Tíminn - 26.05.1988, Blaðsíða 15

Tíminn - 26.05.1988, Blaðsíða 15
Fimmtudagur26. maí 1988 Tíminn 15 Sigrún Árnadóttir Sólbergi, Reyöarfiröi Fædd 14. september 1899 Dáin 21. mars 1988 Sigrún Árnadóttir, sem hér er minnst, var dóttir hjónanna Ragn- heiðar Pétursdóttur og Árna Guð- mundssonar en þau bjuggu í Stóru- Skógum í Stafholtstungum í Mýra- sýslu. Alsystkini Sigrúnar voru tvö: Ing- ólfur, sem fæddur var aldamótaárið og rak þvottahúsið Laug í Reykjavík síð- ustu áratugi ævi sinnar, og Ágústa er dó í bernsku. En einnig ólst upp á heimilinu Ólína I. Jónsdóttir, sem síðar varð húsfreyja á Skipanesi í Leirársveit og býr nú á Akranesi. Ragnheiður Pétursdóttir lést árið 1917 og nokkrum árum síðar hóf Árni aftur búskap með Jónínu Guð- rúnu Jónsdóttur. Eignuðust þau tvo syni: Guðmann sem dó kornungur og Jónmund Heiðar, sem varð bóndi á Ölvaldsstöðum í Borgarhreppi og lést í dráttarvélarslysi í blóma lífs síns. Sigrún ólst upp í Stóru-Skógum við allt venjulegt atferli sveitabarna. Hún gerþekkti allt það starf og strit, sem sveitalífi fylgdi. Árið áður en hún fermdist var hún vestur í Dölum hjá föðursystur sinni en fermdist frá Stóru-Skógum. Um tvítugt fór Sig- rún til Reykjavíkur og hóf að vinna þar fyrir sér við margs konar störf: vistir í húsum, fiskvinnu, sauma og kaupavinnu á sumrum. Hún var t.d. lengi í vist hjá Einari H. Kvaran og hún vann í þvottahúsi ásamt Jónínu Narfadóttur, sem lést á s.l. ári. Urðu þær vinkonur og síðar mágkonur eftir að Jónína giftist Ingólfi bróður Sigrúnar. Leið svo tíminn fram til sumarsins 1930 að hún réð sig í kaupavinnu að Prestsbakka í Bæjar- hreppi í Strandasýslu. Þarna var líka ungur kaupamaður, Arthúr Guðna- son frá Reyðarfirði. Tókust með þeim kynni og fóru þau að búa saman árið eftir. Fluttu þau þá austur á Reyðarfjörð á miðju ári og bjuggu fyrst í húsinu Klöpp, sem er yst í Búðareyrarkauptúni en hófust svo handa um að byggja sér hús. Er það utarlega í kauptúninu, skammt frá Klöpp og nefnist Sólberg. Bjuggu þau þar alla tíð síðan. Til þeirra var gott að koma og vinhlýtt viðmót húsfreyjunnar veitti birtu og yl til þeirra sem að garði bar. Nú býr Arthúr þar einn eftir lát konu sinnar. Þrjú eru börn Arthúrs og Sigrún- ar. Elst er Ásdís Ragnheiður, búsett í Reykjavík; næstur er Guðni Aðal- steinn, búsettur á Reyðarfirði, en yngstur er Árni Ingólfur, búsettur í Reykjavík. Á Reyðarfirði stundaði Arthúr alla algenga verkamannavinnu, jafnt á eyrinni sem við byggingar en auk þess höfðu þau stuðning af landbún- aði, höfðu kú fyrst en einnig garða og kindur allan búskapartímann. Á stríðsárunum vann hann mikið við smíðar. Oft var vinnudagurinn lang- ur og þurfti Sigrún þá að grípa í útistörfin auk þess að sjá um heimil- ið. En hún prjónaði einnig og saum- aði heima til að drýgja tekjur heimil- isins. Kom sér vel að vera uppalin við sterkar vinnuvenjur til að geta beitt sér í lífsbaráttunni svo að unnt væri að komast sæmilega af. En Sigrún undi sér vel á Reyðarfirði og l'ann lífsgæfu sína þar. Henni þótti þó alla ævi vænt um æskuslóðirnar í Borgarfirði og þegar leiðin lá upp á Hérað hafði hún orð á því hversu fagurt væri um að litast víða, þar væri svo svipað því sem hefði verið heima. Og satt er það að byggðum Borgarfjarðar svipar á ýmsan hátt til Fljótsdalshéraðs, langir lágir ásar með flötum blám á milli, marflöt nes og straumhæg vatnsföll, víðlend öræfi liggjandi að háfjöllum og jökl- um inn til