Tíminn - 26.05.1988, Blaðsíða 10

Tíminn - 26.05.1988, Blaðsíða 10
10 Tíminn Fimmtudagur26. maí 1988 lllllllllllllllll TÓNLIST II!1!1' ■liillllllllllllHHHHIII!:"'- ■.i!!lllllllllllllll|l|lil^::. "!!!!l!lllllllllllllllli'|,i i.iiillillllllllllllll|l!ll:!!" ................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................. .......... .:ii;illlllllllllllllll!!IIH'" ...........................................................................................................................................................................................................................■Illlllllllilllllllllll.....................................................................................IIIIIIIIIIIllllllllll Þúsund verk íslenskra 65 höfunda. Þetta eru stór hljóm- sveitarverk, kammerverk, einleiks- verk, konsertar alls konar og svo fleira og fleira. Tónskáldin sáu sér hag í að koma verkum sínum til okkar og nú er svo komið að við þurfum ekki að ganga eftir að fá þau lengur. Miklu erfiðara er að fást við það sem eldra er. Margt af því liggur á Landsbókasafni eða þá á hjá Ríkis- útvarpinu, en annað er dreift í vörslu ekkna og annarra afkomenda látinna tónskálda og við höfum áhyggjur af því að víða muni fólk ekki hafa skilning á að meta þetta og halda til haga. Já, við óttumst að Bergljót með eitt nýju tónverkanna sem gefin voru út á afmælinu. Þetta er aðeins byrjun á miklu meira að hennar sögn. undantekningarlaust um miklar tóngersemar að ræða, heldur er þetta þáttur í menningarsögu okkar, sem hefur verið vanræktur. Þáttur í þessum erfiðleikum er sá að þar sem útgáfa íslenskra tónverka var mjög laus í böndunum á fyrri tíð, brást oft að fylgt væri prentskilaskyldu gagn- vart Landsbókasafni, svo ekki er á vísan að róa þegar til safnsins er leitað eftir hlutum sem við vitum að hafa verið til. Einnig er ljóst að mikill hluti íslenskrar tónlistar hefur aldrei verið gefinn út, svo aldrei hefur á skilaskyldu reynt. þær kynningu á verkum þeirra og verða til þess að þau verða oftar og víðar leikin, sem aftur mun verða þeim nokkur tekjulind. Enn er að nefna útgáfu á verkum fyrir tónlist- arskóla, sem mikil vöntun hefur verið á. f byrjun kemur út hefti með léttum píanólögum, sem hlotið hafa nafnið „Á tíu fingrum um heiminn,“ en höfundur laganna er Elías Davíðsson. Þá er útgáfa hljómplatna með íslenskum tónverkum mikilvægur liður hjá okkur, en á sl. þrem árum höfum við gefið út átta hljómplötur Kynning erlendis „Ég hef eins og ég áður sagði verið framkvæmdastjóri hér í eitt og hálft ár. Ég lauk prófi sem píanókennari frá Tónlistaskólanum og kenndi eftir það um tíma tónlist í skólum á Snæfellsnesi. Þá hélt ég til Banda- ríkjanna, þar sem ég tók masterspróf sem tónlistarkennari og kenndi er heim kom bæði við Tónlistarskólann og Tónmenntaskólann og um tíma í æfingadeild Kennaraháskólans og vann að gerð tónlistarnámsefnisfyrir Námsgagnastöfnún/ En' nú. hef 'ég (Tímamynd: Gunnar) í september í haust mun leiðin svo liggja til Póllands á hátíðina „Var- sjárhaust“, sem er einn öflugasti kynningarvettvangur nútímatónlist- ar nú. Þar munu fulltrúar heims- sambands tónlistarmiðstöðva þinga. Að Póllandshátíðinni lokinni er