Tíminn - 02.02.1988, Qupperneq 4
4 Tíminn
Þriðjudagur 2. febrúar 1988
ÍSHÚSID NÚ ORÐIÐ
LISTASAFN ÍSLANDS
Það er erfitt að hugsa sér meiri veg-
semd fyrir íshús en að verða listasafn
heillar þjóðar. í>að átti þó fyrir
íshúsi íshússfélagsins Herðubreiðar
við Fríkirkjuveg að liggja, en í þessu
sérstæða húsi sem Guðjón Samúels-
son arkitekt teiknaði á sínum tíma,
var Listasafn íslands opnað með
viðhöfn s.l. laugardag. Listasafnið
hafði verið til húsa við ótrúleg
þrengsli í Þjóðminjasafni íslands, en
er nú flutt í eigin glæsileg salarkynni
þar sem áður dunaði dans fram á
nætur, þegar Glaumbær var og hét.
Samkvæmt teikningum Garðars
Halldórssonar húsameistara ríkisins
hefur verið byggð viðbygging við
gamla íshúsið og eru byggingarnar
tvær tengdar listilega saman með
fallegum glerskála.
Húsnæði Listasafns íslands að
Fríkirkjuvegi 7 er alls um 2600
fermetrar. Þar er að finna fjóra
sýningarsali, bókasafn, fyrirlestra-
sal, kaffistofu,skrifstofur og geymsl-
ur undir menningarverðmæti
safnsins.
Guðmundur G. Þórarinsson al-
þingismaður hefur verið formaður
byggingarnefndar listasafnsins frá
því ákveðið var að það skyldi stað-
sett í húsinu að Fríkirkjuvegi 7. Við
opnunarathöfnina á laugardag stikl-
Eysteinn Jónsson ræðir hér við
Svövu Jakobsdóttur við opnun
Listasafns íslands. Eiginkona Ey-
steins, Sólveig Eyjólfsdóttir og eigin-
maður Svövu, Jón Hnefill Aðal-
steinsson fylgjast með.
(Tímamynd Gunnar)
aði Guðmundur á stóru í sögu lista-
safnsins og rakti endurbætur og
byggingarsögu safnsins.Hvatti hann
listamenn til dáða nú eftir að þessum
merka áfanga í sögu listasafnsins
væri náð. Guðmundur afhenti síðan
Birgi ísleifi Gunnarssyni mennta-
málaráðherra húsið fyrir hönd bygg-
ingarnefndar.
Garðar Halldórsson, húsameistari
ríkisins, sýnir forseta íslands, frú
Vigdísi Finnbogadóttur, hið nýja
húsnæði listasafnsins. Bera Nordal
forstöðumaður listasafnsins fylgist
með. (Tímamynd Gunnar)
Guðmundur G. Þórarinsson formaður byggingarnefndar Listasafns íslands
rakti byggingarsögu hússins og afhenti menntamálaráðherra húsið formlega.
(Tímamynd Gunnar)
Samkvæmt sérstöku erindisbréfi
afhenti Birgir ísleifur Beru Nordal
forstöðumanni Listasafns íslands
lyklana að húsinu. Að því loknu
opnaði forseti íslands frú Vigdís
Finnbogadóttir fyrstu sýningu húss-
ins sem ber heitið „Aldarspegil! -
íslensk myndlist frá 1900-1987“
Jóhann náði vinningsstöðu
en gafstsamt upp í 31. leik
Ekki tókst Jóhanni Hjartarsyni
að tryggja sér áframhaldandi þátt-'
töku í áskorendaeinvíginu á laug-
ardaginn var. Fram eftir skákinni
tefldi Jóhann mjög vel, en á örlaga-
ríku augnabliki virtist hann sleginn
skákblindu og þurfti skömmu síðar
að gefast upp.
