Tíminn - 29.06.1988, Side 10

Tíminn - 29.06.1988, Side 10
10 Tíminn Miðvikudagur 29. júní 1988 llllllll! 'llllllllllllllllll! SAMVINNUMÁLl Viðbrögð grasrótarinnar Þótt aðalfundur Sambands ísl. samvinnufélaga nú fyrr í mánuðin- um hafi verið rólegur, fyrst og fremst vegna þess að mönnum ofbauð hinn hrikalegi taprekstur jafnt hjá kaup- félögunum sem Sambandinu, þá var þar eigi að síður hreyft ýmsum nýmælum. Meðal þess sem þar bar á góma, jafnt í ræðum sem á meðal fundarmanna, voru sjóðamál sam- vinnuhreyfingarinnar. Má ljóst telja að ýmislegt bendi til þess að á þeim málum muni verða hreyfing nú á næstunni. Eins og reyndar hefur komið fram, bæði hér í blaðinu og víðar, eru menn þar að ræða um þann aðstöðumun sem er á milli hlutafé- laga og samvinnufélaga þegar um það er að ræða að fá þarf nýtt fjármagn inn í fyrirtækin. Sam- kvæmt landslögum geta hlutafélög hvenær sem er gefið út ný hlutabréf, aukið þannig hlutafé sitt og þar með fjármagnið sem þau hafa í veltunni. Þetta er einungis háð því skilyrði að einhverjir vilji kaupa bréfin, annað hvort fyrri eigendur eða þá nýir. Ýmsir framámenn í röðum sam- vinnumanna hafa hins vegar bent á það nú undanfarið að það sé að þvf töluverð hindrun fyrir samvinnufé- lög að þau skuli ekki hafa sömu aðstöðu og hlutafélög til að auka fjármagn sitt. Umræða um þetta hefur ekki hvað síst verið vakin upp nú undanfarið vegna þess að nokkur félög hafa átt í alvarlegum rekstrar- erfiðleikum sem hafa mjög rýrt eigið fé þeirra, og önnur hafa beinlínis orðið gjaldþrota. Gömul lög Samvinnulögin eru orðin gömul, og í núverandi mynd eru þau frá 1937. Svo er að sjá að þegar þau voru sett hafi hvorki verið gert ráð fyrir verðbólgu, taprekstri né eigin- fjárskorti. Þar er gert ráð fyrir að hver nýr félagsmaður greiði minnst 10 krónur í varasjóð félagsins við inngöngu. Síðan er gert ráð fyrir að hluti tekjuafgangs af rekstri félagsins renni í stofnsjóð sem hver félags- maður á sína innistæðu í. Stofnsjóð- inn má auk þess vaxtareikna, en ekki meir en 1,5% ofan við innláns- vexti í bönkum. Engin ákvæði eru hins vegar í samvinnulögunum um verðtryggingu stofnsjóða, hvorki til leyfis né banns. Og eins og kunnugt er þá skal samkvæmt þessum lögum nota stofnsjóðinn sem veltufé í við- komandi samvinnufélagi, og úr hon- um má ekki greiða inneign neins félagsmanns nema við andlát hans, burtflutning hans af félagssvæði, gjaldþrot hans eða ef hann verður fátækrastyrksþurfi. Einnig cr svo að sjá að samvinnu- lögin geri fortakslaust ráð fyrir því að samvinnufélög séu rekin með hagnaði og að í þeim myndist sjóðir. Sést það af eftirfarandi ákvæði þeirra sem oft og víða hefur verið vitnað til: „Innstæðufé í óskiptilegum sam- eignarsjóðum sé ekki útborgað við félagsslit, heldur skal það, að lokn- um öllum skuldbindingum sem á félagsheildinni hvíla, ávaxtað undir umsjón hlutaðeigandi héraðsstjórn- ar, uns samvinnufélag eða sam- vinnufélög með sama markmiði taka til starfa á félagssvæðinu. Fær það félag eða þau félög þá umráð sjóð- eignarinnar, að áskildu samþykki sýslunefndar, eða bæjarstjórnar, og atvinnumálaráðherra. “ Sviptivindar Nú hefur hins vegar borið svo við að á næstliðnum árum hafa hvað eftir annað blásið miklir sviptivindar í viðskiptalífi landsmanna. Er þess skemmst að minnast að á síðasta ári hækkuðu vextir mjög snögglega, auk þess sem fastgengisstefna rýrði stór- lega tekjur þeirra kaupfélaga sem fást við fiskverkun. Þá urðu einnig talsvert meiri launahækkanir á árinu en sem nam tekjuaukningu félag- anna af verslun. Er þá ógleymt þeim erfiðleikum sem sláturhús þcirra komust í þegar þau lentu líkt og á milli steins