Tíminn - 12.03.1988, Blaðsíða 23

Tíminn - 12.03.1988, Blaðsíða 23
Laugardagur 12. mars 1988 Tíminn 23 wM * j. FYRRVERANDI FORSETAFRÚ sektuð á staðnum fyrir umferðarlagabrot Hann var snar í snúningum ljós- myndari sem var á ferðinni um Manhattan í New York. Hann sá hvar umferðarlögregla vék sér að kyrrstæðum BMV- bíl, sem hafði staðnæmst þar sem bannað var að stoppa. Ljósmyndarinn tók upp mynda- vélina af gömlum vana, og þótti heldur betur hafa hlaupið á snærið hjá sér þegar hann þekkti konuna við stýrið, - en hún var engin önnur en Jaqueline Kennedy Onassis, fyrrv. forsetafrú. Frúin hafði ætlað sér að stoppa þarna augnablik og burðarmaður er kominn á staðinn, sem ætlaði að bera farangur úr bíinum. En það var “engin miskunn hjá Magnúsi", því að frúin fékk sektarmiða upp á 40 dollara á staðnum. Burðarmað- urinn mótmælir, - en frúin situr hin rólegasta og brosandi í bílnum. Líklega hefur hana ekki munað mikið um að borga sektina! Umferðarlögregluþjónn skrifar sektarmiða handa Jaqueline, fyrrv. forsetafrú Bandaríkjanna DEILUR UM MADONNUMYND . ; :. Stórstjarnan MADONNA er orðin 29 ára og hefur mikið breyst frá því hún kom fyrst fram með tæt- ingslegt hár og málmkeðjur og dót til skrauts. O^trúlegt en satt: Áætlanir um að setja upp Madonnumynd hafa vakið miklar deilur í litlu, ítölsku þorpi. Að vísu er hér ekki um að ræða mynd af hinni heilögu madonnu, á borð við þær sem algengastar eru á slíkum stöðum, heldur hvorki meira né minna en styttu af poppstjörnunni MADONNU. Þorpið, sem um ræðir, er Pacentro, sem er um 120 km frá Róm í Abruzzi-héraðinu, en þaðan er söngkonan ættuð og þar búa enn ættingjar hennar. Yfirvöld á staðnum hafa lofað að láta rannsaka nákvæmlega hvaða þýðingu það geti haft fyrir ferðamálin í þorpinu að hafa slíka styttu á torginu, og eru skiptar skoðanir um það. Sagt er að ætt- ingjar Madonnu, sem enn búa þarna, séu ekki ýkja hrifnir af hugmyndinni, en í nýlegu viðtali við ömmusystur söngkonunnar kemur þó fram, að þau séu öll mjög hrifin af þessari frægu frænku .Einkum upp á síðkastið, því að hún var í fyrstu svo gróf í klæðaburði og framkomu, en það Ömmusystir Madonnu, Bambina, hefur gaman af að rifja upp gamla atburði og ættartengslin. tilheyrir víst í þessu starfi. Þá hefur hún verið að vekja athygli á sér,“ sagði Bambina ömmusystir Madonnu. Madonna hitti nokkra af ætting- um sínum þegar hún var í söng- ferðalagi um Evrópu. Þá kom hún fram í Torino á Ítalíu og þangað ferðuðust nokkrir ættingjar hennar frá þorpinu Pacentro. Þeir áttu fund með söngkonunni í búnings- herbergi hennar fyrir hljómleikana og fór vel á með þeim og Madonna hét að heimsækja fjölskylduna seinna, en þarna var hún á hraðferð. Madonna og eiginmaður hennar, leikarinn Sean Penn, hafa nú aftur tekið saman og hún hefur dregið til baka beiðni sína um skilnað, en eftir árs hjónaband þeirra var ekki annað sjáanlegt en þau færu hvort sína leið. Nú hefur þctta breyst. Þau hjónin Madonna og Sean Penn hafa hætt við að skilja og segjast ætla að reyna að búa saman á ný. ITALIAN CONNECTION: The village and, below, where Madonna’s grandfather lived í jsmábænum Pacentro ■ Abruzzi-héraði á Ítalíu vilja íbúar reisa styttu af hinni frægu Madonnu - sem reyndar heitir réttu nafni Maria Luisa Coc- cone. Frá Pacentro flutti afi hennar til Ameríku og hún á enn marga ættingja í bænum - og i þessu húsi bjuggu afí og amma Madonnu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.