Tíminn - 28.01.1988, Side 19

Tíminn - 28.01.1988, Side 19
Tíminn 19 Fimmtudagur 28. janúar 1988 FÖÐURHLUTVERKIÐ MIKILVÆGAST J OHN Ritter, sá sem leikur Hooperman og við höfum einnig séð í „Allt er þegar þrennt er“ og mörgum kvikrr\yndum í sjónvarpinu, viðurkennir að hafa verið ódæll unglingurog í stórhættu að glatast í Ijúfa lífinu í Hollywood. Hann segir Nancy konu sína hreinlega hafa bjargað sérfrá því að eyða lífinu á diskótekum og í einskis verðum ástarsamböndum. Hún minnti hann á, að faðir hans, kúrekaleikarinn og söngvarinn Tex Ritter hafi verið mikill fjölskyldumaður og haft mátulega andúð á glaumnum í Hollywood. - Áður en ég kynntist henni, segir Ritter, - hataði ég tilhugsunina um að binda mig. Nú get ég ekki hugsað mér lífið öðruvísi. Þau Nancy eiga þrjú börn, sjö, fimm og tveggja ára og búa í Brentwood, skammt frá Beverly Hills. Margar stjörnur hafa beinlínis drukknað í sjálfum sér, segir hann. - Ég hef séð vinnufélaga mína lenda í því að týnast í úrklippusafninu, endursýningum og vinsældakönnunum og verða allt aðrar manneskjur. Pabbi hafði heilbrigða afstöðu til umhverfisins. Honum leið jafnvel í návist forsetans sem vörubílstjóra og bænda. Geti ég orðið jafn góðurfaðirog hann, er takmarki mínu í lífinu náð. Við Nancy ölum börnin upp á gamaldags hátt. í stað þess að senda þau til barnasálfræðinga og á heimavistarskóla, reynum við að vera alltaf til staðar fyrir þau. Ritter heldur áfram: - Hér í Los Angeles sér maður 16 ára unglinga á margra milljón króna bílum. Þeir eiga meira af skarti og loðfeldum en þeir geta notað. Þeirhorfaáforeldra sína taka kókaín, Ijúga, stelaog svíkja. Eraðundra þó þetta fólk verði brenglað, þegar það vex upp? Ritter hefur áhyggjur af John Ritter ásamt frama sínum, þó svo hann meðleikara sínum í eigi sína eigin stjörnu í Hooperman, tíkinni Bijoux. göngugötunni frægu. - Það er allt svo hverfult hérna, segirhann. Borginerfullaf fólki, sem einu sinni lék í eigin þáttum og nú vill enginn ráða það til vinnu. Maður getur veriö eftirsóttastur allra annan daginn, en vaknað að morgni sem búinn að vera. Þess vegna hef ég forðast eftir megni að lenda í stjörnugildrunni. Ég vinn mikið og vil hafa stöðuga vinnu. Eg vil að hæfileikar mínir séu teknir alvarlega og mér finnst nú orðið að svo sé raunar. Fjölskyldan í heimsókn hjá Andrési Önd. Nancy aftast, en John heldur á Jason 7 ára. 'llllllir UM STRÆTI OG TORG ....................................... .................................................................... ^'IÍL ................................ .... ................................................ ........ ■!!!, 'lli, :i!M ;!í: ............................................... Kristínn Snæland: |f Akstursmáti leigubílstjóra er stundum þannig að trúlega vænta þess fáir að til þeirra sé leitað um ráðleggingar varðandi akstur. Svo bar þó við í haust að ung stúlka sagði sem svo við yfirritaðan: Ég er nýbúin að taka bílpróf og kaupa mér bíl og kann ekki að aka í hálku. Hvað á ég að gera þegar snjórinn og hálkan koma? Spurn- ingin gaf tilefni til tveggja eða þriggja tíma fyrirlesturs, en þar sem ekki var víst að stúlkan greiddi leigubíl á fullum taxta svo langan tíma, greip ég til þess svars eða ráðleggingar sem ég gjarnan gef af svipuðu tilefni og á vissulega vel við að gefa núna, eftir þetta langan frostakafla. Farðu upp á Leirtjörn í vetur þegar frost hafa staðið nokkra daga svo tryggt sé að ísinn á tjörninni sé orðinn bflheldur. Þar skaltu síðan aka fram og aftur, í hringi, beygjur og út á hlið, spólaðu og hemlaðu, gerðu allar kúnstir