Tíminn - 12.03.1988, Blaðsíða 6

Tíminn - 12.03.1988, Blaðsíða 6
6 Tíminn Sælgætisgerð Nóa og Sirius undirbýr páskana: Að maska páskaegg liðlangan daginn Þessa dagana er rífandi gangur í páskaeggjaframleiðslunni. Þrjátíu manns í sælgætisgerð Nóa og Síríus sátu í gær við færibönd og steyptu súkkulaöiegg í mót, fylltu þau af gómsætu konfekti og skreyttu með blómum og kjúklingum. Framleiöslan hófst þegar í janúar, enda eru gerð ríflega eitt egg á hvert íslenskt mannsbarn í þessari verksmiðju. Þórir Haraldsson, verksmiðju- stjóri, hafði í mörg horn að líta og sentist milli deilda. Hann áætlar að á páskadag einan muni landsmenn hesthúsa um 50 tonnum súkku- laði. „Við seljum langmest af litlu eggjunum, - en þau hafa að sjálf- sögðu minnsta vigt. Það er ómögu- legt að giska á hve mikið magn af páskaeggj um er borðað um páskana. Ætli sé ekki innbyrt um 330.000 egg alls,“ sagði hann. „Við framleiðum svipað magn nú og í fyrra. Ef til vill örlítið meira.“ Hulda Björg Baldvinsdóttir, fram- leiðslustjóri, sagði að mikill hluti af eggjunum skemmdist í framleiðsl- unni. Þegar eggjahelmingarnir eru teknir úr mótunum eru þeir mjög oft gallaðir og sitja tveir starfsmenn liðlangan daginn við að vinsa þá út og mölva ofan í kar. Þegar komið er inn í þessa deild eru mannhæðarháir staflar af körum full af möskuðum súkkulaðieggjum, sem ekki hafa hlotið náð fyrir augum dómaranna. Þeir helmingar sem eru heilir eru sendir á færibandi milli deilda, þar sem tekur við fyllingin og skreyting og loks pökkun. „Það eru um þrjátíu manns sem starfa að páskaeggjagerðinni linnu- laust frá því í janúar fram að páskum," sagði Hulda Björg. „Þá verðum við að minnka við aðrar deildir, - en þetta heppnast alltaf einhvern veginn." -þj Þetta egg slapp í gegn, en viðbúið er að það fari í smátt um páskana. Tímamynd Gunnar Árshátíö Félags matreiöslu- og framreiðslumanna á Hótel Sögu: Viðurkenningar veittar fyrir góðan námsárangur Á árshátíð Félags matreiðslu- og framreiðslumanna í Súlnasal á Hótel Sögu að kvöldi fimmtudags voru nemendum Hótel- og veitingaskól- ans veitt verðlaun og viðurkenningar fyrir góðan námsárangur á lokaprófi í framreiðslu. Viðurkenningar af- henti Trausti Víglundsson, formað- ur prófnefndar og yfirþjónn í Átt- hagasal á Hótel Sögu. Tuttugu og fjórirframreiðslunem- ar brautskrást að þessu sinni úr Hótel- og veitingaskólanum. Sérstök verðlaun hlutu Hanna Margrét Geirsdóttir og Sóley Erlendsdóttir. Hanna Margrét fékk ágætiseinkunn í iðnskólagreinum en Sóley fyrstu einkunn í sveinsprófsgreinum. Þá veittu nemendur sjálfir aukaverð- laun, sem gefin voru fyrir hæstu einkunn í framreiðslu. Þau hlaut Sævar Vígsteinsson með 9,0 í eink- unn. Verðlaun þessi eru veitt í minningu Páls heitins Pálssonar, sem var skólabróðir þeirra á sl. ári, og verða framvegis veitt ár hvert. þj Heilsugæslustöðin í Árbæ: Tekin til opinberrar rannsóknar Læknar við Heilsugæslustöð- ina í Keflavík hafa ákveðið að verða við tilmælum Guðmundar Bjarnasonar, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, um að veita Tryggingastofnun ríkisins aðgang að sjúkraskrám vegna rannsóknar á reikningsskilum. Héraðslæknar á Hellu og í Ólafs- vík hafa lagt fram sín gögn til rannsóknar, en RLR fer nú með þau mál og eru enn órannsökuð að fullu. Læknar við heilsugæslustöð í Árbæ fengu úrskurð í Fógetarétti að Ríkisendurskoðun fengi ekki aðgang að sjúkraskýrslunum og var honum ekki áfrýjað. Aftur á móti hefur Ríkisendurskoðun óskað eftir opinberri rannsókn á atriðum í sjúkraskrám, sem varða einn lækni við heilsugæslustöðina í Árbæ, og lögðu fram gögn sem styðja að um refsivert athæfi hafi verið að ræða. Ríkissaksóknari hefur af þessum sökum falið RLR málið. Opinber rannsókn á því er í burðaríiðnum. þj Hækkunárækju Yfirnefnd Verðlagsráðs sjávarút- vegsins hefur ákveðið nýtt lágmarks- rækjuverð. Verðið á óskelflettri rækju í vinnsluhæfu ástandi er því sem hér segir: 230 stykki eða færri í hverju kílói, 60 krónur, en var 58 krónur. 231 stykki til 290 stykki í kílói, 55 krónur. en var 53 krónur. 291 stykki til 350 stykki í kílói, 50 krónur, var 48 krónur. Undirmálsrækja, 351 stykki og fleiri í kílói, 23 krónur, var 21 króna. -SÓL Hluti brautskráðra framreiðslunema úr Hótel- og veitingaskólanum á árshátíð á Hótel Sögu. Við endana hvoru megin eru prófnefndarmenn: t.v. Haukur Tryggvason frá Hótel KEA og t.h. Trausti Víglundsson frá Hótel Sögu. (Tíminn: Gunnar)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.