Tíminn - 26.05.1988, Blaðsíða 3

Tíminn - 26.05.1988, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 26. maí 1988 Tíminn 3 Langþráöur draumur Ólafsfiröinga að veröa að veruleika: Tilboð Krafttaks 20% undir kostnaðaráætlun Það er óhætt að segja að ríkt hafi mikil spenna og eftirvænting í Borgartúni 6 í gær þegar opnuð voru þar tilboð í gerð jarðganga í Ólafsfjarðarmúla. Sjö tilboð bárust í verkið á tilsettum tíma, en tvö erlend fyrirtæki, ítalskt og júgóslavneskt, tilkynntu í skeyti að þau myndu ekki senda inn tilboð í gerð jarðganganna. Þeir sjö aðilar sem bjóða í verkið eru (upphæðir innan sviga): 1. Losinger Ltd. (Sviss) og S.H. verktakar hf. (kr. 600.712.664) 2. ístak hf., Skanska AB Svíþjóð og Loftorka hf. (kr. 647.936.194) 3. Hagvirki hf. og Selmer Fuyru- holmen Anlegg A/S Svíþjóð (kr. 642.744.663) 4. KRAFTTAK, þ.e. Astrup-Höyer A/S Noregi og Ellert Skúlason hf. (kr. 521.784.802) 5. Lemminkainen Oy Finnlandi (kr. 745.347.758) 6. YIT-Corporation Finnlandi (kr. 980.096.219) 7. H. Eeg-Henriksen A/S Noregi og Straumtak hf. (kr. 703.648.070). Fjögur tilboð undir kostnaðaráætlun Eftir að hafa tilkynnt um þá sjö aðila sem gera tilboð í jarðganga- gerðina, greindi Jón Birgir Jónsson, yfirverkfræðingur hjá Vegagerðinni, frá því að reiknuð kostnaðaráætlun fyrir verkið væri (25. maí 1988) kr. 655.075.553. Þannig er Ijóst að fjög- ur tilboð eru undir kostnaðaráætlun, þar af tilboð KRAFTTAKS um 20% undir kostnaðaráætlun. Til gamans má geta þess að þessi kostnaðaráætlun jarðganganna er um % kostnaðar við fyrirhugað ráð- hús í Reykjavík. Framkvæmdir hefjast í sumar Á næstu dögum og vikum mun Vegagerðin yfirfara 2-3 lægstu til- boðin og í framhaldi af því undirrita samning við einn aðila um jarð- gangagerðina. Að öllu óbreyttu ættu hjólin að byrja að snúast í Múlanum um eða eftir mitt sumar. Að sögn Jóns Birgis Jónssonar, yfirverkfræðings hjá Vegagerðinni er ekki sjálfgefið að lægsta tilboði (frá KRAFTTAK) verði tekið. Það verði þó hinsvegar að teljast mjög líklegt, að því tilskildu að öll gögn í tilboðinu fullnægi settum skilyrðum. „Þessi tilboð eru niiðuð við verðlag í dag og fylgja því verðlagsbreyting- um. Auk þessa á Vegagerðin eftir að leggja fram ýmislegt við þessa framkvæmd. Eftirlitskostnaður verður nokkur og ennfremur höfum við nú þegar lagt í nokkurn kostnað við rannsóknir á svæðinu. Það er því óhætt að bæta dágóðri upphæð við lægsta tilboðið. Ég hygg að 700 milljónir á núvirði séu nálægt lagi,“ sagði Jón Birgir. Áð í eftirlitshúsi Jón Birgir segir að eftir að samn- ingar verði undirritaðir við verktaka um jarðgangagerðina muni Vega- gerðin einungis hafa eftirlit með framkvæmdum, „auk þess að greiða reikningana,“ eins og hann orðaði það. Gert er ráð fyrir að á hennar vegum verði eftirlitsmaður í húsi, sem á næstunni verður sett upp í Ólafsfjarðarmúla. Hús þetta, sem er svokallað einingahús, er nú í smíð- um á Hvammstanga. Að sögn Jóns Birgis er rætt um að þar geti fólk litið við og kynnt sér teikningar og önnur gögn um jarðgangagerðina. Á þessu ári eru ráðgerðar fram- kvæmdir við jarðgöngin fyrir um 120 milljónir króna, en síðan er miðað við að mun hærri upphæð verði varið til verksins á næsta ári. Verktakan- um, sem hreppir hnossið, er gert að Ijúka framkvæmdum í