Tíminn - 12.03.1988, Blaðsíða 18

Tíminn - 12.03.1988, Blaðsíða 18
18 Tíminn Laugardagur 12. mars 1988 AMERICAN CONSULTANT BUREAU P.O.BOX 610263, MIAMI, FLORIDA 33261, U.S.A. SÍMI (1) (305) 893-9045. Starfsnám í Bandaríkjunum: Til þess aö fá upplýsingar og til þess aö koma umsóknum á framfæri, sendiö 15 Bandaríkjadollara til "American Consultant Bureau," P.O.Box 610263, Miami, FLA.33261, U.S.A. Bandarísklr háskólar vllja fá tll sín erlenda stúdenta: Til þess að fá upplýsingar og koma umsóknum á framfærl sendið 15 Bandaríkjadollara til "American Consultant Bureau, "P.O.Bóx 610263, Miami, FLA.33261, U.SA. Hjúkrunarfræðlngar í Banda- ríkjunum hafa meira en 25000 dollara (9oo ooo króna) árs- tekjur. Til þess að fá upplýsingar og koma umsókn á framfæri sendið 15 Bandaríkjadollara til "American Consultant Bureau," P.O.Box 610263, Miami, FLA. 332Q1. U.S.A. FLUGLEIDIR Aðalfundur Flugleiða hf. verður haldinn þriðjudaginn 22. mars 1988 í Kristalsal Hótel Loftleiða og hefst kl. 14.00 Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 10. gr. sam- þykkta félagsins. 2. Breytingar á samþykktum félagsins, tillaga um útgáfu jöfnunarhlutabréfa. Tillögurfráhluthöfum, sem beraáframáaðalfundi, skulu vera komnar í hendur stjórnarinnar eigi síðan en 7 dögum fyrir aðalfund. Aðgöngumiðar og atkvæðaseðlar verða afhentir á aðalskrifstofu félagsins Reykjavíkurflugvelli, frá og með 15. mars nk. frá kl. 09.00-17.00. Afhendingu atkvæðaseðla lýkur á hádegi fundar- dags. Stjórn Flugleiða hf. Tilkynning til launaskatts- greiðenda Athygli launaskattsgreiðenda skal vakin á því að gjalddagi launaskatts fyrir mánuðina janúar og febrúar er 15. mars n.k. Launaskatt ber launagreiðanda að greiða til inn- heimtumanns ríkissjóðs, í Reykjavík tollstjóra, og afhenda um leið launaskattsskýrslu í þríriti. Fjármálaráðuneytið Bárujárn Til sölu er töluvert magn af nýju bárujárni, á góðu verði. Upplýsingar í síma 93-51391 á kvöldin. 11 LESENDUR SKRIFA Hún ætti að verða forseti Bandaríkjanna Um og eftir jólin las ég tvær bækur eftir Shirley MacLaine, bandaríska dansmey og kvikmyndadís: „Á ystu nöf“ og „Dansað í ljósinu" og ég undraðist afburða einlægni, víðsýni og raunsæi höfundar. Mér finnst að allir, sem í alvöru hafa hugleitt hvert hlutverk lífsins er, og lesið víðsýnar bækur þar um, hljóti að hafa fengið þá niðurstöðu að markmiðið sé að þroska manninn, og raunar allt líf, til fullkominnar samstillingar, þar sem kærleikurinn er allsráðandi og sambandið við Guð - hinn æðsta kraft, því fullkomið. Aðferðin við að hrinda þessu markmiði í fram- kvæmd hefur verið erfið og umdeild. Það sýnir þroskaferill jarðlífsins um árþúsundir. En mér finnst Shirley í þessum bókum sínum benda á ein- falda og mjög áhugaverða leið til þess. Leið, sem hún einbeitir sér að ná sem mestum árangri í á þessu æviskeiði. Hennar „hærra sjálf“, er hún kallar svo, er hennar leiðar- stjarna, og jafnframt það forðabúr, sem hún geymir í þá visku sem hún ávinnur sér, og hefur áunnið sér í gegnum óútreiknanlega mörg æviskeið, efalaust gegnum árþús- undir. Hver einasta einstaklingssál er hluti af Guði, og því jafnframt ómetanlegur hluti alheims- ins:...Guð í alheimsgeimi - Guð í sjálfum þér“, segir Steingrímur í kvæðinu Lífshvöt. Þess vegna er öll misþyrming á lífríki alheimsins árás á Guð. Og hvað er til utan lífríkis hans? „Bentu á eitthvað alveg dautt“, var eitt sinn sagt í smá ljóði. Shirley segir m.a.: „Og skyndilega liggur ljóst fyrir hvað átt er við með búddíska spak- mælinu: „Blessaðu fjandmann þinn, hann gerir