og sleggju sem milliliðir á milli ríkisvalds og bænda. Og eins og nógsamlega hefur víst komið fram í fréttum þá leiddi þetta til þess að í heild voru Sambandskaupfélög- in öll gerð upp með rúmlega 350 miljón króna halla umfram hagnað á árinu. Þá er að því að gæta að þetta er síður en svo í fyrsta skiptið sem rekstur fleiri eða færri kaupfélaga er gerður upp með tapi. Það segir sig líka sjálft að viðvarandi taprekstur heggur stór skörð í sjóði og eigið fé kaupfélags, og endar raunar með því að éta þessa peninga alla upp ef hann fær að halda áfram nógu lengi. Afkoma kaupfélaganna er vissulega misjöfn, en mörg þeirra standa þó vel pg ýmis jafnvel ágætlega. En líka er hitt til að kaupfélög hafi orðið fyrir því að taprekstur hafi náð að svelgja upp allan höfuðstól þeirra, þannig að þau hafi ekki lengur átt fyrir skuldum. Þá hefur ekki annað úrræði verið fyrir hendi en nauða- samningar eða gjaldþrot, eins og nokkur nýleg dæmi sanna. I sambandi við slík tilvik er það fyrst og fremst sem menn hafa bent á aðstöðumuninn á milli kaupfélaga og hlutafélaga. Þegar stefnir í gjald- þrot vegna taprekstrar hefur hluta- félag altént þann möguleika að bjóða út ný hlutabréf. Það þarf ekki að nefna nein dæmi um slíkt því að allmörg hlutafélög hafa hér á undan- förnum árum reynt að bjarga sér frá gjaldþroti með slíkum ráðum, og ýmsum tekist það. Samvinnulögin gera hins vegar ekki ráð fyrir neinum sambærilegum möguleikum fyrir kaupfélögin. Þau lög sýnast yfirleitt ekki gera ráð fyrir öðru en að kaupfélög skili hagnaði og blómstri rekstrarlega. Þess vegna blasir ekki við þeim annað en nauðasamningar eða gjaldþrot ef þau hafa tapað fjármagni sínu, til dæmis vegna verð- bólgu eða tapreksturs af völdum hluta eins og skyndilegra og ófyrir- sjáanlegra vaxtahækkana. Stofnsjóðirnir Það sem umræða dagsins í dag virðist fyrst og fremst snúast um er það að opna þurfi leiðir til þess að félagsmenn geti í framtíðinni komið sjálfir til bjargar og lagt kaupfélög- um sínum til fé með því að greiða á einn eða annan hátt inn á stofnsjóðs- reikninga sína. Er þá gert ráð fyrir því að félagsmenn meti stöðuna þannig að áframhaldandi starf kaup- félagsins sé þeim brýnt hagsmuna- mál, sem og hitt að félagið eigi að geta haft möguleika á að ávaxta slík framlög og tryggja verðgildi þeirra. Og er þetta þá vitaskuld einnig háð því að kaupfélögin séu í raun enn þann dag í dag sömu grasrótarsam- tökin og fyrr á öldinni, og að félags- menn hafi raunverulegan áhuga á því að halda þeim gangandi. Ljóst er að ýmis af þeim félögum, sem nýlega hafa orðið að hætta rekstri, hefðu hugsanlega getað lifað áfram ef til dæmis hefði náðst al- menn samstaða meðal félagsmanna þeirra um að leggja inn í þau aukið fjármagn úr eigin vasa. Og ýmis félög, sem nú standa illa, eiga sér hugsanlega leið út úr vandanum í því ef félagsmenn þeirra vilja sem eigendur tryggja áframhaldandi rekstur þeirra með nýju fjármagni. Raunar verður ekki séð að sam- vinnulögin þurfi út af fyrir sig að vera nein hindrun í vegi fyrir aðgerð- um af þessu tagi. Væntanlega yrði hér um að ræða það að félagsmenn greiddu inn í stofnsjóði sína, og þær innistæður gætu þá komið til útborg- unar síðar innan þess ramma sem samvinnulögin setja. Út af fyrir sig væri þar um fjárfestingu að ræða sem væri í flestu sambærileg við kaup á hlutabréfum. Frumkvæði Rangæinga Um þessi mál hefur þegar verið töluvert rætt manna á meðal, en ekki hafa þó borist af því fregnir að til neinna ákvarðana eða fram- kvæmda hafi komið nema á einum stað. Á aðalfundi Kaupfélags Rangæinga á Hvolsvelli í vor leið voru kynnt drög að nýjum sam- þykktum fyrir