Tíminn

Date
  • previous monthMarch 1988next month
    MoTuWeThFrSaSu
    29123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Tíminn - 26.03.1988, Page 14

Tíminn - 26.03.1988, Page 14
14 Tíminn Laugardagur 26. mars 1988 FRETTAYFIRLIT ^ / \ ,.T vl' GENF - Diego Cordovez sáttasemjari Sameinuöu þjóö- anna í málefnum Afganistan berst fyrir því aö bjarga friðar- viöræöum þeim sem fram fara í Genf eftir að fulltrúum stór- veldanna mistókst aö ná samningafleti í friðarviðræðun- um. Birgðaflutningar Sovét- manna til stjórnarinnar í Kabúl á meðan á brottflutningi sovéska hersins stendur er ásteytingarsteinninn í við- ræðnum. LONDON - Hlutabréf víðs vegar um heim féllu í verði, en verðfall í kauphöllinni í Tokyo og London varð ekki eins mikið og menn óttuðust. PEKING - Kínverjar munu hleypa af stokkunum áætlun sem miðar að endurbótum í efnahagsmálum, en munu að líkindum þurfa að berjast við verðbólgudrauginn á næst- unni. Þessu lýsti Li Peng for- sætisráðherra í opnunarræðu kínverska þingsins. I víðfeðmri ræöu Li boðaði forsætisráð- herrann refsiaðgerðirgagnvart þeim þjóðernissinnum í Tíbet sem tóku þátt í andkínverskum óeirðum þar í síðasta mánuði. JÓHANNESARBORG- Átök á milli kirkjuleiðtoga sem fordæma aðskilnaðarstefnu stjórnvalda í Suður-Afríku og stjórnarinnar mögnuðust í gær þegar ráðstefna biskupa róm- versk-kaþólsku kirkjunnar sak- aði lögreglu um ao hafa gert húsleit á heimilum presta. LERIDA, SPÁNI - Hraðlest ók á skólabíl í Katalóníu í gær með þeim afleiðingum að tólf ung börn og þrír fullorðnir létu lífið. SJANGHÆ - Björgunar- menn börðust við myrVur og þoku er þeir björguðu jc. önsk- um stúdentum úr rústum járn- brautarlestar sem fór út af sporunum í nánd viðSjanghæ. 28 létu lífið og 165 slösuðust. BOMBAY - Arabískumæl- andi byssumaöur skaut og særði ítalskan flugstjóra og varpaði tveimur handsprengj- um að lögreglumönnum áflug- vellinum f Bombay í gaer. Sprengjurnar sprungu ekki. It- alska sendiráðið i Bombay sagði að greinilega hefði verið um skipulagða hryðjuverka- árás að ræða. NIKOSÍA - íranar lýstu þvi yfir í gær að hersveitir landsins hefðu hrundið morgunárás ír- aka í norðurhluta írak, en íran- ar hafa náð á vald sitt land- svæðum þar. Iranar sögðust hafa skotið niðurfjórar (rakskar orrustuþotur í bardögunum. Fyrr um daginn skýrðu (rakar frá því að írakskar orrustuþotur hefðu gert árás á tvö skip út af ströndum Irans og hétu því að halda áfram eldflaugaárásum á borgir og bæi í Iran. RAMALLAH, VESTUR- BAKKINN - Israelskir her- menn skutu tvo Palestínu- menn til bana í Ramallah í cjær. Þá voru tveir óbreyttir israelskir borgarar sakaðir um að undirbúa vopnaðar árásir á Palestínuaraba. I Amman lauk fimm daga ráðstefnu ísl- amskra ríkja með því að lýst var yfir fullum stuðningi rikj- anna við uppreisn Palestínu- manna. ÚTLÖND 1 Sovésk yfirvöld senda hermenn til Jere- van til aö koma í veg fyrir mótmælafundi Sýður upp úr í Jerevan í dag? Það gaeti farið svo að upp úr sjóði í Jerevan höfuðborg Armen- íu í dag, en sovésk yfirvöld hafa sent hermenn til borgarinnar til að framfylgja