Tíminn - 29.06.1988, Blaðsíða 8

Tíminn - 29.06.1988, Blaðsíða 8
8 Tíminn Miðvikudagur 29. júní 1988 Tímirm MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Ritstjórar: Aöstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson Birgir Guðmundsson EggertSkúlason Steingrímur G íslason Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Auglýsingaverð kr. 465,- pr. dálksentimetri. Verð í lausasölu 60,- kr. og 70,- kr. um helgar. Áskrift 700.- Landsvirkjun lúti ákvæðum bráðabirgðalaga Erfiðlega virðist ætla að ganga að láta bráða- birgðalög ríkisstjórnarinnar ná yfir opinber fyrir- tæki. í lögunum er ákvæði um að hækkanir á gjaldskrám opinberra fyrirtækja í eigu ríkisins séu háðar samþykki ríkisstjórnar. Að því er Lands- virkjun snertir virðist þetta ákvæði laganna eins- konar ómark, og hefur verið leitað lögfræðiálits því til stuðnings. Nú er ljóst að ríkið á 50% í Landsvirkjun, en Reykjavíkurborg og Akureyrar- bær hinn helminginn. Lað hlýtur að vera næsta nákvæmt lögfræðilegt álit, sem kemst að þeirri niðurstöðu að ákvæðið um samþykki ríkisstjórnar nái ekki til Landsvirkjunar, þegar stjórn hennar ákveður að hækka rafmagnsverð um 8% án þess að spyrja kóng eða prest. Að vísu stóð einn maður upp í stjórn Landsvirkj- unar og lét bóka að hann væri andvígur því að stjórnin tæki ákvörðun um hækkunina. Það var Páll Pétursson, alþingismaður. Og síðan kom á daginn á ríkisstjórnarfundi í gærmorgun, að skiln- ingur Páls Péturssonar var réttur. Á ríkisstjórnar- fundinum var staðfest, að með bráðabirgðalögun- um hefði stjórnin átt við Landsvirkjun eins og aðrar opinberar stofnanir. Það tókst því í þetta sinn að feðra Landsvirkjun, þótt svo horfði í bili, sem meirihluti stjórnar hennar ætlaði að taka sér sjálfsstjórn í þessu máli. Þannig vildi til við ákvörðun meirihluta stjórnar Landsvirkjunar um verðhækkunina, að iðnaðar- ráðherra var kunnugt um ákvörðunina án þess að hann sæi á henni agnúa, eða gerði athugsemdir við hana. Einnig situr núverandi menntamálaráðherra í stjórn virkjunarinnar. Hann virðist ekki hafa gert neinar athugasemdir, a.m.k. var ekki um neina bókun að ræða eins og hjá Páli Péturssyni. Það munu hafa verið þeir Steingrímur Hermannsson og Jón Baldvin Hannibalsson, sem tóku af skarið um að bráðabigðalögin næðu einnig yfir Lands- virkjun, og verður því varla á móti mælt. Bráðabirgðalögin voru sett til að hindra óhefta launa- og verðþenslu á tíma þegar alls þarf við til að halda aftur að verðbólgu. Þegar um 50% eignarhlut er að ræða stoðar lítt að leita lögfræði- legs álits um að Landsvirkjun sé heimilt upp á eigin spýtur að ákvarða verðhækkanir. Málin ganga einfaldlega ekki þannig fyrir sig. Þau gera það ekki þótt tveir þeirra ráðherra, sem að samþykkt bráðabirgðalaganna stóðu hafi látið lögfræðiálitið villa sér sýn. Það er svo dæmi um hvar styrkurinn liggur, að ríkisstjórnin skuli hafa samþykkt á fundi sínum að ákvæði bráðabirgðalaga um opinberar stofnanir skuli að sjálfsögðu ná yfir Landsvirkjun. Tilraun meirihluta stjórnar Landsvirkjunar til að afneita eignarhlut og afskiptum ríkisins af verðlags- málum hefur verið hrundið. GARRI l!!ill Mynd aldarinnar Forsetakosningamar hlutu að eignast eftirmála, eins og aiiar aivörakosningar. Ekki er þessi eftirmáli þó á þann veg, að upp- hefjist langvarandi þras um stjórn- armyndun, eins og