Tíminn - 12.03.1988, Blaðsíða 10

Tíminn - 12.03.1988, Blaðsíða 10
10 Tíminn Laugardagur 12. mars 1988 llllllllllllllllllllllll VETTVANGUR II lllllllllllllllllllll Þegar Gunnar Bjarnason heimsótti Búnaðarþing í Morgunblaðinu og Tímanum 1. mars er skýrt frá því er Gunnar Bjarnason fyrrverandi hrossaræktarráðunautur snaraði sér inn á Búnaðarþing I byrjun fundar og útbýtti því sem hann kallar starfsskýrslu sína til Búnaðarfélags Islands fyrir árin 1986 og 1987. „Starfsskýrsla“ Gunnars með fylgiskjölum er býsna löng, einar 20 vélritaðar síður, og er þar rakin starfssaga hans við hrossaræktarmálin og sér í lagi útflutning hrossa. Það er skemmst frá því að segja að í „starfsskýrslunni" er sveigt allhressilega að Búnaðarfélagi Is- lands fyrir afskipti þess af hrossaút- flutningi. í fréttagreinum blaðanna kemur raunar fram aðeins örlítið brot af gagnrýninni. Þó er það nóg til þess að lesandinnn má skilja að félagið hafi alltaf verið hinn versti Þrándur í Götu skymsamlegrar stefnu í þessum málum. Ef fyrir- mælum þess hefði verið hlýtt „hefði íslenska gæðingakynið lent í saur- þró landsmanna á sjötta áratugn- um“, hvað sem þar nú þýðir. Búnaðarþing tók þessari óvenju- legu skýrslugjöf með jafnaðargeði þess, sem telur sig hafa góða sam- visku. En hin góða samviska Bún- aðarþings og þar með Búnaðarfél- ags fslands byggist í þessu tilfelli á því, að það hefur aldrei lagst gegn útflutningi hrossa, en hins vegar haft forgöngu um mótum laga- ákvæða í sambandi við útflutning- inn, sem eru til þess ætluð að draga úr líkum á skaðlegum áhrifum hans á ræktun reiðhestakynsins hér innanlands. Mismunandi skoðanir á fram- kvæmd þessarar stefnu sem flestir eru í rauninni sammála um, er ein meginorsök þess ágreinings, sem stundum hefur verið milli Gunnars Bjarnasonar og Búnaðarfélagsins. Og þó að það skuli fúslega viður- kennt að Gunnar Bjarnason hafi unnið ágætt starf í hrossaútfl'utn- ingsmálum og skapað sér heiðurs- nafn í félagsskap eigenda og unn- enda íslenskra hesta erlendis, þá er fráleitt að hægt sé að samþykkja að án hans tilverknaðar hefðu mál þróast á einhvern allt annan og ógæfulegri veg og íslenska hesta- kynið glatað gildi sínu fyrir þjóðina (sbr. „lent í saurþró þjóðrinnar".) En þjóðfélagslegt hiutverk hestsins hér heima á Fróni er þó væntanlega það sem mestu máli skiptir í þessu sambandi með allri virðingu fyrir gildi hans sem útflutningsgreinar og auglýsingar erlendis á landi okkar og þjóð. Samskiptum Búnaðarfélags ís- lands og Gunnars Bjarnasonar er nú lokið og hafa staðið í nærri hálfa öld, oft í góðum friði og sátt, stundum töluverðum brösum. Stjórn Búnaðarfélags íslands vill ekki að þessar frásagnir blaðanna þann 1. mars, verði það síðasta, sem á prent kemur um þessi sam- skipti. Nú er útflutningur hrossa aðal- lega í höndum Félags hrossabænda og enn þykir nafn Gunnars Bjarna- sonar skipta máli í sambandi við þessa verslun. Hlutverk Búnaðar- félags íslands er þar einvörðungu að votta um ætt og uppruna hross- anna og gefa útflutningnum opin- beran stimpil. Um það er nú ekki ágreiningur milli þessara aðila. Stjórn Búnaðarfélags íslands endurtekur því bókun sína frá 3.desember 1987, sem Gunnar vitnar í, þar sem segir að búnaðar- Innbrot og umkvartanir Athugascmdir vegna greinar í dagblaðinu Tímanum þann 9. þ.m. undir fyrirsögninni „Eiga smákrimmar frítt spil gegn lögreglunni?“ Revkjavík 11. mars 1988 f téðri blaðagrein kemur m.a. fram að brotist hafi verið inn á mann um helgina í Vesturbænum og hann hafi kallað á lögreglu þá um nóttina, eftir að hafa komið fólkinu út sjálfur, en þá hafði m.a. verið otað að honum hnífi og honum hótað lífláti. Einnig að honum hafi ekki verið veitt sú aðstoð sem hann bað um, þ.e. að farið yrði af stað og fólkið leitað uppi, og því borið við af hálfu lögreglunnar að ekki væri nema einn maður á vakt í rannsóknarlög- reglunni. Honum hafi í staðinn verið boðin sú þjónusta að litið yrði eftir húsi hans eftir efnum og ástæðum þá um nóttina og hafi hann sætt sig við þá afgreiðslu eins og málum var komið. Samtal það sem umræddur maður átti við lögregluna þegar hann á að hafa beðið um ofangreinda aðstoð