Tíminn - 29.06.1988, Page 12

Tíminn - 29.06.1988, Page 12
12 Tíminn Miðvikudagur 29. júní 1988 FRÉTTAYFIRLIT WASHINGTON - Hvíta húsið fordæmdi morðið á bandarískum flotasérfræðingi sem myrtur var í sprengjuárás í Aþenu og kallaði morðið „til- gangslausan og ruddalegan verknað“. PARÍS - Búist er við að Michel Rocard forsætisráð- herra Frakklands muni breyta núverandi minnihlutastjórn sósíalista á þann veg að taka inn nýja ráðherra sem ekki sitja á þingi heldur koma úr atvinnulífinu og hafa reynslu í alþjóðlegum viðskiptum og fjármálum. SAARBRÚCKEN - Kona lét lífið og átta manns slösuð- ust alvarlega þegar vesturþýsk farþegalest ók á fullri ferð inn í hlið vöruflutningalestar. LONDON - Gengi dollarans féll á ný á evrópskum gjaldeyr- ismörkuðum eftir að sjö seðla- bankar í Evrópu settu mikið magn dollara inn á gjaldeyris- markaði til að draga úr upp- sveiflu dollarans undanfarna daga. JERÚSALEM - Hermenn og lögregla umkringdu Jerús- alem, skutu og særou tvo ung- linga á hinum hernumda vest- urbakka þegar Palestínumenn lögðu niður vinnu til að minnast bess að 21 ár er liðið frá því Israelsmenn innlimuðu aust- urhluta Jerúsalem í ríki sitt eftir sex daga stríðið. DJAKARTA - Hinn nýi framkvæmdastjóri OPEC, Indónesíumaðurinn Subroto sagði að OPEC ríkin ættu að skipuleggja olíuvinnsluáætlun til langs tíma í samvinnu við olíuríki utan samtakanna. Su- broto sagðist á næstunni ætla að sækja heim sjö olíuríki sem ekki eru í OPEC en hafa áhuga á að ná jafnvægi í olíuverði í samvinnu við OPEC. WASHINGTON - Tals maður Hvíta hússins sagði ákvörðun Mexíkóstjórnar, um að láta lausan úr haldi þjóðern- issinnaðan Puerto Ricana sem sakaður er um morð, vera „fáránlega". WASHINGTON -Umræð- ur um hugsanlegan stuðning baaéaríska þingsins við bænd- ur sem nú sjá fram á gjaldþrot vegna hinna geysilegu þurrka sem nú eru farnir að svíða jörð víðsvegar um Bandaríkin, munu ekki hefjast fyrr en í næstu viku . NOUAKCHOTT, maur- ITANÍU - Stærsta innrás eng- ispretta í 30 ár sem þegar hefur lapt gróður umhverfis Sahara í rúst mun versna til muna næstu tvo mánuði. llllllllllllllll ÚTLÖND Rúmlega þriggja tíma ræða Gorbatsjovs á aukaþingi sovéska kommúnistaflokksins: Burt með flokk og íhaldssama fauska Mikhail Gorbatsjov hélt rúmlega þriggja tíma ræðu á aukaþingi sovéska kommúnistaflokksins sem hann kallaði saman til að styrkja umbótastefnu sína. Gorbatsjov kynnti róttækar breytingar er hann vill gera á sovéska stjómkerfinu. Burt með kommúnistaflokk-, inn og íhaldssama fauska úr embættum í Sovétríkjunum. Gerum róttækar breytingar á stjórnkerfl Sovétríkjanna þann- ig að lýðræðið sé haft að leiðar- Ijósi. Þetta var inntakið í rúm- lega þriggja tíma ræðu Mikhails Gorbatsjovs aðalritara sovéska kommúnistaflokksins á auka- þingi flokksins er hófst í Moskvu í gær og ætlað er að festa umbótastefnu Gorbatsjovs í sessi. Aukaþing sem þetta hefur ekki verið kallað saman frá því í stríðinu er Stalín kallaði þing- fulltrúa kommúnistaflokksins á neyðarfund. Stalín fékk harða gagnrýni frá Gorbatsjov í gær, en þó var sú gagnrýni