félagið, þar sem gert er ráð fyrir að opnuð verði leið til þess að félagsmenn geti lagt fram fé til þess að fjármagna rekstur félags- ins. Á fundinum hjá Rangæingum var sérstakri nefnd síðan falið að móta þessar tillögur frekar og fulivinna þær, en í þeim mun vera gert ráð fyrir að félagsmenn geti í framtíðinni jöfnum höndum lagt peninga inn á innlánsdeild hjá félaginu líkt og lengi hefur tíðkast og auk þess lagt fé beint inn í stofnsjóð sinn hjá því, og verði stofnsjóðurinn þá ávaxtaður með sambærilegum vaxtakjörum og tíðkast á skuldabréfum. í síðast nefnda atriðinu er raunar komið að veigamiklum þætti þessa máls sem áberandi er að margir leggja áherslu á. Hann er sá að forsenda alls þessa sé að stofnsjóð- irnir verði í framtíðinni verðtryggðir og ávaxtaðir með sömu kjörum og gerast hér með skuldabréf. Það þýðir með öðrum orðum að þeir, sem aðhyllast þetta, eru í rauninni að gera þá kröfu til kaupfélaganna að þau keppi um spariféð við banka og aðra kaupendur skuldabréfa og séu þá í stakk búin til að bjóða sömu ávöxtun og þessir aðilar. Og þá er líka Ijóst að kyrrstaða og festa í rekstrarumhverfinu öllu er óhjá- kvæmileg forsenda þessa. Þá mega ekki eiga sér stað neinir fjörkippir í vaxtamálunum hér á landi, í líkingu við þann sem varð hér í fyrra. Þá er grundvöllurinn undir verðtryggingu stofnsjóðanna kannski hruninn áður en nokkurn varir. Stofnsjóðsbréf Hugmyndirnar, sem nú eru í gangi, virðast kannski öðru fremur beinast að því að þetta verði fram- kvæmt með þeim hætti að kaupfélög- in gefi út einhvers konar bréf á móti þessum innborgunum. Ef til vill koma þau þá til með að ganga undir heitinu stofnsjóðsbréf, en ljóst er að þar myndi verða um verðbréf að ræða, á sinn hátt sambærileg við almenn skuldabréf eða þá hlutabréf hlutafélaga. Hjá Rangæingum mun vera gert ráð fyrir að þessi stofn- sjóðsbréf verði bæði verðtryggð og ávöxtuð með skuldabréfavöxtum. Síðustu árin hafa oft heyrst raddir þess efnis að reyna þyrfti með öllum ráðum að auka beina þátttöku al- mennings í atvinnurekstri, til dæmis með stofnun almenningshlutafélaga og möguleikum fyrir einstaklinga til að leggja fram áhættufé í fyrirtæki. Ekki verður annað séð en að með slíkum stofnsjóðsbréfum, ef að veru- leika verða, sé verið að vinna í anda slíkra hugmynda. Og ekki síst ætti það við ef tækist að gera þessi bréf að einhverju leyti innleysanleg, til dæmis með því að hægt yrði að láta þau ganga kaupum og sölum á einhvers konar verðbréfamarkaði líkt og önnur skuldabréf. Líka er að því að gæta að stofn- sjóðsbréf ættu trúlega alls ekki að vera ein saman þrautalending fé- lagsmanna í kaupfélögum sem eru við það að verða gjaldþrota. Ekki verður séð að neitt eigi að vera því til fyrirstöðu að kaupfélög, sem ganga vel, taki með þessum hætti að sér að ávaxta fjármuni fyrir félags- menn sína. Aðalatriðið er að um sé að ræða félög sem njóti rekstrarlegs trausts, og í því efni gildir þá ná- kvæmlega það sama um samvinnu- félögin eins og um hlutafélög sem selja hlutabréf sín á almennum markaði. En hitt er annað mál að ef og þegar stefnir í óefni með rekstur einhvers kaupfélags vegna þess að sjóðir þess hafi brunnið upp í verð- bólgu og taprekstri þá virðast stofn- sjóðsbréf geta verið leið fyrir félags- menn til þess áð rétta skútuna af. í þeim hafa þeir möguleika á að koma sjálfir til skjalanna, auka fjármagn félagsins og sjá með þeim hætti til þess að það geti starfað áfram. Með öðrum orðum mætti komast þannig að orði um þetta að spurningin sé hvort grasrótin sé í slíkum tilvikum reiðubúin til þess að taka í taumana. -esig

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.