Tíminn - 26.05.1988, Side 5

Tíminn - 26.05.1988, Side 5
Fimmtudagur26. maí 1988 Tíminn 5 Áður óbirt skýrsla Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um stöðu efnahagsmala á íslandi: Stjórnun peningamála torvelduð af vísitölu Athygli vekur að í skýrslu frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum frá því í desember s.l., sem m.a. hefur verið send Seðlabanka og öðrum sem hafa með yfirstjórn peningamála að gera, kemur fram að erfitt verði að ráða niðurlögum verðbólgunnar á Islandi með því að beita aðgerðum á sviði peningamála, á meðan vísitölubinding fjármagns er við lýði. Skýrsla þessi, er flokkuð sem innanhússplagg hjá stofnuninni og hefur því hvergi verið í hana vitnað eða rætt um innihald hennar opinberlega. í henni koma fram skoðanir sérfræðinga Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á stöðu efnahagsmála á Islandi almennt en upplýsingar sínar hafa sérfræðingarnir frá fjölmörgum íslensk- um embættis- og ráðamönnum. Tíminn hefur aflað sér nokkurra upplýsinga um innihald skýrslunn- ar sem athyglisvert er að skoða með hliðsjón af hliðarráðstöfunum ríkisstjórnarinnar í kjölfar gengis- fellingarinnar, sem tilkynntar voru fyrir skömmu. Þar er stigið spor í átt til afnáms vísitöluviðmiðana þar sem segir að verðtrygging nýrra fjárskuldbindinga til skemmri tíma en 24 mánaða verði óheimil frá og með 1. júlí þessa árs. Samkvæmt heimildum Tímans kemur fram í skýrslunni sú fullyrð- ing að verðtrygging fjárskuldbind- inga beinlínis torveldi stjórnun peningamála á íslandi. Er á það bent að fjármagnsstreymi í landinu er nær allt vísitölubundið. Þannig er fjármagn banka sem bundið er með bindiskyldu í Seðlabankanum verðtryggt. Innlán og útlán eru verðtryggð. Afleiðingin er sú að verðhækkanir, jafnvel gengisbreyt- ingar, hafa sjálfkrafa áhrif á pen- ingaframboðið, hversu miklir pen- ingar eru í umferð. Skýrsluhöfund- ar draga af þessu þá ályktun að sjálft peningaframboðið í umferð á hverjum tíma sé í vissum skilningi vísitölutryggt. Því geti reynst erfitt að grípa til ráðstafana gegn verð- Bankamenn um afnám vísitölu á fjárskuldbindingum: ALLT OF MORG ÓVISSUATRIDI „Þetta er allt svo óljóst eins og þaö kom frá ríkisstjórninni og því flest enn í lausu Jofti varöandi frainkvæmdina." Eitthvaö þessu lík voru dæmigerð svör þeirra bankamanna sem Tíminn leitaöi hjá upplýsinga um hvernig bankarnir bregðist við afnámi vísitölubindingar á skammtíma fjárskuld- bindingar og hvaöa áhrif þetta komi til með að hafa á afstöðu almennings og ýmisskonar viðskipti næstu mánuðina. Þessi breyting kemur m.a. til með að snerta innlán og útlán bankanna, almenn atborgunarviöskipti, fasteignakaup og ávöxtun orlofsfjár svo eitthvað sé nefnt. Bankamenn segja ennþá allt of að fást við sem fyrst. Og sömu- mörg óvissuatriði scm svör þurfi leiðisaðhafaverðihraðarhendur iSteingrímur Hermannsson um afnám verðtryggingar: Ekki afnumin af inniánum strax Mikill ótti hefur gripið um sig víða vegna efnahagsaðgerða ríkisstjórnarinnar, einkum vegna afnáms verötryggingar sem fram- sóknarmenn vilja sérstaklega beita sér fyrir. Bankamenn óttast það að afnám verðtryggingar á innlánum yrði til þess að draga úr trausti sparifjáreigenda á banka- kerfinu, sem gæti haft alis kyns afleiðingar í för með sér. Tíminn spurði Steingrím Hcrmannsson um þennan ótta. „Það hefur enginn talað um að afnema verðtryggingu á innlán- um strax. Staðreyndin er sú að bankamenn eru hræddir við allar breytingar sem eru gerðar. Það er verið að ræða um