landsins. Hafði Sigrún látið orð falla um að hún gæti vel hugsað sér að eiga heima á Héraði. Höfundur þessarar samantektar má minnast sumardags fyrir 54 árum. Ég stóð einn á engjum og rakaði slægju. Kom þá móðir mín skyndilega, kallaði til mín og sagði mér að koma strax heim, því nú væru komnir gestir. Þá sá ég Arthúr og Sigrúnu í fyrsta skipti en við Arthúr erum hálfbræður sammæðra. Hafði ég ekki séð þau áður svo að ég mundi eftir. Varð ég þarna fyrst undrandi og svo glaður. Síðar kom ég nokkrum sinnum til þeirra að Sólbergi, helst á haustum, þegar við Héraðsmenn vorum að reka sláturfé á Reyðarfjörð. Þá gisti ég stundum hjá þeim. Minnisstæðast verður mér kvöld í september 1945 er ég gisti þar eina nótt, meðan ég beið eftir skipi á leið til Reykjavíkur. Ég var að fara þangað í skóla og um leið í fyrsta sinn út í hinn stóra heim, öllum ókunnugur syðra. Naut ég nú ráðlegginga Sigrúnar um það hverja ég skyldi hitta þegar þangað kæmi. Hún var þaulkunnug ýmsum þar og sagði mér frá fólki, sem reyndist mér hjálplegt þegar ég kom til Reykja- víkur. Þannig vísaði hún mérveginn og hennar ráð brugðust ekki. Fyrir þau ráð og kynni sem af þeim tókust má ég vera þakklátur. Sigrún Árnadóttir á Sólbergi var ein af þeim manneskjum, sem ætíð ganga hljóðlega, ótrauðar og æðru- laust til starfa, vitandi að lífið er beint af augum og engin leið til baka, nema í huganum og á hljóðum stundum. Við leiðaskil koma mér í hug orð, sem sveitungi hennar og nærri jafnaldra, Sigríður Einars frá Munaðarnesi, lætur falla í ljóðabók- inni Kveður í runni árið 1930: „Langt að baki er lífsins skýjaborg, löngu brennd med allan dreymda auðinn. Við skulum halda áfram, hægt og hljótt. “ Þetta gætu verið einkunnarorð í lífi Sigrúnar Árnadóttur. Ég votta Arthúr bróður mínum, börnum hans og fjölskyldum þeirra mína innilegustu samúð og bið þeim allrar blessunar. Sigurður Kristinsson Það var mánudaginn 21. mars s.l. að síminn hringdi hjá mér. Sá, sem talaði til mín, var Arthúr Guðnason á Reyðarfirði. „Sigrún, konan mín, er dáin, hún dó í niorgun, eftir að hafa legið veik á sjúkrahúsi aðeins viku.“ „Guð blessi minningu hennar," var svar mitt. „Ég hef samband við þig seinna," sagði Arth- úr og það gerði hann. Ég var stundum í vetur að velta því fyrir mér að heimsækja hana á Reyðarfirði, ef við báðar lifðum. Nú var það orðin staðreynd að sú ferð verður ekki farin. Ég hafði farið í heimsókn til þessara hjóna af og til á síðustu áratugum. Leiðin um Fagradal hreif mig ætíð með sínum vinalegu hlíðum og skógi og neðar með ægilegum gljúfrum á hægri hönd. Svo allt í einu opnaðist Reyð- arfjörður, oft spegilsléttur á milli hárra fjalla - hvert eitt með sitt svipmót. Ávallt fékk ég góðar mót- tökur. Var þá keyrð um nágrennið, ýmist af eiginmanni Sigrúnar eða Guðna syni þeirra. Stundum geng- um við Sigrún út saman, því báðum voru þær samverustundir okkur kærar. Á Reyðarfirði, æskuslóðum manns hennar, átti Sigrún heima nær sex áratugi. Þau byggðu sér nýtt hús utarlega í þorpinu og nefndu það Sólberg. Mér féll það heiti sérlega vel. Sambúð þeirra hjóna var farsæl og hamingjusól þeirra gekk aldrei til viðar. Náttúrlega höfðu skipst á skin og skúrir í langri lífsbaráttu, hvernig gat annað átt sér stað? Þau áttu ætíð skepnur, kú og kindur fyrstu árin, síðar aðeins kind- urnar. Arthúr stundaði ýmsa smíða- vinnu, því hann var einkar lagtækur maður, en Sigrún saumaði og prjón- aði með heimilisverkum. Allt