Tíminn - 12.03.1988, Blaðsíða 7

Tíminn - 12.03.1988, Blaðsíða 7
Laugardagur 12. mars 1988 Tíminn 7 Loogav«91 S(miV12Z Eigandi hárræktarstofu kærður fyrir ólögmæta viðskiptahætti: Gráskallinn glóir Lögmaður Orkugeislans kærði í gær annan tveggja eigenda Heilsulín- unnar fyrir ólögmæta viðskiptahætti, en fyrirtækin eiga í samkeppni um viðskiptavini, sem þarfnast hárræktar. Bæði fyrirtæki örva hárvöxt sköllóttra með leysigeislatækni og nota sams konar tæki. Forsaga þessa máls hefur að einhverju leyti verið rakin í Tímanum, en það skal leiðrétt, sem kom fram í frétt fyrir viku, að hárræktartæki Orkugeislans hafi verið keypt af Heilsulínunni. Þau voru keypt erlendis frá af framleiðendum. 1 bréfi frá Heilsulínunni til Tím- ans segir að tæki Orkugeislans, sem raunar er uppnefndur Okur- geislinn í öllu rituðu frá Heilsulín- unni um málið, séu smygluð. Hið rétta er, að eigendur Orkugeislans gerðu tilraun til að koma tækjum sínum inn í landið með þeim hætti, en voru stöðvaðir í „græna hliðinu11 í tollinum í Leifsstöð og hafa goldið fyrir sekt og greitt aðflutn- ingsgjöld á tækjunum. Um okrið svara eigendur Orkugeislans, að verð Heilsulínunnar hafi verið hærra en þeirra í fyrstu, en síðar hafi það verið lækkað og upp frá því rækilega auglýst, að okrað væri á viðskiptavinum hjá Orkugeislan- um og, ólíkt því hjá Heilsulínunni, væri meðferð þar afar sársaukafull. Jónatan Sveinsson, hæstaréttar- lögmaður, fer með málið fyrir hönd Orkugeislans. Hann segir ekki lengur unnt að sitja undir svæsnum atvinnurógi annars eig- enda Heilsulínunnar, Sigurlaugar Williams, og því hafi hann kært hana. Hinn eigandi Heilsulínunnar hefur ekki haft sig í frammi, eftir að RLR upplýsti, að sá hafði brotist inn í Orkugeislann og fram- ið þar skemmdarverk í desember- mánuði og mátt greiða 250.000 kr. í skaðabætur. Þótt Sigurlaug hafi fylgt meðeigenda sínum í þessari för, neitaði hún allri hlutdeild eða vitneskju um skemmdarverkin. f trausti þess að ósköpunum væri lokið féllu eigendur Orkugeisla frá refsikröfum. Heilsulínan hefur síðar kært inn- brot og skemmdarverk í eigið fyrir- tæki við Laugaveg. Það mál er enn í rannsókn hjá RLR, en ekkert tengir það við Orkugeislann. „Ég kæri f.h. Orkugeislans eig- anda og forsvarmann Heilsulín- unnar, Sigurlaugu Williams, fyrir brot á lögum um verðlag, sam- keppnishömlur og ólögmæta við- skiptahætti. Þess er krafist að kærða sæti refsingu fyrir brot sín og áskilnaður er um að hafa uppi bótakröfur í væntanlegu refsi- máli,“ sagði Jónatan Sveinsson. „Málavextir eru þessir: Á sl. hausti var fyrirtækið Orkugeislinn sett á stofn. Eigendur þess og umbjóð- endur mínir eru aílir fv. starfsmenn Heilsulínunnar. Kærðu ásamt stöllu hennar var frá upphafi lítið um það gefið að sams konar fyrir- tæki og þeirra yrði sett á fót. Andúð þeirra var svo mögnuð, að þann 11. desember sl. lögðu þær leið sína að Orkugeislanum, þar sem eigendur hans voru um það bil að setja í gang starfsemina. Segir ekki glöggt af ferðum þeirra.