mars 1991. Þá verður einungis ólokið uppsetningu ljósa í göngunum svo og uppsetningu hurða við op ganganna. KRAFTTAK, sem á langlægsta tilboðið í jarðgöngin í Ólafsfjarðar- múla, hefur nokkra reynslu af slík- um framkvæmdum hér á landi. Fyrirtækið hefur annast fram- kvæmdir við neðanjarðarvirki Blönduvirkjunar, en áætlað er að því verki verði lokið á þessu ári. Heimamenn í startholum Þar sem ekki hefur verið ákveðið endanlega í hlut hvaða verktaka jarðgangagerðin kemur, er að svo stöddu ekki vitað hvernig verkinu verður háttað, t.d. hversu stór vinnuflokkur verður að staðaldri við vinnu í Múlanum. Þó hefur heyrst að yfir vetrarmánuðina verði a.m.k. 20 manna fastur vinnuflokkur þar við störf en þónokkuð fleiri yfir sumarið. Síðan má búast við að leitað verði eftir viðbótarstarfskrafti frá nærliggjandi byggðarlögum, Ólafsfirði ogDalvík. Ógetiðersíðan allrahanda þjónustu sem að sjálf- sögðu tengist slíkri framkvæmd. Þá skal t.d. nefnd matsala og aðstaða fyrir hverskonar viðgerðir. Verktak- ar sem gerðu tilboð í jarðgangagerð- ina hafa að undanförnu aflað sér ýmissa hagnýtra upplýsinga um möguleika á þjónustu í Ólafsfirði. Meðal annars hafa þeir kannað möguleika á matarkaupum á Hótel Ólafsfirði. Syngjandi kátir Olafsfirðingar Birna Friðgeirsdóttir, forseti bæjarstjórnar í Ólafsfirði tjáði Tímanum í gær að Ólafsfirðingar væru að sjálfsögðu syngjandi kátir yfir þessum áfanga. Ekki hefði þó verið flaggað við hvert hús, en mjög væri þó létt yfir mönnum í bænum. „Samgöngumálaráðherra færði okk- ur fyrstur fréttir af þessum tilboðum strax og búið var að opna þau, en svo skemmtilega vildi til að hann var hér staddur einmitt á meðan þau voru opnuð syðra,“ sagði Birna. Hún sagði aðspurð að gerð jarð- ganganna myndi auðvitað setja sitt mark á mannlíf í Ólafsfirði, þótt þau myndu vart orsaka „gullæði" þar á bæ. „Ég held að menn haldi nú alveg ró sinni. Menn hafa ekki gert ráð fyrir að þetta hafi mikil áhrif á atvinnulífið á staðnum, að öðru leyti en því að kringum þessar fram- kvæmdir hlýtur að verða nokkur þjónusta. Við hugsum auðvitað vel til þess,“ sagði Birna Friðgeirsdóttir. óþh ísafjöröur: MAÐUR LÉST í BÍLSLYSI Laust fyrir hádegi í gær var háttar, en faðir drengsins mun hafa •lögreglunni á ísafirði tiikynnt um sagt honum að leggjast í gólfið slys í Tunguleiti í Dagverðardal, þegar Ijóst var hvert stefndi. sem er 4-5 km frá ísafirði, cn þar Ekki er nákvæmlega vitað um fór vörubíll út af veginunt rneð tildrög slyssins, en svo virðist sem þeint hörmulegu aflciðingum að bíllinn hafi skyndilega misst brems- bílstjóri, 53 ára gamall maður frá ur í brekku, sem að sögn lögreglu Flateyri, beið bana. Þrettán ára hefur um 12% halla, með áður- gamall sonur hans komst lífs af og greindum afleiðingum. gerði viðvart um slysið. eftir að Þeir feðgar voru að flytja fiskúr- hafa náð föðursínum út úr flakinu. gang frá Flateyri tii Bolungarvíkur. Meiðsl hans voru könnuð á Sjúkra- Ekki er unnt að birta nafn hins húsinu á ísafirði en reyndust minni- látna að svo stöddu. óþh Akureyri: LISTAHÁTÍDAR- BROT í JÚNÍ Menningarmálanefnd Akureyrar hefur falast eftir að fá þrjú af atriðum Listahátíðar 1988 norður yfir heiðar til augnabarnings og ynd- isauka fyrir Norðlendinga. Nefndin samþykkti að 150 þúsund krónum