Tíminn - 28.01.1988, Blaðsíða 8

Tíminn - 28.01.1988, Blaðsíða 8
8 Tíminn Timiiin MÁLSVARIFRJÁLSLYWDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinnog Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Ritstjórar: Aðstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson Birgir Guðmundsson EggertSkúlason SteingrímurGíslason Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Auglýsingaverð kr. 400 prdálk- sentimetri. Verð í lausasölu 55.- kr. og 65.- kr. um helgar. Áskrift 600.- Samningarogsamráð Eins og sagt var í forystugrein Tímans í gær ættu Vestfjarðasamningarnir að öllu eðlilegu að losa um þá stíflu sem verið hefur í kjarasamningum að undanförnu. F*ótt mikið hafi verið rætt um samning- ana og foringjar Verkamannasambandsins hafi ferðast landshornanna á milli hefur nánast ekkert gerst í þessum málum fyrr en samningsaðilar á Vestfjörðum brutu ísinn. í ljós hefur komið að ýmsir forystumenn innan aðildarfélaga Verkamannasambandsins hafa gert athugasemdir við Vestfjarðasamninginn og gagn- rýnt hann í tilteknum atriðum. Slík gagnrýni þarf ekki að vera á neinn hátt óeðlileg á þessu stigi málsins, en gagnrýnendum Vestfjarðasamninganna má ekki yfirsjást um það að í þessum samningum eru mörg nýmæli, sem nauðsynlegt er að athuga gaumgæfilega, ekki síst hið nýja kaupgjalds- og vinnufyrirkomulag í frystihúsum sem ætlað er að leysa gamla bónuskerfið af hólmi. Það er fullkom- lega tímabært að reyna nýjar leiðir í þeim efnum í þeirri von að þær létti vinnuálag og streitu og leiði til tekjuaukningar hjá starfsfólki í fiskvinnslu. Frá almennu sjónarmiði vekur það athygli að við gerð þessara samninga hafa ríkt þau viðhorf að samningarnir leiði ekki til verðbólguaukningar, heldur þvert á móti. Hér ríkir sama viðhorf og kom fram í febrúarsamkomulaginu milli aðila vinnu- markaðarins og ríkisvaldsins fyrir u.þ.b. tveimur árum. Vestfirðingar eiga lof skilið fyrir að halda lífinu í þessum viðhorfum, þessari afstöðu til skelfingar verðbólgunnar, sem aldrei getur tryggt launþegum kjarabætur, heldur rýrir hag almenn- ings og rústar um það er lýkur afkomu atvinnulífsins og heimilanna. Ekkert hagkerfi þolir langvarandi verðbólgu, sem er úr öllu samhengi við það sem gerist í viðskiptalöndum. íslendingar geta ekki lifað í þeirri trú að hægt sé að flytja út kostnaðar- hækkanir sem verða til vegna innlendrar verðbólgu. Öll áhrifaöfl þjóðarinnar verða að sameinast um að kveða niður frekari verðbólguþróun. Fullvíst má telja, að engir ábyrgir áhrifamenn í þjóðfélaginu vilji láta skeika að sköpuðu varðandi verðbólguhættuna. Ábyrgir menn vita m.a. að það er ekkert hald í kjarasamningum nema verðbólgu sé haldið í skefjum. í framhaldi af kjarasamningun- um á Vestfjörðum og ljósi þess að nú er að losna um stífluna í almennri kjarasamningagerð í land- inu, ber forsætisráðherra að stuðla að skipulegum viðræðum milli ríkisstjórnarinnar og allra áhrifaafla þjóðfélagsins um samráð sem leitt geta til jákvæðrar heildarlausnar á þeim víðtæka og flókna vanda sem nú er við að glíma í almennum efnahagsmálum og kjaramálum. Ríkisstjórnin hefur margt það í valdi sínu sem greitt getur fyrir lausn þessa vanda, m.a. með breyttri stefnu í vaxtamálum og endurgreiðslu á söluskatti í sjávarútvegi, en umfram allt að draga úr þeirri þenslu og viðskiptaumsvifum, sem er undirrót verðbólguþróunar síðustu missera. Fimmtudagur 28. janúar 1988 GARRI lllllllll Skákáhugi Þjóðviljans Þvi er ekki ao neita að alltaf getur kontið fyrir blaðamenn, sem skrifa fasta pistla í blöð sín, að lenda í efnishraki. Líka getur það hent þá í geðvonskuköstum að lenda i því að agnúast út í eitt eða annað sem í eðli sínu er kannski hið besta mál. Blaðamenn eru sem sagt menn eins og aðrir, cn þeir sem reynslu hafa í starfínu vara sig hins vegar á þessu, reyna að hafa stjórn á skapi sínu og vega og meta málefnin af kaldri skynseini. Á þetta er minnst hér vegna þess að einum kollega okkar á Þjóðviljanum