Tíminn - 29.06.1988, Blaðsíða 3

Tíminn - 29.06.1988, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 29. júní 1988 Tíminn 3 Ríkisstjórnin lætur 8% hækkun Landsvirkjunar afskiptalausa og skriða hækkana veltur af stað: Landsvirkjun meðal n'kisfyrirtækja Umræður um 8% hækkun Landsvirkjunar drógust á langinn á ríkisstjórnarfundi í gær og svo fór að eftir nokkuð skiptar skoðanir ákvað ríkisstjórnin að láta kyrrt liggja. Þó ákváðu ráðherrarnir að staðfesta fyrri orð sín um að ákvæðum bráðabirgðalaganna hafi verið ætlað að ná yfir Landsvirkjun á sama hátt og önnur fyrirtæki í ríkiseign. Hækkunin mun því velta af stað skriðu af gjaldskrárhækkunum meðal allra almenningsrafveitna. Rafmagnsreikningurinn frá Rarik mun hækka um 8% frá næstu mánaðamótum og eru 5% þeirrar hækkunar til komin vegna hækkunar Landsvirkjunar. Fór Rarik fram á 11,5% hækkun, en ríkisstjórnin samþykkti ekki nema þessi 8%. Á ríkisstjórnarfundinum var einnig ákveðið að skipa þriggja ráðherra nefnd allra flokkanna til að fylgjast með hækkunum hjá Pósti og síma. Þá hækkaði gjaldskrá Rafmagnsveitna Reykja- víkur um 5% með samþykki borg- arráðs. Einnig var samþykkt að Hitaveita Reykjavíkur mætti hækka gjaldskrár sínar um 12%. Skriðan fer því á fullri ferð inn í heimilisreikninga landsmanna um næstu mánaðamót. Þau sjónarmið urðu þó ofaná að lyktum að hækkunin hafi verið það hófleg að ekki þyki ástæða til að krefja stofnunina um að taka hana til baka. Ekki náðist í formann sjálfstæðismanna og forsætisráð- herra eftir ríkisstjórnarfundinn, en Tíminn innti hina formennina tvo eftir því hvernig þeir mætu niður- stöðu ríkisstjórnarfundarins. Jón Baldvin Hannibalsson, fjármála- ráðherra og formaður Alþýðu- flokksins, sagði að ljóst hafi verið að ákvæði laganna hafi frá upphafi verið talin ná yfir Landsvirkjun. Hér sé þó um orðinn hlut að ræða og ekki verði við því hróflað. Steingrímur Hermannsson, utan- ríkisráðherra og formaður Fram- sóknarflokksins, segist ekki sjá annað en erfitt verði að framfylgja bráðabirgðalögunum eftir þessa samþykkt stjórnarinnar og spyr hver eigi þá að hlýða lögunum, ef ekki þeir sem skilmerkilega er skírskotað til við lagasetninguna. í samtali sem Tíminn átti við Friðrik Sophusson iðnaðarráð- herra í gær, vildi hann gera athuga- semdir við fréttaflutning Tt'mans frá því gær. í fyrsta lagi benti Friðrik á að bókun sú er Páll Pétursson setti fram á stjórnar- fundi Landsvirkjunar, þegar gjaldskrárhækkunin var rædd, hafi ekki komist rétt til skila í Tíman- um. Segir Friðrik að Páll hafi bókað að samkvæmt anda laganna teldi hann að ríkisstjórn ætti að fjalla um málið og hann myndi ekki standa í vegi fyrir gjaldskrár- hækkun ef samþykki ríkisstjórnar- innar fengist. í öðru lagi benti Friðrik á að ranglega hafi verið hermt í Tíman- um í gær að hann hafi haft samráð við annan trúnaðarmann ríkis- stjórnarinnar varðandi hækkanir á opinberri þjónustu. Rétt segir „Ég tel það afar alvarlegt að fyrirtæki eins og Landsvirkjun skuli leyfa sér að ganga þvert gegn bráðabirgðalögunum. Það fór ekk- ert á milli mála, og þeim var það ljóst eins og öllum öðrum, að ríkisstjórnin taldi þetta ákvæði ná til Landsvirkjunar," sagði Stein- grímur Hermannsson, utanríkis- ráðherra og formaður Framsókn- arflokksins, eftir ríkisstjórnarfund í gær, þegar hann var spurður álits Friðrik vera að hann hafi leitað álits beggja trúnaðarmannana, sem eru þeir Þórður Friðjónsson for- stjóri Þjóðhagsstofnunar og Georg Ólafsson verðlagsstjóri. Hvorugur þeirra gerði athugasemdir við hækkunarbeiðni Landsvirkjunar, að sögn Friðriks. KB/ES um hækkun á gjaldskrá Lands- virkjunar. Sagði hann að þessi hækkun hefði verið rædd á ríkis- stjórnarfundinum sérstaklega og sá skilningur hafi verið staðfestur að það hafi verið hugmynd ríkis- stjórnarinnar að bann við hækkun opinberrar þjónustu næði ótvírætt til Landsvirkjunar. „Ég tel það skipta öllu máli að þetta var gert þvert á bráðabirgða- Orðinn hlutur „Það er Ijóst að Landsvirkj- un er ekki ríkisfyrirtæki í venjulegum skilningi. Hins vegar var skilmerkilega frá því gengið, þegar ríkisstjórnin gekk frá sinni yfirlýsingu, að málefni Landsvirkjunar yrðu tekin fyrir af ríkisstjórn, eins og um hvert annað ríkisfyrir- tæki væri að ræða,“ sagði Jcn Baldvin Hannibalsson, fjár- málaráðherra og formaður Al- þýðuflokksins. Sagði hann að það hafi fyrst og fremst verið spurning um pólitískt sam- komulag. Hvað varðar hækkanirnar hjá Landsvirkjun fyrir helgi, sagði Jón Baldvin að þetta væri orðinn hlutur sent ríkisstjórnin stæði nú frammi fyrir. KB lögin. Aðrir í ríkisstjórninni töldu það skipta meira máli að hér var um frekar hógværa hækkun að ræða. En ég veit bara ekki hverjir ætla að hlýða þessum lögum. Ég sé það ekki. Mér finnst þetta vera afar alvarlegt mál og get ekki betur séð en þessar ráðstafanir sem þarna voru gerðar, séu meira og minna brotnar á bak aftur,“ sagði Stein- grímur. KB Steingrímur Hermannsson, formaöur Framsóknarflokksins: Ákvæðið náði til Landsvirkjunar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.