Tíminn - 31.03.1988, Page 3
Fimmtudagur 31. mars 1988
Tíminn 3
Aku rey rarsam n i ng u ri n n:
Samþykktur í 8 félögum
hin bíða fram yfir páska
Akureyrarsamningnum hefur ver-
ið vel tekið í þeim 8 verkalýðsfélög-
um sem um hann hafa þegar greitt
atkvæði. Samningurinn hefur verið
samþykktur í þeim öllum með rífleg-
um meirihluta atkvæða.
Á Suðurlandi hafa eftirtalin félög
samþykkt samninginn: Þór á Selfossi
(22:12), Boðinn í Þorlákshöfn
(21:3), Víkingur í Vík í Mýrdal
(8:0), Báran á Eyrarbakka (17:1) og
Rangæingur á Hellu (28:3). Þrjú
önnur félög hafa gefið grænt ljós á
samninginn: Verkakvennafélögin
Framtíðin í Hafnarfirði (50:24),
Framsókn í Reykjavík (115:8) og
Verkalýðsfélagið á Kópaskeri
(17:1).
Af öðrum verkalýðsfélögum er
það að fregna að þau ætla að bíða
með atkvæðagreiðslu um Akureyr-
arsamninginn fram yfir páska, eftir
því sem næst verður komist. Frestur
félaganna til að taka afstöðu til
samningsins er til 12. apríi nk. óþh
Jón Baldvin Hannibalsson, fjármálaráðherra, talar um subbu-
skap og fúsk í ríkisfjármálum, en bíður ekki eftir 200 milljóna kr.
ávísun frá Leifsstöðvarbyggingarformanni:
Jón Baldvin Hannibalsson segir ummæli sín um að hann biði eftir 200
milljóna kr. ávísun vegna Leifsstöðvar hafa verið háð.
Auglýsir eftir klögumálum?
Fjármálaráðuneytið birti í gær í einu dagblaðanna heilsíðu
auglýsingu í fjórlit, þar sem spurt er: „Hvar er bruðlað í
ríkisrekstrinum?“ í auglýsingunni biður fjármálaráðuney tið skatt-
borgarana um að senda sér ábendingar um hvað mætti fara betur
í ríkisrekstrinum til þess að nýta megi betur skattana. Hefur
auglýsing þessi vakið gífurlega athygli og raunar áhyggjur hjá
ýmsum ríkisstarfsmönnum. Einn slíkur, sem hafði samband við
blaðið í gær, benti á að augljóst væri að ráðuneytið væri að hvetja
almenning til þess að klaga starfsmenn og stofnanir ríkisins, í því
skyni að unnt væri að fylgjast betur með ýmsum smáatríðum
varðandi störf þeirra. Sagði sá hinn sami að verið værí að stuðla
að eftirlitskerfi með opinberum starfsmönnum sem minnti á
hugmyndir um „stóra bróður“.
Þó áhyggjur þessa tiltekna starfs-
manns séu trúlega óþarflega
miklar, er ljóst að fjármálaráð-
herra er ekki að auglýsa eftir
stefnu fyrir flokk sinn um það
hvaða meginþætti ríkisútgjalda
beri að skera niður, heldur eftir
ábendingum um smærri mál sem
varða daglegan rekstur, útgjöld
sem ekki er gott að festa hendur á
í reikningum stærri rekstrarein-
inga.
Auglýsing fjármálaráðuneytisins
er einkar nýstárlegt uppátæki, en
Jón Baldvin Hannibalsson, fjár-
málaráðherra, gerði bruðl í ríkis-
rekstri að umtalsefni í ræðu sinni á
flokksstjórnarfundi Alþýðuflokks-
ins um síðustu helgi.
í máli Jóns Baldvins þar kom
fram að formaður byggingarnefnd-
ar flugstöðvarinnar hafi sagst geta
skrifað undir ábyrgð á 200 milljón-
um af þeim milljarði sem byggingin
fór fram úr áætlun. Sagðist Jón
Baldvin vera að bíða eftir tékk-
anum.
Blaðamaður Tímans spurði ráð-
herrann hvort hann biði enn eftir
þessari ávísun. „Auðvitað var
þetta sagt í háði en flugstöðvarmál-
ið er dæmi um það að það er
enginn maður dreginn til ábyrgð-
ar.“
„Hvers vegna gat þessi bygg-
ingarnefnd efnt til þessara útgjalda
án þess að lenda í greiðsluþroti?
M.a. vegna þess að einn af ríkis-
bönkunum veitir þeim stórfelld lán
og það var einfaldlega farið
framhjá fjármálaráðuneytinu. Og
framhjá því verður ekki litið að því
er yfirlýst af fyrrverandi pólitískum
yfirmanni, fyrrverandi utanrfkis-
ráðherra og ráðherrum, að þeir
hafi tekið fulla ábyrgð á þeim
umfram kostnaði sem þarna var
efnt tii,“ sagði Jón Baldvin.
