Tíminn - 29.06.1988, Page 9

Tíminn - 29.06.1988, Page 9
Miðvikudagur 29. júní 1988 Tíminn 9 VETTVANGUR Guöjón Jónsson: KYNSLODIN - síðari grein. Verðtrygging - framhald (Ef láglaunafólk eignast nokk- urn skapaðan hlut, hlýtur það í fyrstu að vera í formi peninga... ... Fy rir þetta fólk er höfuðnauðsyn að hægt sé að varðveita hið litla sem afgangs kann að verða á hverjum tíma ... að það sé verðtryggt.....Vextir umfram verðtryggingu ... skipta minna máli ... og það getur verið vafasamt að ... í sparisjóði bjóðist mikil ávöxt- un og skattlaus ... ) Það kann þó um sinn að vera ill nauðsyn til þess að efla sparnað - en nú er loks að verða viðurkennt, að sparnaður er nauðsynlegur, bæði fyrir einstaklinga og þjóðfé- lagið í heild. Fyrst og síðast verður að gera þá kröfu, að sparifé haldi verðgildi sínu að fullu, bæði í bráð og lengd. Ekki mun af veita. Á sama hátt hljóta lán að vera verðtryggð - öll lán. Það þýðir einfaldlega að þau endurgreiðist á réttu verði, en að öðrum kosti yrði lántakandinn þjófsnautur (eins og forðum). Svo einfalt sem þetta er, þá eru þeir margir sem skilja það ekki. Það sýna tilskrifin, sem Vel- vakandi birtir í Morgunblaðinu, án athugasemda. Það sýnir upphlaup flokksbræðra minna um daginn og síðan fráleit ákvæði í bráðabirgða- lögum. Það sýnir nýleg grein bankastarfsmannsins Guðbjargar, sem reyndar var nógu hreinskilin til að játa hispurslaust að hún skildi ekki. Og þetta sýndu orð ljósmóð- urinnar á Selfossi, sem á stórum fundi sjálfstæðismanna í vetur lýsti undrun sinni yfir því, að lán sem hún tók 1981 reyndist fleiri krónur á verðlagi 1988 heldur en það var í upphafi. Og Morgunblaðið gerði konunni þann bjarnargreiða að hampa sjónarmiði hennar, alveg að óþörfu, eins og hún hefði verið að segja eitthvað af viti. Þannig leysti það niður um konuna og gerði um leið þá óhæfu að villa um fyrir henni og öllum þeim lesend- um sem líkt var ástatt fyrir um skilning. En þeim þykir ósjálfrátt nokkur viðurkenning fólgin í um- fjöllun blaðsins. Þetta er stórlega vítavert af Mbl. - og má þó blaðið eiga það að hlutur þess er í þessu efni stórum betri en sumra annarra fjölmiðla. Lánskjaravísitalan Sumir virðast hafa haldið, að verðtrygging ein sér ætti að kveða verðbólguna niður. Þegar það ger- ist ekki (enda jafnan kappkostað að hindra slík áhrif hennar með „hjálp“ og „björgun"), þá fær þetta fólk hatur á lánskjaravísitölunni (en ekki á verðbólgunni!) og trúir því jafnvel að hún eigi sök á öltum hækkunum. Meira að segja forysta Framsóknarflokksins virðist hreint ekki laus við þessa meinloku. Nú er ekki víst að grundvöllur þessarar vísitölu sé hinn eini rétti, hann kann að vera umdeilanlegur. Það skiptir ekki sköpum, er alls ekkert mál, enda er hann vafalaust nálægt réttu. Takmarkið er nefnilega ekki að finna og viðhalda vísitölu, held- ur einmitt að losna við hana, rétta eða ranga, losna við þörfina fyrir vísitölu, með því að kveða niður verðbólguna. Það er verkefni okkar, og jafnskjótt er vísitalan sjálfkrafa úr sögu. En gegn óðaverðbólgu er álíka gagnlegt að afnema vísitöluna eins og ef læknirinn brýtur hitamælinn, til þess að ekki verði mælt, hve sótthiti sjúklingsins er alvarlegur. Eins og hitamælirinn sýnir sótthit- ann, mælir lánskjaravísitalan verð- bólgusótt þjóðfélagsins. Hvorugur mælirinn læknar nokkurn skapað- an hlut, en þeir gegna sínu hlut- verki hvor um sig. Samkvæmt mælingu vísitölunnar eru síðan fjárskuldbindingar gerð- ar upp á réttlátan hátt, svo að enginn verði þjófur á annarra fé gegnum verðbólgu. Það er undarlegt, ef Guðrún Jacobsen og ljósmóðirin á Selfossi vilja ekki una þessu. Það er enn furðulegra, ef forysta Framsóknar- flokksins er sama sinnis. Það er ekki hitamælir læknisins sem veld- ur sótthita, heldur getur læknirinn lesið af honum nokkra leiðbein- ingu um hverja meðferð skuli veita. Með ennþá meira öryggi sýnir lánskjaravísitalan banka- stjóranum, hvernig honum beri að reikna bæði innstæður og útlán svo að engum sé gert rangt til. En að hún út af fyrir sig kveði niður verðbólguna, það má enginn ætla, fremur en að hitamælirinn leysi lækninn af hólmi. Hún getur þó verið eitt þeirra vopna, og kannski hið