Tíminn - 31.03.1988, Síða 6
6 Tíminn Fimmtudagur 31. mars 1988
1 Á FJÓRUM HJÓLUM - REYNSLUAKSTUR lllllllllllllllllllilllllilllllllllll llllllllllllllllllllil8illlllllllllllillllllllllllllllllllllllllllllllllllllilll[|[lllilillllllllllllllllllllllllllllllllMI!l[llililllllllllllllllll!WIH! ■
ÞAÐ STANSA
FLESTIRÍ
/rÆkmi smkM mAkmi mAmii
mAkmi
ALLTÁ FULLUHJÁ OKKUR -
VETUR SEM SUMAR S“TJ0
/mkMi /mkMi mAkMi /mkMi mAkmi smkMi
Hyundai (hondæ) er stílhreinn að innan sem utan enda í ætt við bræður sína í Japan.
Tímamynd Pjetur
REYNSLUAKSTUR: Hyundai Excel 1500
Hlífir eigendum við
áhyggium af notkun
Hyundai er nýr bðl á íslandi. Hann er samt ekkert framandi í útliti þar sem hann erjapanskur
að sjá og japanskur í akstri. Helstu einkunnarorð bílsins eru á þá leið að hann er lipur og Ijúfur
í innanbæjarakstri. Frágangur er allur í ætt við það sem við höfum góða reynslu af í sambandi
við marga aðra Austur-Asíuböa. Þá er það mikiil kostur að hann er boðinn til sölu með fimm
ára ábyrgð á öllum hlutum bösins. Er þetta í fyrsta sinn á íslandi sem boðin er heildarábyrgð
á bifreið.
Helsti veikleiki er einnig í ætt
við það sem við þekkjum í full
mörgum bílum sem fluttir eru til
landsins. Hann er helst til of léttur
til að eiga auðvelt með aurbleytu á
malarvegi. Hættir honum til að
vera erfiður í akstri þar sem slíku
vegfæri er til að dreifa.
Bíllinn sem tekinn var til
reynsluaksturs af blaðamanni
Tímans, er af gerðinni Hyundai
Excel GL, fimm dyra og fimm
gíra, með 1500 rúmsentímetra vél.
Kostir bílsins eru margir og í reynd
eru þeir margir og smáir sem og
stórir. Krafturinn var góður og
gerir Hyundai gott betur en að
samsvara sér í hlutföllum. Hann
kemur því vel út á lengri ferðum
og í upptaki innanbæjar.
Ekkert pjátur
Hann er vandaður og einfaldur í
allri gerð. Reynt hefur verið að
gera hann þannig úr garði að
auðvelt sé að þrífa hann og hirða á
annan hátt. Á móti því kemur
auðvitað að ekki er um neitt pjátur
að ræða í innréttingum eða búnaði.
Hann er einfaldlega stílhreinn að
innan sem utan og er á sinn einfalda
hátt nokkur hvíld frá skrumi
margra annarra framleiðenda.
Þeir bílar sem nú eru boðnir til
sölu hjá Sveini Egilssyni hf. eru
framleiddir fyrir kanadískan
markað. Þar hefur bifreiðin náð
mikilli útbreiðslu og þar í landi er
Hyundai réttnefndur metsölubíll.
Hann er japanskur að eðli til, eins
og ég sagði áðan, en hann er ekki
settur saman í Japan. Það er gert í
Suður Kóreu, eða næsta bæ við. Ég
tel þó ekki rétt að segja að hann sé
suður- kóreskur, frekar en Volks-
wagen bjalla er brasilís. Nú á
tímum eru bfreiðar orðnar mun
alþjóðlegri en tíðkaðist framan af
öldinni og er í raun mjög erfitt að
segja til um þjóðerni flestra teg-
unda. Algengt er t.d. að vélin sé
frá einu landinu til að tryggja
ákveðna sérhæfingu. Nú er til
dæmis fjöldi japanskra bifreiða
beinlínis framleiddur í Bandaríkj-
unum.