mótmælafundabanni sem armensk yfirvöld settu á mið- vikudag eftir að forsætisnefnd Æðsta ráðs Sovétríkjanna úrkurð- aði að Nagorno- Karabakh hérað sem nútilheyrir Azerbaidjan, verði ekki sameinað Armeníu. Var einn af leiðtogum þeirra Armena sem krefjast sameiningar handtekinn í gær. Miklar kröfugöngur . og mót- mælafundir höfðu verið skipulagð- ir í Jeravan í dag og var mótmæla- fundabann armenskra yfirvalda greinilega beint gegn þessum til- teknu mótmælafundum, en sam- kvæmt ákvörðun stjórnvalda er leyfilegt að halda mótmælafundi svo fremi sem um það sé sótt með tíu daga fyrirvara. Svipaðar reglur hafa einnig verið settar í Azerba- idjan þar sem miklar kynþátta- óeirðir brutust út milli Azerbaidj- ana og Armena um síðustu mán- aðamót með þeim afleiðingum að 32 Armenar létu lífið. Hinir múslímsku Azerbaidjanar og hinir kristnu Armenar hafa marga hildi háð í gegnum tíðina. Sovésk yfirvöld viðurkenndu í síð- ustu viku að yfirvöld í Azerbaidjan hafi vanrækt Nagorno-Karabakh hérað sem aðallega er byggt Arm- enum. Hafa sovésk stjórnvöld til- kynnt að sérstakt átak verði gert í uppbyggingu héraðsins og verði 400 milljónum rúblum varið sér- staklega til þess á næstu sjö árum. Þá hyggjast sovésk stjórnvöld ýta undir útgáfu bóka á armensku í héraðinu, auk þess sem stúdentum þaðan verður gefinn kostur á að sækja háskólanám til Armeníu. Hvort þessar ákvarðanir sové- skra yfirvalda verða til þess að Armenar í Jerevan hætti við fyrir- hugaða mótmælafundi í borginni í dag er ekki gott að segja, en ef svo verður ekki er hætta á að upp úr sjóði í borginni. Sovéskir hermenn eru nú á götum Jerevanborgar til að framfylgja fundabanni armenskra yfirvalda, en í dag ætluðu Armenar að halda fjölmenna mótmælafundi í borginni. París: 300 ára erótík á uppboði Æstir safnarar erótískra muna fjölmenna að líkindum á uppboð sem haldið er á erótískum munum í París í dag. Munirnir eru allt að 300 ára gamlir og koma víða að úr heiminum. Uppboðsgestir sem sam- kvæmt reynslu fyrri ára eru flestir karlmenn munu koma tii með að bjóða í ætimyndir, indverskar styttur, útskurð og gimsteinum prýddar myndir sem allar eiga það sameiginlegt að fjalla um hin víðu svið kynferðislegra hugaróra. Hátindur uppboðsins sem talið er að standi í allan dag. verður þegar olíumálverkið „Spunavélin" verður boðið upp. Er olíumálverkið metið á átta þúsund dollara og langverð- mætasti hluturinn á uppboðinu, en alls eru munirnir taidir vera um 20 þúsund dollara virði. „Vandamálið er hvar á að geyma þennan fjársjóð,“ sagði einn þeirra uppboðsgesta sem skoðuðu upp- boðsmunina í gær. „Alltjent ekki í setustofunni.