Tíminn - 26.05.1988, Blaðsíða 20

Tíminn - 26.05.1988, Blaðsíða 20
*!*7*J.J t'.» » , i m 1 1 • H 1 i « Sparisjóösvextir á tékkareikninga meöÉjHp^ hávaxtakjörum SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF AugNýsingadeild hannar auglýsinguna fyrir þig Ókeypis þjónusta 686300 Tírriinn Gagnmerk sýning á Króknum á munum Andrésar H. Valberg: Vasahníf ur Sölva Helga og svipa Bólu-Hjálmars safnið mun telja nú um 4000 hluti,“ sagði Andrés. Hann sagði að á sýningunni á Sauðárkróki væru hlutir frá mörgu frægu fólki. „Ég held því fram að þarna sé svipa Bólu-Hjálmars, vasahnífur og fleiri hlutir Sölva Helgasonar. Og ekki nóg með það, fimm hlutir Einars Benediktssonar,“ sagði Andrés. Aðspurður um ástæður þess að hann vildi nú gefa Sauðkrækingum safnið sagði Andrés að hann nálg- aðist nú sjötugsaldurinn og vildi því fara að losa sig við það, enda hafi hann ekki nógu mikla ánægju af því lengur. „Ef ég gef ekki safnið fer það beina leið á haugana. Það væri auðvitað alveg hroðalegt eftir alla þá fyrirhöfn og tíma sem hefur farið í söfnun þessara hluta,“ sagði Andrés. Andrés sagðist telja að í þessu safni væru margir stórmerkilegir hlutir. „Þarna eru t.d. hornístöð útskorin úr hrútshorni. Þau eru ættuð úr Öræfum og munu ekki finnast annarsstaðar á landinu. Svo ber náttúrlega að geta um spónalög frá Ólafi alþingismanni í Ási. Og ekki má gleyma bókbandstæki frá langalangafa Pálma í Hagkaup," sagði Andrés H. Valberg. óþh Síðastliðinn föstudag afhenti Andrés H. Valberg Sauðárkróks- bæ einkasafn sitt að gjöf, sem telur 500 muni, stóra og smáa og af margvíslegum toga. Þar af voru 400 munir afhentir nú en það sem upp á vantar afhendir hann síðar. Sama dag var opnuð sýning á mununum í Gagnfræðaskólanum á Sauðárkróki í tengslum við M-hátíð. Sýningunni lýkur 29. maí nk. Opið er daglega frá kl. 16-22. Andrés H. Valberg er Skagfírð- ingur, fæddur á Mælifellsá 15. október árið 1919. Hann bjó á Mælifellsá, í Kálfárdal í Göngu- skörðum og Sauðárkróki til 26 ára aldurs en flutti þá til Reykjavíkur, þar sem hann hefur síðan starfað sem leigubílstjóri, fasteignasali, framkvæmdastjóri verksmiðju- reksturs og nú forstjóri innflutn- ingsfyrirtækis. f formála að sýningarskrá segir að Andrés H. Valberg sé þekktast- ur fyrir skáldskap og kveðskap. Greint er frá því að söfnunarárátta hans sé með eindæmum. Sem dæmi er nefnt einstætt frímerkjasafn og myntsafn. Þá er getið náttúrugripa í þúsundavís, íslenskra og erlendra sem Andrés hefur safnað um ára- bil. Talið er að þetta náttúrugripa- safn sé stærst sinnar tegundar í einkaeign hérlendis. Það er óhætt að segja að marga sérstæða hluti gefi að líta á þessari stórmerkilegu sýningu Andrésar. Af öðrum hlutum ólöstuðum má hér geta um „Sölvanaut“, vasahníf Sölva Helgasonar, svipu, sem And- rés telur tilheyra Hjálmari skáldi í Bólu (merkt honum), fjóra hluti úr búi Einars skálds Benediktssonar, hrákadall, hestabjöllu, togkamba og steikargaffal, skarbít frá sr. Hálfdáni Guðjónssyni á Sauðár- króki, rakhníf Stephans G. Step- hanssonar, skálds í Kanada, nála- prillur (nálhús) Júlíönu Svein- björnsdóttur, konu Sölva Helga- sonar, klyfberahagldir