Tíminn - 12.03.1988, Side 15

Tíminn - 12.03.1988, Side 15
Laugardagur 12. mars 1988 Tíminn 15 lllllllllllllllllilillllll AÐ UTAN Fötluðum meinaður aðgangur að hótelum á ferðamannastöðum — af tillitssemi við aðragesti! stjóri hjá Tjæreborg. „Við höfum engin tök á að senda hópa fatlaðra á aðalferðamannatímanum, því að þá getum við ekki fengið hótelin til að taka við þeim.“ Og fulltrúi Spies tekur í sama streng: „Það er rétt að í þessari atvinnugrein er hræðsla við að þýskir ferðamenn sniðgangi hótel þar sem of margir fatlaðir eru meðal gesta. Þess vegna verðum við alltaf að spyrjast fyrirfram fyrir um hvort viðkom- andi hótel setji sig upp á móti því að taka á móti fötluðum gestum.“ Helle Östergaard fór í sumarleyfi til Túnis í fyrra og enginn kvartaði þá. Nú fær hún ekki inni á hóteli þar eftir að vestur-þýskur dómstóll dæmdi konu skaðabætur fyrir að hafa orðið að dveljast á hóteli með fötluðu fólki! Fyrirspum í danska þinginu Reyndar hefur þetta furðulega mál þegar verið tekið upp á danska þinginu. Björn Elmquist hefur lagt fram þá fyrirspurn til dómsmála- ráðherrans, Erik Ninn-Hansen, hvort það sé rétt að greiddar séu skaðabætur í Vestur-Þýskalandi, eða verðið sé niðursett, þegar ferðamenn geta lagt fram sannanir um að þeir hafi búið á hóteli þar sem of margir fatlaðir hafi verið meðal gesta. Björn Elmquist hefur þá skoðun að beita verði pólitískum þrýstingi á ensk og vestur-þýsk stjómvöld til að fá þessum reglum breytt. Kannski mætti það takast á vett- vangi Evrópuráðsins. Líka mætti reyna að fá málið tekið upp við mannréttindadómstól Evrópu. „Undir eðlilegum kringumstæð- um fær fólk ekki skaðabætur nema það geti sýnt fram á að það hafi orðið fyrir skaða. Og ég á bágt með að sjá hvaða skaða fólk getur orðið fyrir við að sjá fatlað fólk,“ segir Björn Elmquist. Nýlega kvað vestur-þýskur dómstóll upp þann dóm að ferðaskrifstofu bæri að endurgreiða konu einni helming ferðakostnaðarins þegar hún hafði ákært skrifstofuna fyrir að hafa ekki staðið við gerða samninga. Meðal kvörtunar- efna konunnar, sem dómstóllinn tók til greina, var að hún hefði neyðst tii að gista á sama hóteli og fatlað fólk! í kjölfar þessa dóms krefjast nú ferðaskrifstofur í Vestur-Þýskalandi og Englandi skriflegrar ábyrgðar frá hótelum sem þær skipta við þess efnis að þar séu engir fatlaðir meðal gesta, svo að viðskiptavinir þeirra þurfi ekki að eiga von á því að sumarfríið þeirra eyðileggist vegna nærveru fatlaðra! Mikill meirihluti ferðamanna eru ófatlaðir og hótelin vilja skiljanlega ekki missa viðskipti þeirra. Þau kjósa því heldur að úthýsa fötluðu fólki. Þessi viðbrögð eru aleng á vinsælum ferðamannastöðum í Vest- ur-Evrópu og Norður-Afríku. Hópur af Dönum sem þjást af vöðvarýrnun, sem hafði ætlað að dveljast í sumarleyfinu á Hotel Ei Mouradi i Sousse í Túnis hefur komist að raun um að nærveru þeirra sé ekki óskað á hótelinu. Reyndar er ekkert verið að fara í launkofa með stefnu nýs hótelstjóra: Engir fatlaðir fá aðgang af tillitssemi við aðra gesti hótelsins. Eins og vænta má brugðust Danir ókvæða við slíkum svörum. For- maður samtaka þeirra sem þjást af vöðvarýrnun sagðist ekki geta ímyndað sér að margir ferðamenn yrðu til þess að krefjast skaðabóta þegar heim kæmi, þó að þeir hefðu dvalist á hóteli með einhverju fötl- uðu fólki. „En bara sú áhætta að verða kannski að endurgreiða við- skiptavinunum fær enskar og þýskar ferðaskrifstofur til að setja það skil- yrði að fatlaðir séu ekki meðal ferðalanga, eða þá a.m.k. ekki nema örfáir í einu. Og hótelin krefjast þess af dönskum ferðaskrifstofum að þær séu hófsamar í sölu farmiða til fatlaðra. Því annars missa hótelin viðskipti við enskar og þýskar ferð- askrifstofur og þar með dýrmætar gjaldeyristekjur," segir Evald Krog, formaður danskra landssamtaka þeirra sem þjást af vöðvarýrnun. Samtökin vilja nú beina þeim tilmælum til dönsku ríkisstjórnar- innar að hún beri fram beina kvörtun til vestur-þýskra og enskra stjóm- valda, auk þess sem klögumálin séu borin fram í sendiráðum þessara þjóða í Danmörku. Stóm dönsku ferðaskrifstofurnar tvær, Tjæreborg og Spies, viður- kenna að hér sé raunverulegt vanda- mál á ferðinni. En þó að þær vildu svo sannarlega vinna gegn þessu fáránlega banni, geta þær ekkert gert. „Við höfum staðið í stappi í Júgóslavíu þar sem við urðum að hætta við að senda fatlaða, vegna þess að þýsk ferðaskrifstofa hafði gert samning við hótelið sem hér um ræðir og þar var skýrt tekið fram að fatlaðir mættu ekki vera meðal hótelgesta," segir deildar- DAGVI8T BARIVA. BREIÐHOLT Fálkaborg — Fálkabakka 9 Dagheimilið/leikskólinn Fálkaborg óskar eft- ir starfsmanni eftir hádegi nú þegar. Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 78230. VESTURBÆR Hagaborg — Fornhaga 8 Starfsfólk óskast í eldhús. Um er að ræða 6 klukkustundir á hverjum degi. Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 10268. Hagakot — Fornhaga 8 Fóstra eða fólk með uppeldislega menntun óskast til starfa í Hagakoti. Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 29270. Ægisborg — Ægissíðu 104 Fóstrur og annað starfsfólk óskast til starfa í Ægisborg. Um er að ræða heila og hálfa stöðu. Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 14810. DAGVIST BARNA Ægisborg sérstuðningur Sérmenntaður starfsmaður óskast til stuðn- ings barni á Ægisborg. Um er að ræða heila eða hálfa stöðu. Upplýsingar veitir sálfræðingur á skrifstofu Dagvist barna í síma 27277. Konur í ASÍ Kynningarfundur um kvennaþingið Nordisk Forum sem haldið verður í Osló 30. júlí - 7. ágúst n.k. verður í Sóknarsalnum, Skipholti 50A, Reykjavík þriðjudaginn 15. mars n.k. kl. 20.30. Undirbúningsnefndin

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.