ekkert á við gagnrýnina á stjórnartíð Leonids Brjésnef sem fékk það óþvegið. Sagði hann að sovéskt þjóðfélag hafi verið komið fram á ystu nöf er hann tók við árið 1985. Orsök gífurlegra erfiðleika Sovétríkjanna þá sé kerfi það er Stalín skapaði á sínum tíma og vegna þeirrar óstjórnar sem tíðkað- ist í stjórnartíð Brjésnefs. „Við getum ekki látið perestrojku mistakast vegna íhaldssemi og kreddufestu," þrumaði Gorbatsjov yfir nær fimmþúsund þingfulltrúum víðs vegár að úr Sovétríkjunum og átti þá við íhaldssama flokksmeðlimi og embættismenn sem ekki eru par hrifnir af umbótastefnu Gorbat- sjovs. „Það getur ekki orðið nein málamiðlun. Á næstu árum verður framtíð lands okkar ráðin. Fólkið krefst algjörs lýðræðis, fullkomins lýðræðis án undantekninga." Gorbatsjov sagði að flokksræðið mætti ekki gnæfa yfir þjóðlífinu, flokkurinn ætti að draga sig út úr forræðishlutverkinu og greiða göt- una fyrir lýðræðislega kjörnum stjórnum á öllum stjórnstigum Sov- étríkjanna. Hann ítrekaði þá hug- myndir að kjörnir embættismenn mættu ekki gegna sama embætti lengur en í tvö fimm ára kjörtímabil, hugsanlega þó hið þriðja í algjörum undantekningartilfellum. Gorbatsjov varaði þó landsmenn sína við að nota lýðræðið ekki til „andlýðræðislegra athafna" og sagði ekki ástæðu til að stofna stjórnar- andstöðuflokka. Það voru einmitt meðlimir í slík- um samtökum, Lýðræðissamband- inu, sem stóðu fyrir mótmælaað- gerðum á götum Moskvuborgar á meðan Gorbatsjov hélt ræðu sína. Voru að minnsta kosti sjö mótmæl- endur fluttir á brott af óeinkennis- klæddum lögreglumönnum. Aukaþing sovéska kommúnista- flokksins mun standa í fimm daga. Gorbatsjov hvatti þingfulltrúana til að vera vinnusama þann tíma og taka höndum saman um að styrkja umbótastefnu sína í sessi svo ekki verði aftur snúið. Má gera ráð fyrir einhverjum sviptingum á þinginu þar sem ýmsir íhaldssamir flokks- menn eru ekki alveg af baki dottnir og vilja fara hægar í sakirnar en Gorbatsjov. Bandarísk stjórnvöld iög- sækja samtök vörubílstjóra: Mafían með fingurna í verkalýðs- samtökunum Bandarísk stjórnvöld hafa nú stefnt stærstu verkalýðs- samtökum vörubflstjóra í Bandaríkjunum fyrír rétt vegna meintra tengsla þeirra við mafíuna. Hafa stjórnvöld krafist þess að spilltir verka- lýðsleiðtogar í verkalýðssam- tökunum verði settir af. Lögfræðingur bandarísku stjórnarinnar segir að mafían hafi haldið félögum í verkalýðshreyf- ingunni í skefjum með fjárkúgun- um, morðum, líklega tuttugu alls, skotárásum, sprengjuárásum, barsmíðum, mútum og misnotk- un á fjármunum verkalýðssam- bandsins. í stefnunni til alríkisdómstóls í New York er þess krafist að verkalýðssamtökin, sem hafa 1600 þúsund meðlimi, haldi frjálsar kosningar til æðstu emb- ætta og átján manna stjórnar þessara fjölmennu samtaka. Þá verði æðstu menn samtakanna dæmdir fyrir ólöglegt athæfi. Stefna bandarískra stjórnvalda er lögð fram eftir eins árs langa rannsókn á verkalýðssamtökun- um. Er þetta í fyrsta sinn sem alríkisstjórnin í Bandaríkjunum lögsækir verkalýðssamtök á þeim forsendum að þau