Tíminn - 26.05.1988, Blaðsíða 11

Tíminn - 26.05.1988, Blaðsíða 11
Fimmtudagur26. maí 1988 Tíminn 11 ÍÞRÓTTIR Evrópukeppni meistaraliða í knattspyrnu: Urslitin réðust á télftu spymu Danirnir Sören Lerby og Ivan Nielsen skoruðu báðir í vítaspymukeppninni í gærkvöldi og fengu Evrópubikarinn að launum. Vestur-þýska knattspyrnan: PSV Eindhoven varð í gærkvöldi þriðja hollenska liðið frá upphafi til að sigra í Evrópukeppni meistara- liða í knattspyrnu. Úrslitaleiknum gegn Benfica Lissabon lauk án marka og ekkert var heldur skorað í framlengingu en í vítaspyrnukeppn- inni tókst PSV loks að knýja fram sigur. Það var þó ekki fyrr en út í bráðabana var komið að Hans van Breukelen markvörður PSV varði spyrnu frá Antonio Veloso, lausa spyrnu út við stöngina vinstra megin, °g tryggði PSV sigur, verðskuldaðan ef á allt er litið. Leikurinn var lítt skemmtilegur á að horfa ef frá er talinn kafli undir lok venjulegs leiktíma þegar bæði lið fengu ágætis færi. PSV var sterk- ari aðilinn en tókst ekki að skapa sér mikið af hættulegum færum. Búast má við að þessi leikur gleymist fljótt enda lítið að sjá en þess má geta að þetta er í þriðja sinn á fjórum árum sem úrslitin í keppn- inni ráðast í vítaspyrnukeppni. PSV er sem fyrr sagði þriðja hollenska liðið sem vinnur þessa keppni. Áður hefur Ajax Amster- dam tekist það sama þrisvar og Feyenoord Rotterdam hefur einu sinni unnið. -HÁ/Reuter Leverkusen fékk að kenna á eigin bragði Kvennalands- liðið í hand- knattleik keppir í Portúgal: Hópurinn valinn Slavko Bambir landsliðsþjálf- ari kvenna í handknattleik hefur valið 16 manna hóp sem keppir á 6 liða móti í Portúgal í júní. Hópurinn er valinn úr 25 manna hóp sem hefur æft af krafti síðan 18. apríl og er hann skipaður eftirtöldum: Markverdir: Koibrún Jóhannsdóttir Fram Halla Geirsdóttir FH Fjóla Þórisdóttir Stjörnunni Adrir leikmenn: Guðriður Guðjónedóttir Fram fyrirliði Arna Steinsen Fram Erna Lúðvíksdóttir Val Gudný Guðjónsdóttir Val Guðrún R. Kristjánsdóttir Val Katrín Friðriksen Val Ingibjörg Einarsdóttir FH Kristin Pétursdóttir FH Rut Baldursdóttir FH Inga Lára Þórisdóttir Víking Svava Ýr Baldursdóttir Víking Margrót Theodórsdóttir Haukum Guðný Gunnsteinsdóttir Stjörnunni Á mótinu í Portúgal keppa auk íslendinga og heimamanna ítalir, Spánverjar, Svisslendingar og Frakkar. Haldið verður utan 11. júní. Hópurinn (25 manna) kemur aftur allur saman að lokinni keppninni í Portúgal og verður æft fram í september þegar aftur verður valið úr liðinu. -HÁ Töpuðu eftir að vera komnir 3-0 yfir Leikmenn Bayer Leverkusen fengu um helgina að finna hvernig það er að tapa niður þriggja marka forskoti. Peir unnu eins og menn muna Espanol í úrslitum í Evrópu- keppni félagsliða, unnu seinni leik- inn 3-0 eftir að tapa þeim fyrri með sama mun og tryggðu sér sigur í vítaspyrnukeppni. Nú voru þeir sjálfir komnir í 3-0 eftir 18 mín. leik gegn Bayern Múnchen en töpuðu 4-3. Karlsruhe náði naumlega að bjarga sér frá að þurfa að leika um sæti í 1. deildinni, þeir skoruðu þremur mínútum fyrir leikslok gegn Frankfurt og sendu Mannheim í millideildaleikinn. Úr«Ut um helgina: Kaiserslautem-Gladbach............ 5-2 Uerdingen-FC Homburg.............. 5-1 Hannover-Köln .................... 0-3 Bochum-Niimberg .................. 3-0 Stuttgart-Mannheim................. 1-1 Schalke-Werder Bremen ............ 1-4 Hamburg SV-Dortmund................ 4-3 Karlsmhe-Eintracht Frankfurt....... 