ætl- unin að ég haldi til Svíþjóðar á árlegan samstarfsfund norrænu tón- Tistarmiðstöðvanna, en milli okkar er mikil samvinna, og í desemberfer ég til Bandaríkjanna. Boð sem þessi eru mörg og þátttakan ræðst ein- gpngu atþví Jtve miklu.Qkk.ur lekst að.sinna. hætt öllum kennslustörfum og sný mér alfarið að þeim miklu verkefn- um sem hér eru fyrir hendi. Framan af þurfti ég að gera allt ein og ganga í alls konar sérfræðingsstörf, ef svo má segja. Jú, það var að vísu uppörvandi að sjá að maður gat' valdið þessu, en of mikið má af öllu gera. Nú hef ég tvo aðstoðarmenn og get komið verkefnum yfir á aðra og um ieið helgað mig í meiri mæli því sem mér helst þykir knýjandi. Það er spennandi að vinna hér á grundvelli breyttra og betri starfsað- stæðna og við hyggjumst gera mikið átak í að kynna íslenska tónlist erlendis. Nú í maí mun ég fara til Bremen, þar sem haldin verður kynning á norrænni tónlist á hátíð sem nefnist „Pro Musica Nova“. Þar verður flutt verk eftir Atla Heimi og tveimur kvöldum verður varið f almennari kynningu á hverju landi fyrir sig, þar sem flutt verða brot úr óperum, kvikmyndum og flytjendur og tón- skáld tjá sig með ýmsum hætti. Þessu öllu er svo ætlað að enda í allsherjar fagnaði á götum úti. ís- lensku tónlistinni mun verða mikill gaumur gefinn þarna, þar sem hún hefur ekki verið eins í forgrunni og verk tónskálda frá hinum Norður- löndunum til þessa og er ætlunin að á blaðamannafundi sem haldinn verður í tenglsum við hátíðina muni gott tækifæri bjóðast okkar fólki. Þá er ég að reyna að ná athygli v-þýskra sjónvarpsmanna, sem auðvitað yrði þýðingarmikið ef tækist. Hugsjón íslenskra tónskálda Já, það voru islensk tónskáld sem áttu frumkvæðið að því að koma Tónverkamiðstöðinni á stofn og hún var raunar rekin fyrir þeirra fé lengst af. En það gekk auðvitað ekki - það var eins og rithöfundar rækju Lands- bókasafnið. En markmiðið var að fjölfalda og veita upplýsingar um íslensk tónverk. Áður var ekki um neinn aðila að ræða sem hægt var að vísa á og þegar beiðni kom til tónskálda um afrit af verkum þeirra, urðu þau jafnvel að vísa slíku frá sér vegna mikils fjölföldunarkostnaðar með þeirra tíma tækni. Úr þessu reyndi Tónverkamiðstöðin að leysa og segja má að fyrirtækið hafi lengi verið til í kring um eina ljóritunar- vél. En þetta bar árangur og brátt fjölgaði verkum sem hægt var þar með að benda á á einum samastað. Nú áætlum við að hér séu saman- komin um 1000 íslensk tónverk eftir tónhöfunda söfnuð á einn stað í séríu. Þetta hefur verið unnt vegna sérstaks velvilja Sinfóníuhljómsveit- arinnar og Ríkisútvarps, sem gefið hefur alla upptökuvinnu og flytj- enda, sem tekið hafa smánarlega lágt gjald fyrir sína vinnu. Þetta vonum við að fari að breytast til batnaðar. Nú er von á geisladisk með Hamrahlíðarkómum undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur og hljómsveitarverk í flutningi S.