Tíminn - 26.05.1988, Qupperneq 7

Tíminn - 26.05.1988, Qupperneq 7
Fimmtudagur26. maí 1988 Tíminn 7 Nær 80 byggðakjarnar í landinu með aðeins 50-199 íbúa: Ibúum strjálbýlisins hefur fækkað um hátt í tvö þúsund manns á aðeins hálfum áratug, eða úr 10% niður í 8,75% þjóðarinnar. Um síðustu ára- mót voru íbúar strjálbýlisins komnir niður í 21.625 manns og þurfti þá að bæta við 29 stöðum með samtals 3.146 íbúa til að spanna samtals 10% þjóðarinnar, samkvæmt endanleg- um mannfjöldatölum Hagstofunnar þann 1. des. 1987. Alls 247.357 íbúar var niðurstaða Hagstofunnar. Karlar voru rúmlega 1.100 fleiri en konur. íslendingum hefur samkvæmt þessu fjölgað um tæplega 12 þús. manns á fimm árum og er athygli vert að öll sú fjölgun og meira til hefur orðið á höfuðborgar- svæðinu og þeim 9 stöðum öðrum þar sem íbúar eru fleiri en 2.000 talsins. Á þeim stöðum búa nú 75% allra landsmanna. Aðeins fjórðung- ur býr því í sveitum landsins og 78 staðir sem aðeins hafa 50-199 íbúa hver. Af þeim stöðum voru 18 með yfir þúsund íbúa fyrir hálfum áratug en þeir eru nú komnir niður í 16. Aðeins á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri eru konur til muna fleiri en karlar. Á hinum fámennari stöðum landsins eru karlar samtals um 4 þúsund fleiri. - HEI Nýja hafnaraðstaðan í Lónkoti. Tímamynd ÓÞ Haf narbætur með nýstárlegu sniði Frá fréttaritara Tímans, Erni Þórarinssyni, Fljótum. Trillukarlar í Sléttuhlíð í Skaga- trillur. firði tóku nýlega í notkun nýja í>að var Jón Snæbjörnsson eigandi lega inn, þótt lágsjávað sé og staður- hafnaraðstöðu. Þetta var á bænum Lónkots sem hafði forgöngu um inn er í vari fyrir öllum áttum, nema Lónkoti, en þar voru aðstæður frá þessa framkvæmd, en verkið var norðvestri. Trillukarlarerunúóhult- náttúrunnar hendi hinar ákjósanleg- unnið með jarðýtu og skurðgröfu, ir með báta sína, en áður var þeim ustu. „á ódýrasta máta án hönnunar og ýmist lagt við akkeri skammt frá Þarna var höfnin grafin inn í verkfræðikostnaðar,“ eins og Jón landi, ellegar geymdir á Hofsósi. landið, þannig að grafin var um 40 Snæbjörnsson orðaði það í samtali Það eina sem skyggir nú á hjá metra langur og 10 metra breiður við fréttaritara fyrir skömmu. þeim sem þarna stunda útgerð er að skurður í gegnum sjávarkamb. Þar Aðstaðan sem þarna var komið grásleppu- og handfæraveiði hefur fyrir innan var allstór kvos í landið upp hefur nú verið notuð í um þrjár verið mjög treg til þessa. og þar er nú ágætt lægi fyrir nokkrar vikur, bátar komast þarna auðveld- þjóðarinnar Innan við 9% í strjálbýli Lögreglumenn stjómuðu umferðinni á flóknari hornum bæjarins enda hefði verið auðvelt að ruglast á því hvom megin háspennuturnsins bæri að aka. Hægri snú 1968-1988 í dag, 26. maí 1988 eru nákvæm- tega 20 ár liðin frá H-deginum svokallaða, þegar íslendingar skiptu yfir í hægri umferð. Gífur- legur undirbúningur var fyrir þessa skiptingu á sínum tíma enda gekk hún stórslysalaust fyrir sig og fyrstu vikurnar á eftir var mönnum uppá- lagt að brosa í umferðinni. Við birtum í tilefni dagsins tvær myndir frá 26. maí 1968. Hér má sjá þegar FÍB skipti yfir í hægri umferð á Skúlagötunni. Fréttamenn vora þar viðstaddir enda þótti FÍB táknrænt fyrir umferðarmenningu íslenskra bflstjóra. I——■—! IIII ——III!