Tíminn - 12.03.1988, Blaðsíða 14

Tíminn - 12.03.1988, Blaðsíða 14
14 Tíminn Laugardagur 12. mars 1988 Arafat fellst ekki tillögur Schultz FRÉTTAYFIRLIT ÚTLÖND llllllllllllllill! Óeiröirnar á hernumdu svæöunum: HÖFÐABORG - Utanrík- isráöherra Suður-Afríku, Pik Botha mun hitta aö máli Chest- er Crocker, sem fjallar um málefni Afríku í utanríkisráöu- neyti Bandaríkjanna, í Evrópu í næstu viku. Heimildamaður í bandaríska utanríkisráðuneyt- inu sagðist telja að Botha hefði mikilvæg skilaboð að færa Crocker, þó það þýddi ekki endilega að sattum verði kom- ið á. BELFAST - Sprengjusér- fræðingar breska hersins gerðu tværbílasprengjuróvirk- ar á fyrrinótt, en þá brutust út óeirðir í Belfast vegna atburð- anna í Gíbraltar þegar breskar sérsveitir skutu þrjá liðsmenn IRA til bana. LONDON - Breska fjár- málaráðuneytið hefur nú tekið pundseðla úr umferð, en nú eru nær 200 ár síðan pund- seðlar tóku við af gullmynt í Bretlandi. TOKYO - Japanski flotinn mun bráðlega taka í notkun flugmóðurskip, en flotinn hefur ekki haft yfir flugmóðurskipi að ráða frá því heimsstyrjöldinni síöari lauk. DAKAR - Senegalska þing- ið ákvað að f ramlengja neyðar- ástandslög þau sem sett voru í kjölfar óeirða sem urðu eftir kosningar sem þar fóru fram fyrir hálfum mánuði. NIKÓSÍA - Þrátt fyrir að Irakar og íranar hafi lýst því yfir að ríkin væru tilbúin að hætta gagnkvæmum eld- flaugaárásum gerðu írakar eldflaugaárás áTeheran í gær. íranar hafa heitið að hefna árásanna. BANKOK - Hinn gamal- reyndi víetnamski byltingaleið- togi Pham Hung lést úr hjarta- bilun eftir að hafa gegnt embætti forsætisráðherra Víetnams í aðeinsníu mánuði. JERÚSALEM - Um 300 Palestínumenn sem starfa í ísraelsku löareglunni á her- numdu svæounum á vestur- bakka Jórdan sögðu upp starfi sínu sólarhring eftir að leiðtog- ar neðanjarðarhreyfingar PLO á hernumdu svæðunum hvöttu alla palestínska lögreglumenn til að leggja niður störf. MOSKVA - Sovéskir her- menn og skriðdrekar héldu uppi lögum og reglu í Sumgait- borg í Azerbaijan tíu dögum eftir að 32 menn féllu þar í kynþáttaóeirðum milli kristinna Armena og múslímskra Azer- baija. GENF - Sáttasemjari Sam- einuðu þjóðanna í málefnum Afganistan, Diego Cordoves, hvatti afgönsku og pakistönsku sendinefndirnar í friðarvið- ræðunum að leggja fram skýr- ari línur frá ríkisstjórnum sín- um þegar fundir hefjast að nýju eftir helgina svo leysa megi þann hnút sem viðræðurnar eru nú komnar í. Japanskur almenningur hefur fengið nóg af yfirgangi „Yakuza“ sem eru glæpaflokkar sem meðal annars tengjast fíkniefnasmygli, vopnasmygli, vændi og öðru glæp- samlegu atferli og hafa óbreyttir borgarar stofnað með sér flokka til að vinna á óværunni, þar sem lög- reglan virðist ekkert taumhald hafa á glæpahyskinu. Hópar þessir hafa verið skipulagð- ir í helstu borgum Japans, en yfir- gangur glæpaklíka þar er mun meiri en þekkist almennt á Vesturlöndum. „Við höfum fengið nóg af eilífri hræðslu við glæpahyskið. Við viljum það út úr okkar nánasta umhverfi,“ sagði húsmóðir sem er félagi í „spörkum-út-glæpahyskinu“ her- ferðinni í borginni Hyogo sem er í vesturhluta Japans. „Lögreglumenn viðurkenna að þeir hafi ekki nægan liðstyrk til að eiga við þetta glæpahyski. Hyskið truflar ró okkar í hverfinu og því verður að reka það á brott," sagði hún. „Þessi hreyfing er bara tískufyrir- brigði sem gengur yfir“ sagði Shins- uke Kato sem er leiðtogi „Yakuza- klíku“ í borginni Nishinomiya í viðtali við fréttamann Reuters. „Við gerum fólki ekki mein, þvert á móti reynum við að vinna með íbúunum við að bæta lífskjörin.“ Kato vildi ekki segja hvað „Yakuzaklíka" hans fæst við, en íbúar bæjarins hafa sagt klíkunni stríð á hendur og ætla að flæma höfuðstöðvar hennar úr bænum. Kato flutti til Nishinomiya eftir að réttur í Osaka hafði dæmt hann til að yfirgefa Osaka. Herferð borgara í miðborg Hama- matsu gegn starfsemi Yamaguchi sem eru stærstu skipulögðu glæpa- samtök Japans, var mjög í fréttum í Japan fyrir nokkru, þegar leiðtogi samtaka gegn glæpum var stunginn á hol og kveikt var í húsi annars manns sem hefur verið áberandi í hreyfingunni. Hefur lögreglan gefið út handtökuskipun á einn leiðtoga glæpasamtakanna vegna þessara at- burða, en ekki hefur tekist að hand- taka hann. Árið 1985 hófst hreint og klárt stríð milli mismunandi glæpasam- taka í Japan. Þrátt fyrir að samtökin hafi lýst yfir vopnahléi í febrúar á síðasta ári hefur ofbeldinu ekki linnt. 