þér mögulegt að vaxa og þroskast". Og einnig segir hún: „Þekkingarleið sú sem er karma er ekki refsing í sjálfu sér. Hún fylgir einfaldlega lögmálum vísindanna - allar afleiðingar eiga sér orsakir - og því túlkast karma í ástandi mannsins sem reynsla, allt er reynsla. Karma getur af sér karma. En hvert skref í átt til sátta en ekki hefnda, er karmískt skref í rétta átt. Jákvætt karma getur af sér jákvætt karma. Sú leið endar ekki fyrr en við höfum endanlega gengið í gegnum alla hina fjölskrúðugu reynslu mannsins og þekkjum allar hliðar á sambandi okkar við allt sem er. .. .Shirley heimsækir vinkonu sína sem heitir Chris, og er nálarstungu- sérfræðingur, með hjálpendum að handan og segir um hana: „Hún hafði starfað með nokkrum hópum af alvarlega þenkjandi fólki frá ýms- um hlutum Bandaríkjanna, sem var að taka risastökk í andlegum þroska. Því betur sem það skildi margbreyti- leika fyrri æviskeiða, því betur tókst því að glíma við markmið sín í nútímanum. Upplýsingar um fyrri líf eru heldur ekki bundnar atburð- um og samskiptum. Þær fela f sér fróðleik sem tengist rafsegulbylgjum hraðari hugsunar, breytingum sam- fara þeirri reynslu að hækka og víkka sitt vitundarstig og hvernig líkaminn aðlagast andlegri hugljóm- un. Líkaminn, musteri sálarinnar, tekur fíngerðum breytingum í hvert sinn sem þrep í andlegri þróun er yfirstigið“. „Otrúlega margt fólk“ segir Chris, „er á góðri leið með að skynja þessar víddir. Það hefur breytt lífi sfnu og þeirra sem það umgengst. Líf þeirra verður á allan hátt jákvæðara... Þessa stundina kann alheimurinn að virðast í skipu- lagðri upplausn, en það er til nýtt fólk sem er reiðubúið að láta til sín taka. Bjallan glymur ekki fyrr en stundin er komin. Og hún er að renna upp. Fólk er farið að skilja það. Andlegur skilningur þess er svo mörgum sinnum öflugri en vits- munalegur skilningur. „Einmitt það mun koma í veg fyrir að við sprengjum okkur sjálf í loft upp.“ Og Shirley bætir við: „Hvað var það sem hafði knúið mig til að ferðast svona mikið í áraraðir til að draga fram hvaðeina sem ég skildi ekki í ákveðnum útlendum menningarheildum? Nú skildi ég það. Ég hafði verið að leita að týndum hlekk í sjálfri mér, vídd sem ég hafði ekki komist í snertingu við. Ég hafði ekki uppgötvað að það sem ég leitaði að var að finna í garði míns eigin anda.“ ...Miðill Kevin, andi John: „Þú varst alloft í efnislegum líkama, á fimm hundruð þúsund ára tímabili, þegar sú menning sem hæst hefir risið á jörðinni var í blóma. Frásagnir af þessu menningartíma- bili birtast á táknrænan hátt í Biblí- unni, sem aldingarðurinn Eden. ...Afreksstig sérhverrar menningar er metið eftir andlegri þróun hennar“. „Tækniframfarir skipta miklu máli, ... en ef þær tefja fyrir, draga úr, eða útiloka andlegan skilning, þá fela þær í sér fræ sinnar eigin tortím- ingar. Gestir úr geimnum hafa heim- sótt jarðarbúa í aldanna rás til þess að færa þeim nýja þekkingu og sannindi... Þeir höfðu uppgötv- að,...að andlégur skilningur á ein- staklingnum er eini skilningurinn sem þarf til þess að friður ríki. Hann er uppspretta allrar annarrar þekk- ingar. .. .En séð frá kosmisku sjónar- horni, þá er hver sekúnda lífsins á jörðinni dýrmæt - af því að hún tengist stórbrotnu heildarmynstri, sem við höfum hjálpað til við að skapa. Og einmitt vegna þess að sérhvert atóm hefur sinn tilgang, þá var þessum líkama sem var samsafn efniseininga, sem bylti sér hér í rúminu, ætlað að flytja þann boð- skap að við erum hluti af Guðskraft- inum sem skapaði allt - og að Guðs- krafturinn er hluti af okkur, rétt eins og við erum hluti af honum. ... Ég frétti hvernig upplýsingar um fyrri æviskeið höfðu breytt viðhorf- um margra gagnvart vandamálum í þessu lífi. Fólkið sagði að líf vina og kunningja sem ekki vildu taka þátt í þessari leit, virtist innantómt - og ekki væri hægt að ræða málin mað gagnkvæmum skilningi“. Bella: „Hvað hefur þá breyst?