1-1 Leverkusen-Bayem Múnchen........... 3-4 Lokaetaðan: 1. Werder Bremen . . . 34 22 8 4 61-22 52 2. Bayern Múnchen .. 34 22 4 8 83-45 48 3. Köln 34 18 12 4 57-28 48 4. Stuttgart 34 16 8 10 69-49 40 5. Numberg 34 13 11 10 44-40 37 11. Bayer Uerdingen .. 34 11 9 14 59-61 31 14. Kaiserslautern .... 34 11 7 16 53-62 29 15. Karlsruhe 34 9 11 14 37-55 29 16. Waldhof Mannheim 34 7 14 13 35-50 28 17. FC Homburg 34 7 10 17 37-70 24 18. Schalke 34 8 7 19 48-84 23 Tvö neðstu liðin falla í 2. deild og liðið í 16. sæti leikur aukaleik við 3. liðið í annarri deild. Stuttgarter Kickers hafa þegar tryggt sér 1. deildarsæti en enn eru tvær umferðir eftir í 2. deildinni og ekki vitað hver hin liðin tvö verða. -HÁ/Reuter Atli Eðvaldsson var ásamt fleiri félögum sínum kvaddur með blómum eftir síðasta leik Uerdingen í vetur, en Atli er,sem kunnugt er, á heimleið. Atli er þriðji frá hægri á þessari mynd en aðrir eru (frá vinstri): Raschid, van de Loo, Bommer, Buttgereit og Roder framkvæmdastjóri. íslandsmótiö í knattspyrnu: Nítján skoruðu í fyrstu umferð Knattspyrnumenn í 2. deild voru mörk. sannarlega iðnir við kolann í fyrstu umferðinni sem lauk um helgina. í fimm leikjum var gert 21 mark, rúmlega 4 að meðaltali í leik, og það voru hvorki fleiri né færri en 19 lcikmenn sem komust á marka- skoraralistann. Öll lið settu mark í þessari fyrstu umferð en það voru Hafþór Kolbeinsson KS og Hörður Magnússon FH sem einir gerðu tvo Til samanburðar þá voru gerð níu mörk í fyrstu umferð 1. deildar- innar og eftir tvær umferðir eru mörkin orðin 18 en markaskorar- arnir þrettán. Þess ber að geta að leikur KA og Þórs úrfyrstu umferð verður ekki fyrr en í júní svo 1. deildarleikmennirnir geta enn lag- fært markastöðuna sér í hag. -HÁ NBA-körfuboltinn: Lakers og Celtics komust í úrslitin Boston Celtics og Los Angeles Lakers komust í úrslitakeppni deildanna í bandaríska NBA- körfuboltanum. Bæði lið þurftu mikið fyrir sigrinum að hafa og bæði unnu þau 4-3 sigur, Lakers á Utah Jazz og Celtics á Atlanta Hawks. Lakers keppa við Dallas Mavericks í úrslitum Vesturdeild- arinnar en Celtics gegn Detroit Pistons. -HÁ/Reuter Handknattleikur: Margrét og Guðríður hættar að þjálfa Guðríður Guðjónsdóttir og Margrét Theodórsdóttir, tvær af leikreyndari kvennalandslið- skonunum í handknattleik, hafa ákveðið að einbeita sér að keppni með landsliðinu og liðum sínum. Þær voru báðar þjálfarar sinna liða í fyrra en hafa sökum þess hversu mikið landsliðið æflr ákveðið að láta aðra sjá um þá hlið mála næsta vetur. -HÁ VOR ’88 H HOWARD Jarðtætarar HOWARD jarðtætarinn er í stærðunum 60"-70" og 80" og hentar flestum venju- legum heimilisdráttarvélum. Skiptihjóla- kassi tryggir alltaf réttan snúningshraða á hnífaás. UMBOÐSMENN OKKAR - YKKAR MENN UM LAND ALLT Vélabær hf., Andakílshr. S. 93-51252 Ólafur Guðmundsson Hrossholtí Engjahr. Hnapp. S. 93-56622 Dalverk hf. Búðardal S. 93-41191 Guðbjartur Björgvinsson Kvennahóll, Fellsstrandarhr. Dal. S. 41475 Vélsm. Húnv. Blönduósi S. 95-4198 J.R.J. Varmahlíð S. 95-6119 93- Bílav. Pardus. Hofsósi S. 95-6380 Bílav. Dalvíkur, Dalvík S. 96-61122 Dragi, Akureyri S. 96-22466 Vélsm. Hornafjarðar hf. S. 97-81540 Víkurvagnar, Vík S. 99-7134 Ágúst Ólafsson Stóra-Moshvoli, Hvolsvelli S. 99-8313 Vélav. Sigurðar, Flúðum S. 99-6769 Vélav. Guðm. og Lofts, Iðu S. 99-6840 G/obusP Lágmúla 5 Reykjavík Sími 681555

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.