venjan er, enda kemur forsetaembættið hvergi nærrí slíkum athöfnum nema til að raða forystumönnum flokka upp í mjólkurbúðabiðröð, svo að hver og einn fái að reyna stjórnarmynd- un svona í fyrstu umferð. Eftirmál- inn varð hins vegar stórkostleg mynd, tekin af Ara Jóhannessyni á Þjóðviljanum, sem blaðið birtir á forsíðu í gær. Þar er kosningastjóri Vigdísar Finnbogadóttur, frú Svanhildur Halldórsdóttir, að klípa í nefið á forsetanum. Ekki skal hér sagt að frúin hafi barist harðrí baráttu í tvennum kosningum til að fá loks tækifærí til að ná taki á nefi forsetans, en svo mikið er víst að vel barðist frúin fyrir frambjóð- anda sinn í fyrri kosningunum, og í þetta sinn, þegar þjóðin var reiðubúin að hylla forsetann með 94% greiddra atkvæða stóð frúin í slíkri kosningabaráttu, að hún kvaðst ekki hafa sofið í 24 tíma. Hyllingin fór engu að síður fram, og mótframbjóðandi fékk yfir 5% greiddra atkvæða, en hafði verið spáð 3% í skoðanakönnunum eða minna. Einsdæmi og frægðarverk Uppákoman á forsíðú Þjóðvilj- ans verður með réttu að kallast mynd aldarinnar. Aldrei í saman- lagðri sögu Vesturlanda og þótt víðar væri leitað hefur vitnast að hægt værí að klípa þjóðhöfðingja í nefið. Verið getur að slíkar barna- gælur hafi átt sér stað þegar verð- andi þjóðhöfðingjar voru í æsku, en þá hefur ekki borið mikið á því. Og að ná slíkum atburði á mynd er einsdæmi. Að birta slíka mynd er líka einsdæmi. Aldrei hefur slíkt frægðarverk verið unnið á íslandi, og óefað hefur þá hjá heimsmeta- bók Guinness ekki látið sig dreyma um möguleikann. Eina myndin, sem nokkurt umtal fékk á Vestur- löndum á sinni tíð var myndin af George Brown, utanríkisráðherra Breta, þegarhann steig danssporið fræga með nefið á milli brjóstanna á fjallmyndarlegri blondínu. Myndatökur eru til þess að gera nýjar af nálinni. Þær voru að hefjast um það leyti sem menn leituðj að upptökum Nílar. Þær hafa þróast síðan í að verða hið allt sjáandi auga. Um myndavélina er hægt að segja, að með tilkomu hennar máttu „fuglene fara at vare sig“, eins og þekktum konsúl varð að orði. Hann þarf að krossa Til að fullkomna það verk, sem Ari Jóhannesson Ijósmyndari Þjóðviljans, hóf á forsetasetrinu á Bessastöðum á kosninganótt, er aðeins eftir að sæma hann Fálka- orðunni. Hún er veitt ríflega um þessar mundir, og slíkur „konung- legur hirðljósmyndari“ á heiðurs- merki skilið fyrir það afrek að ná einstæöustu mynd af kosningasigri sem um gctur. Það er ekki á hverjum degi sem slíkt afrek vinnst í sigursjúku landi. Við íslendingar megum glaðir una við okkar hlut að loknum þessum kosningum. Enn kátari hljótum við að verða, þegar við sjáum hvað stuðningslið forsetans er hehnilislegt í athöfnum sínum á Bessastöðum. Yfirleitt eru em- bætti þjóðhöfðingja heldur stíf í meðförum. Menn eru kallaðir til við meiriháttar athafnir. Ákveðnar reglur gilda um borðhald og fram- komu alla. Alþýðlegir þjóðhöfð- ingjar gerast nú fleiri með hverju árinu sem líður, en mitt í öllu tilstandinu, þegar borðsiðir og prósessíur eru þandar til hins ýtr- asta verður að segjast eins og er, að „allt verður með öðrum róm“, þegar vitað er að þar fer þjóðhöfð- ingi sem hefur verið klipinn í nefið. Garri VÍTTOG BREITT „Upplausn og ringulreið“ Þorsteinn Pálsson, forsætisráð- herra, sagði í sjónvarpsfréttum s.l. föstudagskvöld, að í ríki því senr hann