1 byrjun janúarmánaðar var meðlimur glæpaklíku í Kobe skotinn til bana á götu og annar særðist alvarlega í skotárás sem gerð var á hann í almenningsbaðhúsi. varpsstöð í gærkveldi. „Hann býður fólki okkar hreint þrælahald, sjálfstjórn sem er minni en í Suður-Afríku,“ sagði þessi leið- togi PLO. Arafat sagði að 155 Palestínu- menn hefðu verið drepnir, 5000 særðir og 9000 teknir fastir af ísraels- mönnum í óeirðunum á hernumdu svæðunum á vesturbakka Jórdan og á Gazasvæðinu. Samkv.æmt óopinberum heimild- um í ísrael hafa að minnsta kosti 90 Palestínumenn látið lífið í uppreisn Palestínumanna sem staðið hefur yfir í þrjá mánuði. Arafat sagði að óeirðirnar myndu leiða til róttækra breytinga í mið- austurlöndum og myndu halda áfram allt þar til ísraelar yfirgefi hernumdu svæðin. „Reagan sendi erindreka, sjálfan Schultz, til að reyna að ná tökum á uppreisnunum, en ekki til þess að finna lausn á málunum, því hann veit í hverju sú lausn felst." Aðspurður um hvort Jórdanir gætu samþykkt friðartilboð Schultz, sagði Arafat að þeir yrðu fyrst að leggja málið undir Arababandalag- „Þeir skjóta dýrin er það ekki?“ „Ég þjáist eins og sært dýr. Þeir skjóta dýrin, er það ekki?“ voru ein síðustu orð þýsku konunnar Ingrid Frank sem framdi sjálfsmorð með þvf að taka inn blásýru fyrir framan myndbandsupptökuvél svo ættingjar hennar yrðu ekki sakaðir um líkn- armorð. Með sjálfsmorði sínu vildi hún einnig leggja lið baráttunni fyrir því að líknardráp verði leyfð í Þýska- landi. Ingrid sem lamaðist algjörlega upp að hálsi eftir umferðarslys fyrir tveimur árum gat ekki hugsað sér að lifa við þessa fötlun sína og sagði að dauðinn yrði henni endanleg hvíld. Ingrid Frank hvatti stjórnmála- menn „til að komast að samkomu- lagi um líknardrápslög, vegna þess að ég held að þeir myndu sjálfir ekki vilja lifa ef þeir væru í sömu stöðu og ég.“ Myndbandið sem sýndi dauða Ing- ridar hefur vakið upp miklar umræð- ur í Þýskalandi um líknardráp. Sam- kvæmt þýskum lögum jafngildir líknardráp öðrum morðum, en dóm- ar sem fallið hafa að undanförnu hafa sýknað ættingja sem hafa hjálp- að sjúklingum að fremja sjálfsmorð með því að færa þeim eitur. Það var meðlimur í samtökum fyrir lögleiðingu líknardrápa, hin 73 ára Greitles Schwarzmann sem hjálpaði Ingrid að fremja sjálfsmorð eftir að hafa rætt við hana sex sinnum um málið. Newsweek/hm Palestínuleiðtoginn Yasser Arafat hefur hafnað friðartillögum George Schultz utanríkisráðherra Banda- ríkjanna og segir þær eingöngu miða að því að stöðva þær óeirðir sem verið hafa á hernumdu svæðunum og kostað hafa 155 Palestínumenn lífið, en leysi ekki palestínuvanda- málið á nokkurn máta. „Aðalmarkmið George Schultz er að ná tökum á uppreisnum Palest- ínumanna til að koma í veg fyrir palestínska byltingu," sagði Arafat í sjónvarpsviðtali við spænska sjón- Þrír mánuðir eru nú liðnir frá því óeirðir hófust á hernumdu svæðunum á Vesturbakka Jórdan og Gazasvæðinu. Arafat segir 155 Palestínumenn hafa fallið í átökunum. ið. Stjórnarnefnd PLO og þing Palestínumanna eru nú að ræða um hvort hún eigi að setja á fót útlegðar- stjóm. „Vjð þurfum að ræða það mál við vini okkar og bræður því það er ekki auðveld ákvörðun,“ sagði Arafat. Leiðtogi PLO Yasser Arafat fellst ekki á friðartillögur George Schultz utanrikisráðherra Bandaríkjanna, en Schultz hefur ferðast um miðaust- urlönd og kynnt tillögur sínar. Ingrid Frank rétt áður en hún framdi sjálfsmorðið GAlfci Framdi sjálfsmorð til að berjast fyrir líknardrápi: JAPANSKUR ALMENNINGUR RŒÐST GEGN GUEPAKLÍKUM

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.