■! I lll I 11III ■ I ■IIIM—IIII ■■ I lll!■ I ■ ■ I I »—11 ll—IMI III —1 —I I ——III Öryrkjabandalag íslands mótmælir álagningu söluskatts á hjálpartæki fatlaðra: Osvífin árás á kjör fatlaðra Stjórn Öryrkjabandalags íslands hefur sent ályktun til ríkisstjórnar íslands, þar sem er mótmælt álagn- ingu söluskatts á hjálpartæki fatl- aðra, en um síðustu áramót tóku gildi ný lög um tollskrá og söluskatt, þar sem undantekningarákvæðum frá söluskatti var mjög fækkað. Arn- þór Helgason formaður stjórnar Ör- yrkjabandalagsins sagði á blaða- mannafundi fyrir skömmu að breyt- ingarnar sem tóku gildi um áramótin væri kjaraárás á hendur fötluðum. Á fundinum sem fulltrúar Ör- yrkjabandalagsins efndu til kom fram að samkvæmt hefð sem mynd- ast hefði á undanförnum áratugum hefðu þau hjálpartæki, sem undan- þegin voru tollum, jafnframt verið undanþegin söluskatti. En með breytingum á skattalögum um síð- ustu áramót hefði þetta hins vegar breyst. Sagði Arnþór að í samtölum og með bréfum til fjármálaráðuneyt- isins hefði ítrekað verið farið fram á leiðréttingu á þessum málum, en enn sem komið væri hefði árangur- inn einungis orðið sá að nú væri reglan um söluskatt undantekning- arlaus, en á áætlun væri að veita opinberum stofnunum sem flytja inn hjálpartæki fyrir fatlaða aukafjár- veitingu til þess að geta mætt þessum viðbótarkostnaði. I þessu sambandi benti Arnþór á að fleiri aðilar en opinberar stofnanir flytji inn hjálp- artæki, en njóti ekki aukafjárveit- inga, sbr. samtök fatlaðra. Með nýju skattalögunum, sagði Arnþór, voru styrkir samkvæmt lög- um frá 1983, vegna tækjakaupa fatl- aðra til náms eða starfa, ásamt styrkjum til bifreiðakaupa nú skatt- lagðir. Sagði hann að hér væri um ósvífna árás á kjör fatlaðra að ræða, enda væru hámarks örorkubætur með öllum hugsanlegum viðbótum aðeins um 33 þús. kr., efviðkomandi býr einn. Endurgreiðslur á skattin- um, sagði Arnþór að kæmu að litlum notum þar sem flestir þeirra, sem njóta þessara styrkja væru lágtekju- fólk sem ekki gæti veitt sér þann munað að bíða eftir endurgreiðslu ríkissjóðs. Arnþór sagði að ekki mætti gleyma því seni vel hefði verið gert, þ.e. að Alþingi hefði samþykkt að leyfa niðurfellingu á tryggingum bif- reiða og að samþykktur hefði verið sérstakur tekjustofn sem bandalag- inu væri heimilt að nota til bygginga- framkvæmda. -ABÓ Ingvi Hrafn skrifar bók Frjálst framtak hf. hefur gert samning við Ingva Hrafn Jónsson fyrrum fréttastjóra sjónvarpsins um útgáfu bókar sem hann vinnur nú að um störf sín á sjónvarpinu. Þar mun hann greina frá við- burðaríkum og oft stormasömum tímum í fréttastjórastólnum. Þessi bók verður skýring Ingva Hrafns á þeim atburðum sem leiddu til þess í apríllok að hann var leystur frá störfum fyrirvara- laust.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.