Kortsnoj heldur þannig enn í
vonina um að ná framlengingu í
einvíginu með því að sigra í skák-
inni sem tefld var í gær. Nú er öll
pressan á Jóhanni og Kortsnoj
hefur unnið sér inn mörg stig af
sjálfstrausti af Jóhanni, sem til
þessa hefur teflt mjög vel og í raun
mun betur en hinn aldni andstæð-
ingur hans. Það sama var uppi á
teningunum í 5. einvígisskákinni á
laugardag og Jóhann var almennt
álitinn hafa vinningsstöðu.
Stórmeistarinn Keene, sem skýr-
ir skákirnar, sagði að Jóhann væri
að vinna þangað til hann sá 28. og
29. leik Jóhanns. Þá varð allt í einu
ljóst að Jóhann var að tapa.
Skákin gekk svona fyrir sig:
Hvítt: Jóhann Hjartarson
Svart: Viktor Kortsnoj
Sikileyjarvöm.
1. e4-c5
2. Rf3-Rc6
3. d4-cxd4
4. Rxd4-Rf6
5. Rc3-e5
Þetta er upphafið á svokölluðu
Lasker afbrigði Sikileyjarvarnar.
Afbrigði þetta er mjög hvasst og
það var einmitt það sem Kortsnoj
þurfti í þessari skák því það eina
sem honum dugði var sigur. Korts-
noj hefur aldrei beitt þessu afbrigði
fyrr og hann hefur sjálfsagt undir-
búið það í fríinu á föstudag.
6. RdbS-d6
Nú er vænlegast að hvítur leiki 7.
Bg5, en Jóhann hefur e.t.v. óttast
undirbúning Kortsnoj og leikur
öðrum, sennilega ekki síðri leik
7. Rd5-RxRd5
8. exRd5-Re7
9. c4-Rf5
Hér má einnig leika 9. -f5.
10. Bd3-Be7
11.0-0 - 0-0
12. a4-
Nú eru komnar hreinar línur í
taflið. Hvítur ýtir peðameirihluta
sínum á drottningarvæng úr vör og
ætlar að ná frumkvæði þar með,
13. a5-. 14. b4- o.s.fr. Kortsnoj
beitir frumlegri aðferð til að koma
í veg fyrir það.
12. - a6
13. Rc3-a5!?
Gefur aftur reitinn b5, en þegar
hvítur leikur 14. Rb5 þá á svartur
leik í stað þess ef svartur hefði
leikið strax í 12. leik a5, þá hefði
sama staða komið upp nema hvítur
ætti leikinn. Þetta skiptir þó ekki
rniklu í framhaldinu.
14. Rb5-g6
15. b3-Bd7
16. Ha2-
Þessi leikur kom nokkuð á óvart.
Hér virðist Jóhann hafa verið að
hugsa um vörn gegn peðasókn
Kortsnojs á kóngsvæng, og það er
ljóst að hrókurinn getur sveiflað
sér yfir á kóngsvæng etir annarri
reitaröðinni.
16. - Rg7
Kortsnoj ætlar augljóslega að
senda fram peðastorm á kóngs-
væng, en hins vegar er það líklega
ekki mjög hættulegt því peð svarts
á d6 er alltaf veikt og eftir 17. -f5,
18. -e4, þá hefur reiturinn d4
opnast fyrir riddara hvíts á b5.
17. Khl?- f5
Síðustu tveir leikir hvíts hafa
stefnt að því að leika 18. f4- , en
nú hugsaði Jóhann sig lengi um og
hætti við þessa áætlun. E.t.v.
fannst honum þetta óþarfi núna en
þá er þessi kóngsleikur óþarfi og
eins og kemur fram síðar í skákinni
raunar til óheilla.
18. Bd2-e4
19. Bbl-BxRb5
Þessi uppskipti eru síður en svo
lánleg fyrir svart. E.t.v. óttaðist
Kortsnoj 19. -g5, 20. Rd4-
og hvítur stendur ágætlega með
riddarann sem sterkasta mann.