lék í höndum hennar. Svo fæddust þeim þrjú börn, sem heita Ásdís Ragn- heiður, Guðni Aðalsteinn og Árni Ingólfur yngstur. Öll eiga þau af- komendur. Þau hjón studdu börn sín eftir mætti fram á veginn, uns þau giftust öll og stofnuðu sín eigin heimili. Þá unni Sigrún mikið barna- börnum sínum og sérstaklega var henni tíðrætt um Pál sonarson sinn. Hann var svo góður og hjálpsamur við afa sinn með kindurnar. Enda sá ég hann oftsinnis hjá þeim. Þegar árin færðust yfir og heilsu Sigrúnar tók að hraka, annaðist Arthúr hana frábærlega vel, sleppti varla af henni auga né hendi. Enda sagði hún mér oft að betri mann hefði hún ekki getað eignast. En sem betur fór entist Sigrún til að hafa fótavist og nokkra vinnugetu til síðustu stunda. Sigrún Árnadóttir var fædd að Stóru-Skógum í Stafholtstungum, ystu tungunni sem svo er nefnd og er sú eina af þrem sem heldur sínum upprunalega skógi. Foreldrar henn- ar voru Árni Guðmundsson, fæddur og uppalinn í sömu sveit, og Ragn- heiður Pétursdóttir frá Akranesi. Þau voru bæði miklar heiðursmann- eskjur, Árni orðlagður dugnaðar- forkur en hún kát, léttlynd og söngvin. Glatt var á hjalla ef gest bar að garði og ætíð útrétt hjálparhönd ef þess þurfti með í næsta nágrcnni. Foreldrar Sigrúnar voru ieiguliðar eins og kallað var. Sigurður og Guðrún á Haugum í sömu sveit áttu jörðina. Almæli var að Sigurður hefði verið mjög ánægður með að fá Árna á jörð sína. Haugahjón voru barnlaus en hvort það kom nokkuð máli við létu Árni og Ragnheiður dóttur sína bera nafn þeirra. Þannig var til komið Sigrúnarnafnið. Hún fæddist á fyrsta búskaparári þeirra í Stóru-Skógum. Ég undirrituð var tekin í fóstur að Stóru-Skógum aðeins fárra vikna gömul. Þaðan á ég því allar mínar bernskuminningar. Ég unni sömu slóðum og Sigrún. Þetta batt okkur saman sterkari böndum en orð fá lýst. Stóru-Skógar standa hátt uppi undir ás. Þegar komið er upp á Bjallann (ásinn), sem svo er nefndur, blasir við eitt víðasta útsýni í Borgarfirði. Sérkennilegar stórar klappir eru fram undan túninu og svo holt og skógar allt um kring. En náttúrufegurð er annað en landgæði. Það fer ekki alltaf saman og svo var hér, enda er bærinn nú niðurrifinn ogekkilengurbýli þarna. En borgar- búar virðast kunna að meta staðinn. Þegar ég kom að Stóru-Skógum 1910 var Sigrún 11 ára en Ingólfur bróðir hennar var fæddur árið 1900. Árið áður en ég kom höfðu Skóga- hjón misst sex ára dóttur, Ágústu að nafni. Hún var eðlilega mikið syrgð og hennar sárt saknað. Hvort Ragn- heiður bauðst til að taka mig, þetta kornabarn, veit ég ekki en betri móður en Ragnheiði var ekki hægt að hugsa sér. Ég naut ekki síður ástríkis hjá fóstra mínum. Strax eftir fermingu fóru systkinin í vistir svona tíma og tíma en komu öðru hvoru heim. Sigrún var meira í burtu - mest vestur í Haukadal hjá föður- systur sinni. Alla tíð þótti henni innilega vænt um Haukadalinn. En þessi ár full af frelsi voru ekki mörg. Ragnheiður, móðir Sigrúnar, var veik allan veturinn 1917 og dó um vorið. Ég var aðeins 7 ára gömul. Sigrún gegndi nú ekki aðeins systur- hlutverki heldur tók hún að sér móðurskyldu við mig og húsmóður- störfin fyrir föður sinn. Þetta fór henni vel úr hendi þó ung væri. En þremur árum síðar var heilsu hennar svo háttað að hún varð að fara til Reykjavíkur til langdvalar að leita sér lækninga. Faðir hennar hlaut að bregða búi og láta mig fara á annað heimili. Það var honum sársaukafullt en allt fór