úr menningarsjóði yrði varið til verk- efnisins. Samkvæmt heimildum Tímans er nú nánast frágengið að þessir listvið- burðir komi norður og verði sýndir á Akureyri fyrrihluta júnímánaðar. Um er að ræða danssýningu Black Ballet Jazz frá Bandaríkjunum, en hún rekur sögu dansa svartra í Bandaríkjunum allt frá afrískum trumbudansi til break-dansa nútím- ans. í öðru lagi mun finnski baritón- söngvarinn Jorma Hynninen þenja raddböndin og í þriðja lagi verður sett upp sýning frá Listasafni íslands í sal Gluggans við Glerárgötu. -HIA/Akureyri Náttúruverndarráö meö 10 friðlýsingar til athugunar: íhuga friðlýsingu á sunnlensku votlendi Hjá Náttúruverndarráði er friðlýs- ing á um það bil tíu svæðum á landinu til umræðu, en Náttúru- verndarráð, í samvinnu við landeig- endur og menntamálaráðuneytið stuðlar að því að ákveðin landsvæði eða náttúruminjar séu friðlýstar vegna þess að þau hafa ákveðið náttúruverndargiídi. Gísli Gíslason framkvæmdastjóri Náttúruv'erndarráðs sagði í samtali við Tímann að þeir staðir sem nú væru til athugunar væru t.d. lítil tjörn við innanverða Straumsvík sem heitir Urtartjörn, hluti af Heng- ilssvæðinu, nokkur votlendissvæði á Suðurlandi sem verða skoðuð í sum- ar s.s. Ölfusforir og Oddaflóð, en slík votlendissvæði munu vera orðin fremur fágæt, vegna framræslu. „Síðan hefur komið til tals að friða Þórsmörkina og Arnarvatnsheiðina. Geitland í Borgarfirði sem er afrétt- arland tveggja hreppa, Hálsahrepps og Reykholtsdalshrepps, það land verður friðað að minnsta kosti næstu tíu árin fyrir beit og á að fara að girða landið af á næstu dögum," sagði Gísli, Þeir staðir sem nýlega hafa verið friðlýstir eru Dverghamrar á Síðu í V-Skaftafellssýslu og Eldborg undir Geitahlíð, rétt austan við Krísuvík. í Náttúruverndarfréttum, nýút- komnu fréttabréfi Náttúruverndar- ráðs segir; „Dverghamrar eru tveir samliggjandi stuðlabergshamrar, hlaðnir úr mjög reglulegu 'stuðla- bergi og mynda þeir kví eða skeifu. Landslagið er orðið til við brimrof og ber vitni um hærri sjávarstöðu í ísaldarlok." Um Eldborg segir; „Svæðið er suðvestur endi á gígaröð- um og eru Stóra og Litla Eldborg mestar, en einnig eru þar minni gígar. Stóra Eldborg er einn fegursti gígur á Suðvesturlandi, hlaðin úr hraunskánum og gjalli og er yfir 50 metra há. Hraun frá Eldborgum hefur runnið um 2,5 km veg til sjávar.“ - ABÓ Enga lánsdollara fyrir flutningi eöa tollum: HámarkslánGOeða 70% af fob-verði Viðskiptaráðherra hefur gefið út nýjar reglur um erlendar lántök- ur og leigusamninga vegna inn- flutnings á vélum, tækjum og bún- aði til atvinnurekstrar. Framvegis verða kaupendur að láta sér nægja erlend lán sem nema 60 eða 70% af fob-verði slíkra véla, tækja eða búnaðar í stað sömu prósenta af innlendu verði þeirra til þessa, en þar getur verið verulegur munur á. Framvegis er ekki heimilt að I semja um erlend lán (eða greiðslu- frest) hærri en 70% af fob-verði, og ekki hærri en 60% ef slíkum lánum fylgir ábyrgð eða endurlán innlends banka, tryggingafélags eða opinbers fjárfestingarsjóðs. Sömu hlutföll og reglur gilda fyrir innlenda framleiðendur sömu véla og tækja. Fjármögnunarleigu- eða kaupleigufyrirtæki verða að miða við 70% hámarkið af fob-verði. - HEI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.