í. und- ir stjórn Petri Sakari. Verkin sem þar verða flutt em eftir Jón Nordal, Hafliða Hallgrímsson. Magnús Blöndal Jóhannsson og Leif Þórar- insson. En útgáfa okkar spannar fleiri svið, því í haust er von á íslenskri tónlistarsögu eftir Göran Bergendal, sem fjallar um íslenska tónlistarsögu á þessari öld fram til ársins 1986. Þar verður að finna umfjöllun um tón- skáld og verk þeirra ásamt almennri umfjöllun um stefnur og strauma. Bók þessi mun innihalda mikið af upplýsingum sem ekki hafa verið aðgengilegar á einum stað til þessa. Hún mun koma til með að hafa mikið gildi fyrir leikmenn er fræðast vilja um tónlistarlíf okkar á þessari öld og þá sem vinna við hana dags daglega." - rætt viö Bergljótu Jónsdóttur, framkvæmdastjóra, á 20 ára afmæli Tónverkamiðstöðvarinnar. Tónverkamiðstöðin er nú 20 ára. Sjálfsagt kannast fáir við þetta fyrirtæki, því það hefur ekki verið mikið inni í hinni daglegu umræðu og algjörlega utan við hávaðasaman auglýsingaheim nútímans, enda er þetta stofnun sem ekki er ætlað að skila arði í eiginlegum skilningi. Þess merkari er sá arður sem vonir stofnendanna fyrir 20 árum stóðu til að Tónverkamiðstöðin skilaði - sem var sá að halda til haga, gefa út og kynna íslensk tónverk frá eldri sem nýrri tíð. Tónverkamiðstöð- in hefur lengst af starfsævi sinni ekki átt upp á annað rekstrarfé að hlaupa en hugsjón og sjóði aðstandenda sinna og velunnara, en nú hefur sem betur fer birt talsvert upp. Miðstöðin hefur fengið ný og rúmgóð húsakynni að Freyjugötu 1 og fengið þrjá starfsmenn í tvær stöður. Það er Bergljót Jónsdóttir, píanóleikari, sem veitt hefur henni forstöðu síðasta eitt og hálft áríð og til hennar leituðum við í því skyni að fræðast um hvernig miðar. Efling útgáfustarfs Útgáfustarf hefur frá upphafi ver- ið á dagskrá Tónverkamiðstöðvar- innar, en það hefur því miður verið afar slitrótt. í kring um 1970 voru þó nokkur verk gefin út, en eftir það varð hlé. Nú á 20 ára afmælinu hefur okkur hins vegar tekist að gefa út sex hefti með íslenskum kammer og einleiksverkum, sem eru eftir Þorkel Sigurbjörnsson, Atla Heimi, Jónas Tómasson, Jón Nordal og Áskel Másson og átta sálmforleikir eftir Leif Þórarinsson, Gunnar Reyni Sveinsson, Ragnar Björnsson, Jón Nordal, Atla Heimi og Þorkel Sigur- björnsson. Von er á fleiru innan tíðar, enda vonum við að hér sé aðeins um að ræða byrjun á miklu og öflugu útgáfustarfi. Ekki hafa tónskáldin fengið greiðslur fyrir þessar útgáfur. Hins vegar auðvelda „Já, ég er fyrsti framkvæmdastjór- inn, sem Tónverkamiðstöðin hefur haft tök á að ráða,“ segir Berljót. „Áður hvíldi starfsemin mest á herð- um einnar manneskju, Kristínar Sveinbjörnsdóttur og stjórnarinnar og allt var unnið meira og minna launalaust. Þetta var, eins og við höfum stundum sagt, rassvasafyrir- tæki, sem var rekið sem slíkt, alveg þar til gat kom á vasann! Þá var sýnt að ekki þýddi annað en reyna það sem aldrei hafði verið nægilega unn- ið í - að fá opinbera aðila til að styðja þetta starf. Og það reyndist mögulegt. Bæði menntamála og fjármálaráðuneytið hafa sýnt okkur góðan skilning, en því miður er ekki hægt að segja það sama um Reykja- víkurborg til þessa. Vonandi verður þar þó breyting á. Hið opinbera leggur nú í fyrsta sinn meira til en tónskáldin. eitthvað muni týnast í vorhreingern- ingum einn daginn og aldrei finnast aftur. Það tekur mikinn tíma hjá okkur að leita slíka hluti uppi og reyna að bjarga þeim frá glötun. Ekki svo að skilja að þarna sé

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.