Tíminn - 26.05.1988, Qupperneq 8

Tíminn - 26.05.1988, Qupperneq 8
8 Tíminn Fimmtudagur26. maí 1988 Timinn MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Ritstjórar: Aðstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson Birgir Guðmundsson EggertSkúlason Steingrímur G íslason Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Auglýsingaverð kr. 465,- pr. dálksentimetri. Verð í lausasölu 60,- kr. og 70,- kr. um helgar. Áskrift 700.- i Samanburður tveggja fyrirtækja Sigrún Magnúsdóttir borgarfulltrúi og Alfreð Þorsteinsson varaborgarfulltrúi hafa að undan- förnu gert málefni Útgerðarfélagsins Granda h/f að sérstöku umræðuefni í borgarráði og borgar- stjórn Reykjavíkur, enda ærið tilefni til þess. Alfreð Þorsteinsson lagði fram í borgarráði tillögu þess efnis að borgarhagfræðingi væri falið að afla upplýsinga um rekstur Granda h/f annars vegar og Utgerðarfélags Akureyringa h/f hins vegar á árunum 1986 og 1987 í því skyni að fá samanburð á rekstri þessara fyrirtækja og leiða í ljós hvaða skýringar séu á mismunandi rekstraraf- komu fyrirtækjanna. Þar á meðal skyldi kanna sérstaklega hvers vegna yfirstjórn Granda h/f er að miklum mun kostnaðarsamari en hjá Útgerðarfélagi Akureyr- inga h/f. Augljóst er að það er í þágu almannahagsmuna í Reykjavík að slíkur samanburður eigi sér stað. Þessi tvö útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki eru mjög sambærileg. Þau eru hlutafélög, sem að stórum hluta eru í eigu viðkomandi bæjarfélaga, þau gera út ámóta stóran togaraflota, reka vönduð frystihús og hafa með höndum aðra fiskvinnslu. Þó er sá munur á að Grandi h/f er rekinn með tapi þau ár sem Útgerðarfélag Akureyringa h/f skilar hagnaði og stjórnarkostnaður Granda er miklu meiri en gerist á Akureyri. Þá gerist það einnig að verulegur styrr stendur um ýmsa stjórnarhætti hjá Granda h/f, en stjórn Útgerðarfélags Akureyringa h/f nýtur almanna- trausts. Allt þetta vilja borgarfulltrúar Framsóknar- flokksins í Reykjavík taka opinskátt til umræðu og finna á því skýringar. Þrátt fyrir skýran rökstuðn- ing fyrir tillögu Alfreðs Þorsteinssonar var hún felld í borgarráði í fyrradag. Reykjavíkuríhaldið vill engan samanburð á rekstrarárangri sinna manna og annarra, sem betur vegnar. Fyrirspurn um bíl Á þessum sama fundi borgarstjórnar að felldri tillögu Alfreðs Þorsteinssonar lagði Sigrún Magn- úsdóttir fram fyrirspurn í nafni minnihlutans um hlut borgarstjóra í bílakaupum Granda h/f og því landsfræga hneyksli sem fylgdi í kjölfarið að hygla formanni stjórnar Granda h/f með ókeypis afnot- um af lúxusbifreið. Borgarstjóri sagði í einn tíma að slík ráðstöfun væri eðlileg og í samræmi við stjórnarhætti í sambærilegum fyrirtækjum. Ekki er vitað, hvaða „sambærileg fyrirtæki“ borgarstjóri hefur í huga í því sambandi. Svo mikið er víst að þar getur ekki verið um Útgerðarfélag Akureyringa h/f að ræða. í stjórn þess félags gildir annað siðferði en hæfa þykir í fyrirtækjum, sem völduð eru af einokunar- aðstöðu íhaldsmeirihlutans í Reykjavík. GARRI 111 illllll Nú þarf að hlusta í liðinni viku birtist hér í blaðinu ályktun frá aðalfundi Kaupfélags Norður-Þingeyinga á Kópaskeri. Þar er fjallað um hinar erfiðu aðstæður fyrirtækja úti á landi, og um þær segir orðrétt: „Aðalfundur Kaupfélags Norð- ur-Þingeyinga skorar á stjómvöid að bregðast nú þegar við hinu alvarlega ástandi atvinnufyrirtækja á landsbyggðinni. í hinum dreifðu hyggðum eru framleiðslufyrirtæki uppistaðan i atvinnulifinu og em þessi fyrirtxki að mestu rekin fyrir Uánsté, þar sem aðstseður hafa ekki leyft að þessi fyrirtæki mynduðu eigið fé á síðustu ámm.