Tíminn - 12.03.1988, Blaðsíða 19

Tíminn - 12.03.1988, Blaðsíða 19
Laugardagur 12. mars 1988 Tíminn 19 ÁRNAÐ HEILLA Áskell og Dagbjört í berjamó í hitteðfyrra. Askell Sigurjónsson Laugafelli níræöur - afmæliskveðja - í dag, 13. mars, er tengdafaðir minn Áskell Sigurjónsson níutíu ára. Mig langar af því tilefni að senda honum afmæliskveðju. Áskell hefur stundað bústörf mestan sinn aldur og þó aldurinn sé orðinn hár þá er hann enn að störfum. Hann hefur reyndar alla tíð verið sístarfandi og sinnt fjölmörg- um störfum með búrekstri sem alltaf skilaði góðum arði. Þeim sem horft hefði á hann slá útsköfur og hirða hey af bleitum til þrifnaðar á síðasta sumri hefði ekki komið í hug að aldur hans væri orðinn svona hár. Hann hefur alla tíð verið léttleika maður sem unnið hefur störfin af áhuga og samviskusemi. Auk bú- starfanna var Áskell oddviti sveitar- félagsins í 20 ár. Hann rak bóksölu í 23 ár, var reikningshaldari Hús- mæðraskólans á Laugum í áratugi auk margra annarra félagsstarfa bæði fyrir Ræktunarsambandið Smára, Sparisjóð Reykdæla, Kaup- félag Þingeyinga og fleiri aðila. Þetta voru allt störf í hjáverkum með umfangsmiklum bústörfum. Og öll voru þessi störf unnin af stakri prýði. Því tíunda ég þetta hér að nú þegar hann hefur lokið níunda tugnum er ekki að sjá að þessi langi vinnudagur hafí íþyngt honum verulega, heldur verið honum blessun og gleði. Heil- brigð viðhorf hans til lífsins og starfanna og metnaður hans til að gera hlutina vel hefur veitt honum lífsgleðina og hógværðin lífsfylling- una. Fyrir utan það sem hér hefur verið nefnt hefur hann svo verið sílesandi og sískrifandi. Áskell er fæddur að Sandi í Aðal- dal 13. mars 1898. Það var í þann mund sem Sandur var að vinna sér nafn í menningarsögu þjóðarinnar. Guðmundur Friðjónsson og Sigur- jón bróðir hans, faðir Áskels, voru þá að vinna sér nafnfesti í skáldatali þjóðarinnar. Því er ekki að furða þó Áskell yrði snemma bókelskur og lestrarhestur. Það hefur búið með honum alla tíð. Engum hef ég kynnst sem kann meira af sögum alls konar og sögnum og f frásögninni fær kímnigáfa hans vel notið st'n. Svo er oft um hægláta menn og hlédræga. Ungur að árum flyst Áskell með foreldrum sínum að Einarsstöðum í Reykjadal. Móðir Áskels var Kristín Jónsdóttir Ólafs- sonar frá Rifkelsstöðum í Eyjafirði. Ásrún systir hennar var nýorðin ekkja eftir mann sinn Harald Sigur- jónsson og fluttu þau Sigurjón og Kristín í sambýli við Ásrúnu. Árin á Einarsstöðum eru Áskeli mjög minnisstæð og hefur hann sagt mér ótal sögur frá þeim tíma. Allt virðist þetta fast í minni enn í dag. Sem unglingur flytur Áskell með foreldr- um sínum að Litlulaugum í sömu sveit og varð það hans dvalarstaður upp frá því, því út úr þeirri jörð byggir hann nýbýlið Laugafell 1943. Laugafell er lítii jörð en þar er hver blettur ræktaður þar sem hægt var að koma því við. Þó jörðin sé lítil þá er hún einkar grasgefin og það hefur Áskell kunnað að nýta sér. Heitar uppsprettur eru í landi Litlulauga og til margra ára ræktaði Áskell talsvert af kartöflum til sölu. En áður en Áskell fór að búa á eigin spýtur hafði hann rennt stoðum undir lífshlaup sitt. Hann hafði lokið námi við Bændaskólann á Hvanneyri og einnig við Samvinnuskólann sem þá var í Reykjavík. Ég læt mér koma í hug að tvennt hafi ráðið mestu um skólagöngu hans. Annað fróðleiks- þorsti hans og löngun til mennta en hitt að vera vel í stakk búinn til þeirra verka sem biðu. Ég minnist í þessu sambandi ferð- ar Áskels til Reykjavíkur fyrir tveimur árum í bíl með syni mínum. Hann sagði honum frá því þegar hann fór á Hvanneyrarskóla þá hafði hann farið gangandi norðan úr Reykjadal og suður í Borgarfjörð, en slíkt var ekki óalgengt þá. En í leiðinni í bílnum rakti hann fyrir dóttursyni sínum alla leiðina með bæjarnöfnum og örnefnum þar sem hann hafi farið haustið 1918. Þetta var unga fólkinu undrunarefni. Skömmu eftir að Áskell kom frá námi í Samvinnuskólanum giftist hann Dagbjörtu Gísladóttur sem þá var ráðskona við Héraðsskólann á Laugum. Dagbjört er dóttir Gísla Jónssonar er bóndi var á Hofi í Svarfaðardal og Ingibjargar Þórðar- dóttur