Tíminn - 12.03.1988, Blaðsíða 24

Tíminn - 12.03.1988, Blaðsíða 24
°°*> 7 Slökkvilið gabbað til Islands Slökkviliðið í Reykjavík fékk tilkynningu um eld bak við Hótel ísland í Ármúlanum, rétt eftir klukkan eitt, aðfaranótt föstudags. Þá stóð þar yfir árshátíðardans- leikur Menntaskólans við Sund og varmjögfjölmennt inni ástaðnum. Tveir slökkvibílar og ein sjúkra- bifreið fóru strax á staðinn, en þegar þangað var komið, kom í ljós að eldurinn var ekki til staðar oc fóru bifreiðarnar við svo búið. Ekki hefur enn náðst í þann sem sá ástæðu til að gabba slökkviliðið á þennan hátt. -SÓL xnfC,bs\a °^a reikn30 staí>9Ire»n ^ -•-.v T í i S^9rt%XTuna9Íalda -----Z^Z^^greiöslna ---■ . •2 ~I ttndirritaöur slaði = I|/ h "'"Musamr®^ 1 S '**S07 i Frumrit Gr*tótlu$kjii GJALDDASI .FYRIRSKIL . A STAÐGRSÐSLUFE . m Launagreiðendum ber að skila afdreginni staðgreiðslu af launum og reiknuðu endur- gjaldi mánaðarlega. Ekki skiptir máli í þessu sambandi hversu oft í mánuði laun eru greidd né hvort þau eru greidd fyrirfram eðaeftirá. Gjalddagi skila er 1. hvers mánaðar en eindagi þann 15. Með greiðslu skal fylgja grein- argerð á sérstöku eyðublaði „skilagrein". Skilagrein berað skila, þó svo að engin stað- greiðsla hafi verið dregin af í mánuðinum. Allar fjárhæðir skulu vera í heilum krónum. Allir launagreiðendur og sjálf- stæðir rekstraraðilar eiga að hafa fengið eyðublöð fyrir skilagrein send. Þeir sem ein- hverra hluta vegna hafa ekki fengið þau snúi sér til skatt- stjóra, ríkisskattstjóra, gjald- heimtna eða innheimtumanna ríkissjóðs. -Gerið skil tímanlega og forðist örtröð síðustu dagana. RSK RÍKISSKATTSTJÓRI Norðmenn ekkertmeð Snorra að gera „fslendingar þurfa ekkert að óttast. Af hálfu bókaútgáfunnar Gallimard hefur aldrei staðið til að kynna Snorra Sturluson sem norskan. Snorri er og hefur alltaf verið íslenskur. Og það hygg ég að sé almenn skoðun Frakka, a.m.k. þeirra sem vit hafa á bókmenntum," sagði framkvæmdastjóri frönsku bókaútgáfunar Gallimard í samtali við Tímann í gær, en áætlað er að á vegum hennar komi verk Snorra út innan fárra ára. Eins og Tíminn greindi frá í gær birti norska dagblaðið Aftenposten frétt á dögunum þess efnis að gerður hafi verið samningur milli Norð- manna og Frakka um þýðingar á verkum Snorra úr norsku. „Ég veit ekki til að þessi samningurhafi verið gerður, a.m.k. er hann ekki Galli- mard viðkomandi,“ sagði fram- kvæmdastjóri Gallimard ennfremur, aðspurður um frétt Aftenposten. Dr. Francois Xavier Dillmann, sem hér vinnur á vegum franskrar rannsóknarstofnunar, mun hefja franska þýðingu á verkum Snorra í janúar á næsta ári. Snorra-Edda verður gefin út í ritröð sem nefnist á íslensku; Dögun þjóðanna, á frum- málinu L'Aube des Peuples. Framkvæmdastjóri Gallimard, sem er stórt útgáfufyrirtæki, lét þess getið að æjlunin væri að vanda til útgáfu verka Snorra. „Þetta er stórt og viðamikið-verkefni,“ sagði hann að lokum. óþh Loðnuveiðar: Alltaf mok Loðnuveiðarnar ganga nú mjög vel, og sagði Ástráður hjá Loðnu- nefnd að það væri hreinlega alltaf mok þessa dagana. 22 bátar tilkynntu um afla á fimmtudag, samtals 15.860 lestir og um miðjan dag í gær höfðu níu bátar tilkynnt um tæplega 5.800 tonn. „Helga III passar upp á spána mína með vertíðarlok, þannig að ég set allt mitt traust á hana, að hún standi með mér,“ sagði Ástráður. Bátar í hrognatöku eru nú NV af Vestmanneyjum, nánar tiltekið út af Landeyjum, en bátarnir sem veiða í frystingu eru við Hrollaugseyjar. „Ég veit ekki hvaðan í andskotan- um þeir koma allir þessir bátar,“ sagði Ástráður, en samkvæmt heim- ildum hans er loðnan mjög góð í frystingu og ætla bátarnir að reyna að fá loðnuna frysta um helgina. -SÓL Einar hættir Páll Þorsteinsson hefur tekið við útvarpsstjórastarfi á Bylgjunni. Ein- ar Sigurðsson sem gegndi því starfi mun í framtíðinni vinna að sérstök- um verkefnum fyrir stjórn íslenska útvarpsfélagsins hf. Ekki mun verða ráðinn dagskrárgerðarstjóri í gamla starf Páls. Yfirtlráttur á téKKareiKninsa launafólKs SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF Auglýsingadeíld hannar auglýsinguna fyrir þig Okeypis þjónusta 686300 Tíminn SPORT MEÐ ÞRÚGUSYKRI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.