það að komast út úr þessari verðbólgu víxlverkun sem felst í verðtrygg- ingu fjármagns. Okkur er fylli- lega Ijóst að það verður að gerast smám sarnan. Menn hafa verið að tala um það árum saman, nema helst bankamennimir. Þeir vilja hafa hiutina á hreinu hjá sér. Það virðist vera svo í þessu þjóð- félagi að þeir einu sem mega græða eru þeir sem vcrsla með peninga. En það gengur ekki lengur,1' sagði Steingrímur. Ríkisstjómin hefur verið sök- uð um slæman undirbúniug bráðabirgðalaganna og rnenn telja sig ekki geta áttað sig á því hvað felist I þeim. „Menn eru að mála skrattann á vegginn löngu áður en þeir gera sér grein fyrir málunum. Það er nefnd sem er að skoða þetta og mun Ijúka störfum fyrir lok júní. Er ekki best að bíða þangaö til?“ sagði Stein- grímur. JIH til að koma í veg fyrir afleiðingar sem skapast kynnu af óvissu- ástandi í þessum efnum, t.d. að fólk sökum óvissu taki sparifé sitt út úr bankakerfinu. Eitt af fáu sem virðist liggja Ijóst fy rir er að verðtrygging gildir áfram á öllum fjárskuldbinding- um sem samið hefur verið um með vísitöluviðmiðun fyrir 1. júlí n.k. Þar með má telja stóran hluta af núverandi útlánum bankakerfisins. Á hinn bóginn virðist t.d. allt óljóst varðandi skiptikjarareikn- inga bankanna, sem til þessa hafa verið baktryggðir með verðtrygg- ingu, en þessir reikningar geyma um helminginn af öllum spariinn- lánum í bönkunum. Þar sem reikna má með yfir 40% verð- bólgu næstu 2-3 mánuðina er Ijóst að bankarnir þyrftu að hækka nafnvexti á þessum reikn- ingurn stórlega, a.m.k. um tíma, ef þeir ætla að tryggja að þessi innlán beri áfram raunvexti. Svip- að má raunar segja um önnnur innlánsform. Virðist því allt eins mega búast við stóruni sveiflum í vaxtaprósendum næstu mánuð- ina, því vonir manna standa til að verðbólgan hjaðni nú þegar líða tekur að hausti. Þessi mismunur, þ.e. að stór hluti útlánanna er verðtryggður en mestur hluti innlánanna e.t.v. ekki, gerir það svo stöðugt flókn- ara fy rir bankana að gæta jöfnuð- ar í eignum og skuldum. Kaupsamningar vegna íbúða í smíðum hafa allflestir verið verð- tryggðir á undanförnum árum. Þar sem þeir eru yfirleitt til skemmri tíma en 2ja ára sýnist ijóst að þar verður breyting á, þ.e. aðfastireðabreytilegirnafn- vextir komi í stað verðtryggingar- innar. Svipað getur gilt um bíla- kaupalán umboðanna og ýmiss önnur skammtímalán í viðskipta- lífinu. Benda má á að nafnvextir þurfa t.d. að vera 43% til að jafngilda30% verðbótum og 10% vöxtum. Þá má benda á að ýmsir hafa nú áhyggjur af því hvernig ávaxta á orlofsfé til að tryggja að það haldi verðgildi sínu til næsta vors. - HEI bólgu með því að stjórna peninga- magninu í umferð þegar svona er í pottinn búið. Samkvæmt upplýsingum sem skýrsluhöfundar höfðu aflað sér var sparnaður, sem hlutfall af þjóð- arframleiðslu minni 1987 en 1980. 1980 var hlutfallið 15,8%, en 1984 var það komið niður í 8,7%. Sparn- aður fór síðan að aukast og var kominn í 12,5% 1987. En með tilliti til hækkandi raunvaxta og hagstæðrar launaþróunar í landinu er þessi aukning talin hafa valdið vonbrigðum. Verðtrygging hefur þó stuðlað að jákvæðri þróun raun- vaxta og aukið sparnað, en á kostnað annarra þátta. Ein ástæðan fyrir þvf að hækkun raunvaxta hefur ekki tekist að slá á útlánaþenslu bankanna er ef til vill hin útbreidda notkun verð- tryggingar í fjármálakerfinu, segir í skýrslunni. Greiðslubyrði vísi- tölutryggðra lána er almennt léttari lántakendum því vísitölutrygging- in bætist við höfuðstól lánsins