Tíminn - 26.05.1988, Blaðsíða 9

Tíminn - 26.05.1988, Blaðsíða 9
Fimmtudagur26. maí 1988 Tíminn 9 VETTVANGUR lllllll! Guðjón V. Guðmundsson: Drápin halda áfram Vart hefur það farið fram hjá nokkrum manni að fádæma ofbeldi er framið á Palestínufólkinu á vesturbakka Jórdanárinnar og Gazasvæðinu. Maður hélt að fúlmennska sú er ísraelsdátarnir sýna þarna hefði horfið með nasistun- um en það er nú eitthvað annað. Það er alveg með ólíkindum að viti bornir menn á seinustu árum tuttugustu aldarinnar skuli í reynd vera slík ómenni. Að vonum hefur mótmælaalda risið vítt og breitt um heiminn en ísraelsmenn láta sér fátt um finnast, herðast í illmennsku sinni ef nokkuð er, vita sem er að þeim er óhætt að halda áfram að bjóða heiminum byrginn. Ekki er ástæða til að halda að önnur verði raunin nú. Menn láta sér nægja að mót- mæla og þar við situr. Mótmælun- um er ekki fylgt eftir á neinn hátt, þannig að þjáningar Palestínu- fólksins munu halda áfram um ókomin ár. Flestir er gagnrýna framferði Israelsmanna tala um hörkuna sem beitt er en þeir eru fáir sem fordæma hernámið sem slíkt. Það er engu líkara en það sé í lagi aðeins ef skár er farið með fólkið. Þó að djöfulleg grimmd sé framin á ofannefndum svæðum þessa dagana þá er þetta samt sem áður hreinir smámunir í saman- burði við þá ógn og skelfingu er yfir Palestínuþjóðina hefur gengið undanfarna áratugi eða allt frá því Bretar tóku þá fáránlegu og órétt- látu ákvörðun að heimila Gyðing- um hvaðanæva úr heiminum að hefja landnám í Palestínu, en Bret- ar fóru með völdin þarna á þeim tíma eins og fólk ætti að vita. Vitanlega hlaut þessi ákvörðun að bitna á fólkinu, sem fyrir var í landinu enda sló strax í brýnu og Bretar sáu hver regin mistök þeir höfðu gert og hétu Palestínumönn- um að aðeins tiltölulega fáir Gyð- ingar fengju að flytjast til landsins árlega og markmiðið var að stöðva innflutning þeirra að fullu og bægðu Bretar því skipum með Gyðinga innanborðs burt frá ströndum Palestínu en þrátt fyrir þessa viðleitni þeirra tókst miklum fjölda Gyðinga að komast til lands- ins ólöglega og svo fór að Bretar gáfust upp og yfirgáfu landið og S.Þ. ákváðu að skifta landinu milli frumbyggjanna og aðfluttra Gyð- inga. Vitanlega höfðu S.Þ. engan rétt frekar en Bretar að ráðskast með líf og land Palestínumanna cn óréttlætið hélt áfram. Gyðingarnir áttu að fá í sinn hlut rúman helming landsins enda þótt þeir væru ekki nema um 600.000 en Palestínu- arabarnir ein og hálf milljón, auk þess bcstu og frjósömustu lands- svæðin og ekki nóg með það, einmitt á þessum svæðum var helmingur íbúanna Palestínu- arabar. Það gerist ekki þörf að rekja þessa hörmungarsögu í smáatrið- um. Þeir vita sem vilja vita hvernig þetta gekk fyrir sig. Satt er það að vísu að það er engu líkara en margir bókstaflega loki augunum fyrir staðreyndum þessa máls og iðulega hefur flutningur fjölmiðla verið alveg forkastanlegur, málið afflutt og rangtúlkað á allan hugs- anlegan máta og sannleikanum al- gerlega kúvent. Núna loksins eru íslensk stjórn- völd að manna sig upp í það að setja algert viðskiptabann á S-Afríku. Það er svívirða að þjóðir heimsins skuli ekki fyrir löngu hafa