfjórð- ung. Þeim er dalurinn kær og höfðu ekki í hyggju að breyta til. En nú skiptir skjótt um. Árið 1971 lenda þau í bílslysi. Þetta skipti sköpum. Bergþóra kemst úr brakinu og nær í hjálp. Páll kemst til meðvitundar 30 klukkustundum síðar. Búskap þeirra systkina er lokið. Páll Pálsson er öryrki á Reykja- lundi í Mosfellssveit. Bergþóra vist- kona á dvalarheimili aldraðra, Ási í Hveragerði. Vinnur þar hálfan vinnudag. Afleiðingar höfuðhöggs- ins er Bergþóra fékk við slysið, hefur háð henni síðan. Páll er miklu verr farinn eftir slysið. Þau systkinin tóku umskiptunum með dæmafárri stillingu. Eg hef heyrt kunnuga segja, að þeir, sem heimsækja Pál, undrist sálarþrek hans og glaðlyndi. Ég, sem þessi orð rita, er einn þeirra, sem undrast. Nú voru þau, Páll og Bergþóra, komin á annað landshorn. Sárt var áð skilja við átthagana, jörð og búfé. Við þessar aðstæður hefði margur guggnað, en svo varð ekki með þau systkinin. Eins sérstæðs atburðar vil ég geta, er skeði á meðan Páll bjó í Veturhús- um. Bergþóra ritar um hrakninga enskra hermanna á Eskifjarðarheiði haustið 1941. Frásögnin birtist í Eskju, 1. hefti. Hér verður aðeins greint frá björgun mannanna. Þennan dag höfðu Páll og Magnús bróðir hans verið úti í Eskifjarðar- kauptúni við uppskipun úr kolaskipi. Þeir bræður komu heim þreyttir eftir erfitt dagsverk. Myrkur var orðið. Komið var rok með úrhellisrigningu. Páll gekk út að fjárhúsunum til að gá að hvort fjárhúsdyrnar væru tryggi- lega lokaðar. Á leiðinni heim túnið gekk Páll fram á hermann, örmagna af kulda og vosbúð. Páll tók her- manninn og bar hann heim. Föt her- mannsins og farangur gegnblautur orðinn. Þetta var þung byrði. Þegar heim kom, gaf hermaðurinn til kynna með bendingum að fleiri væru úti hjálparþurfi. Páll og Magn- ús bróðir hans, fimmtán ára, fóru út í veðurofsann, mönnunum til bjargar. Það er ekki að orðlengja. Þess óveðursnótt var 48 hermönnum bjargað. Það má nærri geta, að þröngt hafi verið innan dyra í Vetur- húsum þessa óveðursnótt. Allt bjargaðist. Hlynnt var að hinum hröktu hermönnum eins og ástæður leyfðu. Fátæki bóndinn í Veturhús- um og heimilisfólkið hlutu sæmd af. Þarna var hjálparstarf unnið, sem reyndi á þrek og þrautseigju.Þessi minning og margar, margar fleiri hljóta að bera græðismyrsl á sár öryrkjans Páls á Reykjalundi. Þá er að minnast afmælisbarnsins sjötuga. Bergþóra er hagmælt og skemmtilega ritfær. Hún hefur skrif- að sögurnar; Drengirnir á Gjögri og Á Hrauni. Báðar þessar bækur eru skrifaðar fyrir börn og unglinga. Ná einnig til þeirra, sem eldri eru. Þessar bækur báðar lýsa fyrri tíma búnaðarháttum, sem veita fróðleik og eru skemmtilegar aflestrar. Sjötuga heiðurskona. Ég kynntist þér og Páli, bróður þínum, árið 1974. Fjórtán ára kynning hlýtur að vera nægjanleg til þess að ég skrifi afmælisgrein um þig sjötuga. Ham- ingjan fylgi þér ævi alla. Þórarinn E. Jónssun. Til afmælisbarnsins ÁRNAÐARORÐ Ég óska þér alls hins bezta, um ófarinn