standi að skipulagðri glæpastarfsemi. Þrátt fyrir það hafa menn vitað að mafían hefur verið með puttana í starfsemi þessara verkalýðssam- taka vörubílstjóra í rúm þrjátíu ár. Menn úr undirheimum Banda- ríkjanna hafa upplýst það í vitna- leiðslum að mafíuforingjar frá New York og Chicago lögðu sitt á vogarskálarnar svo Jackie Presser forseti verkalýðssamtak- anna næði kjöri ásamt varaforset- anum Roy Williams, sem nú hefur orðið uppvís að því að hafa mútað bandarískum þingmanni. Verkalýðssamtök þau sem nú er búið að stefna fyrir meinta glæpastarfsemi voru einu verka- lýðssamtök Bandaríkjanna sem lýstu stuðningi sínum við Ronald Reagan í forsetakosningunum árið 1980 og 1984. París: 59 farast í lestarslysi Fimmtíu og níu manns fórust þegar neðanjarðarlest rakst á aðra kyrrstæða á stærstu neðanjarðarbrautarstöðinni í París á mánudagskvöld. Fjörutíu og sex farþegar slösuðust, fimmtán þeirra alvarlega og gæti tala látinna átt eftir að hækka. Er þetta versta járnbrautarslys í Frakklandi frá því árið 1985 þegar sjötíu og fjórir létu lífið. Slökkviliðsmenn og hjúkrun- arafólk var að björgunarstörfum í alla fyrrinótt og fram á miðjan dag í gær. Hjúkrunarfólk hlynnti að far- þegum eins og hægt var á meðan slökkviliðsmenn losuðu fólkið úr flakinu. Hinir slösuðu voru fluttir með þyrlum á sjúkrahús, en sum- ir voru það illa farnir að gera þurfti skurðaðgerðir á þeim í neyðarskurðstofu sem komið var upp á j ámbrautarstöðinni sj álfri. Ljóst er að bilun í bremsubún- aði neðanjarðarlestarinnar er ók á hina kyrrstæðu olli slysinu. Lestarstjórinn gerði sér grein fyr- ir biluninni þegar lestin átti 500- 600 metra leið eftir að brautar- pallinum. Bjargaði hann sér með því að kasta sér út úr lestinni á fullri ferð, rétt áður en lestirnar skullu saman. Áður hafði hann hrópað á farþegana að færa sig aftar í lestina og kann það að hafa bjargað einhverjum þeirra frá bráðum bana. Nýjustu yfirlýsingar íraka í Persaflóastríðinu: Bandaríkin styðja við bak Irana! Irakar saka Bandaríkjamenn nú um að styðja írana í Persaflóa- stríðinu, en það þykir skjóta nokkuð skökku við þar sem ekki er langt um liðið frá því Bandaríkjamenn og íranar áttu í vopnuðum átökum. Auk þess hafa íranar ætíð básúnað Bandaríkin sem sendiboða hins illa sem vilji Irönum allt hið versta. Það var sjálfur forseti íraks, Sadd- am Hussein, sem sakaði Bandaríkja- menn um að hafa varað írana við árás íraka á Majnoon eyju, en Irakar tóku eyjuna á sitt vald á laugardaginn. „Bandaríkjamenn veittu frönum allar upplýsingar um liðsafnað hers fraka, fjölda þeirra, staðsetningar og liðsflutninga. Þess- ar upplýsingar hafa Bandaríkja- menn frá njósnahnöttum sínum,“ sagði Hussein í ræðu er hann veitti mönnum úr flugher Iraka orður fyrir stríðsafrek þeirra. Snurða hljóp á þráðinn milli íraka og Bandaríkjamanna fyrr í þessum mánuði þegar háttsettir embættis- menn í stjórnarráði Bandaríkjanna í Washington tóku á móti Jala Tala- bani, sem er leiðtogi írakskra Kúrda sem eru andstæðir stjómvöldum í Bagdad.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.