Tíminn - 28.01.1988, Blaðsíða 20

Tíminn - 28.01.1988, Blaðsíða 20
Sparisjóðsvextir á tékkareikninga með hávaxtakjörum SAMVINNUBANKI fSLANDS HF. Auglýsingadeild hannar auglýsinguna fyrir þig ■ Ókeypis þjónusta y k ^_4 m \~/ 686300 Tlminn (6aMol!i T Tíniiim Stúlknamiðlun og umboðsmenn á Islandi: Nýlegt fyrirbæri í samskiptum landsmanna hefur greinilega náð að festa einhverjar rætur í mannlífinu hér á landi í formi miðlunar. Ekki er hægt að kalla þetta hjónamiðlun og erfitt er aö kalla það vændi svo óhrekjandi sé eða setja á það annan algildan stimpil. Líklega er réttast að kalla þetta „samskiptamiðlun“ þar til annað sannast. Um þessar mundir eru reknar a.m.k. tvær skrifstofur í Reykjavík, sem nær eingöngu sjá um útgáfu upplýsingalista um konur og karla sem vilja komast ■ ýmiss konar samskipti, pennavináttu, ástarsamband eða í sambúð. Skrifstofur þessar eru reknar á þann hátt að viðskiptavinur fær í hendurnar lista með yfir 500 ís- lenskum konum og stúlkum og yfir 2500 erlendum konum, eða yfir' 200 íslenskum karlmönnum. Það eru sem sagt um 700 íslendingar á skrá, sem vilja komast í kynni við i aðra, sem pennavinir, kunningjar eða með sambúð í huga. Jafnan er um að ræða áhuga á nánum kyn- ferðislegum kynnum, en oftast hefjast kynnin á bréfaskriftum og óformlegum stefnumótum. Listinn kostar um 1.900 krónur. Sértilboð í>á er einnig boðið upp á sérstakt tilboð, en það eru sérlistar yfir t.d. 100 fallegar pólskar eða filippískar stúlkur með ítarlegri upplýsingum og stórri mynd á góðum pappír. í>ar segir meðal annars að hér séu á ferðinni stúlkur sem eru að leita sérstaklega eftir vináttu, ástar- sambandi eða með hjúskap í huga. Tíminn kannaði málið og fékk umræddan lista með yfir 3000 stúlkum og konum til athugunar. Kennir þar margra grasa eins og gefur að skilja. Á íslenska listanum er sá háttur hafður á að engin nöfn eru gefin upp, heldur kennitala og upplýsingar um störf, aldur, áhug- amál og óskir sem verið er að leita eftir með þátttöku sinni. Á erlenda listanum eru myndir af mörgum konum og nöfn og heimilisfang, < auk ýmissa grunn upplýsinga og sérstakra óska. Slíku er auðvitað ekki við komandi hér innanlands vegna fámennis, eins og umboðs- maðurinn komst að orði. Nafna- og myndalisti Gangur málsins er að jafnaði sá að viðskiptavinurinn hefur sam- band við umboðsmanninn og kaup- ir af honum nýjasta listann hverju sinni. Finni hann einhverja, sem hann hefur áhuga á að kynnast frekar, skrifar hann til hennar bréf, merkir það númeri hennar og sendir umboðsmanninum. Um- boðsmaðurinn einn veit um nafn og heimilisfang og kemur bréfinu til skila. Þannig veit viðskiptavin- urinn ekki hver stúlkan er fyrr en hún sýnir þann vilja að svara honum bréfleiðis eða hringja í hann. Málið gengur auðvitað eins fyrir sig þegar kona vill ná sam- bandi við karlmann með þessu móti, að breyttum breytanda. Nokkru öðru máli virðist gegna í tilvikum erlendu stúlknanna. All- ar upplýsingar um þær liggja mjög á lausu og stafar það fyrst og fremst af því að þar er „heimurinn stærri“. Þessi erlendi listi er fenginn í gegnum miðlunarskrifstofur í ná- grannalöndum okkar, en samskipti þessara skrifstofa eru alþjóðleg. 16-73 ára Lysthafar geta valið um stúlkur og konur úr öllum heimsálfum, en vitanlega ber meira á fáeinum EINHLEY^R STtJLKL 'i *r >1 • /'t< ‘ J r t I u? ‘ ó .. r 4 * y Jr • : - • % U '•r- Sýnishorn úr pöntunarlista stúlknamiðlara á íslandi. Einnig má sjá bæklinginn með erlendum einhleypum stúlkum. Stafirnir standa fyrir ákveðnar upplýsingar, t.d. W fyrir óskaaldur karlsins. löndum umfram önnur. Það eru Pólland, Thailand og Filippseyjar, sem eiga flesta fulltrúa á listanum, en þarna eru einnig stúlkur frá Bretlandi, Finnlandi, A-Þýska- landi, Ástralíu, Brasilíu, Afríku- löndum og Bandaríkjunum, svo eitthvað sé nefnt. Aldur stúlkn- anna er mjög breytilegur, eða allt frá 73 ára og niður í 16 ára. Þær erlendu eru þó ekki eldri en þrítug- ar að jafnaði og flestar stúlkurnar á listanum eru trúlega á milli 17 ára og 25 ára. Þegar umboðsmaðurinn var að því spurður