stíg. Von og bæn, að vorsins englar verndi og blessi þig... Þ.S.J. LITIÐ TIL BAKA Unga stúlkan, inn í dainum átti þrár í sínu hjarta. Fagurt þar, í fjallasalnum. Fegurð sýndi vorið bjarta. Gróðurilminn blærinn blíður ber að vitum, glæddi friðinn. Bjartur dalsins faðmur fríður flutti ró, við lækjarniðinn. Ótal þurfti verk að vinna, vorsins meðan hlýju nýtur. Eigi mátti öðru sinna. Eigin löngun víkja hlýtur. Neistinn lifir. Ljóð á vörum læddist út... og hvarf ískuggann. Vonin bjarta, blíð í svörum blessuð skein, á vonargluggann. Átthögunum er ég fjarri. Eskifjarðardalsins bjarta. Vonin hlýja nú mér nærri. Nú er ekki þörf að kvarta. Sálarró, og sálargleði, sýnir vonarinnar heima. Próttinn finn, á bæna beði. Bæninni má ekki gleyma... Þórarinn Elís Jónsson LESENDUR SKRIFA llllll! 111 Ættfræði Undanfarið hefur áhuginn á ætt- fræði aukist að miklum mun hjá almenningi; vísir menn hafa raunar alltaf haft mikinn áhuga á efninu og látið til sín taka með útgáfur bóka þessu varðandi, manntöl, nafna- lykla, ættfræðibækur heilu lands- fjórðunganna. Þarna er á ferðinni góð andleg æfing, fyrir utan hve menningarlegt það er, að vita eitt- hvað um forfeðuma og nánustu ættingja sína lífs og liðna. Við íslendingar eigum ótrúlega stórt og gott safn ættfræðirita, og gaman væri, ef einhver atorkumað- urinn tæki sig til og gerði skrá yfir bækur af þessu tagi. Manntölin 1703,1729,1801,1816, 1845 eru komin út í bókarformi, og léttir fólki vinnu í þessu efni. Þetta er afrek, ómetanlegt afrek. Sömu- leiðis eru komnir nafnalyklar við manntölin 1703, 1801 og 1845, og ætti að vera nægilegt fyrir þennan kafla ættfræðinnar. Ef kirkjubækur fengjust útgefnar í viðráðanlegu formi og verði, væri auðveldara fyrir alla við þetta að fást í stopulum frítímum heima hjá sér eða í félags- heimilinu og bókasöfnum nærri bú- setu hvers og eins. Nýlega er komið út hjá Offsett- fjölritun, Lágmúla 7, Reykjavík, nafnalykill að manntalinu 1845, sem Björn Magnússon prófessor tók saman. Nafnalykillinn er í 5 bindum og er yfir allt landið. Upplag af þessu fyrirtaks framtaki er ekki stórt og mun ritið fljótlega verða uppselt, þess vegna er þeim, sem eiga manntalið 1845, ráðlagt að ná sér í eintak sem allra fyrst hjá forlaginu; þeir bjóða til 1. desember n.k. ríflegan afslátt fyrir félaga Ætt- fræðifélagsins og þá aðra, sem áhuga hefðu á að eignast ritið. - Bindin eru í góðri kápu, gyllt á kjöl og að öllu leyti aðgengileg, og vinna Björns Magnússonar ólastanleg eins og hans er von og vísa. Mikill vinnu- og tímasparnaður er að nafnalyklum við manntölin í annars seinlegri leit að áum og niðjum. Takist vel til um þessa útgáfu, má miklu frekar búast við, að útgefendur fáist til nýrri manntala, sem nauðsynlegt er að fá. svo sem eins og frá 1880-1910, en valið er erfitt, hvaða ár eigi að velja. Aðalerfiðleikamir við seinni manna ættartölur og ættfræði er, hver víða menn fluttust brott úr héraði og erfitt er að finna, hvert þeir fóru, síðan