“ Umsjón Hallur Magnússon Spænsk réttvísi setur Evrópumet: Löggan þefar uppi 300 kíló kókaíns Spænska lögreglan náði haldi á 300 kílóum af kókaíni í gær og er það stærsti kókaínfarmur sem íögregla í Evrópu hefur gert upp- tækan. Níu manns voru hand- teknir vegna þessa máls. Kókaínið fannst í vöruskemmu í Madríd þar sem það var falið í gámum sem áttu að innihalda stálbita. Lögreglan hafði haft njósnir af gámunum er þeim var landað í Barcelona í síðustu viku. Lögreglan sagði að hinir hand- teknu væru fimm Kólombíu- menn, þrír Ekvadormenn og einn Spánverji. Er hópurinn grunaður um að eiga aðild að stórum eiturlyfjahring sem dreifir kóka- íni víðs vegar um Evrópu. Bandaríkjamenn styrkja neriög- reglu í Panama Bandaríkjamenn hafa sent 670 sérþjálfaða herlögreglumenn til Panama frá 14. mars og er þeim ætlað, að sögn Bandaríkjastjórnar, að vernda eignir og starfsmenn bandaríska hersins við Panama- skurðinn ef upp úr sýður í Panama. Herlögreglumönnunum sem eru sérþjálfaðir í að berja niður óeirðir mun ekki verða beitt til þess að þvinga Noriega hershöfðingja úr valdastól í Panama, ef marka má orð Ronald Reagans forseta. „Það er engin hætta á því að við grípum inn í málin með afli okkar og og vöövum," sagði Reagan í gær og vildi með því árétta að Bandaríkja- stjórn hygðist ekki beita herafla sínum til að koma Noriega frá völd- um þó stjórninni sé það kappsmál að hershöfðinginn segi af sér þar sem hann er eftirlýstur fyrir eiturlyfja- smygl í Bandaríkjunum. Nokkrir árekstrar hafa orðið á milli hermanna í setuliði Banda- ríkjamanna við Panamaskurðinn og öryggissveitir Panamahers. Á þriðjudag voru fjórir bandarískir Sextíu og fimm ólöglegir innflytjendur frá Mexíkó björguðust við dyr dauðans: Hefðu látist innan stundar Sextíu og fimm ólöglegir innflytj- endur, þar af konur og börn, voru nær dauða en lífi í tveimur innsigluð- um gámum í suðurhluta Texas í vikunni. Fólkið hafði verið læst inni í gámunum af atvinnusmyglurum og átti að flytja það frá landamærabæn- um Brownsville norðar í Bandarík- in. Landamæralögregla sagði að fólk- ið sem læst hafði verið inni í gámun- um í tíu tíma hefði verið mjög aðframkomið og ekki átt eftir súr- efnisbirgðir nema til einnar klukku- stundar til viðbótar. Á síðasta ári létust sautján ólög- legir innflytjendur frá Mexíkó þegar þeim var smyglað inn í Bandaríkin á þennan hátt. hermenn teknir höndum og látnir dúsa átta klukkustundir í fangelsi. Á miðvikudag var bandarískur her- flutningabíll stöðvaður af panamísk- um öryggissveitum og tólf banda- rískir hermenn hnepptir í varðhald í tvær klukkustundir. Spennan eykst með degi hverjum í Panama enda lama mótmælaverk- föll atvinnulíf Panamaborgar. Á fimmtudag áttu opinberir starfsmenn, þar með taldir 16 þús1 und hermenn landsins að fá laun sín greidd, en þar sem Bandaríkjamenn hafa fryst innistæður Panama í Bandaríkjunum og hætt mánaðar- legum greiðslum sínum til landsins fyrir afnot af Panamaskurði, þá getur panamíska ríkið ekki greitt þessi laun, en gjaldmiðill Panama er bandarískur dollar. Yfirvöld í Panama hafa beðið bankastjóra í Panama, sem lokuðu bönkum sínum þegar Bandaríkja- menn frystu fjármagn Panama í bandarískum bönkum, um nítján milljón dollara lán til að greiða opinberum starfsmönnum laun sín. Ekki er ljóst hvort bankastjórarnir verða við þeirri bón.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue: 71. Tölublað (26.03.1988)
https://timarit.is/issue/280163

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.

71. Tölublað (26.03.1988)

Actions: