Tíminn - 29.06.1988, Blaðsíða 11

Tíminn - 29.06.1988, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 29. júní 1988 Tíminn 11 (ÞRÓTTIR Spennan eykst á Wimbledonmótinu í tennis: Pat Cash og Boris Becker eigast við - Meistarinn frá því í fyrra þarf að leggja bæði Becker og Ivan Lendl til þess eins að komast í úrslitaleikinn Ljóst er orðið hvaða átta tennis- leikarar keppa um sæti í undanúrslit- um á Wimbledonmótinu í tennis sem nú stendur sem hæst í Lundún- um. Síðustu leikirnir í fjórðu umferð voru í gær og töpuðu þá bæði Jimmy Connors sem talinn var sá fimmti besti á mótinu og Henri Leconte sem hafði töluna 7. Leconte tapaði fyrir Tim Mayotte í jöfnum og spennandi leik og Connors lá í álíka jöfnum leik gegn Patrick Kuhnen. Boris Becker vann aftur á móti öruggan sigur á Paul Annacone. í átta manna úrslitum mætast Ivan Lendl frá Tékkóslóvakíu (1. í röð- inni) og Bandaríkjamaðurinn Tim Mayotte (10), Pat Cash frá Ástralíu (4) og Boris Becker frá V-Þýskalandi (6), V-Pjóðverjinn Patrick Kuhnen (-) og Svíinn Stefan Edberg (3) og Ioks Tékkinn Miloslav Mecir (9) og Mats Wilander frá Svíþjóð (2). Hnefaleikar: Tyson 91 sekúndu að verja titilinn Mike Tyson varði í fyrrinótt heimsmeistaratitil sinn í hnefa- leikum og var snöggur að. Áskor- andinn, Michael Spinks, vissi ald- rei hvað sneri upp og hvað niður í hringnum og ekki leið á löngu áður en Tyson hafði slegið hann í gólfið. Spinks stóð upp þegar dómarinn hafði talið upp að þremur en fór brátt sömu Ieið aftur. Dómarinn taldi upp að tiu án þess að Spinks næði að standa á fætur og viðureignin var á enda þegar aðeins ein mínúta og 31 sekúnda var liðin af fyrstu lotu. Spinks hafði áður unnið 31 keppni í röð og hann hefur aldrei fyrr verið rotaður á atvinnu- mannsferli sínum. Eftir sigur Tyson hafa hnefa- leikamenn rætt um að hann hafi sýnt í eitt skipti fyrir öll hver sé bestur og að það verði bið á að einhver skori hann á hólm. - HÁ/Reuter Sigurður tekur pokann sinn Sigurður Halldórsson þjálfari 1. deildarliðs Völsunga í knatt- spyrnunni hefur verið leystur frá störfum. Kemur sú ákvörðun í kjölfar slaks gengis liðsins í deild- inni en þar hafa Völsungar aðeins fengið eitt stig úr sjö leikjum. - HÁ Pat Cash á titil að verja frá fyrra ári en þrátt fyrir ágætt gengi hans það sem af er móts gæti það reynst erfitt því til þess eins að komast í úrslitaleikinn þarf hann að leggja Boris Becker í átta manna úrslitum og síðan að öllum líkindum Ivan Lendl í undanúrslitum. Cash og Becker eru taldir tveir bestu tennis- leikarar heims á grasvelli og olli nokkrum vonbrigðum þegar dregið var fyrir mótið og kom í Ijós að þeir gætu ekki mæst í úrslitum. Peir keppa í dag og telja sérfræðingar að sigurvegarinn úr þeirri viðureign ætti að verða Wimbledonmeistari í ár. Ekki eru þó allir þar sammála því til eru menn sem telja að Ivan Lendl sé sérlega sterkur um þessar mundir. Gras hefur aldrei verið í miklu uppáhaldi hjá honum en eftir að hann vann sigur í mjög erfiðri viður- eign við Astralíumanninn Mark Woodforde í fyrradag (7-5, 6-7, 6-7, 7-5, 10-8) hefur hann þótt líklegri til afreka. Er þar cinkum tekinn með í reikninginn mikill andlegur styrkur hans og það haft til marks og reyndar haft eftir Lendl sjálfum að það hafi öðru fremur verið einbeitingin sem færði honum sigur á