hætt var að skrá brottvikna og innkomna eins og gert var áður fyrr. En eftir 1910 ætti að vera auðveld- ara að fá upplýsingar um ættfólk sitt, ef menn hafa eitthvað ofurlítið um þá í pokahorninu. Þjóðskráin er ómetanleg og þyrfti að vera aðgengilegri fyrir hinn al- menna ættfræðiáhugamann. Starfs- fólk manntalsskrifstofanna að þjóðskrá meðtalinni er sjálfsagt allt of fátt og ætlað of mikil verkefni. Utrýma þarf þeirri tortryggni, að allir séu að spyrjast fyrir í annarleg- um tilgangi eða af ótuktarskap. Upplýsingar í mannfræðinni þurfa að vera aðgengilegar og opnar. Best væri, ef til væri nafnaskrá þjóðskrár og þangað gætu menn leitað og fengið þær upplýsingar, sem þeir þurfa á að halda, líkt og manntölin eru í Þjóðskjalasafni. Vonandi verður þetta allt fullkom- ið, þegar fram í sækir, en þörfin fyrir manntöl og upplýsingar er ævarandi. Áhugasamur. Framsóknarfélagið á Selfossi Spilakvöld verður haldið sunnudaginn 31. janúar og 7. febrúar að Eyrarvegi 15, kl. 20.30. Allir velkomnir - Mætið stundvislega. Nefndin Myndbandagerð (video) innritun 6 vikna námskeið í myndbandagerð hefst 1. febrúar nk. Kennt verður 2 sinnum í viku, mánu- daga og miðvikudaga, 4 klst. hvert kvöld. Megin- áhersla er lögð á: Kvikmyndasögu, mynduppbygg- ingu, eðli og notkun myndmáls í kvikmyndum, handritsgerð auk æfinga í meðferð tækjabúnaðar ásamt upptöku, klippingu og hljóðsetningu eigin myndefnis nemenda. Kennari Ólafur Angantýs- son, kennslustaður Miðbæjarskóli. Kennslugjald er kr. 5.000,- Innritun í símum 12992 og 14106 kl. 13-19 þessa viku (til föstudags 29. jan.) Allsherjaratkvæðagreiðsla verður viðhöfð við kjör stjórnar og trún- aðarmannaráðs fyrir næsta kjör- tímabil. Tillögur skulu vera samkvæmt B-lið 19. greinar í lögum félags- ins. Tillögum, ásamt meðmælum hundrað full- gildra félagsmanna, skal skila á skrifstofu félags- ins, Skólavörðustíg 16, eigi síðar en kl. 11 fyrir hádegi föstudaginn 5. febrúar 1988. Stjórn Iðju, félags verksmiðjufólks fM REYKJAVÍK Bændur með búhátta- breytingu í huga Bátur til sölu, tæp 8 tonn. Hörkuduglegur vinnu- þjarkur vel búinn tækjum. Gengur 15 til 17 sjómílur tilbúinn til handfæra og grásleppuveiða. 4 rúllur, grásleppunet geta fylgt. Upplýsingar í síma 95-4423 0 HÚSBYGGINGAR TRÉSMÍÐI Öll viöhaldsvinna húsa, gluggaviögerðir, glerísetning, uppsettning innréttinga, viöarklæöningar í loft og á veggi, Símar: mótauppsláttur. Fagmenn vinna verkiö. Mæling, tima- 29632 — 33557 vinna, tilboð. Greiösluskilmálar. BLIKKFORM Smiðjuvegi 52 - Sími 71234 Öll almenn blikksmiðavinna. Vatnskassaviðgerðir. Sílsastál á bíla o.fl. (Ekið niður með Landvélum) t Útför móður minnar, tengdamóður og ömmu Guðfinnu Halldórsdóttur frá Efri-Brúnavöllum, Skeiöum, Fossheiði 10, Seifossi fer fram frá Selfosskirkju, laugardaginn 30. janúar kl. 13.30. Jarðsett verður frá Ólafsvallakirkju sama dag. Ólína María Jónsdóttir Guðjón Egilsson og barnabörn

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.