hvemig óskir þessa fólks væru, upplýsti hann að þær væm allt frá því að vilja komast í sambúð og náin kynferðisleg kynni, til þess að vilja komast í bréfaskriftir og pennavináttu. Á listanum með upplýsingum um stúlkumar er að finna reit þar sem viðkomandi tilgreinir sérstakar óskir sínar, s.s. aldur drauma- mannsins og óska áhugamál. Sagðist hann annars ekki vilja fylgjast með því á neinn hátt hvern- ■■1 ig viðskiptavinir hans vinna úr því sambandi, sem kemst á fyrir milli- göngu sína. Hins vegar sagðist hann oft fá hringingar og bréf frá þeim sem vildu þakka honum fyrir þjónustuna og vissi hann af fjölda sambúða, sem stofnað hefur verið til fyrir milligöngu miðlunarinnar. „Auðvitað er alltaf verið að fíflast 1 af og til í sambandi við listana og einnig er nokkuð um að menn sæki ekki póstkröfur sínar.“ Einnig þekkti hann til þess að bréfaskriftir hafi verið komnar á milli fólks, en þá verið hopað er á hólminn var komið. Þetta ætti einkum við um samband við erlendar stúlkur. Svar við iöngunum? Þá sagði hann að mikið væri hringt í hann af körlum og konum sem vildu nota miðlun hans til að koma á skyndikynnum, samdægurs eða með litlum fyrirvara. „Það er öruggur grundvöllur fyrir slíka þjónustu hér á landi, en ég setti mér þann ramma strax í upphafi að taka ekki slíka miðlun að mér. Ég hef viljað halda mig við þessa bréflegu miðlun eingöngu," sagði umboðsmaðurinn. „En auðvitað : veit ég ekkert hvernig fólk notar hana í raun og veru.“ Sagðist hann halda að langanir manna og vænt- ingar væru fullt eins margbreytileg- ar og viðskiptavinimir væru margir. Giskaði hann á að oftast væri um ævintýraleit að ræða í einhverju formi. „En við þurfum jú öll að fá svör við löngunum okkar, er það ekki?“ Varðandi umfang þessarar miðl- , unarstarfsemi er ekki nokkur leið 1 að segja með vissu. Hins vcgar er ljóst að miðlun með þessum hætti er um þessar mundir nógu útbreytt fyrirbæri í íslensku mannlífi, til að hér geti þrifist a.m.k. tvær miðlun- arskrifstofur samtímis með góðu móti. KB Ólafur Friðriksson, nýráðinn framkvæmdastjóri Verslunardeildar SÍS Breyta þarf skipulagi „Þetta leggst bara vel í mig. Þó geri ég mér grein fyrir því að við ákveðna erfiðleika er að etja. Það er ætlunin að breyta skipulagi, þó þær breytingar verði ekki byltingar- kenndar. Það er auðvitað ekki einn maður sem stendur að breytingun- um. Þama þurfa að koma til margar samstilltar hendur. Það er verið að reyna að gera eitt allsherjar átak í endurskipulagningu heildsöluversl- unar samvinnumanna," sagði Ólafur Friðriksson, kaupfélagsstjóri Kaup- félags Skagfirðinga á Sauðárkróki, en hann hefur verið ráðinn fram- kvæmdastjóri Verslunardeildar Sambandsins í stað Hjalta Pálsson- ar, sem fét af störfum um áramót. Ólafur Friðriksson, sem tekur formlega við starfi 1. mars n.k. er fæddur 5. júní 1953. Eftir Samvinnu- skólapróf, árið 1974, tók hann við starfi kaupfélagsstjóra Kaupfélags Norður-Þingeyinga. Árið 1982 flutti hann sig um set og tók við stýrinu hjá Kaupfélagi Skagfirðinga. Ólafur hefur komið víða við í félagsmálum. Geta má setu hans í stjórn Osta- og smjörsölunnar, Landflutninga hf og stjórn Steinull- arverksmiðjunnar. Snorri Egilsson, sem verið hefur aðstoðarframkvæmdastjóri Verslun- ardeildar SÍS síðan 1981, mun áfram gegna því starfi. Ólafur Friðriksson Snöggt jafntefli í St. Johns Jóhann2-Kortsnoj1 Viktor Kortsnoj kom öllum á óvart í gærkvöldi og bauð Jóhanni Hjartarsyni jafntefli eftir aðeins 15 leiki í þriðju einvígisskák þeirra í St. Johns. Staðan er þá sú að Jóhann hefur hlotið 2 vinninga en Kortsnoj 1 og einvígið er hálfnað. Jóhann hafði hvítt í gær, en annars gekk skákin svona fyrir sig: 1. e4 - c6 2. d4 - d5 3. Rd2 - dxe4 4. Rxe4 - Rd7 5. Rf3 - Rgf6 6. Rxf6 - Rxf6 7. Re5 - Be6 8. Be2 - g6 9. 0-0 - Bg7 10. c4 - 0-0 11. Be3 - Rd7 12. Rf3 - Rf6 13. Re5 - Rd7 14. Rf3 - Rf6 15. Re5 - jafntefli boðið Eins og sjá má var komin upp þráteflisstaða eftir 12. leik. Ólafur Helgi Árnason mun skýra þessa skák í blaðinu á morgun. -BG

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.