“ Frá þeirri ferð er greint hér fyrr í fréttinni. „Síðar fór að bera á furðulegri auglýsingu frá Heilsulínunni og lesendabréfum í dagblöð. Allt gekk þetta efni út á að koma því á framfæri við hugsanlega viðskipta- vini að þjónusta Heilsulínu væri ódýr og góð, en síðan gjarnan bætt við svohljóðandi setningu: „Varist kvalafulla heilsuspillandi okur- geisla." Á þessu er látlaust klifað." Lögmaðurinn sagði að komið væri í Ijós að þeir sem skrifuðu lesendabréfin væru eiginmenn eða sambýlismenn þeirra sem reka Heilsulínuna. „Út yfir gekk svo hinn 16. þ.m. þegar kærða birti grein í Morgun- blaði undir fullu nafni, þar sem hún ræðst að umbjóðendum mín- um og starfsemi þeirra með slíkum hætti að ekki er lengur unnt að láta kyrrt liggja. Þar hefur kærða uppi sömu rakalausar fullyrðingar og í áðurgreindum auglýsingum um það að þjónusta umbjóðenda minna sé bæði kvalafull og fram- kvæmd af vankunnáttu. Höfð eru uppi stóryrði um fölsun skilríkja og dýrselda þjónustu. Allt er þetta sett fram gegn betri vitund til að lama starfsemi Orkugeislans og eyðileggja viðskiptavild hans og þá um leið að hefja eigin þjónusta til vegs og virðingar og draga til sín viðskipti með rakalausum rógi um starfsemi keppinauts. Hér er um að ræða skýlaust brot á lögum um óréttmæta og refsiverða viðskipta- hætti." Jónatan Sveinsson, hæstaréttar- lögmaður, fer ekki aðeins fram á opinbera rannsókn með kæru sinni, heldur er hún einnig send Verðlagsráði skv. lögum með ósk um að þeir beiti heimildum sínum til að koma í veg fyrir slíkar athafnir, sem að framan er lýst, að viðlögðum fébótum ef út af er brugðið. þj Utanríkismál: Tómas sendiherra í A.-Þýskalandi Hinn fjórða mars síðast liðinn afhenti Tómas Á. Tómasson, sendi- herra, Erich Honecker, formanni ríkisráðs þýska alþýðulýðveldisins, eða Austur-Þýskalands, trúnaðar- bréf sitt, sem sendiherra íslands í Þýska alþýðulýðveldinu. Tómas hefur aðsetur í Moskvu. -SÓL BULGARIA 1988 Baðstrandaferðir í gæðaflokki Hótel/strönd: 24. mai 14. júni 5. og 26. juli 16. ágúst 6. sept. 27. sept. Drushba/Grandhotet Varna: 2 vikur 3 vikur 35.170 42.200 41.100 49.900 37.600 44.600 36.380 40.990 Albena/Dobrudja: 2 vikur 3 vikur 29.440 33.540 34.780 40.340 31.850 35.950 30.650 34.750 Albena/Bratislava 2 vikur 3 vikur 25.930 28.270 30.690 34.200 28.340 30.680 27.140 29.480 Skrifstofustjóri Þau óþörfu mistök urðu í blaðinu í gær að skrifa Svein Björnsson sem ráðuneytisstjóra viðskiptaráðuneyt- is. Hið rétta er að hann er skrifstofu- stjóri. Þá er einnig ástæða til að leiðrétta það að Sveinn er ekki einn af nefndarmönnum matsnefndar á lausafjárstöðu Útvegsbanka íslands. Hann er hins vegar sá sem tók við skýrslu matsnefndar af hálfu ráðu- neytisins. KB Frír leigubíll Veitingahúsið Fjaran, Strandgötu 55, Hafnarfirði hefur tekið upp þá nýbreytni fyrir gesti sína sem ætla í leikhús eða í óperu að opna húsið klukkan 17.30 og sjá til þess að gestir komist á áfangastað með leigubílum á kostnað Fjörunnar. Fjaran tekur 36 matargesti í aðal- sal með útsýni yfir höfnina og út fjörðinn. Á efri hæð hússins er lítil setustofa sem er tilvalin fyrir minni samkomur og fundi. Innifalið í verði er flug KEF-LUX-VAR fram og til baka, gisting á hótelum í 2ja manna herbergjum með baði, w.c./sturtu, hálft fæði (matarmiðar), leiðsögn, ath. ekki flugvallarskattur og annað ótalið hér. Verð er miðað við gengi US$ 20. jan. 1988 og breytist við breytingar hans gagnvart ísl. krónunni eða búlgörsku leva og breytingar á flugmiðaverði. Ftr&$xkritstcl» KJARTANS HELGASONAR Gnoóavog 44-104 Reykjavik - Simi 91 -68 62 55 Simnefni: Istravei - Telex: 2265 Istrav-ls

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.