Woodforde. - HÁ/Reuter Ivan Lendl þótti sýna mikið andlegt atgervi þegar hann lagði Mark Woodforde. I dag kemur í Ijós hvort það dugir gegn Tim Mayotte. Frjálsar íþróttir: Zelezny nærri eigin meti í spjótkastinu Heimsmethafinn Jan Zelezny frá Tékkóslóvakíu kastaði spjótinu 86,88 metra á frjálsíþróttamóti í Leverkusen í gærkvöldi. Petta er lengsta kast ársins í greininni og aðeins 78 sentimetrum frá heims- metinu sem Zelezny setti sjálfur í fyrra. Zelezny vann mjög öruggan sigur á mótinu en í öðru sæti varð V-Þjóð- verjinn Klaus Tafelmeier sem kast- aði 83,40 m. Má í því sambandi geta þess að íslandsmet Einars Vilhjálms- sonar frá því sl. laugardag er 84,66 m en þessir kappar verða að líkind- um allir meðal keppenda á Grand Prix móti í Helsinki annaðkvöld. Hans Schenk þjálfari Tafelmeiers sagði eftir keppnina í gærkvöldi að hann byggist við að Zelezny yrði sterkasti kastari heims á árinu. „Alltaf þegar hann keppir á maður von á heimsmeti þá og þegar,“ sagði Schenk. Árangur Zelezny var hápunktur- inn á annars fremur slöku móti í Leverkusen. Carl Lewis keppti þó í 200 m hlaupi og fékk tímann 20,24' sek. en Heinz Weis sem tvíbætti v-þýska metið í sleggjukasti vann hug og hjörtu 7000 áhorfenda á mótinu. Hann kastaði fyrst 81,86 m en endaði á 82,52 metra kasti. Carl Lewis keppti í fyrrakvöld á móti í Lille í Frakklandi og varð fyrstur til að hlaupa 100 metrana á innan við 10 sekúndum í ár. Hann fékk tímann 9,95 sek. í örlítið of miklum meðvindi, 2,80 m/sek. Cal- vin Smith fyrrum heimsmethafi varð í öðru sæti í hlaupinu á 10,03 sek. - HÁ/Reuter Landsliðið valið Frjálsíþróttalandsliðið keppir við Skota og íra í Edinborg 9. júlí næstkomandi. Tveir keppendur eru í grein og fer keppnin öll fram á einum degi. Hópurinn sem keppir verður því stór og telur á fimmta tug. Mun það vera stærsti landsliðs- hópur sem Frjálsíþróttasambandið hefur sent til keppni á einu móti. Hópurinn hefur verið valinn og er hann skipaðureftirtöldum: Karlar: 100 m: Jón A. Magnússon, Jóhann Jóhannsson. 200 m: Gunnar Guðmundsson, Jóhann Jóhannsson. 400 m: Oddur Sigurðs- son, Guðmundur Sigurðsson. 800 m: Guð- mundur Sigurðsson, Hannes Hrafnkelsson. 1500 m: Steinn Jóhannsson, Bessi Jóhannes- son. 5000 m: Már Hermannsson, Frímann Hreinsson. 3000 m hindrun: Daníel Guð- mundsson, Jóhann Ingibergsson. 110 m grind: Þorvaldur Þórsson, Hjörtur Gíslason. 400 m grind: Egill Eiðsson, Hjörtur Gíslason. 4x100 m boðhlaup: Jón A. Magnússon, Jó- hann Jóhannsson, Þorvaldur Þórsson, Einar Þ. Einarsson. 4x400 m boðhlaup: Oddur Sigurðsson, Egill Eiðsson, Gunnar Guð- mundsson, Hjörtur Gísiason. Langstökk: Jón A. Magnússon, Ólafur Guðmundsson. Þrístökk: ólafur Þórarinsson, Unnar Vil- hjálmsson. Hástökk: Gunnlaugur Grettisson, Unnar Vilhjálmsson. Stangarstökk: Sigurður T. Sigurðsson, Kristján Gissurarson. Kúlu- varp: Pétur Guðmundsson, Eggert Bogason. Kringlukast: Vósteinn Hafsteinsson, Eggert Bogason. Spjótkast: Sigurður Einarsson, Ein- ar Vilhjálmsson eða Unnar Garðarsson. Sleggjukast: Guðmundur Karlsson, Jón A. Sigurjónsson. Konur: 100 m: Súsanna Helga- dóttir, Svanhildur Kristjónsdóttir. 200 m: Svanhildur Kristjónsdóttir, Guðrún Arnar- dóttir. 400 m: Oddný Árnadóttir, Unnur Stefánsdóttir eða Berglind Erlendsdóttir. 800 m: Unnur Stefánsdóttir eða Rakel Gylfadóttir, Fríða Rún Þórðardóttir. 