Tíminn - 26.05.1988, Blaðsíða 16

Tíminn - 26.05.1988, Blaðsíða 16
16 Tíminn Fimmtudagur26. maí 1988 DAGBÓK Söngmót Lögreglukóra Norðurlanda haldið í Reykjavík 27.-29. maí Lögreglukór Reykjavíkur var stofnað- ur 25. mars 1934 og hefur starfað síðan en starfsemin var í lágmarki á stríðsárunum. Kórinn hefur tekið þátt í sameiginleg- um söngmótum lögreglukóra Norður- landa, en hið fyrsta var haldið í Stokk- hólmi 1950. 1 Reykjavík var söngmót haldið 1966 og núna dagana 27.-29. maí er hið áttunda af slíkum mótum haldið hér í Reykjavfk. Stjórnandi Lögreglukórs Reykjavíkur er Guðni Þ. Guðmundsson en undirleik- ari er Guðrún Guðmundsdóttir. Mótið verður formlega sett af Böðvari Bragasyni lögreglustjóra í Reykjavík að Kjarvaísstöðum, eftir skrúðgöngu frá lög- reglustöðinni á Hverfisgötu. Eftir mótssetningu sitja kórarnir há- degisverðarboð Davíðs Oddssonar, borg- arstjóra í Reykjavík. Kórarnir halda söngskemmtun í Háskóla- bíói kl. 18:30 sama dag (föstud. 27.maí). Lögreglukórinn í Helsinki gat ekki mætt til söngmótsins vegna þess að leyfi lögreglumanna voru afturkölluð vegna dvalar forseta Bandaríkjanna þar í borg þessa daga. Laugardagurinn verður notaður til ferðalaga og m.a. býður Jón Sigurðsson dómsmálaráðherra til hádegisverðar í Valhöll á Þingvöllum. Sunnud. 29. maí kl. 14:30 verður haldin söngskemmtun í Hallgrímskirkju, en mótinu lýkur á sunnudagskvöldi með kvöldverðarboði sem Lögreglukór Reykjavíkur stendur fyrir á Hótel íslandi. Enginn aðgangseyrir er á söngskemmt- anirnar í Háskólabíói og í Hallgríms- kirkju, og Lögreglukór Reykjavíkur og stjórnandi hans segja sér það mikla ánægju ef fólk hefði tök á að mæta og hlusta á söng þeirra. ■eso.! “Ég á lítinn skrýtinn skugga..“ Kjarvalsstaðir: Börn hafa hundrað mál Nú stendur yfir að Kjarvalsstöðum sýningin „Börn hafa hundrað mál“. Þetta er farandsýning frá ítölsku borg- inni Reggio Emilia og hefur farið víða um heim. Aðsókn hefur verið sérstaklega góð. Hópar skólabarna undir leiðsögn kennara og annarra starfsmanna háfa heimsótt Kjarvalsstaði, auk fjölda annar- ra gesta. Alls á 6. þúsund manna. Nú er seinni sýningarvikan hafin. Sýn- ingunni lýkur sunnudaginn 29. maí. Kjarvalsstaðir eru opnir daglega kl. 14:00-22:00. Þingað um vinnuvernd á Norðurlöndum Erfiðisvinna, streitustörf og hætta á stórslysum á dagskrá 25.-28. maí verður haldið í Reykjavík sameiginlegt fulltrúaþing þeirra stofnana, sem annast vinnueftirlit og vinnuverndar- verkefni á Norðurlöndum. Þar verður m.a. fjallað um hvernig hægt er að draga úr hættu á stórslysum vegna efnanotkunar og efnaframleiðslu, álag og álagssjúk- dóma - og hvernig hægt er að hamla á móti skaðlegum áhrifum sem fylgja streitu og andlegu álagi við vinnu. Þessi þing eru haldin annað hvert ár og er það 16. sem nú stendur hér í Reykja- vík. Flutt verða inngangserindi sem síðan verða rædd. M.a. ræðir Eyjólfur Sæm- undsson um hættu frá ammoníakgeymum Áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi. Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráð- herra setur þingið, sem haldið er á Hótel Sögu. Vinnueftirlit n'kisins hefur annast undirbúning þess. Þátttakendur verða um 80. Norræna ráðherranefndin veitir fjárstyrk til þinghaldsins. Þeir sem kunna að hafa áhuga á gögnum og upplýsingum frá þinginu geta snúið sér til fræðslufull- trúa Vinnueftirlitsins. Representative wanted U.S. Company, established since 1904 seeks representative or distributor for first-class GOODYEAR Roof Coatings and other building maintenance pro- ducts made in U.S.A. Commiss- ions paid in dollars. Write in English to: CONSOLI- DATED INTER-CONTINENTAL CORP., 1801 East 9th St., Suite 202, Cleveland, Ohio 44114, U.S.A. Telex 98-0592 CONSO A. Fax: (216) 771-3620. Kvenfélagasamband íslands harmar sammþykkt bjórsins. Eftirfarandi samþykkt hefur borist frá Kvenfélagasambandi íslands: „Kvenfélagasamband íslands harmar að samþykkt hefur verið á Alþingi frumvarp sem heimilar sölu og dreifingu á áfengum bjór í landinu og ítrekar fyrri ábendingar sínar um afleiðingar þess, ekki síst gagn- vart börnum og ungmennum. Mikil hætta er á að áfengisneysla þeirra aukist með tilkomu bjórsins og um leið ýmis vandam- ál sem tengjast neyslu áfengis. Til að freista þess að draga sem mest úr skaðlegum afleiðingum áfengs bjórs þarf að koma til öflugt forvarnarstarf og aðhald á öllum sviðum: í uppeldi, skólum, félagsstafi, menningarlífi, fjöl- miðlum ogstjórnmálum. Kvenfélagasam- band íslands mun fylgjast vel með því að slíku forvarnarstarfi verði sinnt því oft var þörf en nú er nauösyn." Félag eldri borgara Opið hús í Goðheimum Sigtúni 3, fimm- tudag kl. 14. Frjáls spilamennska t.d. bridge eða lombert og kl. 19.30 félagsvist (hálft kort). Kl. 21 verður síðan dans. ÁRBÆJARAPÓTEK Árbæjarapótek er opið virka daga kl. 09:00-18:00 og á laugardögum kl. 09:00- 12:00. Sýning Gunnars Kristinssonar í Galleri B0RG í dag, fimmtud. 26. maíkl. 17:00opnar Gunnar Kristinsson sýningu í Gallerí Borg, Póstshússtræti 9. Gunnar Kristinsson er fæddur í Reykj- avík árið 1955. Hann stundaði tónlistar- nám í Vínarborg og Basel 1977 - ’81 og myndlistarnám í Kunstgeewerbeschule í Basel 1980 - ’84. Þetta er níunda einkasýning Gunnars, en hann hefur sýnt m.a. í Sviss og Austurríki. Auk þess hefur hann tekið þátt í samsýningum, gjörningum og tón- leikum í Sviss, Þýskalandi, Bandaríkjun- um og á íslandi. Við opnun sýningar sinnar frumflytur Gunnar eigið tónverk. Sýningin er opin virka daga kl. 10:00- 18:00 og um helgar kl. 14:00-18:00. Henni lýkur þriðjudaginn 7. júní. Opnunartími sundstaða Laugardalslaug - Vesturbæjarlaug - Breiðhultslaug. Þessar sundlaugar eru allar opnar á sama tíma: Mánudaga - föstudaga (virka daga) kl. 07:00 - 20:30 Laugardaga kl. 07:30 - 17:30 Sunnudaga 08:00 - 17:30 Sundhöll Reykjavíkur: Mánudaga - föstudaga (virka daga) Kl. 07:00 - 20:30, en vegna æfinga