“ „Tilfinn- ingar mínar hafa breyst. Ég lít allt frá nýju sjónarhorni og óttinn er ekki inni í myndinni. Það er óttinn sem hefur gert okkur fráhverf öllu. Hann hefur slitið tilfinningatengsl okkar inn á við og við aðra... Tilfinningar eru driffjöðrin í öllu sem er lifandi á jörðinni. Við höfum tapað dýrmætasta þætti lífsins til- finningum umhyggju. ... við ættum öll að losa okkur við óttann með einlægum skilningi á andlegu eðli okkar með því að viðurkenna hlut- ina eins og þeir eru og öðlast tærari vitund. Ef við gerðum það yrðu heildar- áhrifin stórkostleg. “ „Hvar eru dæmi um þetta í þessari öfugsnúnu veröld“, sagði Bella. .. „Ég ... sagði svo næstum ósjálfrátt: Til dæmis Anvar Sadat, Martin Luther King, Buddha, Kristur, Móðir Teresa eða Mahatma Gandhi. Þau trúðu öll einlægt á guðlega leiðsögn og sú leiðsögn gaf þeim trú á það jákvæða sem í manninum býr:“ „Én hvað trúðu þeir á?“ sagði Bella. „Einskon- ar æðri samstillingu. Að allir menn séu hluti af stóru skipulagi sem nær langt út fyrir reynslu manna í þessu lífi“. „Ertu að segja að þeir hafi allir trúað á endurfæðingar?" „Nei, ekki endilega", sagði ég. „En Jefferson, Washington, Benjamin Franklin - og reyndar flestir þeirra sem undir- rituðu réttindaskrána og sömdu stjórnarskrána sögðust vilja stofna nýtt lýðræði sem grundvallaðist á andlegu gildismati, sem átti rætur sínar að rekja allt til helgirita Hindúa og dulspeki Egypta. Þess vegna settu þeir pýramídann á dollaraseðil- inn - það er fullt af andlegum táknum á dollaraseðlinum og í ríkis- innsigli Bandaríkjanna. Þetta eru tákn úr forkristnum átrúnaði sem snertir endurfæðingarkenninguna. ... Ég minntist bara á þessa menn af því þeir voru fyrstu stjórnmála- leiðtogar okkar. En enginn sem er í pólitík nú á dögum virðist vita neitt um uppruna lýðræðisins í þessu landi. Ég get svo sem skilið að menn séu með hugann við annað þegar allt er í þessari óreiðu, en ef einhverjir þeirra kynntu sér hvað vakti fyrir þeim sem ruddu okkur brautina, ef þeir gætu haft það að leiðarljósi, tækju þeir kannski skynsamlegri afstöðu til málanna sem þeir fjalla um. Þeim gæti jafnvel heppnast að stöðva þessa öfugþróun sem er að gera út af við okkur“. Bella: „Heldurðu sem sagt að við séum hluti af háleitara skipulagi en flesta grunar? Að hug- myndir okkar og átrúnaður séu á villigötum og að það sé þess vegna sem við og veröldin erum að fara til helvítis?“ „Já. En þetta á ekki við um alla. Meiri hluti af öllu fólki í heiminum trúir á endurfæðingar, trúir á æðra skipulag. Það eru Vest- urlandabúar sem hafa sleppt mikil- vægasta þættinum“. Bella: „Sem er hvað?“ „Tilurð sálarinnar - það að við höfum verið lifandi á jörðunni hvað eftir annað og að lífið heldur áfram samkvæmt lögmáli orsaka og afleiðinga". Tónlistarmaður Tónlistarmaður óskast til starfa í Hrunamannahreppi. Verksvið: Tónlistarkennsla og organistastarf. Um er að ræða fullt starf eða meira. Ódýrt húsnæði í þægilegu umhverfi á Flúðum er í boði. Umsóknarfrestur er til 15. apríl n.k. Upplýsingar veitir oddviti Hrunamannahrepps í síma 99-6617 á venjulegum skrifstofutíma. Páll H. Árnason.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.