varð hált á þessu svelli í gær. Eins og menn muna kom Tíminn með frétt í fyrradag um að fjárhag- ur Skáksambands íslands væri þannig að það hefði ekki tök á því að óbreyttu að fjármagna fíeiri einvígi á borð við það sem Jóhann Hjartarson heyr nú í Kanada við Viktor Kortsnoj. Hér var velt upp nýju viðhorfí varðandi þennan atburð, sem aðrir fjölmiðlar höfðu ekki komið auga á. Ábendingin var því þörf og góð frétt á ferðinni. Þjóðviljinn, hins vegar, sá ástæðu til þess að hnotabítast út í það í pistlinum Klippt og skorið ■ gær að Tíminn hefði leyft sér að minnast á þetta. Skynsamleg rök eru hins vegar ekki sjáanleg á bak við þann málflutning hjá blaðinu. Er því líkast að þar sé á ferðinni ein saman afbrýðisemi út af því að Tíminn skuli hafa orðið á undan Þjóðviljanum að ná í þessa frétt. Áhyggjur skákmeistarans Það scm Þjóðviljinn sér við málið er að hætta geti verið á.að Jóhann Hjartarson láti áhyggjur af Ijármálum Skáksambandsins trufla sig við skákina vestra. Er svo að sjá að blaðið haldi í alvöru að þessi frétt Tímans geti orðið til þess að trufla frammistöðu skákmeistar- ans, og gott ef hún geti ekki orðið til þess að hann tapi einhverjum af þeim skákum, sem hann myndi vinna elia. Mikil cr því vantrú Þjóðviljans á sjálfstjóm skákmeist- arans, og jafnframt trú hans á áhrifamætti Tímans. Og er hið síðast nefnda vitaskuld eitt saman ánægjuefni fyrir Tímamenn. Aftur á móti gleymir Þjóðviljinn því að skilyrði þcss að hægt sé að styðja Skáksambandið, ef það lendir í erfiðleikum, er að fólk almennt viti af því að þessir erfíð- lcikar séu til. Þess vegna þarf að vekja athygli á málinu til að hægt sé að gera eitthvað í því. Það var þetta sem Tíminn gerði og varð fljótari til en Þjóðviljinn. Menn mega ekki láta ergilegheit út af því að hafa lent aftur af merinni í samkeppni við aðra verða til þess að þeir missi stjórn á skapi sínu. Á Þjóðviljanum eru vafalaust skák- menn góðir, en „skákáhugi“ af þessari tegund á þó vægast sagt lítið skylt við sannan íþróttaanda. Draga þarf upp budduna Jóhann Hjartarson hefur byrjað mjög skemmtilega í þessu einvígi, og varla er ofmælt að hér fylgist nú hver maður af konu fæddur spennt- ur með því hvernig honum vegnar. íslenskir skákmenn hafa undanfar- ið skilað hverjum glæsiárangrinuin af öðrum á alþjóðlegum vettvangi. íslenska þjóðin er stolt af frammi- stöðu þessara manna, og þá vita- skuld jafnfrumt vegna hins að árangur þeirra eykur hróður henn- ar allrar í erlendum löndum. Það segir sig sjálft að enginn sannur fslendingur vUl láta skort á peningum verða til þess að tefja fyrir framgangi íslcnskrar skáklist- ar á alþjóðavettvangi. Þessir menn eru á sinn hátt ambassadorar okkar crlcndis, sem ekki gengur að stöðva vegna peningaleysis. Enda sannast sagna að mjög ósennilegt verður að telja að til slíks myndi nokkru sinni koma. Ætli það sé ekki leitun að þeim íslenska skattborgara sem myndi telja það eftir að einhverjum krón- um af opinberum gjöldum hans yrði varið til að styrkja Jóhann Hjartarson og aðra þá skákmenn sem bestan árangur sýna erlendis? Garrí heldur að þeir verði flestir sem myndu samþykkja slíkt með glöðu geði. Og ætli jafnt forráða- menn fyrírtækja sem einstaklingar yrðu ekki fljótir til að leggja eitt- hvað af mörkum til þessa sama málefnis ef eftir því yrði lcitað? Garri hefur ekki minnstu trú á öðru en að svo myndi reynast. En frétt Tímans hefur vakið athygli á málinu og komið því á hreyfíngu. Nöldur Þjóðviljans út af því að liafa orðið of seinn að sjá fréttina breytir þar engu. Aftur á móti þurfa menn núna að búa sig undir að draga upp budduna. Fjár- skortur hjá skákmönnum okkar, þegar svona vel gengur, má ekki ciga sér stað. Garri VÍTTOG BREITT lllllllllllllllll Ringulreið prósentukarpsins Viðbrögð við Vestfjarðasamn- ingunum eru blendin eins og búast má við. Höfuðtalsmaður atvinnu- rekenda telur fráleitt að samningar svo hagstæðir launafólki gangi yfir alla línuna og