Tíminn - 26.05.1988, Page 19
Fimmtudagur26. maí 1988
Tíminn 19
Sjónvarpsmennimir sem buðu
söngvaranum Roger Daltrey aðal-
hlutverkið í framhaldsþáttum um
svissnesku bogaskyttuna frægu, Vil-
hjálm Tell, skutu ótrúlega nálægt
marki þar, án þess að hafa hugmynd
um. -Þeir vissu ekki, að ég hef haft
bogfimi að tómstundaiðju árum
saman, segir Roger. -Raunar hef ég
ekki keppt, bara dundað heima í
garði. Samt má segja, að þetta hafí
verið heppnisskot.
Kveikti í Jackson
Á sýningunni eftir listdans á
skautum á Ólympíuleikunum í
Calgary, dansaði skautadrottning-
in Katarina Witt meðal annars eftir
lagi Michaels Jackson, „Bad.“ Þeg-
ar Michael fékk að sjá myndband
af sýningunni, bráðnaði hjarta
hans og hann sat klukkustundum
saman og horfði á bandið aftur og
aftur
Loks tók hann til máls: -Hún er
einstök. Það hlýtur að vera draum-
ur að dansa við hana. Hann lét
ekki þar við sitja, heldur sendi
Katarinu rósir og bauð henni með
sér í hljómleikaferð sína kringum
hnöttinn. Nú vill hann auk þess
hafa hana með sér á myndbandi
við eitthvert lag sitt.
Hvað segir svo Katarina við
þessu öllu? Ekkert hefur heyrst frá
henni ennþá, en kunningjar hennar
segja, að áður hafi hún oft látið að
því liggja að Michael Jackson hlyti
að vera léttgeðbilaður.
Katarina hefur haft við orð um
sitthvað annað, til dæmis að heims-
meistarakeppnin í Búdapest hafi
verið seinasta keppni hennar í
listdansi á skautum. Nú vill hún
reyna sig sem leikkona. -Ég vil að
mín sé minnst fyrir annað en það
eitt að dansa á skautum, segir
austurþýska fegurðardísin.
Dansari meö
staurfót
Það er ekki alveg satt... og þó
var Patrick Swayze með staurfót í
„Stríðsvindum", þar sem hann lék
eitt af aðalhlutverkunum. Hins
vegar varð hann heimsfrægur svo
jaðrar við dellu fyrir danshlutverk
sitt í „Dirty Dancing." Hann syng-
ur líka prýðilega, að minnsta kosti
er lag hans „She’s like the wind“ á
hraðri leið upp vinsældarlista hér
og þar í heiminum. Enginn veit
hvar þetta kann að enda fyrir
svona hæfileikaríkum manni. Áuk
þess er hann hreint guðdómlega
sætur á að líta, segja þær sem vit
hafa á.
Patrick átti erfitt sem barn og
unglingur, því hann var í ballett-
námi og það fannst jafnöldrum
hans ekkert sniðugt, svo þeir tóku
hann í gegn við og við. Meira að
segja faðir hans óttaðist að hann
yrði kvenlegur og jafnvel eitthvað
þaðan af verra af dansnáminu.
Tómstundaiðja Patricks er hins
vegar trésmíði og hann segist gætu
lifað góðu lífi á því, ef hann kynni
að verða atvinnulaus á listasviðinu,
sem lítil hætta mun vera á nú orðið.
Eiginkona hans Lisa temur
keppnishesta, svo hún getureflaust
haldið honum í skefjun. Nú bíða
allir með eftirvæntingu eftir
nýjustu mynd Patricks. „Nomad
The Warrior", en mótleikari hans
í þeirri mynd, er engin önnur en
eiginkonan.
Hér er Patrick Swayze úti að skemmta sér með eiginkonunni, Lisu Niemi.
in. Vitanlega á að hreinsa þetta
ofanfrá, þ.e.a.s. sópa fyrst gangstétt-
ina og þá götuna. Við þetta er svo
aðeins því að bæta að ég tel það
skyldu hvers húsráðanda að þrifa
gangstéttina við hús sitt. Reyndar 'tel
ég að húsráðandi eigi, þó jafnvel það
sé ekki skylda hans, að hreinsa vand-
lega gangstétt og plön við hús sitt, en
auk þess rennustein götunnar eftir því
sem við á. Væri þessa gætt, væri
borgin okkar öll miklu snyrtilegri og
fallegri. Mér blöskrar þegar menn eru
ÍMjódd
Mjódd er það svæði kallað sem
markast af Breiðholtsbraut, Reykja-
nesbraut, Stekkjabakka og Álfa-
bakka, jafnvel einnig svæðið milli
Álfabakka og Stekkjabakka. Neðst á
svæðinu er Staldrið, vinsæll áningar-
staður. Frá upphafi hefur stöðugt
verið unnið að endurbótum og við-
byggingu á staðnum og nú virðast
framkvæmdir að komast á lokastig.