Hins vegar losnar svartur við
pressu á veika peðið á d6 með því
að drepa riddarann. Jóhann sýnir
þó fram á galla þessa leiks með
sterkri taflmennsku.
20. axBb5-Bg5
21. b4-BxBd2
22. DxBd2-Dc7
Nú sýnir Jóhann Kortsnoj hvern-
ig á að tefla og í raun nær Jóhann
miklu betri stöðu með þróttmiklum
leikjum og því var taphætta hans
Iítil sem engin.
I llllll ■I #111
lllllllllll i ■ 11 1 3 i
11 ■1 i llllll
■IA A 11 i
H A llllll 4 iiiiii iiiiiii
1II M IHI AIQ
11111, iiii 1 ||I lllllllllll^
23. c5!!- axb
Kortsnoj má ekki leika 23. -dxc,
vegna 24. d6-Dc8, 25. Dd5+ -
Kh8, 26. bxc- með gjörunnið tafl
aðöllum líkindum. Kortsnoj reynir
að flækja taflið.
24. c6!-
Nú hefur Jóhann náð að skapa
sér frípeð og það á að duga a.m.k.
til jafnteflis.
24. -HxHa2
25. BxHa2-Da5
26. Bc4
Vill valda peðið á b5.
26. -b6
Kortsnoj vill auðvitað ekki missa
peðið sem hann hefur yfir með því
að leika 26. -bxc, 27. dxc+ fráskák
-Kh8,28. Dxd með léttunnu tafli.
27. Dd4!
Sterkur leikur. Mesta hótunin er
28. Hal- og drottning svarts er illa
innilokuð. Auk þess setur drottn-
ingin þrýsting á b6 og hrókurinn á
f8 má ekki fara neitt vegna Df6 og
peðið á d6 er í hættu.
lil#lllll
1111 1 ■li
■u Uil i
■ AII 111A i iiiiiir
■li S IMU i
101A10
1111
27.-b3
Eini leikurinn. Nú væri einfald-
ast að leika 28. Bxb3-Dxb5,
29.Hbl- og peðið á b6 yrði dæmt
til að falla með a.m.k. jafntefli. En
nú er eins og Jóhann fái skákblindu
og fer út í hina afkáralegustu
áætlun.
28. Hal?-Db4
Ólafur Helqi
Árnason
SKÁKSKÝRANDI
Jóhann hafur nú hrakið drottn-
inguna á betri reit þar sem hún
valdar frípeðið á b3 og leppar
biskupinn á c4. En nú var best að
leika 29. h3- og lofta út, leika síðan
eftir 29. -b2 , 30. Hbl-Re8,
31.Hxb2-Del+ o.s.fr með góðu
tafli á hvítt. Þess í stað lék Jóhann:
29. c7??? TAPLEIKURINN
Jóhann virðist gleyma mátinu í
borði eins og honum hafi fundist
kóngurinn enn á gl eða hann hafi
leikið h3 einhverntíma, og eftir:
29. -b2
30. Hbl-Hc8
Þá var ekki um annað að ræða en
gefast upp. Jóhann má ekki drepa
með hrók á b2 vegna mátsins á el.
31. Hxb2-Del +, 32 Bfl-DxB+
mát. Ef drepið er með drottningu
á b2 þá fellur biskupinn á c4
óbættur.
Ef 31. h3- þá -Hxc7, og biskup-
inn fellur.
Hér lauk skákinni og forskot
Jóhanns minnkaði niður í 1
vinning.
Ég verð að játa að þetta er stórt
áfall fyrir Jóhann að leika skákinni
niður í einu vetfangi þegar hann
hafði miklu betri stöðu. Betra
hefði verið að sætta sig við sann-
gjarnt tap. Hins vegar getur Jó-
hann raunar hugsað sem svo að
Kortsnoj vann ekki af eigin getu
heldur klúðraði hann þessu sjálfur.