forsætisráðherra kveður bogann spenntan til hins ýtrasta og hefur þá verðbólguþró- un í huga. Nokkrir verkalýðs- leiðtogar snúast öndverðir gegn samningunum og telja alltof skammt gengið miðað við eigin kröfur. Verkalýðsfélag á Suðurnesjum ætlar að senda fulltrúa vestur til að fregna hvað í raun og veru var samið um. Sú hlutaskiptauppbót sem fiskvinnslufólk á Vestfjörðum á að fá sem kjarabót er áður óreynd leið og ekki auðskilin þeim sem ekki hefur séð samningana eða þekkir gjörla til hvernig verð- mætasköpun fer fram í fiskiðnaðin- um. Samt eru menn furðufljótir að mynda sér skoðun á samningunum. Ágætir, segja sumir, ný þjóðarsátt aðrir, verðbólgusamningar enn aðrir, hvergi nærri nóg er álit einhverra og Þjóðviljinn er allt í einu orðinn verkalýðssinnaður kallar þá afleita kratasamninga og að þeir þýði kauplækkun. f leiðara eru samningarnir túlkaðir svo: „Eftir samningana fyrir vestan er mánaðarlegt taxtakaup í lægsta flokki 31.475 krónur. Undanfarið hafa laun fiskvinnslufólks hinsveg- ar verið uppundir 60 þúsund krónur, ... “ Ljótt er ef satt er. Fordsmi eða fordæmanlegt Eitthvað mun til í því þegar haldið er fram að samningarnir séu hagstæðir öllum aðilum fyrir vestan vegna þess að atvinnulífið þar er mestan part fiskur. En hlutaskipta- uppbótin í fiskvinnslunni eigi ekki við nema þar sem svipað háttar til. Því sé Vestfjarðauppgjörið ekki það fordæmi sem sjálfgefið sé að önnur launþegasamtök taki mið af. Hvað sem því líður munu samningarnir hafa áhrif á það reip- tog sem nú er að hefjast milli aðila vinnumarkaðarins vítt og breitt um landið. Merkar stofnanir gefa út annað slagið tap fiskvinnslunnar í pró- sentum. Samkvæmt því er hún núna öll á hvínandi hausnum og ekki fær um að taka á sig launa- hækkanir, en bág kjör fiskvinnslu- fólks hafa nú forgang í kveinstafa- umræðunni um kaupið. Erlend óráðsía Gengislækkun og verðbólga blandast inn í barningstalið og ávallt mcð þeim formerkjum að allir tapi á þeim hremmingum. En það eru alltaf einhverjir sem græða á dýrtíð og eins því að krónunni sé húrrað niður. Þeim þykir bara óþarfi að hafa orð á því. Fjárlaga- og viðskiptahalli í Bandaríkjunum veldur falli dollar- ans og það er einmitt verðlítill dollar, sem eitt sinn var svo almátt- ugur, sem leikur íslenskan fiskiðn- að grátt þessa dagana. Krafan um gengisfellingu er til komin vegna þess hve fáar krónur eru í dollarn- um sem er sá gjaldmiðill sem borgað er fyrir fiskinn á þeim mikilvæga Bandaríkjamarkaði. Naum peningaráð fiskvinnslunnar eru ekki heimatilbúin. Þau stafa af óráðsíu í útlöndum. Þetta vita þeir á Vestfjörðum og eru raunsæir í sínum kjarasamn- ingum. Það breytir ekki hinu, að öll umræða um kjaramál er í slíkri ringulreið að illmögulegt er að henda reiður á hvaða laun eru greidd í aðskiljanlegum atvinnu- greinum eða hvað verið er að fara fram á að kaupið verði. VSÍ gefur hiklaust út að laun hafi hækkað um 40% á síðasta ári og eru þar viðhafðar einhverjar meðaltals- kúnstir og getgátur um launaskrið. Verkalýðsleiðtogar taka sér aldrei í munn aðrar upphæðir en strípaða lægstu taxta og ber þarna alltaf mikið á milli. Svo tala allir þrasararnir um prósentuhækkanir án þess að geta um hver sú upphæð er sem prósent- an er reiknuð út frá. Drjúgan hluta úr ári hverju standa samningar yfir og eru þá allir fjölmiðlar fullir upp með karp um prósentuna og yfir- lýsingar um að málin séu á við- kvæmu stigi. Hins vegar vita launþegarnir og margir gjaldkerar fyrirtæka aldrei um hvað þetta prósentutal snýst fyrr en þeir fá fyrstu launaumslögin eftir samn- inga í hendur. Þótt fæstir viti hvað Vestfjarða- samningarnir fela í sér í raun og veru eru margir til kallaðir að hafa á þeim fast mótaðar skoðanir, með eða móti. Suðurnesjamenn einir viðurkenna að réttast sé að öðlast skilning á hvað verið var að semja um áður en þeir taka Vestfirðinga sér til fyrirmyndar eða fordæma gjörðir þeirra. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.