Tíminn - 28.01.1988, Blaðsíða 11

Tíminn - 28.01.1988, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 28. janúar 1988 Tíminn 11 llllllllliilllllllllillll ÍÞRÓTTIR . ' , v , " ■ Troðari ársins Teitur Örlygsson er án efa troðari ársins. í gærkvöldi sigraði Teitur í troðslukeppninni eftir keppni við ekki „minni“ menn en Guðmund Bragason og ívar Webster svo ein- hverjir séu nefndir. Þess má svo geta að Teitur sigraði einnig í troðslu- keppni í Njarðvík fyrr í vetur. 3ja stiga meistari Hreinn Þorkelsson sigraði í þriggja stiga keppninni á körfuknatt- leikshátíðinni í gærkvöldi eftir úr- slitakeppni við Val Ingimundarson. Hreinn varð 15.000 kr. ríkari. Timamyndir Pjetur Badminton: fslandí 7. sæti Unglingalandslið íslands í badminton varð í sjöunda sæti í Evrópukcppni B-þjóða sem fram fór í Cardiff í Wales um síðustu helgi. f riðlakeppninni unnu íslendingar Frakka 4-3 en töpuðu 2-5 fyrir Norðmönn- um. I keppni um 5.-8. sæti vannst 4-3 sigur á Ungverjum en liðið tapaði 2-5 fyrir Finnum og Walesbúum og lenti því í 7. sæti af 13 þjóðum. Jóhann Kjartansson lands- liðsþjálfari var mjög ánægður með árangurinn og sagði bar- áttu og sigurvilja hafa einkennt keppendur í öllum leikjum, á móti hvaða þjóð sem var. Athygli vakti árangur Njáls Eysteinssonar og Óla B. Zim- sen sem spiluðu frábærlega vel. -HÁ V-þýski handknatt- leikurinn: Diisseldorf í 2. sæti Dusscldorf er enn í 2. sæti í v-þýska handknattleiknum eft- ir 22-20 sigur á Milbertshofen um síðustu helgi. Páll Ólafsson skoraði 10(4) mörk og átti stórleik í liði Dússeldorf en Faulhaber og Ratka gerðu 4 mörk. Essen tapaði fyrir Núrnberg, 20-22 og féll niður í 6. sæti. Alfreð Gíslason var næst markahæstur í liði Essen með 6(1) mark. Lemgo vann GroBwallstadt 15-14 og var Sig- urður Sveinsson markahæstur í liði Lemgo með 5(3) mörk. Staða efstu liða: Gummers- bach 23 stig, Dússeldorf 21, Kiel 19, Göppingen 17, GroB- wallstadt 15, Esscn 15, Schwabing 12, Dormagen 12, Wallau-Mass 12. -HÁ Úrslit leikja í NBA-körfu- boltanum á mánudags- og þriðjudagskvöld: Washington-Philadalphia 118-117 (framl.) Utah-Cleveland 119-96 Golden State-Milwaukee 105-108 Atlanta-Boston 97-102 New York-New Jersey 122-101 Indiana-Chicago 97-93 Dallas-San Antonio 128-111 Houston-LA Clippers LA Lakers-Utah 111-100 Portland-Milwaukee 112-106 Sacramento-Seattle 100-116 Hátíð í bæ Landið vann í gærkvöldi góðan sigur á úrvalsliði Suðurnesja 81-79 í spennandi Stjörnuleik er Körfu- knattleikssamband íslands og Sam- tök íþróttafréttamanna gengust fyrir. Maður leiksins var valinn Pálmar Sigurðsson og hlaut hann 20 þús krónur fyrir vikið. Stigahæstu leikmenn Landsins voru þeir Jó- hannes Kristbjörnsson 17, Pálmar Sigurðsson 16 og Tómas Holton 12. í liði Suðurnesja skoraði Valur Ingi- mundarsson 25 stig, Teitur troðari Örlygsson 12 og Guðmundur Braga- son 11. íslandsmeistarar í innanhússknattspyrnu ' /alUf, íslandsmeistarí í kvennaflokki í innanhússknattspyrnu. Brynja Guðjónsdóttir, Guðrún Sæmundsdóttir, Bryndís Valsdóttir, Ingibjörg Jónsdóttir, Amey Magnúsdóttir, Margrét Óskarsdóttir, Krístín Bríem, Ragnheiður Víkingsdóttir fyrirliði, Ragnhildur Skúladóttir, Sólrún Ástvaldsdóttir, Margrét Bragadóttir. Fram, íslandsmeistarí í meistaraflokki karla í innanhússknattspymu. Ásgeir Eliasson þjálfari, Kristinn R. Jónsson, Kristján Jónsson, Ormarr öríygsson, Steinn Guðjónsson, Jónas Guðjónsson, Einar Ásbjöm Ólafsson, Pétur Amþórsson, Guðmundur Steinsson fyrírliði, Amljótur Davíðsson. límamynd I'jetur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.