Þama er vinsæll staður og snyrtilegur.
Þó þarf að byrja hvem dag með því
að hreinsa upp planið. Bensínstöð
B.P. við Álfabakka er til fyrirmyndar
eins og reyndar bensínstöðvar era
yfirleitt. Svæðið þar fyrir ofan er í
bréfarusli. Ég rétt bendi á planið við
Kaupstað og þá sérstaklega á homið
við Búnaðarbankann, þar er sóða-
skapurinn með eindæmum. Mér er
ljóst að á meðan byggingarfram-
kvæmdir standa yfir er vandi að halda
hreinu, ekki síst meðan ekki er búið
að ganga frá plönum og ganghlöðum.
Sem tíður gestur á þessu svæði,
fullyrði ég, að þama má gera miklu
betur. Svæðið er yfirmáta sóðalegt,
blessuð bætið úr þessu.
eyðingar í borginni síðastliðinn vetur.
Þess sjást enn merki. Það er í rauninni
undarlegt verklag að senda vélsópa á
götumar en sleppa gangstéttunum.
Rétt verklag er vitanlega að vinna sig
niður, byrja efst og enda neðst. Tvö
dæmi hvort úr sínum bæjarhluta.
Gatnamót Grensásvegar og Fellsmúla
vora sópuð vel og vandlega, þó má
vaða sandinn í skóvarp á gangstéttinni
við Listasafn ASÍ. Kambase! var
sópað vel og vandlega utan gangstétt-
að miklast yfir því hvað Reykjavík sé
hrein og snyrtileg. Mér finnst hún
miklu fremur óhrein og rytjuleg. í því
efni má nokkuð sakast við ráðamenn
borgarinnar en jafnvel miklu frekar
við sinnulausa, lata eða ráðlausa hús-
ráðendur. Ég legg til. Húsráðendur
gangið út, virðið fyrir ykkur húsið,
grindverk, gangstétt, bílastæði og
ykkar hluta götu. Virðið þetta vel og
vandlega fyrir ykkur og svarið spum-
ingunni er þörf að snyrta, mála, sópa
ur náði niður að yfirborði Tjamarinn-
ar, þá gátu ungamir leitað þar skjóls
undan árásum svartbaksins. Þessi
„loftvamarbyrgi" unganna hverfa
þegar fallegur steinkantur nær niður í
vatnið. Þetta þarf að hafa í huga.
Brjóta mætti steinkantinn upp með
vissu millibili, þannig að smá grasreitir
næðu að vatninu. Þetta er svona til
athugunar fyrir þá sem ráða.
SÓDASKAPUR
eða bæta. Takið svo rösklega til
höndunum. Þá getur komið að því að
borgin okkar verði í raun og vera
falleg og snyrtileg.
Andarungarnir
Á það hefur verið bent að einn galli
sé á hinni snyrtilegu grjóthleðslu sem
nú er unnið að með Tjöminni. Sem
sé að með henni sé fokið í flest skjól
fyrir andarangunum. Með öðram
orðum, meðan óreglulegur graskant-
Álftanesvegur
Ekki veit ég hver er veghaldari
Álftanesvegar frá Hafnarfjarðarvegi
út á nes, en grana þó Vegagerð
ríkisins.
Það sem ég vil nefna varðandi
þennan veg, era slysagildrar af mann-
avöldum við veginn. Frá Hafnarfjarð-
arvegi er nú komin lýsing með vegin-
um nokkuð áleiðis út á nesið. Á
þessum kafla eru tvær hættulegar
beygjur, önnur þó sýnu hættulegri.
Það er mér undranar og hryggðarefni
að sjá ljósastaurana setta niður utan-
vert í báðum þessum beygjum. Það er
engu líkara en þeir sem um hafa
fjallað hafi enga þekkingu í akstri né
eðlisfræði, hvað þá að þeir hafi hug-
mynd um slysasögu rafmagns og ljós-
astaura á höfuðborgarsvæðinu og
trúlega er svo á landinu öllu. Undan-
tekningin er, og skal hennar enn
getið, hjá Vegagerð ríkisins. Víðsveg-
ar um og við alla Reykjanesbraut hafa
umferðarskilti verið sett á plaströr.
Sérstakar þakkir færi ég þeim sem því
hafa ráðið.
byggingu en því miður er ástandið þar
lítt til sóma. Flest bílastæði og gang-
hlöð era þar vaðandi í sandi og
Hálkusandur
Sandur var víöa notaður til hálku-