fþrótta- félaga verða frávik á opnunartíma í Sundhöllinni á tímabilinu 1. okt. -1. júní, og er þá lokað kl. 19:00 virka daga. Laugardaga 07:30 - 17:30 Sunnudaga 08:00 - 15:00. Lokunartími er miðaður við þegar sölu er hætt, en þá hafa gestir 30 mínútur áður en vísað er upp úr laug. Minningarkort Styrktarsjóðs barnadeildar Landakotsspítala Styrktarsjóður barnadeildar Landa- kotsspítala hefur látið hanna minninga- kort fyrir sjóðinn. Sigríður Björnsdóttir myndlistarmaður og kennari teiknaði fjögur mismunandi kort. Eftirtaldir staðir selja minningakortin: Apótek Seltjarnarness, Vesturbæjar- apótek, Hafnarfjarðarapótek, Garðs- apótek, Holtsapótek, Mosfellsapótek, Árbæjarapótek, Lyfjabúð Breiðholts, Reykjavíkurapótek, Háaleitisapótek, Kópavogsapótek, Lyfjabúðin Iðunn. Blómaverslanimar; Burkni, Borgarblóm, Melanóra Seltjamarnesi og Blómaval Kringlunni. Einnig em þau seld á skrif- stofu og bamadeild Landakotsspítala. ÚTVARP/SJÓNVARP 1 Fimmtudagur 26. maí 6.45 Veðurfregnir. Bæn, séra Gísli Jónasson flylur. 7.00 Fréttir. 7.03 í morgunsárlð. með Ragnheiði Ástu Péturs- dóttur. Fréttayfirlit kl. 7.30 og 8.30, fréttir kl. 8.00 og veðurfregnir kl. 8.15. Lesið úr forustugreinum dagblaðanna að loknu fréttayfirliti kí. 8.30. Tilkynningar laust fyrir kl. 7.30, 8.00, 8.30 og 9.00. Sigurður Konráðsson talar um daglegt mál laust fyrir kl. 8.00. 9.00 Fréttir. 9.03 Morgunstund barnanna: „Stúart litli“ eftir Elwin B. White. Anna Snorradóttir les þýðingu sína (4). (Áður flutt 1975). 9.30 Dagmál. Umsjón: Sigrún Björnsdóttir. 10.00 Fréttir. Tilkynningar. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Ég man þá tíð. Hermann Ragnar Stefáns- son kynnir lög frá liðnum árum. 11.00 Fréttir. Tilkynningar. 11.05 Samhljómur. Umsjón: Anna Ingólfsdóttir. (Einnig útvarpað að loknum fréttum á miðnætti). 12.00 Fréttayfirlit. Tilkynningar. Tónlist. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. Tónlist. 13.05 í dagsins önn - Börn og umhverfi. Umsjón: Ásdís Skúladóttir. 13.35 Miðdegissagan: „Lyklar himnaríkis“ eftir A.J. Cronin. Gissur Ó. Erlingsson þýddi. Finn- borg örnólfsdóttir les (8). 14.00 Fréttir. Tilkynningar. 14.05 Fyrir mig og kannski þig. Umsjón: Margrét Blöndal. (Frá Akureyri) (Einnig útvarpað aðfara- nótt þriðjudags að loknum fréttum kl. 2.00). 15.00 Fréttir. 15.20 Landpósturinn-Frá Norðurlandi. Umsjón: Jón Gauti Jónsson. 16.00 Fréttir. 16.03 Dagbókin. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpið. Fjallaðum sumarstörfbarna og unglinga. Umsjón: Sigurlaug M. Jónasdóttir. 17.00 Fréttir. 17.03 Tónlist á síðdegi - Dvorák, Duparc og Kodály. a. „Úti í náttúrunni“, forleikur op. 91 eftir Antonín Dvorák. Sinfóníuhljómsveitin í Ulster leikur; Vernon Handley stjórnar. b. Ljóða- söngvar eftir Henri Duparc. Jessye Norman syngur; dalton Baldwin leikur á píanó. c. „Páfuglinn", tilbrigði eftir Zoltán Kodálv um . ungverskt þjóðlag. Sinfóníuhljómsveitin í Búda- pest leikur; György Lehel stjórnar. 