en ekki hverja einstaka greiðslu. Nafnvextir af höfuðstól óverð- tryggðra lána falla hins vegar á hverja greiðslu. Verðtryggingin var á sínum tíma tekin upp vegna mikillar verðbólgu en búist hafði verið við minnkandi útlánum í kjölfar hækkandi raunvaxta. Ár- angurinn hefur ekki verið jafn góður og vonast hafði verið til. Hugsanlega skýringu á þessu tclja skýrsluhöfundar vera miklar niður- greiðslur ríkisins á vöxtum. í skýrslunni segir að koma þurfi til meiri stjórnunar og aðhalds til að minnka útlánin og jafnvel þurfi vextir að halda áfram að hækka. Skýrslan, sem hér um getur, var eins og áður segir unnin af sérfræð- ingum sjóðsins eftir viðræður við seðlabankastjórana Jóhannes Nordal, Tómas Árnason og Geir Hallgrímsson, fjármálaráðherra, viðskiptaráðherra, sjávarútvegs- ráðherra, forstöðumann Þjóðhags- stofnunar, forstöðumann Hagstof- unnar, ásamt fjölmörgum öðrum starfsmönnum hinna ýmsu ráðu- neyta. -JIH/BG Bjarni Bragi Jonsson aðstoðarbankastjóri í Seðlabankanum: Útlendingar óvanir verð- tryggingunni Bjarni Bragi Jónsson, aðstoðar- bankastjóri í Seðlabankanum, var spurður um þær óhagkvæmu af- leiðingar sem sérfræðingar Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins telja verð- tryggingu hafa í för með sér. „Erlendir aðilar eru óvanir verð- tryggingu og eiga erfitt með að gera greinarmun á gildi verðtrygg- ingar á launum og fjármagni. Þeir eiga sennilega fyrst og fremst við það sem menn kalla verðbólgu- skatt á almenning, gegnum fjár- magnseign. Að ríkið geti þjónað lund sinni með því að láta eignir sem ekki eru á breytanlegum vöxtum, ekki fylgja strax breyttum skilyrðum, og þar með hafa af eigendum fjármagns, hvort sem það kemur ríkinu til góða eða ekki. Ég hef andmælt þessari skoðun og talið hana á misskilningi byggða vegna þess að verðtryggingin hefur skapað mikið traust og hefur mikið gildi. Við erum með breytanlega vexti á lang mestum lánastofni. Það eru uppi ákveðnir fordómar að það sé eitthvað betra að vera með vexti sem fást út á breytanleg- um markaði heldur en að hafa verðtryggingu. Verðtryggingin gerir það að verkum að það er miklu öruggari endurgreiðsla á lánum, að hún sé ekki of há. Breytanlegir vextir sem stundum eru mjög háir, eru undir slíkum kerfum eiginlega alltaf greiðslu- vextir. Þannig að við höfum verið að forðast háa greiðslubyrgi með verðtryggingunni. Þetta skilja út- lendingar oft ekki fyrr en búið er að benda þeim á það. Menn, sem eru að reyna að kenna okkur og halda að þeir séu hænan og við eggið, hafa ekki alltaf þessa reynslu af verðbólgu- þjóðfélaginu sem við lifum í. Verð- bólgan hér er mikil, breytileg og illfyrirsjáanleg," sagði Bjarni. En hvað um þá skoðun skýrsl- uhöfunda að verðtrygging sé ein af skýringum mikillar útlánaþenslu íslenskra banka? „Þegar menn eru komnir með verðtryggingu sem skýringarþátt á útlánaþenslu, þá eru menn í rauninni að segja að það sé ekki raunveruleg þensla. T.d. ef það er 25% aukning á útlánum yfir ár og við vitum það að verðtrygging og önnur ávöxtun hafa kannski numið 20%, þá er nýmyndun ekki nema 5% af þessu. Þá er þetta ekki virk þensla. Við erum búnir að sjá það hvernig fjármagnið stöðvast í bankakerfinu og sjóðakerfinu og í verðbréfum þegar það má verðtryggja og hvernig það hefur hrunið niður þegar það er ekki. Verðtrygging er ekki lengur neitt sem er fyrirskipað með lögum, það er bara eitt form af þeim kjörum sem velja sér í frjálsum samningum," sagði Bjarni. JIH

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.