Tíminn - 29.06.1988, Page 19

Tíminn - 29.06.1988, Page 19
Miðvikudagur 29. júní 1988 Tíminn 19 Spennan í hámarki? Fær ekki túskilding Deborah Presley, 32 ára kona, sem heldur því fram að hún sé dóttir Elvis, hefur nú gert kröfu í hluta af auðæfum hans. En Lisa Maria, sem árið 1993 fær arfinn greiddan, vill ekki deila neinu með henni. Móðir Deboruh, Barbara Jean Young, 48 ára, hitti Elvis áður en hann varð frægur, í Charlotte í Norður-Karólínu árið 1954. Þau urðu ástfangin, en hann þurfti að fara, svo þau skrifuðust á. - Mamma fór líka út með öðrum, segir Deborah, - en 1955 kom Elvis aftur. Hann tók á leigu lítið hús og mamma, sem var bara 16 ára, hljópst að heiman til að geta verið hjá honum. Lisa Maria, dóttir Elvis og Pris- cillu, fussar bara að þessu öllu saman. - Þú færð ekki túskilding með gati af auðæfum pabba, segir hún. Nú kemur til kasta laganna um arfinn. Árið 1993 fær Lisa Maria Craceland, heimili Elvis og alla peningana, auk tekna af plötum og kvikmyndum. Deborah gerir kröfu til jafnvirði 5 milljarða og segist munu berjast með kjafti og klóm, þó svo það taki mörg ár, til að fá staðfest að hún sé dóttir Elvis. Lisa Maria hefur varað Deboruh bæði símleiðis og skriflega við því að höfða mál. - Ef þú vilt endilega vera dóttir Elvis, þá verðurðu að skipta við mig. Gjörðu svo vel! Deborah kveðst hafa svarað því til að hún þyrfti ekki að skipta við hana, til að vera dóttir Elvis. Lisa svaraði þá, að blóðrannsókn sann- aði ekkert, en hingað til hafa átta blóðrannsóknir staðfest, að De- borah getur sem best verið dóttir hans. Deborah er ekki bitur gagnvart Lisu. - Ég vorkenni henni bara. Hún er með herskara af lög- fræðingum og alls kyns ráðgjöfum í kring um sig, en er samt alltaf einmana. Mamma uppgötvaði sumarið 1955 að hún var ófrísk, heldur Deborah áfram. - Þá giftist hún Don Yandel, sem hélt að hann væri faðir minn, alveg þar til Elvis lést. Þann dag skildu mamma og pabbi. Aðeins amma hefur vitað sannleikann öll þessi ár. Mamma þorði aldrei að segja Elvis frá mér, af ótta við að hann tæki mig frá henni. Ég hef farið til spákvenna, sem segja að ég sé dóttir afar auðugs manns. Ég spurði mömmu, en hún sagði mér ekkert, fyrr en Elvis var allur og hún skilin við Don. Mikið af tekjunum, sem slagur- inn stendur um, kemur frá Grace- land, sem er opið almenningi. Hótel og verslun í grenndinni gefa líka vel af sér, ásamt réttindum ýmisskonar. Um er að ræða allt að hálfum milljarði árlega. En daginn sem Elvis lést, var ekki bjart framundan. Priscillu var tilkynnt, að eignirnar væru mun minni en talið hafði verið og þess vegna ákvað hún að opna Grace- land almenningi. Það hefur síðan reynst hrein gullnáma. Deborah hefur beðið Lisu Mariu að loka æskuheimili sínu, en Lisa hlustar ekki á hana. Nú hefur hún sjálf fengið áhuga á Graceland og býr þar öðru hvoru. Lisa mun aldrei selja staðinn, en halda hann í heiðri föður síns vegna. Deborah Presley vinnur fyrir sér sem leikari. - En ég ætla að berjast fyrir þeim rétti mínum, að verða viðurkennd dóttir Elvis Presley og mínum hluta arfsins. Á bókarkápum metsöluhöf- undarins Fredericks Forsyth er vanalega sagt frá söguþræði bókarinnar og svo kemur vana- lega: „Þessi bók er ein af þeim bestu sem höfundur hefur látið frá sér fara og spennan er í hámarki". Ljósmyndari sem sá „spennu- bókahöfundinn“ Frederick For- syth úti á lífinu með leikkonunni Faye Dunaway, giskaði á að þarna væri „spennan í hámarki" eins og segir í bókakynningunum. Faye Dunaway er reyndar nýskil- in, og segja góðar heimildir, að þau Forsyth sjáist víða saman. Fríða Vá, vöðvi kraftakarls- ins er 5 sm svcrari en mitti fyrirsætunnar! og dýrið Kraftakarl í Ameríku, sem nefndur er Rick „Grábjörn" Brown, er sagður hafa komist í heimsmetabók Guinness þar sem upphandleggsvöðvar hans séu þeir mestu í heimi! Því til sönnunar lét hann fyrirsætu eina, Ginu McCul- lough, mæla handlegginn á sér og bera saman við mittismál hennar. Handleggsvöðvi Ricks reyndist tveimur tommum (um 5 sm) sverari en mitti stúlkunnar. Hún var 23 þuml. (58 sm) í mittið - en Rick 25 þuml, (63 sm). Rick Brown er frægur vöðva- og kraftakarl. Hann er 367 pund á þyngd, 129 sm í mittið og brjóstmál hans er 166 sm!

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.