samein- ast í því að gera eitthvað róttækt til þess að knýja hvíta minnihlutann þar í landi til að láta af kúgun sinni á meirihluta íbúanna (80% landsmanna eru dökkir á hörund og aðeins þess vegna njóta þeir ekki lágmarks mannréttinda, ráða engu um stjórn eigin lands). Annar smánarblettur á mannkyninu og ekki minni er ísrael og vel að merkja náinn bandamaður kyn- þáttakúgaranna í S-Afríku. Sé þörf á banni á þá skúrka þá er bann á djöflahjörðinni í ísrae! nauðsyn og það strax. íslendingar bera siðferðilega ábyrgð á framferði fsraelsmanna. Þeir hafa stutt þetta ríki allt frá fyrstu tíð og gera enn. Fordæma að vísu flestir það, sem er að gerast á seinustu hernumdu svæðunum en segja um leið: Auðvitað styðj- um við eindregið Ísraelsríki. Ætla menn virkilega að horfa upp á það að Palestínuþjóðin verði algerlega flæmd burt úr sínu eigin landi? Þrjár milljónir eru þegar land- flótta, flestir hírast í flóttamanna- hreysum í nærliggjandi löndum og víða við svo hroðalegar aðstæður að engum heilvita manni á íslandi dytti einu sinni í hug að búa þannig að skepnum. Svo eru menn hissa og dæma þetta fólk, sem flæmt hefur verið burt frá heimilum sín- um og keyrt niður í algera eymd og niðurlægingu og sér enga von um að geta lifað sem frjálst heilbrigt fólk í eigin landi. Já, menn dæma það fyrir að grípa til örþrifaráða gegn kvölurum sínum. Ísraelsríki byggðu Gyðingar og lögðu um leið í rúst það ríki er fyrir var í landinu. Þeir, sem þannig haga sér eiga vitanlega ekki tilverurétt og þess vegna ætti að reka þá burt úr landinu, en það er því miður ekki hægt. Þetta ríki er staðreynd og Guðjón V. Guðmundsson þær milljónir er það byggja er ekki hægt að fara þannig með. Þess vegna er ekki um annað að ræða en sætta sig við þetta óréttlæti og það vilja Palestínumenn. Þeir ætla að sætta sig við að fá að stofna sitt eigið ríki við hlið Ísraelsríkis. Menn vita viðbrögð lsraels- inanna. „Við munum aldrei sam- þykkja stofnun ríkis Palestínu- manna. Herteknu svæðunum verð- ur aldrei skilað“. Þetta er sá boð- skapur er leiðtogar ísraels með fyrrverandi hryðjuverkamanninn og fjöldamorðingjann Shamir í broddi fylkingar flytja umheimin- um. Ekki aðeins hefur þessi maður líf þúsunda Palestínumanna á sam- viskunni heldur og líf fjölmargra breskra her- og lögreglumanna frá tímum Breta í landinu enda var þessi maður dæmdur til dauða, en tókst því miður að sleppa úr fang- elsum Breta. Nú er þetta gleymt og grafið og Thatcher tekur á móti þessum manni með viðhöfn, en leiðtoga Palestínumanna Arafat kallar hún glæpamann. Það er samræmi í orðum og athöfnum þessa fólks eða hitt þó heldur. Samvisku okkar vegna verðum við íslendingar að láta að okkur kveða, leggist nógu margir á eitt til að knýja ísraelsmenn til samninga þá verða þeir að láta undan. Ótil- neyddir munu þeir aldrei láta undan. Það hlýtur mönnum að vera orðið ljóst. Er ekki mál að drápunum linni? Eitraðir þöruncjar ógna lífi í heimshöfunum Að undanförnu hafa veríð að berast fréttír frá Noregi um plágu við strendur landsins af eitruðum þörungum, sem ógna öllu lífi í sjónum þar. Þessi plága á sér ekki langa sögu en hefur gert vart við sig ótrúlega víða