Notadrjúgur til snúninga
En snúum okkur þá aftur að
Hyundai. Reynsluaksturinn stóð
yfir á þriðja dag og þegar upp var
staðið höfðu tæpir þúsund kíló-
metrar verið lagðir að velli. Er
þetta lengsti og ítarlegasti reynslu-
aksturinn sem Tíminn hefur staðið
fyrir til þessa og er hann þó kominn
8|”
yfir sjötugt. Þvf lengur sem ekið
var, því betur líkaði mér við
vagninn. Fimmti gírinn og eins og
hálfs lítra vélin sáu til þess að
yfirferðin gekk vel fyrir sig. Þó sé
ég ekki ástæðu til að tilgreina það
sem kalla má þægilegasta ferða-
hraða, enda er hann yfir leyfilegum
mörkum. Engan skjálfta eða titring
var að finna þó ekið væri greitt á
góðum vegum.
Innanbæjar reyndist hann ekki
síður vel. Þar kom vel í ljós
hvernig hönnunin var leyst af hendi
með sóma. Þó verð ég að tiltaka
tvennt sem ég leyfi mér að kalla
veikleika á góðum bíl. í fyrsta lagi
er óeðlilegt að ekki sé snúnings-
hraðamælir eða sambærilegur
kvarði sem hægt er að taka mið af
í inngjöf. Þetta er vissulega smá-
atriði en það getur verið gott að sjá
hvernig vélin nær bestu nýtingu.
Annað er það að miðað við jap-
anska bíla er vélin ekki mjög
lágvær.
geti verið full sérhæfð, ef ekki á að
nota tjakkinn til annars en að lyfta
bílnum, t.d. þegar máta þarf undir
hann snjókeðjur. Þá hef ég aldrei
verið hrifinn af því að hafa slíkan
búnað staðsettan undir gólfmott-
unni í farangursrýminu. Er þessa
útfærslu að finna í allt of mörgum
bílum að mínu mati og er hún
greinilega ekki nógu vel hugsuð
gagnvart ferðafólki sem er með
farangursrýmið fullt af varningi.
Þetta er enginn sérlegur ágalli á
Hyundai, þar sem þessi útfærsla er
í allt of mörgum bifreiðum.
Öryggisatriði í góðu lagi
Hvað um það. Þessi Hyundai er
kærkomin sending á íslenska vegi
og í íslenska umferð. Hann er
búinn góðum stuðurum að framan
og aftan og annar öryggisbúnaður
er í góðu lagi. Til dæmis eru þrjú
öryggisbelti í aftursætinu, þó að
þau séu ekki þriggja punkta nema
í framsætunum.
Stórgóð útfærsla er á aðvör-
unarljósum í mælaborði. Þau eru
öll tengd inn á skýra mynd af
fólksbíl. Þar sést vel þegar beltin
hafa ekki verið spennt, hurðirnar
ekki lokast, og margt fleira. Þá
spilar þessi sama aðvörunartölva
lítinn lagstúf ef eitthvað er ekki
eins og það á að vera. Hliðarspegl-
ar eru að sjálfsögðu stillanlegir
innan frá og öll stjórntæki eru þar
sem eðlilegast er að hafa þau. Það
þarf ekki að teygja sig um langan
veg eftir tökkum og stillirofum. Þá
er miðstöðin sérlega góð og allar
stillingar á henni eru til fyrirmynd-
Ofhagræðing á tjakknum Ekta bíll að eiga
Eitt er það sem er að mínu mati
komið lengra en góðu hófi gegnir í
hagræðingu. Ef tjakka þarf bílinn
upp án þess að endilega þurfi að
grípa til varadekksins, þarf engu
að síður að losa það úr botni
farangursgeymslunnar. Tjakknum
er haganlega fyrir komið við hlið
varahjólsins, en sveifin sem nota
þarf á tjakkinn er undir hjólinu.
Dettur mér í hug að þessi útfærsla
í stórum dráttum er þetta ekta
bifreið fyrir þá sem vilja eiga bíl
sem þægilegt er að aka, auðvelt að
þrífa og áhyggjulaust að nota til
almennra þarfa. Ég hef ekki trú á
öðru en að þessi bílategund eigi
eftir að festa einhverjar rætur hér
á landi. Bíllinn er góður og
söluumboðið er gott og ekki spillir
ábyrgð á öllum bílnum til fimm ára.
Krístján Bjömsson