18.00 Fréttir. 18.03 Torgið - Úr atvinnulífinu. Umsjón: Jón Gunnar Grjetarsson. Tónlist. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Tilkynningar. 19.35 Daglegt mál. Endurtekinn þáttur frá morgni sem Sigurður Konráðsson flytur. 19.40 Að utan. Fróttaþáttur um erlend málefni. 20.00 Aðföng. Kynnt nýtt efni í hljómdiskasafni Útvarpsins. Umsjón: Mette Fanö. Aðstoðarmað- ur og lesari: Sverrir Hólmarsson. (Endurtekinn þáttur frá sunnudegi). 20.30 Tónlistarkvöld Ríkisútvarpsins. Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar sænska útvarpsins í Benwaldhallen 4. mars sl. Stjómandi: Esa- Pekka Salonen. a. Serenaða fyrir stóra hljóm- sveit í F-dúr op. 31 eftir Wilhelm Stenhammar. b. „Leaves" fyrir flórar sópranraddir, fjórar messósópranraddir, píanó, rafpíanó, hörpu og ásláttarhljóðfæri eftir Mikael Edlund. Félagar úr sænska útvarpskómum, Kroumata-flokkurinn og fleiri flytja. c. „Iberia", annar þáttur úr „Myndum fyrirhljómsveit“ eftirClaude Debussy. 22.00 Fróttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Eitthvað þar... Þáttaröð um samtimabók- menntir. Sjötti þáttur: Um breska leikritaskáldið Caryl Churchill. Umsjón: Freyr Þormóðsson og Kristín Ómarsdóttir. (Einnig útvarpað daginn eftirkl. 15.15). 23.00 Tónlist að kvöldi dags. a. „Verklárte Nacht“ op. 4 eftir Amold Schönberg. Fílharmoníusveit Berlínar leikur; Herbert von Karajan stjómar. b. Fiðlukonsert eftir Alban Berg. Itzhak Perlman leikur á fiðlu með Sinfóníuhljómsveitinni í Boston; Seiji Ozawa stjómar. 24.00 Fréttir. 24.10 Samhljómur. Umsjón: Anna Ingólfsdóttir. (Endurtekinn þáttur frá morgni). 01.00 Veðurfregnir. Næturútvarp á samtengdum rásum til morguns. FM 91,1 01.00 Vökulögin. Tónlist af ýmsu tagi í næturút- varpi. Fréttir kl. 2.00 og 4.00 og sagðar fréttir af veðri, færð og flugsamgöngum kl. 5.00 og 6.00. Veðurfregnir frá Veðurstofu kl. 4.30. 7.03 Morgunútvarpið. Dægurmálaútvarp með fréttayfirliti kl. 7.30 og 8.30 og fréttum kl. 8.00 og9.00. Veðurfregnirkl. 8.15. Leiðarardagblað- anna að loknu fréttayfirliti kl. 8.30. 10.05 Miðmorgunssyrpa. Einungis leikin lög með íslenskum flytjendum, sagöar fróttir af tónleikum innanlands um helgina og kynntar nýútkomnar hljómplötur. Umsjón: Kristín Björg Þorsteins- dóttir. 12.00 Fréttayfyrilit. Auglýsingar. 12.12 Á hádegi. Dagskrá Dægurmáladeildar og hlustendaþjónusta kynnt. Sími hlustendaþjón- ustunnar er 693661. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Á milli mála. Umsjón: Gunnar Svanbergs- son. 16.03 Dagskrá. Meinhornið verður opnað fyrir nöldurskjóður þjóðarinnar klukkan að ganga sex. Sem endranær spjallað um heima og geima. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Kvöldtónar. Tónlist af ýmsu tagi. 22.07 Nútíminn. Kynning á nýjum plötum, sagðar fréttir úr poppheiminum og greint frá tónleikum erlendis. 23.00 Af fingrum fram. - Eva Albertsdóttir. 24.10 Vökudraumar. 