stjórnar ríki upplausn og ringulreið. Var hann eitthvað að svara upp á tíðar gengisfellingar og háværar kröfur um meira af sama.. Ekki þótti ástæða til að spyrja ráðherrann nánar um þá einkunn sem hann gaf stjórnarfari sínu. Upplausnin og ringulreiðin er víða einkennandi i þjóðlífinu en fátt hefur komið eins á óvart og þegar upp kernur allt í einu að Landsvirkjun er orðin munaðar- laus. Stjórn þess mikla og skulduga fyrirtækis hefur komist að þeirri niðurstöðu að það sé ekki ríkisfyr- irtæki, en eigi sig sjálft og geti Landsvirkjun gert það sem henni sýnist og stjórn hennar samþykkir. Ef þurfa þykir getur stjómin sjálfsagt samþykkt að hún hafi kosið sig sjálf, eða að minnsta kosti að enginn annar aðili hafi vald til að mynda Landsvirkjunarstjóm, eða svoleiðis. Ráðherrar bæði með og á móti Landsvirkjun þarf að eigin áliti ekki að fara að lögum, að minnsta kosti ekki bráðabirgðalögum. í trausti þess ætlar Landsvirkjun að hækka rafmagnstaxtann, þótt ríkis- stjómin hafi gefið út lög um að fyrirtæki í eigu ríkisins megi ekki hækka gjaldskrár sínar. Þessi upplausn og ringulreið brennur heitast á Sjálfstæðismönn- um og sér í lagi þeim sem sitja jöfnum höndum í ríkisstjórn og hafa ítök í stjóm Landsvirkjunar. Birgir ísleifur stendur bæði að bráðabirgðalögum ríkisstjórnar- innar og gjaldskrárhækkun Lands- virkjunar, því hann situr bæði í ríkisstjórn og stjórn munaðarleys- ingjans. Hann hlýtur einnig að leggja blessun sína yfir þá lagatúlk- un að raforkufyrirtækið sé ekki ríkisrekið. Þá hefur Friðrik iðnaðarráð- herra lagt blessun sína yfir gjald- skrárhækkun Landsvirkjunarþvert ofan í ákvæði bráðabirgðalaganna um að ríkisstjómin veiti ekki slíka blessun. Ekki hlustað á rugl Það er ekki nema von að for- sætisráðherra lýsi yfir að upplausn og ringulreið ríki. Ráðherrar úr hans eigin flokki samþykkja bráða- birgðalög í ríkisstjórn og sam- þykkja svo annars staðar að þau lög skuli að engu höfð og er það gert í skjóli þess að fyrirtækin sem lögin eiga að ná til eru úrskurðuð utan opinbers rekstrar. En vera má að það sé aðeins einhver misskiln- ingur að Landsvirkjun sé í eigu ríkisins og sveitarfélaga sem reka rafveitur, sem vænta má að enginn viti hver hefur eignarhald á. Svona ringulreið er vel til þess fallin að rugla hvaða forsætisráð- herra sem er svo í ríminu, að hann fari að lýsa því yfir opinberlega, að upplausn einkenni stjómarfarið í ríki hans. En það getur forsætisráðherra alltaf huggað sig við að ein er sú ríkisstofnun sem ekki hefur orðið upplausn og verðbólguhugsunar- hætti að bráð. Það er Þjóðhags- stofnun. Hún heldur fast við sína verð- bólguspá, 22% yfir árið og hiustar ekki á rugl. Aðrar opinberar stofnanir kepp- ast við að hækka allt hjá sér til að verða ekki undir verðbólgubylgj- unni, sem allir sjá nema Þjóðhags- stofnun. Ríkisbankarnir hækka' vexti og allar gjaldskrár era á hraðri uppleið og auðvitað rífur allt þetta verðbólguna upp en fyrir- tæki þjóðarinnar þurfa aldrei að hugsa um þjóðarhag, helduraðeins að bjarga eigin skinni hvernig sem allt annað veltist. Upplausnin og ringulreiðin mun ekki ná til Þjóðhagsstofnunar fyrr en ef einhvern tíma vildi svo undar- lega til að hún birti rétta þjáðhags- spá. Þá geta líka ríkisreknu mun- aðarleysingjarnir farið að biðja guð að hjálpa sér. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.