þetta betur en á horfðist. Ég fluttist á gott og mikið menning- arheimili en fóstri minn var þarna áfram í tvö ár hjá nýjum leigjendum. Síðari veturinn kynntist hann ágætri konu, sem var ekkja með eina dóttur með sér. Þá byggði hann • nýbýlið Mið-Skóga þar sem fjárhús hans stóðu. Þessi kona hét Jónína Guðrún Jónsdóttir og hún varð hans ástkæri lífsförunautur meðan heilsa og líf entist. Með henni átti fóstri minn 2 sonu. Sá eldri dó innan tveggja mánaða aldurs, sá yngri, fæddur 1927, náði fullorðins aldri en dó í blóma lífs síns rúmlega fertugur maður. Mikill harmur var þá kveðinn að konu hans og börnurn þeirra tveim. Öllum sem til hans þekktu fannst þeir hafa mikils misst. En Sigrún komst yfir heilsuleysi sitt á næstu misserum. Hún þekkti fáa í Reykjavík, þegar hún þurfti þess mest með en af einstakri tilviljun lenti hún inn á heimili Einars H. Kvarans. Þar upplifði hún marga yfirskilvitlega hluti. Þau áhrif, sem hún varð þar fyrir, hygg ég að hafi fylgt henni ævilangt og gerðu hana dulari í skapi. Hún var draumspök kona og lagði mikið upp úr draumum sínum. Hún skrilaði nokkra þeirra upp á blað og langaði til að koma þeim fyrir almenningssjónir. Þó hygg ég að hún hafi ekki komið því í framkvæmd. Meðal skýrustu bernskuminninga sem ég á um Sigrúnu, cr hve mikið hún kunni af ljóðurn og söng þau frá upphafi til enda. Það er mér ennþá hrein ráðgáta, hvernig hún komst yfir öll þessi Ijóð. Mig langar til að telja hér upp örfá þeirra: 1. Hjálmar og Hulda, 20 erindi, 8 ljóðlínur hvert; 2. Litla stúlkan eftir Jóhann Magnús Bjarnason. Það byrjar svona: Segðu mér söguna aftur; 3. Sigrúnarljóð, 21 erindi; 4. Upp undan bænum í blóm- skrýddri hlíð, 28 erindi. En það mun hafa verið prentað 1893 í ljóðakveri eftir Þorstein Gíslason. Líklega hafa Ijóð þessi gengið hönd úr hendi handskrifuð. Þá eru ótalin öll ættjarðarkvæðin og fleira og fleira. Mig minnir að móðir Sigrúnar hafi sungið þetta með henni, meðan heilsa entist til. Ég man ekki eftir neinum bókakosti á heimilinu nema þessar sígildu hug- vekjur, sem fóstri minn las upp úr allar kvöldvökur á vetrum. Svo auð- vitað skólabækur systkinanna. Blöð- in ísafold og Unga ísland voru keypt. Heimilið í Stóru-Skógum var, sem kallað er bjargálna, það er hvorki sárfátækt né auður f garði. Þá heldur ekki komið í tísku að eyða um efni frant. Jarðarafgjaldið var á hverju vori tvær ær loðnar og lembdar, þ.e. í ullu og með lömbum. Eina mjög ljósa endurminningu af þeirn atburði man ég vel og get ekki stillt mig unt að skrá hana. Finnst tíðarandinn nú svo mjög í mótsögn við þá mynd: Fóstri minn kemur inn óvenju- glaður, sest á rúmstokk konu sinnar og segir: „Nú líkaði Sigurði á Haug- um vel ærnar, sem ég færði honum. Það var hún Hatta mín með gimbr- ina sína í sama lit. Eina höttótta ærin á bænum og úrvals hvít ær með svörtu gimbrarlambi." Ég hlustaði á þctta gráti nær, sá svo eftir höttótta lambinu. Að fóstri ntinn skyldi geta gert þetta og vcrið glaður að auki. Ég veit ég hef ekki getað vcrið eldri en 7 ára, er þetta atvik gerðist og sýnir örlæti og drengskap Árna, föður Sigrúnar. Að gera betur en vel. Ég enda þessi orð með ósk um góða ættar- fylgju til niðja Sigrúnar. Og samúð- arkveðju til eiginmanns hennar, barna og barnabarna. Blessuð sé minning Sigrúnar og þökk sé henni fyrir allt. Ólína I. Jónsdóttir I VERTU í TAKT VIÐ Tímann ÁSKRIFTASÍMI 68 63 00

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.