01.00 Vökulögin. Tónlist af ýmsu tagi í næturút- varpi til morguns. Að loknum fréttum kl. 2.00 verður endurtekinn frá mánudegi þátturinn „Á frívaktinni" þar sem Þóra Marteinsdóttir kynnir óskalög sjómanna. Fréttir kl. 2.00 og 4.00 og sagðar fréttir af veðri, færð og flugsamgöngum kl. 5.00 og 6.00. Veðurfregnir frá Veðurstofu kl. 4.30. Fréttir kl. 2.00, 4.00, 7.00, 7.30, 8.00, 8.30, 9.00, 10.00, 11.00, 12.00, 12.20, 14.00, 15.00, 16.00, 17.00,18.00,19.00, 22.00 og 24.00. SVÆÐISÚTVARP Á RÁS 2 8.07- 8.30 Svæðisútvarp Norðurlands 18.03-19.00 Svæðisútvarp Norðurlands 18.30-19.00 Svæðisútvarp Austurlands. Umsjón: Inga Rósa Þórðardóttir. SJÓNVARPIÐ Fimmtudagur 26. maf 18.50 Fréttaágrip og táknmálsfréttir. 19.00 Anna og félagar Italskur myndaflokkur fyrir börn og unglinga. Þýðandi Óskar Ingimarsson. 19.25 íþróttasyrpa. Umsjónarmaður Samúel Örn Erlingsson. 19.50 Dagskrárkynning 20.00 Fréttir og veður 20.35 Kastljós um innlend málefni 20 ár eru liðin frá því að hægri umferð var tekin upp á Islandi, en H-dagurinn var26. maí 1968. Umsjónarmað- ur Helgi H. Jónsson. 21.10 Matlock. Bandarískur myndaflokkur um lög- fræðingafeðgin í Atlanta. Aðalhlutverk Andy Griffith. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 22.00 Rannsókn Palme-málsins (Forum) Þáttur frá sænska sjónvarpinu um rannsóknina á morðinu á Olof Palme. Þýðandi Þrándur Thor- oddsen. (Nordvision - Sænska sjónvarpið) 22.55 Útvarpsfréttir í dagskrárlok. Fimmtudagur 26. maí 16.20 Líf og fjör í bransanum There is no business like Show Business. KMynd um fimm manna fjölskyldu sem lifir og hrærist í skemmt- anabransanum. Aðalhlutverk: Ethel Merman, Dan Dailey og Marilyn Monroe. Leikstjóri: Walter Lang. Framleiðandi: Sol C. Siegel. Þýðandi: Salóme Kristinsdóttir. 20th Century Fox 1981. Sýningartími 110 mín. 18:45 Fífldirfska Risking it All Breskir þættir um fólk sem stundar óvenjulegar óþróttir. Þýðandi Friðþór K. Eydal. Wesem World.________________ 19:1919:19 Lifandi fréttaflutningur ásamt umfjöllun um málefni líðandi stundar. 20:30 Nánar auglýst síðar. Stöð 2 21:10 Bjargvætturinn Equalizer. Spennandi sak- amálaþáttur með Edward Woodward í aðalhlut- verki. Þýðandi Ingunn Ingólfsdóttir. Universal. 22:00 Beggja skaut byr Scruples. Lokaþáttur. Aðalhlutverk: Lindsay Wagner, Barry Bostwick og Marie-France Pisier. Leikstjóri: Alan J. Levi. Framleiðandi: Leonard B. Kaufman. Þýðandi: Snjólaug Bragadóttir. Warner 1980. Sýningar- tími 90 mín. 23:30 Strákarnir The Boys in the Band. Nokkrir hommar eru samn komnir í íbúð á Manhatta til þess að fagna afmæli eins þeirra. Hver og einn kemur með þær áhyggjur og ótta sem fylgir því að vera samkynhneigður. Tímamótamynd. Aðalhlutverk: Leonard Frey, Kenneth Nelson, Cliff Gorman, Frederick Combs ofl. Leikstjóri: William Friedkon. Framleiðendur: Mart Crowley og Kenneth Utt. Þýðandi: Tryggvi Þórhallsson. CBS 1970. Sýningartími 120 min. 01:30 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.