1500 m: Fríða Rún Þórðardóttir, Rakel Gylfadóttir. 3000 m: Martha Ernstdóttir, Margrót Brynjólfsdóttir. 100 m grind: Helga Halldórsdóttir, Þórdís Gísladóttir. 400 m grind: Helga Halldórsdótt- ir, Ingibjörg lvarsdóttir. 4x100 m boðhlaup: Helga Halldórsdóttir, Svanhildur Kristjóns- dóttir, Guðrún Arnardóttir, Súsanna Helga- dóttir. 4x400 m boðhlaup: Helga Halldórs- dóttir, Oddný Árnadóttir, Svanhildur Krist- jónsdóttir, Ingibjörg lvarsdóttir eða Guðrún Arnardóttir. Langstökk: Súsanna Helgadótt- ir, Bryndís Hólm. Hástökk: Þórdís Gísladóttir, Björg össurardóttir. Kúluvarp: Guðbjörg Gylfadóttir, íris Grönfeldt. Kringlukast: Mar- grét Óskarsdóttir, Guðbjörg Gylfadóttir. Spjótkast: íris Grönfeldt, Birgitta Guðjón dóttir. íslandsmótið - 1. deild: Framarar prúðastir Framarar hafa verið prúðast- ir í þeim 7 umferðum sem að baki eru í 1. deild fslandsmóts- ins í knattspyrnu. Þeir hafa aðeins fengið eitt gult spjald. Það var Ormarr Örlygsson sem það fékk í 3. umferð. Vals- menn voru lengi vel án spjalda en í tveimur síðustu umferðum hafa þeir Þorgrímur Þráinsson og Sævar Jónsson brotið af sér og fengið gult spjald. Þórsarar fylgja fast á eftir með þrjú gul og þá Víkingar með 4 og Leift- ursmenn 5. KA-menn hafa 10 gul spjöld en eru þó ekki neðstir á prúðmennskulistan- um því rautt spjald hefur fjór- falt vægi á við gult. Það eru Völsungar sem fá þann vafa- sama heiður að vera neðstir, það sem af er. 1. Fram.... 1 gult 0 rautt 2. Valur .. 2 gul 0 rautt 3. Þór..... 3 gul 0 rautt 4. Víkingur ... 4 gul 0 rautt 5. Leiftur .... 5 gul 0 rautt 6. í A .... 7 gul 0 rautt 7. KA...... 10 gul 0 rautt 8-9. fBK.... 7 gul lrautt 8-9. KR..... 7 gul 1 rautt 10. Völsungur . . 4 gul 2 rauð Þegar leikmaður hefur feng- ið rautt spjald eða fjögur gul fer hann ■ leikbann eftir að aganefnd hefur tekið mál hans fyrir. Eftirtaldir eru komnir með fleiri en eitt gult spjald: 3 gul spjöld: Þorvaldur Örlygsson KA 2 gul spjöld: Ingvar Guðmundsson ÍBK Kristján Olgeirsson Völsungi Mark Dufficld f A Rúnar Kristinsson KR Willum Þór Þórsson KR Þessir hafa fengið rautt spjald: Daníel Einarsson ÍBK Pétur Pétursson KR Kristján Olgeirsson Völsungi Snævar Hreinsson Völsungi Þeir leikmenn sem hafa fengið rautt spjald hafa þegar tekið út leikbann. - HÁ Valsmenn skiptast á að skora Liðin í 1. deildinni hafa gert 85 mörk í fyrstu sjö umferðun- um. Mest var skorað í 5. um- ferð eða 16 mörk en minnst í annarri, 9 mörk. Alls hafa 49 leikmenn skorað í deildinni til þessa auk þess sem eitt sjálfs- mark hefur verið gert. Guðmundur Steinsson Framari hefur verið manna iðnastur við markaskor, 7 sinn- um hefur hann sent knöttinn í netið en þó ekki skorað í síðustu tveimur umferðum. Pétur félagi hans Ormslev hef- ur gert 4 mörk, þar af tvö úr vítum. Sjö leikmenn hafa gert 3 mörk og 12 leikmenn tvö. Framarar hafa notað hlut- fallslega fæsta markaskorara, fimm til að gera 15 mörk. Sex KR-ingar hafa gert 12 mörk, fimm Keflvíkingar 9 mörk, fjórir Þórsarar 7 mörk, þrír Víkingar 5 mörk, fjórir Leift- ursmenn 6 mörk, sex KA- menn sjö mörk, og þrír Völs- ungar þrjú mörk. Valsmenn skipta mörkunum bróðurlegast á milli sín því Tryggvi Gunnars- son hefur skorað þrjú en sjö leikmenn hin mörkin sjö sem liðið hefur gert. - HÁ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.