um heim. Nýlega var sagt frá henni í þýska blaðinu Welt am Sonntag og fylgir sú lýsing hér á eftir. Þörungamir nýta sjálfir mestan hluta súrefnisins í vatninu. Þeir hindra að sólargeislar geti þrengt sér dýpra í hafið og það hefur í för með sér að fiskar og vatnagróður verða að lúta í lægra haldi fyrir yfirgangi þörunganna. “Rauða fljótið“ Höfunum á jörðinni, sem eru orðin útötuð af olíu og efna- úrgangi, stendur nú mikil ógn af eitruðum þömngum, því sem Þjóð- verjar kalla „Rauða fljótið". Þannig lýsa vísindamenn lita- skiptunum sem verða á vatninu við það að gífurlegt magn þörunga kviknar til lífsins og deyr síðan í hafinu við strendur landa. „Rauða fljótið" smitar út frá sér á sífellt stærri svæðum. Það er líka farið að gera vart við sig á hafsvæð- um þar sem það var áður óþekkt. í kjölfarið skilur það eftir sig daunilla eyðileggingu. Þörungarnir eru líka mönnum hættulegir Margar þörungategundir gefa frá sér efnafræðileg efni þegar þær eru að springa út og þessi efni hafa banvæn áhrif á fisk og önnur sjáv- ardýr. Þessi efni geta leitt til öndunarerfiðleika, maga- og melt- ingartruflana hjá mönnum. Á síðastliðnu ári dóu 28 manns í Champerico, Guatemala, eftir að hafa borðað skelfisk. Skelfiskurinn hafði tekið til sín eiturefni frá þörungum. í Peconic-flóa í Norður-Amer- íku eyðilögðust algerlega skel- fiskmið. Þörungarnir höfðu eyði- lagt lífsskilyrði þeirra sjávarlífvera sem skelfiskurinn hafði nærst á. Þar fóru í súginn verðmæti veiði- manna og vinnslufyrirtækja sem jafngilda yfir 40 milljörðum ísl. kr. á ári hverju. Vísindamaðurinn Theodore J. Smayda, sem er próf- essor í haffræði við háskólann á Thode Island í Bandaríkjunum lét fyrir skömmu í ljós þá skoðun að „Við stöndum nú frammi fyrir risavaxinni breytingu sem nær til alls heimsins.“ Örútbreiðsla eitraðra þörunga Nýlega sagði frá því í frétt New York Times að vart hefði orðið eitraðra þörunga f hafinu um- hverfis Tasmaínu í Indlandshafi, Taiwan í Gulahafi, við Kóreu, Hongkong og Venesúela. í fyrra lögðu svo banvænir þör- ungar undir sig hafsvæðin undan ströndum Norður-Karólínu. Það var í fyrsta sinn sem þessir þörung- ar gerðu vart við sig í svo stórum stíl svo norðarlega. Þörungar í blóma gefa frá sér mismunandi lit eftir því hvaða eiturefni þeir gefa frá sér, rauðan, brúnan, gulan eða grænan. En ýmsir halda sig samt við nafngiftina „Rauða fljótið". Enn hafa vísindamenn ekki komist að endanlegri niðurstöðu um hver skýringin sé á hinum stóraukna fjölda þessara þörunga. Tvær ástæður eru þeir þó nokkuð sammála um að eigi þar hlut að máli: =Súrt regn (afleiðing bruna á olíu og kolum, bensíni og dísilolíu) og aukinn áburðarúrgangur frá land- búnaði, sem berst út í ár og með þeim til sjávar, en af honum leiðir að höfin verða að taka við of miklum saltpétri, sem er undir- staða hins hömlulausa þörunga- vaxtar. =Andrúmsloft jarðar hlýnar vegna hinna svokölluðu „gróðurhúsa- áhrifa", sem líka eru afleiðing bruna á kolum og olíu. Efri lög sjávar hitna þá líka um leið. Eitraðir þörungar eiga nú hag- stæð vaxtarskilyrði í vötnum þar sem þeir áttu erfitt uppdráttar áður.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.