„Sama máli gegnir að því er
varðar forsvarsmenn ríkisstofn-
ana. Það er merkilegt að lesa
yfirlýsingar frá þeim sem segja að
það væri mjög æskilegt ef hægt
væri að reka stofnanirnar innan
ramma fjárlaga og því þurfi auka-
fjárveitingar! Bakreikningafúskið
í þessu kerfi er yfirgengilegt, það
ríkir aukafjárveitingafár og annar
subbuskapur í fjármálum," sagði
Jón Baldvin að lokum. JIH/BG
Stjórn Framleiðnisjóðs landbúnaðarinsáfundi í,gær:
Ákvörðun um 800
kr.lánáásettalæðu
Á fundi stjórnar Framleiðni-
sjóðs landbúnaðarins í gær var
m.a. rætt um hlut hans í úrlausn á
vanda refabænda. En eins og kunn-
ugt er var tillaga þingmannanna
Stefáns Guðmundssonar, Árna
Gunnarssonar og Halldórs Blöndal
um fjárhagslega fyrirgreiðslu til
refabænda og fóðurstöðva, sam-
þykkt frá ríkisstjórn eigi alls fyrir
löngu.
Samþykkt var á fundinum að
Framleiðnisjóður lánaði 800 kr. á
hverja ásetta læðu, en þessi upp-
hæð er í samræmi við tillögu þing-
mannanefndarinnar.
Stjórnin samþykkti að verja ti!
þessa liðar tæpum 13 milljónum að
sinni. Áður hafði Stofnlánadeild
landbúnaðarins fallist á að veita 17
milljónum króna til þessa liðar.
Það hefur orðið að samkomulagi
milli Stofnlánadeildar og Fram-
leiðnisjóðs að hann annist fram-
kvæmd lánveitinganna fyrir hönd
beggja aðila.
„Skilyrði af okkar hálfu til þess-
ara lánveitinga er að þessir pening-
ar gangi í uppgjör vanskila, fyrst
og fremst til fóðurstöðva. Það er
sett á oddinn hjá okkur,“ sagði
Jóhannes Torfason, formaður
stjórnar Framleiðnisjóðs landbún-
aðarins. Hann sagði ennfremur að
ætlunin væri að úthlutun lánanna
hæfist strax eftir páska. óþh
Vandi Kaupfélags Svalbarðseyrar:
Frekari aðstoð
við ábyrgðarmenn
Samþykkt hefur veriö að fela
forstjóra Sambandsins, Guðjóni
B. Ólafssyni, og stjórnarfor-
manni þess, Vali Arnþórssyni,
að halda áfram aðstoð við þá
einstaklinga sem voru í ábyrgð-
um fyrir hluta af skuldum Kaup-
félags Svalbarðseyrar. Aðstoðin
verður fólgin í því að létta af
þeim hluta af þeim ábyrgðum
sem þeir höfðu gengið í fyrir
þetta gjaldþrota kaupfélag.
Ekki hefur enn verið svarað þeirri
kröfu Jóns Oddssonar hrl., fyrir
hönd Jóns Laxdals fyrrum stjórnar-
manns í Kaupfélagi Svalbarðseyrar,
að fá greidda eignarhlutdeild í Sam-
bandinu til að vega upp á móti
skuldum í félaginu. Fól stjórn Sam-
bandsins Jóni Finnssyni að svara
kröfu Jóns Laxdals. Þó að þessari
kröfu hafi ekki enn verið svarað var
lögð fram álitsgerð Jóns Finnssonar
hrl. á stjórnarfundinum í gær um
málið.
Þar kemur fram að þessar bolla-
leggingar um hugsanlega eignarhlut-
deild sambandsfélaganna í hreinni
eign Sambandsins eru ekki jafn ein-
faldar og kröfuhafar vilja vera láta.
Telur Jón Finnsson að verið sé að
rugla saman réttarreglum um hluta-
félög og sameignarfélög. Samkvæmt
lögum um samvinnufélög er ekki um
ótakmarkaða ábyrgð að ræða líkt og
gildir um hlutafélög. Telur Jón
Finnsson hrl. að hugmyndirnar sem
Frá stjórnarfundi Sambandsins.
liggja að baki kröfunni eigi sér ekki
neina stoð í lögum um samvinnufé-
lög, enda fara þær í bága við ákvæði
laganna og samþykkta Sambandsins
og sambandsfélaganna. Stofnsjóður-
inn er skuld Sambandsins við aðild-
arfélag og stofnsjóður kaupfélags er
á sama hátt skuld við félagsmann.
Stofnsjóðurinn er ekki ávísun á
eignarhlutdeild, eins og segir í álits-
gerðinni.
„Einstök sambandsfélög hafa eng-
an lagalegan rétt til þess að krefjast
skipta á eignum Sambandsins fremur
en einstakir félagsmenn í kaupfélagi
eiga rétt á að krefjast skipta á því.
Eina lögformlega leiðin til þess að
eignir Sambands íslenskra sam-
vinnufélaga geti komið til skipta
milli sambandsfélaga er sú, að félög-
in samþykktu að slíta Sambandinu.
Tillaga þess efnis verður að hljóta
samþykki 3/4 hluta allra fulltrúa á
tveimur lögmætum fulltrúafundum í
röð og málið verið borið undir fundi
í öllum sambandsfélögum milli
funda,“ segir í fréttatilkynningu frá
stjórnarfundinum.
Segir Jón Finnsson einnig að mörg
fordæmi séu fyrir uppgjöri á stofn-
sjóðseign kaupfélaga í SÍS við gjald-
þrot kaupfélaga í samræmi við reglur
og lög samvinnufélaga. „Hefur það
ekki vafist fyrir lögmönnum né
skiptaráðendum hingað til svo kunn-
ugt sé, hvað lög séu í þessu efni.“
KB