var hljóðritað á segulband, svo og þau símtöl sem síðar komu, og liggja orðaskipti milli hans og viðkomandi lögreglumanna á fjarskiptamiðstöð lögreglunnar því fyrir. Samkvæmt þeim gögnum var atburðarásin þessi: Símhringing til lögregl- unnar7.3.1988, kl.04:41. Umræddur maður hringdi á fjar- skiptamiðstöð lögreglunnar kl.04:41 þann 7.3.1988. Tjáði hann lögregl- unni að ókunnugt fólk hafi komið inn í íbúðina til sín, meðan hann svaf, en sennilega hafi útihurð íbúð- arinnar ekki alveg verið lokuð. Fólk- inu hafi hann komið út og hann sjái ekki að neitt hafi horfið. Ekki kom fram hjá honum, að otað hafi verið hnífi að honum né að honum hafi verið hótað lífláti. Orða- skipti þar sem hnífur kemur til tals voru þannig: Tilkynnandi: „Og þeir réðust á mig“ Lögreglumaður: „Já“ Tilkynnandi: „Þeir voru með skæri og ég held að þeir hafi verið með hnífa líka“ Lögreglumaður: „Sér eitthvað á þér?“ Tilkynnandi: „Nei, ekki á mér en þetta varð mér svona dálítið áfall“ Lögreglumaður sá er ræddi við ^jjkynnanda í umrætt sinn bauð hon- um að senda lögreglu á staðinn og ítrekaði það síðan tvívegis, en til- kynnandi óskaði ekki eftir aðstoð þar sem hann sæi ekki að neitt hafi horfið - sagðist bara vilja láta vita af þessu ef þetta kæmi fyrir aftur. í þriðja og síðasta skiptið í samtalinu voru orðaskiptin þannig: Lögreglumaður: „Nú, en þú vilt ekki að við komum á staðinn til þín“ Tilkynnandi: „Ja, þið eruð velkomn- ir ef þið viljið“ Lögreglumaður: „Já“ Tilkynnandi: „En, ég meina ég sé ekki að það vanti neitt“ Lögreglumaður: „Nú, þá myndirðu bara hringja á morgun ef þú sérð eitthvað sem vantar“ Orðaskipti þar sem tilkynnanda er boðið að svipast verði um nærri húsi hans voru þannig: Lögreglumaður: „Við verðum að vita hvort að við sjáum þetta fólk“ Tilkynnandi: „Já reyna, ef þið vilduð vera svo góð sko að hérna að kannski að keyra hérna framhjá einhvern tímann“ Rannsóknarlögreglumaður var aldrei orðaður í þessu samtali en rétt er að taka fram að tilkynnandi hefur síðar borið að hann hafi, áður en símtal þetta átti sér stað, verið búinn að hringja til rannsóknarlögreglu ríkisins, en það kom hins vegar ekki fram í símtali hans við fjarskiptamið- stöð lögreglunnar í Reykjavík. Tilkynnandi hefur síðan ekki frek- ar samband við lögreglu fyrr en með eftirfarandi símhringingu, né lagði fram formlega kæru: Símhringing til lögregl- unnar8.3.1988, kl.01:07. Enn hringdi umræddur maður á fjarskiptamiðstöð lögreglunnar kl.01:07 þann 8.3.1988. Hann byrjar á því að kynna sig og segist hafa hringt sl. nótt út af því að það hafi verið brotist inn hjá honum rji W Utboð Stjórn verkamannabústaða í Kópavogi óskar eftir tilboðum í lokafrágang 49 íbúða í tveim fjölbýlis- húsum við Hlíðarhjalla 51 -55 og 57-61 í Kópavogi. Áætlað er að verkframkvæmdir á staðnum geti hafist í apríl næstkomandi og að þeim verði að fullu lokið 30. mars 1989. Verkið skiptist í eftirfarandi sérútboð. D Málun innanhúss. E Innréttingar og smíði innanhúss. F Gólfefni. Heimilt er að bjóða í einstaka hluta sérútboða samkvæmt ákvæðum útboðsgagna. Útboðsgögn eru afhent gegn skilatryggingu (kr. 10.000.- per sérútboð) á Verkfræðiskrifstofu Guð- mundar Magnússonar, Hamraborg 7, 3ju hæð, Kópavogi, sími 42200. Tilboðum skal skila til stjórnar VBK, Hamraborg 12, 3. hæð, Kópavogi. Tilboðin verða opnuð föstudag- inn 25. mars 1988 kl. 14.00 í Félagsheimili Kópavogs, Fannborg 2, Kópavogi, að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. VerkfræÓistofa GuÖmundar Magnússonar Veridrædirádgjafar FRV. Hamraborg 7.200K6pavogi. S. (91)42200. Rennismiður Óskum að ráða rennismið hið fyrsta til starfa á verkstæðinu í Borgartúni 5. Upplýsingar veitir Magnús Nikulásson verk- stæðisformaður. Vegagerð ríkisins Borgartúni 5 105 Reykjavík Starf framkvæmdastjóra Starf framkvæmdastjóra Náttúruverndarráðs er laust frá 1. júní nk. Laun eru skv. launakerfi opinberra starfsmanna. Umsóknir með ítarlegum upplýsingum um menntun og fyrri störf óskast sendar formanni Náttúruverndarráðs á skrifstofu ráðsins, Hverfisgötu 26, 101 Reykjavík, fyrir 15. apríl nk. Náttúrverndarráð

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.