“ I ályktuninni er síðan bent á ýmsar leiðir tíl úrbóta. Meðal þcirra er að vextir verði lækkaðir, og að gripið verði tafarlaust til ráðstafana sem dugi til þess að draga úr hömlulausum innflutningi og eyðslu á gjaldeyri. Einnig er þama ályktað að gera þurfí inn- lendum iðnaði kleift að standast samkeppni við innfluttar vömr. En sérstaka athygli hlýtur þó að vekja krafa um sérstakan kreppulána- sjóð sem þarna er einnigsett fram. Kreppulánasjóður Um það efni segir orðrétt í ályktun aðalfundarins: „Byggðastofnun verði veitt stór- aukið fjármagn til að lána fram- leiðslufyrirtsekjum sem standa höllum fæti og þeim verði gert kleift að endurskipuleggja sinn rekstur. Að öðmm kosti vcrði komið á fót kreppulánasjóði sem hafi það að markmiði að útvega hagkvæmt lánsfjármagn til þeirra framleiðslufyrirtækja sem búa við erfiðust rekstrarskilyrði.“ Hér cr fast að orði kveðið, en þó máski ekki fastar en búast má við. Það hefur verið á almannavitorði lengi að bæði verslunar- og fram- leiðslufyrirtæki úti í hinum dreifðu byggðum hafa mátt berjast við mikla erfiðleika í rekstri á síðustu misserum. Það er vitað mál að verslanir þar hafa þurft að mæta grimmri verðs- amkeppni frá versiunum á höfu- ðborgarsvæðinu og í öðmm þétt- býliskjömum. Það er ójafn leikur, því að stóra búðirnar njóta þar mun hraðari umsetningar og meiri veltu en hinar, vegna mannfjöldans sem umhverfis þær er. Það er líka vitað mál að frysdhús Kaupfélagið á Kópaskeri. úti á landi hafa farið itla út úr fastgengisstefhunni. Henni hefur fylgt að tekjur þeirra hafa verið settar fastar, á sama tíma og allur innlendur kostnaður hcfur vaxið stórlega. Báðar þessar greinar hafa líka farið iUa út úr vaxtafrelsinu nú í vetur. Þenslan á höfuðborgarsvæð- inu hefur leitt til vaxandi efiir- spurnar eftir fjármagni, sem aftur hefur keyrt upp vextina. Það hefur komið ákaflega illa við veikan fjárhag þessara fyrirtækja. Hvarábyggðin aðvera? Hér er í rauninni verið að snerta við grundvallarspurningu um byggðina í landinu. Hér er verið að tala um hvort við viljum láta ís- lendinga þjappa sér saman á suð- vesturhorninu og leggja aðra landshluta ■ eyði. Hér er um það að tefla hvort ætlunin er að við- halda byggð um land allt eða ekki. Kjósi menn að halda byggð í landinu öllu þá verður víst ckki hjá því komist að fara að taka á jiessum málum. Þá gengur ekki að láta það viðgangast að hörð mar- kaðslögmál blómstri á höfuðborg- arsvæðinu einu, en leggi á sama tíma allt í auðn í öðram hlutum landsins. Krepputánasjóður er vissulega ein leiðin til úrbóta, en slík ráðstöf- un verður þó aldrei annað en neyðarbjörgun. Aðalatriðið er að úti á landi verði fyrirtækjunum búin sú aðstaða að þau geti starfað án þess að vera stöðugt á hvínandi kúpunni. Þau þurfa að geta rentað fjármagn og byggt upp eigin sjóði til að nota í reksturinn. Og umfram allt þurfa þau að geta verið með traustan rekstur sem skapar trygga og örugga þjónustu og atvinnu fyrir fólkið sem i kringum þau býr. Það segir sig sjálft að fólkið í litlu plássunum og afskekktu sveit- unum þarf að geta lifað eins og fólkið á mölinni. Það gengur ekki að beita á fyrirtæki þess formúlum sem einungis gilda um fyrirtæki í margmenninu. Þetta fólk á sinn rétt eins og hinir. Á það verður að hlusta. Garri. É (Tímaraynd: Pjetnr.) lllllllllllilll! VÍTT OG BREITT 111911 Ráðstafanir entust í viku - hvað svo? Viku eftir að tilkynntar voru víðtækar efnahagsráðstafanir í kjölfar gengislækkunar hafa for- sendur breyst svo mjög að áður en önnur vika líður verða áreiðanlega uppi miklar kröfur um að ríkisvald- ið