Tíminn - 31.03.1988, Side 5

Tíminn - 31.03.1988, Side 5
Fimmtudagur 31. mars 1988 Tíminn 5 Stórhuga framkvæmdir í útflutningi stáls í burðarliðnum: Islenskt stál verður selt á heimsmarkaðinn Hið sænska gæðastál mun framvegis verða framleitt að einhverju leyti hér á landi. Stórhuga framkvæmdir eru í burðarliðnum, því að ráðgert er að brjóta niður allan brotamálm, sem til fellur á þessu landi, og vinna úr honum svokallað millistál til útflutnings. Áætluð framleiðsla er 20-30 þúsund tonn af millistáli á ári til að byrja með og fflytja það út til Svíþjóðar. Búist er við að seint á árinu 1989 verði hægt að flytja fyrsta farminn út. Fjársterkir sænskir aðilar, sem þegar reka umsvifamikla verslun á þessu sviði, taka stóran þátt í framkvæmdum hér á landi og munu kaupa héðan allt stál á heimsmarkaðsverði. Þeir eru reiðubúnir að gera samning til tíu ára um kaup á framleiðslunni. Millistálið selja þeir svo innan EFTA og EB og innanlands í Svíþjóð. Kostnaðaráætlanir sýna, að stálið frá íslandi verði fyllilega samkeppnishæft við annað, sem til er á heimsmarkaðnum. Ekkert mælir því í mót, að íslenskt brotajárn, sem hefurverið notað til uppfyllingar í hafnir víðs vegar um landið eða einfaldlega mengað umhverfið, eftir að Sindra- Stál hætti vinnslu á því á síðasta ári, geti verið nýtt til framleiðslu á SAAB og VOLVO bifreiðum, eða jafnvel VIGGEN þotunum sænsku. Það hefur verið stöðugur heilabrjótur Hollustuvemdar ríkis- ins, hvernig losna skuli við brota- járn, því að enginn hefur séð sér hag í að endurvinna það. Fyrr en nú. Hjarls hf. að öðru leyti. Stofnkost- naður fyrirtækisins er áætlaður sjö milljónir Bandaríkjadala, sem jafngildir tæpum 300 milljónum króna. Fimm ónefndir íslenskir stofn- . aðilar hafa róið þungan róður undanfarin tvö ár við að afla hug- mynd sinni fylgis, en menn hafa til þessa verið vantrúaðir á hana. Forsvarsmenn stálfélagsins hafa nú leitað til allra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og boðið þeim hlutafé að verðmæti frá 10 til 40 þúsund Bandaríkjadollara. Það virðist rofa til, því að sveitarfélögin hafa sýnt framtakinu verulegan áhuga. Sorpeyðingarstöð Suður- nesja íhugar kaup á hlutabréfum í samræmi við óskir íslenska stálfél- agsins hf. og útvega því brota- málm. Hafnarfjarðarbær hefur og gefið vilyrði fyrir afhendingu brotajárns og til athugunar er 400 þúsund króna hlutafjárframlag til fyrirtækisins. Önnur sveitarfélög hafa sömuleiðis tekið vel í málaleit- an forsvarsmanna hins nýja stál- félags. Loks hafa Reykjavíkurborg og Akureyrarbær til athugunar, að taka þátt í fyrirtækinu, enda er hvarvetna sami vandi, að losna við járn. Ekki síst í herstöðinni í Keflavík, en það kemur til greina, að hún láti af hendi brotajárn til stálfélagsins. Brotajárnvinnslan hefst í sumar íslenska stálfélagið hf. mun á næstunni kaupa til landsins muln- ingsvél að verðmæti um 1,6 til 2 milljónir Bandaríkjadollara og er ætlunin að hún verði staðsett í Reykjavík í námunda við fyrirhug- aða sorpeyðingarstöð höfuðborg- arinnar ognágrennis. Mulningsvél- in þjappar saman brotajárninu og skilur sjálfkrafa frá endurnýtanlegt járn og ónýt efni. Sjálf brota- 300 milljóna kr. stofnkostnaður Tvö íslensk fyrirtæki voru stofn- uð í þessum tilgangi. Fjárfestingar- félagið Hjarl hf. annars vegar, sem er eign sænsks fyrirtækis, A. Jonsson, að 35 hundraðshlutum, en íslenskra aðila að 65 hundraðs- hlutum. Hins vegar íslenska stálfélagið hf., sem er eign bresk- sænska fyrirtækisins Icasco Hold- ing Ltd., að helmingshluta, en Brotajárnshaugur við Sundahöfn í Reykjavík. málmsvinnslan fer fram þar sem gamla stálvinnslan var rekin í Fögruvík í landi Hvassahrauns á Reykjanesi. Hún mun hefjast þeg- ar í sumar, en mulningur ekki fyrr en á árinu 1989. Bygging verk- smiðjunnar hefst í sumar og er talið að hún verði fullbúin fimmtán mánuðum síðar. Verksmiðjan mun geta afkastað 80 þúsund tonnum af millistáli á ári og veita þrjátíu manns atvinnu. Sem fyrr segir er ráðgert að framleiða 20-30 þúsund tonn af millistáli á ári og