sem þér detta í hug, en gerðu þetta allt hægt svo bíllinn stöðvist ekki snögglega við tjarnar- bakkann, þá gæti hann skemmst og jafnvel oltið. Farðu að minnsta kosti þrisvar sinnum eða oftar upp á Leirtjörn og leiktu þér þar á bílnum þínum á ísnum, hálftíma eða klukkutíma í senn. Þeim sem óttast að aka út á ísilagt vatn skal bent á að Leirtjörn er aðeins 10 til 30 sentimetra djúp og því fljót að botnfrjósa. Við þetta er því aðeins að bæta að ég leggst eindregið gegn því að ísakstur sé stundaður á tjörnum eða vötnum sem viðkom- andi þekkir ekki. Sorgleg reynsla hefur sýnt að ísakstur ætti ekki að framkvæma nema að vel athuguðu máli. Við Leirtjörn er slíkum hætt- um ekki fyrir að fara, því við hæsta vatnsborð sæti bíllinn, ef ísinn brestur, þetta á 10 til 50 sentimetra dýpi og í versta falli blotnaði ökumaður í rassinn sem er þó afar hæpið. Með öðrum orðum, kæru vinir sem eruð óvanir hálkuakstri eða óöruggir í hálku, eða á nýjum bíl sem þið þekkið ekki: skreppið endilega í æfingarferð upp á Leir- tjörn. Þjálfun í hálkuakstri á reyndar einnig allvel við varðandi akstur í lausamöl svo góð æfing á Leirtjörn í vetur getur komið að gagni í sumar. Leiðin að Leirtjörn er stutt. Upp Vesturlandsveg, yfir brúna á Úlf- arsá eða Korpu, austan Keldna- holts, þar fyrsta afleggjara til hægri upp í hæðirnar og eftir 1500 metra akstur frá Vesturlandsvegi er kom- ið að Leirtjörn á vinstri hönd og þar liggur góður vegur að vatns- borðinu. Æfingin skaparmeistarann, ekki satt? Góða ferð. Eftir alla þessa ágætu klausu, og vonandi lesa allir enn, er því aðeins við að bæta að yfirritaður gerði sér ferð sfðastliðinn þriðjudag upp á Leirtjörn. Erindið var að mæla vegalengdina frá Vesturlandsvegi, prófa nýjan bíl og athuga aðstæð- ur. Skemmst er frá því að segja að eftir gott haust og góðan vetur er nánast ekki deigur dropi vatns né íss á Leirtjörn heldur aðeins egg- sléttur leirbotninn með stöku sef- stráum á víð og dreif. Fór nú öll ofanrituð klausa fyrir lítið utan að eftir stendur að æfingin skapar meistarann. Við ísingu og hálku má reyndar finna innanbæjar plön, bílastæði eða gatnahluta sem henta til akstursæfinga séu þær fram- kvæmdar á réttum tíma. Við æfing- ar á slíkum svæðum ber að sjálf- sögðu að varast ljósastaura, um- ferðarmerki, annan slíkan búnað svo og gangstéttarkanta. Með öðr- um orðum að framkvæma allar hálkuæfingar með þeirri hægð að ekki valdi þeim sem æfir sig né öðrum hættu. Vegna ástands Leirtjarnar vara ég ökumenn við: akið ekki út á tjarnir né vötn nema þá í fylgd gjörkunnugra og gætinna heima- manna. Nýtið fremur plön, stæði eða gatnahluta til hálkuakstursæf- inga. Framhaldsskóla- nemarnir í síðustu viku voru nemar Menntaskólans í Reykjavík og Fjölbrautaskólans við Ármúla með skemmtanir í Evrópu og Kasa- blanka. Er skemmst frá því að segja að fyrir umferðarmenningu fá nemar beggja skóla stóran mínus. Tvær aðkeyrslureinar við Evrópu voru stöðugt stíflaðar og allar akreinar Skúlagötu framan við Kasablönku voru á stundum lokaðar. Allt þetta vegna þess að unga fólkið tekur ekki tillit til þess að umferðin þarf að renna fram stöðugt og óhindrað. Þetta tillits- leysi er sorglegt en sýnu verra er að lögreglan nýtir ekki þessi umferð- aröngþveiti unga fólksins til þess að kenna því lexíu um tillitssemi í umferðinni. Með öðrum orðum, elsku hjart- ans elskurnar mínar: akið ekki út á tjamir eða vötn sem þið ekki gjörþekkið og látið umferðina fljóta ljúft og hindrunarlaust um rúntinn og við skemmtistaði. Þið vitið hvað ég meina.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.