konu hans. Áskell og Dag- björt hafa síðan búið allan sinn búskap á Litlulaugum og í Laugafelli Dagbjört verður 85 ára í næsta mánuði en hún stýrir enn heimili innanstokks í Laugarfelli og lætur ekki deigan síga. Ekki held ég að henni líkaði það orðafar að hún hafi staðið dyggilega við hlið bönda síns, eins og sagt er um margar ágætar konur. Dagbjört hefur alltaf litið á hjón sem tvo sjálfstæða einstaklinga sem hefðu samvinnu um rekstur heimilis og bús þó hefðbundin verka- skipting gæti verið á milli þeirra. Ég veit varla meira jafnræði með hjón- um en þessum ágætu tengdaforeldr- um mínum. Dagbjört hafði, eins og Áskell, hlotið góða menntun á þeirrar tíðar vísu heima og erlendis. Hún hefur alla tíð haft lifandi áhuga fyrir búskapnum svo og öllum fram- kvæmdum og það hefur ekki minnk- að þó aldurinn færist yfir þó hún hafi nokkuð dregið í land í félagsmálum kvenna sem hún var ötull talsmaður fyrir. Þau eiga margt sameiginlegt Áskell og Dagbjört. Þau eru bæði bókelsk, leggja áherslu á trygga afkomu sem undirstöðu farsældar í störfum, hjálpfús og greiðvikin. í fáum orðum sagt, skynsöm í athöfn- um sínum. Það eru nú tæp 40 ár síðan kynni mín hófust af þessu ágæta fólki. Mér var strax tekið sem væri ég þegar einn af fjölskyldunni og þannig hefur mér það fundist vera allar götur síðan. Ég fékk útrás fyrir búskapar- löngun mína þá fáu daga sem ég dvaldi á hverju ári í Laugafelli, ekki síst með því að fylgjast með skepnu- höldum og grfpa í verk. Þjóðmálin voru rædd, en Áskell hefur alltaf haft mikinn og lifandi pólitískan áhuga. Síðan sat ég við brunn ætt- fræðinnar og sagnanna. Þó eiga barnabörnin mest að þakka, svo mörg sem búin eru að vera í skjóli afa og ömmu. Afkomendahópurinn er orðinn þó nokkur hópur, börnin sex, barnabörnin 19 og barnabarna- börnin 12. Á sumri komanda verður til- hlökkunin ekki minni en önnur sum- ur að aka norður í Laugafell, hitta Áskel með orf eða hrífu í hönd og Dagbjörtu í gróðurhúsinu. Drekka síðan besta kaffi sem ég fæ nokkurs staðar og híusta um leið á gamlar kímnisögur Áskels. Til hamingju. Kári Arnórsson. Aðalfundir félagsdeilda Verða sem hér segir: 1. deild. Mánudagur 21. mars kl. 20.30. Fundarstaður: Hamragarðar, Hávallagötu 24. Féiagssvæði deildar 1: Seltjarnarnes, vesturbær og miðbær, vestan Snorrabrautar. Auk þess Hafnarfjörður. 2. og 3. deild. Þriðjudagur 22. mars kl. 20.30. Fundarstaður: í kaffistofu Afurðasölu Sambandsins, Kirkjusandi. Félagssvæði 2. deildar: Hlíðarnar, Háaleitishverfi, Múlahverfi, Túnin og Norðurmýri. Auk þess Suðurland og Vestmannaeyjar. Félagssvæði 3. deildar: Laugarneshverfi, Kleppsholti, Heima- og Vogahverfi. Auk þess Vesturland og Vest- firðir. 6. deild. Miðvikudagur 23. mars kl. 21.00. Fundarstaður: Þinghóll, Hamraborg 11, Kópavogi. Félagssvæði 6. deildar: Kópavogur, Garðabær og Suðurnes. 4. og 5. deild. Fimmtudagur 24. mars kl. 20.30. Fundarstaður: Kaffistofa á þriðju hæð Kaupstaðar í Mjódd. Félagssvæði 4. deildar: Smáíbúðahverfi, Gerðin, Foss- vogur, Blesugróf, neðra Breiðholt og Seljahverfi. Auk þess Norðurland og Austurland. Félagssvæði 5. deildar: Efra Breiðholt, Árbær, Ártúns- holtog Grafarvogur. Auk þess Mosfellssveitog Kjalarnes. REYKJKJÍKURBORG III Aautevi Stödívi Heilsuverndarstöð Reykjavíkur óskar eftir að ráða ræstingafólk til starfa. Um er að ræða bæði fast starf og sumarafleysingar. Upplýsingar eru gefnar á skrifstofu framkvæmda- stjóra heilsugæslustöðva, sími 22400. Umsóknir sendist Starfsmannahaldi Reykjavíkur- borgar, Pósthússtræti 9, fyrir kl. 16.00, föstudaginn 18. mars 1988. I|l REYKJKJÍKURBORG »|| 't' Acuctevi Sfödcci T Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar auglýsir lausa stöðu Forstöðumanns fjölskylduheimilis fyrir unglinga. Staðan er laus frá 1. maí n.k. Áskílin erfélagsráðgjafamenntun eða háskóla- menntun á sviði uppeldis- og sálarfræði ásamt reynslu af meðferðarstarfi. Laun skv. kjarasamningum Reykjavíkurborgar. Upplýsingar gefnar í síma 25500 (yfirmaður fjölskyldu- deildar) eða 622760 (unglingadeild). Umsóknarfrestur er til 30 mars.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.