er innlent brota- járn nægilegt hráefni til þess. Aðeins verði að flytja inn efni, sem magnar styrkleika járnsins, svo það verði að millistáli. Með þessum hætti má, að sögn forsvarsmanna hins nýja útflutningsfélags, ná fullu verðmæti úr brotajárninu, sem flokkað verður í allt að þrjá gæða- flokka. Að öðrum kosti borgaði fyrirtækið sig ekki. Síðar meir kemur til greina, að flytja inn brotajárn frá Evrópu og vinna það í Hvassahrauni, þegar það sem til fellur hér á landi hrekkur ekki lengur til. Þetta eru þó framtíðarhugmyndir, sem hyllir ekki undir ennþá. Samkvæmt upplýsingum, fengn- um hjá aðilum hins nýja fyrirtækis, hefur verið farið fram á við yfir- völd, að íslenska stálfélagið hf. fái viss skattafríðindi og fríhafnar- svæði fyrir framleiðslu sína. Þá hafa farið fram viðræður um orku- verð við Landsvirkjun og samning- ar tekist við Hitaveitu Suðurnesja. Gegn því telur fslenska stálfélagið hf. að því takist að afla íslandi mikilla gjaldeyristekna, því að þótt ársframleiðslan hér á landi jafn- gildi klukkustundarframleiðslu sænsku fyrirtækjanna stóru, er framtakið mikið á íslenskum mæli- kvarða. þj Landakotsspítali frestar aðgerðum: Fær 25 milljónir til að byrja með Loðnuveiðar: 5 BÁTAR EFTIR Guðmundur Bjarnason, heil- brigðisráðherra, tilkynnti stjórn Landakotsspítala bréflega í gær að fjármálaráðuneytið myndi greiða hluta halla spítalans niður og bað stjórnina að fresta fyrirhuguðum niðurskurðaraðgerðum fram eftir aprílmánuði með tilliti til þessa. „Jú, ég sendi stjórninni bréf að bað þá um að fresta aðgerðum fram eftir mánuðinum, þannig að okkur ynnist tími til að fara ofan í stöðuna betur og ná einhverju samkomulagi um framhaldið," sagði Guðmundur í samtali við Tímann í gær. Upphæðin sem Jón Baldvin Hannibalsson, fjármálaráðherra, lætur af hendi er 25 milljónir króna. Stjórn St. Jósefsspítala Landakoti hélt síðan fund seint í gær, þar sem ákveðið var að fallast á tilmæli heilbrigðisráðherra, í trausti þess að fjárhagsstaða sjúkrahússins verði leiðrétt. Spítalinn mun því ekki hætta bráðavöktum frá og með morgun- deginum, og heldur ekki hefjast handa við að loka sjúkrarúmum, né hætta við að ráða í lausar stöður, alla vega ekki á næstu dögum. -SÓL Nú eru aðeins fimm loðnubátar eftir á miðunum, en á þriðjudag hættu Gígja VE og Galti ÞH veiðum, þó þeir ættu enn eilítið eftir af kvótanum. Bátarnir, sem eftir eru, eru Helgurnar tvær, Dagfari, Huginn og Júpíter, en Huginn var í sinni síðustu veiðiferð í gær. Bátarnir eiga á pappírunum eftir að veiða um 6.000 tonn, en af því er búið að taka fyrirfram um 2.400 tonn, þannig að það lætur nærri að um 3.500 tonn séu eftir, og þá er ekki reiknað með hrognatökunum. Bátarnir fara nú í hefðbundið Lítið um Þrátt fyrir eril fyrir páskahelgi höfðu menn allan vara á í umferð- inni. Aðeins 14 árekstrar voru til- kynntir til lögreglunnar í Reykjavík, en enginn þeirra var alvarlegur. Engin meiriháttar slys urðu á fólki. Verður þetta að teljast lítið, miðað við aðra annadaga í umferðinni, og má ef til vill þakka veðurblíðunni sem lék við borgarbúa í gær. Um eitt leytið missti þó ökumaður páskastopp, bæði á föstudaginn langa og páskadag, en reiknað er með að einhverjir fari út á laugar- deginum og síðan fari allir af stað á mánudeginum. Að sögn Ástráðs hjá Loðnu- nefnd eru bátamir nú að veiðum á tveimur stöðum. Huginn og Helga II eru austan við Vestmannaeyjar, en Frú Helga, Dagfari og Júpíter halda sig sunnan við Grindavík. Á miðunum var renniblíða í gær, en vegna þess hve fáir bátar eru eftir, er erfiðara en ella að finna loðnuna. -SÓL árekstra Toyota bifreiðar stjórn á bíinum í miðju Seljahverfi. Bíllinn sentist út fyrir akbrautina, en mildi var að engir gangandi vegfarendur skyldu vera þar á ferli, því að þetta er fjölfarin gata. Bifreiðin skall á ljósastaur og strætisvagnaskýli, sem skældist lítil- lega. Enginn meiddist, en bíllinn er nokkuð skemmdur. Einkum aftar- lega á hægri hlið. ag/gs Umferðin í Reykjavík í gær:

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.