grípi enn til aðgerða til að rétta af efnahaginn, halda atvinnuveg- um gangandi og sjái um að útflutn- ingsatvinnuvegirnir veslist ekki upp svo að ekki þurfi að draga úr innflutningi og öllu bruðlinu sem honum tilheyrir. Að vísu má víst ekki tala um bruðl eða óráðsíu í sambandi við allt það ótrúlega vöruúrval sem hér er á boðstólum eða alla þá óskap- legu þjónustu sem neysluþjóðfé- laginu stendur til boða og sjálfsagt þykir að notfæra sér eins og að kaupa upp bókstaflega allt það sem einhverjum þóknast að flytja inn og setja á markað. En það er nú eins og fyrri daginn að það er útflutningurinn sem er til vandræða en það er innflutningur- inn aldrei. Að minnsta kosti eru aldrei gerðar efnahagsráðstafanir vegna heildsala. Eilíft góðæri Fréttir berast nú um að verð á frystum fiski í Bandaríkjunum hafi fallið svo að gengislækkunin sem átti að bjarga fiskvinnslunni og þar með útflutningnum í síðustu viku er runnin út í sandinn og standa útflutningsfyrirtækin í sömu spor- um og þegar krónan var skráð 10% verðmeiri en nú. Verð á fiski á öðrum mörkuðum er einnig á niðurleið. Of lítið og of seint er því miður samnefnari yfir þær ráðstafanir sem kallaðar eru efnahagsaðgerðir og voru framkvæmdar fyrir viku. Samt er það svo, að hefðu þær ekki verið gerðar væri útlitið enn verra. en nú er. En þótt nokkurt verðfall hafi orðið og sé að verða á hefðbundn- um mörkuðum er þess að gæta að verðið var orðið gífurlega hátt og átti sinn þátt í öllu hinu mikla tali um góðæri, sem allir voru ekki á einu máli um hvort þeir hefðu notið eða ekki. Það er því ekkert sjálfgefið að fiskverð sé að fara niður í einhvern öldudal þótt nokk- urrar verðlækkunar gæti. En verðsveiflur á fiskmörkuðum koma meira við íslendinga en flest- ar aðrar efnahagsbreytingar. Hnípin þjóð í vanda En eitthvað er meira en lítið óeðlilegt við það að mikil gengis- lækkun og stórfelldar efnahagsráð- stafanir skuli renna út í sandinn á einni viku og að hnípin þjóð í vanda skuli standa í sömu sporum og daginn áður en bjargráð gengu í gildi. Málin eru afgreidd með því að fiskvinnsla sé óarðbær, of dýr og of mannfrek og láglaunafólkinu er sagt upp til að spara. En nú ber ekki á öðru en að ferskur fiskur sé líka að lækka í verði á mörkuðum erlendis og þá fara að vandast ráðin ef útgerðin er einnig á hrað- ferð niður fyrir núllið þrátt fyrir gáma og fiskmarkaði. Auðvitað er útgerðin alltof dýr og fjármagnsfrek og fiskvinnslufyr- irtækin þjást einnig af offjárfest- ingu og óhóflegum lántökum. Er reksturinn allur miðaður við besta góðæri og það viðvarandi. Hins vegar skýtur það mjög skökku við að veiðiflotinn og fisk- vinnslufyrirtækin skuli ávallt verða fyrst til að finna fyrir erfiðleikum þegar harðnar á dalnum og gengis- lækkanir og annað efnahagsfár á ávailt að verða útgerð og fisk- vinnslu til bjargar. Hvarvetna getur að líta ótrúleg- ar framkvæmdir og ótrúlega pen- ingaeyðslu, bílabreiður og hallar- byggingar, stórar og smáar, of- boðslega vélvæddar verksmiðjur þar sem framleiðni er fyrir neðan allt lágmark og að þessu sinni skulu engin lýsingarorð fylgja með versl- unum, vöruúrvali og vörulagerum. Bankar og peningastofnanir eru að verða með stærstu atvinnurek- endum og húseigendum og úr þeim álfahöllum er sparnaðarvælið kyrj- að svo að manni er orðið bumbult af. En það er aðeins fiskvinnslan sem þarf að bjarga eins og allir vita, enda myndi allt hitt móverkið lognast útaf ef hennar nyti ekki við, jafnvel grái peningamarkaður- inn fengi ekki staðist ef fiskveiðar og vinnsla ynnu ekki fyrir honum.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.