úr horni, tré og hvalbeinum og snældur af fyrstu spunavél frá Ási í Hegranesi í Skagafirði. „Ég byrjaði á þessari söfnunar- áráttu þegar ég var 7 ára gamall. Það má segja að ég hafi verið forfallinn, eða alæta á söfnun. Ég safnaði einnig náttúrugripum og Andrés H. Valberg. Hálkubfllinn í fljúgandi hálku í 12 stiga hita á Reykjavíkurflugvelli í gær. Tímamynd: Pjetur Nýtt æfingatæki kynnt fyrir ökukennurum: Hálkuakstur í 12° hita Umferðarráð stóð í gær fyrir kynningu á nýju tæki til æfinga á akstri í hálku. Tækið er sænskt að uppruna og gerir það að verkum að hægt er að búa til „hálku“ meðan ekið er. Æfingarnar geta farið fram á þurrum vegi, en æskilegt er að hann sé vel sléttur. Kynningin fór fram í gær á flug- vellinum í Reykjavík og var þar framkvæmd hálkuæfing í 12 stiga hita. Einungis tekur um 1,5 sekúnd- ur að breyta þurrum, góðum vegi í eitt „klakasvell" og er ekki hægt að segja annað en að tækið líki vel eftir íslensku malbiki eftir margar frost- nætur. Þá er einnig hægt að búa til staka hálkubletti. Hálkubíllinn er þannig útbúinn að sleði er settur undir bílinn og stýra vökvalyftur viðnámi hjólanna. Lyft- unum er síðan stjórnað með fjarstýr- ingu og má fá þannig fram ólík hálkustig. Tækið hefur þegar verið samþykkt af sænsku umferðaröryggisstofnun- inni til notkunar við grunnþjálfun ökunema, en einnig er það notað til að þjálfa sjúkrabílstjóra. Hálkubíllinn var eins og áður sagði kynntur ökukennurum í gær, en þar sem tækið er nokkuð dýrt, eða 135.000 sænskar krónur, líður líklega nokkur tími þar til það verður í fullri notkun hér á landi. -SÓL Þörungavandamálið við Noreg: Eftirlit úr láði og legi Þörungavandamálið viö Noregsstrendur gerist nú æ alvarlegra og er nú fylgst með hreyfingum þeirra úr þremur gervitunglum, Orion flugvél norska hersins, annarri flugvél til, tveimur skipum norsku Hafrannsóknarstofnunar og skipi strandgæslunnar. Þörungatorfan er nú viö Sandnes á vesturströnd Noregs og fylgir hafstraumum og vindátt og stefnir í átt að svæði þar sem mikið er um eldisstöðvar. Sérfræðingar velta nú fyrir sér hvort þörungarnir komist alla leið að stöðvunum, eða hvort þá reki á haf út með straumnum. Fiskifræðingar hjá Hafrannsóknarstofn- uninni í Noregi vara samt við óðagoti og minna á að þó að þörungar sjáist í grennd við eldisstöðvarnar, þurfi það ekki endilega að vera þessir eitruðu. Þörungarnir sem valda svona miklum erfiðleikum í Noregi valda slímmyndun í tálknum fiskanna, þannig að þeir kafna. Tilgreindar hafa verið tvær ástæður fyrir svo skyndilegum vexti þeirra. Sú fyrri er að sjór hefur verið tiltölulega hlýr og lítil hreyfing verið á honum. Sú síðari er á þá leið að köfnunar- efnismengun hefur verið óvenju mikil við strendurnar. Þörungarnir hafa þegar valdið miklum skaða, sé litið framhjá fiskeldinu, en stórir árgangar af síld hafa drepist og óttast er um afdrif þorsks. Þá er eftir að minnast þeirrar hættu sem þörungurinn hef- ur ekki enn valdið, en sá skaði kemur við dauða þeirra. Þá leggj- ast þeir á botninn og rotna og gætu drepið allt líf á botninum úr súrefn- isskorti. -SÓL

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.