Tíminn - 26.05.1988, Síða 4
4 Tíminn
Fimmtudagur26. maí 1988
Markaðsskrifstofa Iðnaðarráðuneytis
og Landsvirkjunar
sem stofnuð var fyrr í þessum mánuði óskar að ráða
Framkvæmdastjóra
Hlutverk Markaðsskrifstofunnar er m.a.:
- Að safna upplýsingum um allt sem varðar
markaðsmöguleika á orku fyrir utan almennan
markað Landsvirkjunar og að fylgjast með þróun
iðngreina sem til greina koma sem stórnotendur
innlendrar orku í framtíðinni.
- Að gera frumhagkvæmnisathuganir á nýjum
orkufrekum iðngreinum og eiga samstarf við atvinnu-
fyrirtæki um frekari hagkvæmnisathuganir.
- Að láta í té alla nauðsynlega aðstoð við samninga-
gerð ríkisins og Landsvirkjunar um sölu á orku til
stóriðjufyrirtækja eða beina orkusölu til útlanda.
Framkvæmdastjórinn skal veita skrifstofunni for-
stöðu og annast daglegan rekstur hennar. Óskað er
eftir starfsmanni með menntun á sviði hagfræði,
viðskiptafræði, verkfræði eða í hliðstæðum greinum.
Áskilið er að umsækjendur hafi sérþekkingu og
starfsreynslu á verkefnasviði Markaðsskrifstof-
unnar.
Umsóknir skulu sendar Markaðsskrifstofu iðnaðar-
ráðuneytisins og Landsvirkjunar, Háaleitisbraut 68,
Reykjavík, fyrir 15. júní nk., merktar Geir H. Haarde,
stjórnarformanni, sem einnig veitir nánari upplýsing-
ar (s. 11560 og 72112).
ARMULA3 RE YKJAVIK SlMI 38900
Rafvirkjar -
rafvélavirkjar
Próf í þeim áföngum, sem kenndir hafa verið á
námskeiðum Rafiðnaðarskólans til löggildingar í
rafvirkjun, verða haldin í Tækniskóla íslands og
Verkmenntaskólanum á Akureyri þriðjudaginn 31.
maí 1988 kl. 10.30-12.00.
Þátttakendur leggi fram staðfest gögn um að þeir
hafi lokið námskeiðunum eða sambærilegu námi.
RER
RAFMA GNSEFTIRLIT RÍKISINS
Islensk fiskvinnslutækni til Sovétríkjanna:
Milljóna sala
til Múrmansk
íslendingar virðast vera í þann
veginn að hefja stórfellda innrás í
Sovétríkin í sölu á fiskvinnslutækj-
um og nemur salan milljónum
króna.
Kvikk sf. hefur nú lagt lokahönd
á samning um sölu á tveimur fisk-
klofningsvélum og varahlutum til
Múrmansk. Að sögn Bjarna
Elíassonar, framkvæmdastjóra,
nemur sú sala um fjórum milljónum
króna, og er búist við að samningur-
inn sem er tilbúinn, verði undirritað-
ur í Moskvu í vikunni. Sovétmenn
hafa sýnt mikinn áhuga á að auka
þessi viðskipti sín við Kvikk sf.
Þá stendur Traust hf. í samninga-
viðræðum við Sovétmenn um sölu á
skelfiskverksmiðjum um borð í stóra
togara. Trausti Elíasson, fram-
kvæmdastjóri Trausts hf., sagði í
samtali við Tímann í gær að viðræð-
urnar hefðu nú staðið yfir í hálft ár
og hefðu gagntilboðin gengið á víxl
og væru samningamenn væntanlegir
frá Sovétríkjunum í júníbyrjun. Ein
skelfiskverksmiðja kostar um 50
milljónir króna, en einnig er gert ráð
fyrir að togurum Sovétmanna verði
breytt í Skipalyftunni í Vestmanna-
eyjum og kosta breytingarnar líklega
um 50 milljónir á skip. Líklega
verður gengið frá samningum um
sölu og breytingar fyrir eitt skip í
sumar, möguleiki er á annarri sölu í
haust og jafnvel tveimur til þremur
í viðbót eftir það.
Nikolaj P. Kúdrajavtsjev, aðstoð-
armaður sovéska sjávarútvegsráð-
herrans, sem staddur var hér á landi
í síðustu viku, sagði að hann væri
bjartsýnn á samningagerðina.
„Það er góður markaður fyrir
íslenska tækni í Sovétríkjunum. ís-
lendingar hafa oft verið fyrstir með
nýjungar á sviði sjávarútvegs. Við
komum til með að nýta okkur tækin
frá Kvikk og Traust á norður og
austursvæðum Sovétríkjanna,"
sagði Kúdrajavtsjev. -SÓL
Hanna Óladóttir með fjölda viðurkcnninga sem hún hlaut við skólaslitin. Til hægri við Hönnu er Kristín Arnalds
skólameistari og fyrir aftan standa stúdentar sem fengu viðurkenningar.
Fjölbrautaskólinn í Breiðholti:
Útskrifaðist með A í
öllum fögum á 3 árum
Fjölbrautaskólanum í Breiðholti
var slitið í Fella- og Hólakirkju
föstudaginn 20. maí síðastliðinn.
Alls fengu 238 nemendur afhent
lokaprófsskírteini, en þar af luku 90
nemendur stúdentsprófi.
Bestum árangri á stúdentsprófi
náði Hanna Óladóttir, en hún lauk
námi af eðlisfræðibraut almenns
bóknámssviðs á 3 árum og hlaut
einkunnina A í öllum námsáföngum.
Hanna dvelur nú, eflaust með góða
samvisku eftir velheppnaðan
námsárangur, í Grikklandi ásamt
samstúdentum sínum úr Fjölbrauta-
skólanum í Breiðholti.
Inga Teitsdóttir, móðir Hönnu
sagði í samtali við Tímann að hún
væri að vonum stolt af árangri dóttur
sinnar, „henni hefur alltaf gengið
mjög vel í skóla, alltaf unnið mjög
vel og skipulega. Þetta kom manni
nú ekkert mjög mikið á óvart, en
samt sem áður þá gerði það það að
vissu leyti, maður býst ekki alveg við
alltaf svona góðum árangri," sagði
Inga. -ABÓ
Rætt um viðskipti íslands og Póllands:
Skip fyrir mjöl
Á dögunum voru árlegar viðræð-
ur íslendinga og Pólverja um við-
skipti landanna.
Astæða er til að ætla að á næstu
árum verði þessi viðskipti efld að
marki. Því til stuðnings hafa Pól-
verjar á nýjan leik opnað viðskipta-
skrifstofu í Reykjavík.
Fram kom í þessum viðræðum
að íslendingar leggja mikla áherslu
á aukin kaup Pólverja á íslenskum
vörum, enda varviðskiptajöfnuður
landanna neikvæður á síðasta ári
um tæpar 50 milljónir króna. Flutt-
ar voru hingað pólskar vörur fyrir
533 milljónir, þar af fiskiskip áð
verðmæti 400 milljónir króna. Aft-
ur á móti fluttum við út vörur fyrir
484 milljónir, þar af fiskimjöl fyrir
440 milljónir. öþh