hvassasta, sem þjóðin neytir til að sigrast á óvættinni, - en þá má ekki rjúka til að „bjarga“ í hvert skipti sem áhrifa hennar tekur að Halldór Kristjánsson: gæta. Það ereinmitt höfuðástæðan til þess að svo illa gengur að ná verðbólgunni niður: Allir treysta á að þeim verði „bjargað", hversu heimskulega sem þeir haga sér í lántökum og annarri meðferð fjármuna, - og verður of oft að trú sinni. Þannig lifir trúin og tælir nýja aðila í kviksyndið. Þeir sem ■skiija að þetta endar með hruni, huggast við hið fornkveðna: „Það verðurekkifyrreneftirminn dag“. Áróðurinn Sigur fæst einungis með hófsemi í kröfum og sjálfsaga, með skynsamlegri meðferð verðmæta, náttúruauðlinda jafnt og peninga í eigin vasa, almenningseigna jafnt og opinberra aðilja, - sigur byggist ekki síst á sparnaði, sparnaði í framkvæmdum og rekstir hins op- inbera (það skilja allir!) og sparn- aði almennings og fyrirtækja. Hér þarf öflugan áróður, en hann skort- ir gersamlega. Á Tíminn hér mikið verk að vinna, svo gegndarlaus sóun og óráðsía sem nú á sér stað hvert sem litið er. Enn einu sinni: Þegar verðbólg- an er sigruð, þá er verðtrygging óþörf, enda óvirk og úr sögu sjálf- krafa, því að vísitalan fer niður í núll. Þannig verður þetta að ganga fyrir sig. Það er verðbólgan sem verður að afnema, ekki vísitalan. Ef flokkurinn minn skilur þetta ekki, heldur tekur undir hringavit- lausan áróður gegn vísitölu, þá er hann genginn í björg til trölla með t.d. Sigtúnshópnum, sem einu sinni hélt 20 ræður til að hamast gegn vísitölunni, án þess að segja eitt styggðaryrði gegn hinum eiginlega fjanda, verðbólgunni. Þaðan mun vera runnin sú meinloka að leggja að jöfnu verðtryggingu eigna og launa, en þar á er mikill munur. Eignir flestra eru fyrrverandi laun. Sumir eiga þau í fasteignum, t.d. einbýlishúsi á Arnarnesi eða sumarbústað í Borgarfirði. Enginn brýst inn í húsið og hefur heila stofu á burt með sér, ekki einu sinni sá fúli fjandi verðbólgan gerir þetta. Það eitt verður af hennar völdum, að fastcignamatið breyt- ist, það hækkar að krónutölu. En sá sem á fyrrverandi laun sín, afrakstur heillar ævi, í sparisjóði í banka, má þola að af þessu sé stolið handa óráösíufólki þjóðfé- lagsins, kannski jafngildi stofunnar í einbýlishúsinu, ef spariféð er ekki verðtryggt. Þarna er um afrakstur ævistarfs að ræða, meiri eða minni hluta, það sem búið er að ganga frá og skattleggja. Menn standa misjafnt að vígi eftir því hver eignin er, sparisjóður eða fasteign. Óverð- tryggð laun - það er hið ókomna, afrakstur í takmarkaðan tíma, ör- lítið brot af ævistarfi, og það geng- ur jafnt yfir alla launþega. Og þar að auki ráða þeir sjálfir miklu um það, hver verðbólguþróun verður þennan tíma og þar með vægi málsins, þetta er einmitt gert til að draga úr verðbólgu. Með þessu móti finna menn jafnharðan á sjálfum sér fremur en ella, hversu mikilvægt það er að sigrast á verð- bólgunni. Því miður virðist stöðugt skorta mikið á að fólk geri sér þetta Ijóst, heldur trúi á einhverja aðlögun - og hjá sumum er það sama og afnám verðtryggingar. Fjölmiðlar eiga hér mikla sök, áhugi þeirra og áróður gegn verðbólgunni er ekki á marga fiska. Og því róttækari og einlægari „félagshyggjumenn“ sem að fjölmiðlinum standa, þeim mun lakari er hlutur hans í þessu efni, þó að fátæklingarnir eigi mest allra undir því að ósköpunum linni. Svo að ekki sé minnst á kirkjuna - enn sem jafnan áður steinþegir kirkjan um það skelfilega spilverk djöfuls- ins sem óðaverðbólgan er. Synjunarvald forseta í framkvæmd í framhaldi af forsetakosningum er rétt að hugsa nokkuð um synjun- arvald forseta. Sigrún Þorsteins- dóttir fékk eitt atkvæði af hverjum tuttugu. Ætla má að flest atkvæðin hafi hún fengið vegna þess að hún hét því að verja þjóðina fyrir þinginu með því að skjóta lögum sem skerða lífskjör almennings undir þjóðaratkvæði. Nú er það svo að hér er um flóknara og vandasamara verk að ræða en ýmsir gera sér grein fyrir. Talað er um kauprán en þær ráð- stafanir sem svo eru nefndar eru a.m.k. stundum gerðar í trausti þess að þær verndi kaupmátt al- mennings betur en ella yrði. Hér verða því mörg álitamálin. Oft hefir verið samið um kauphækkun sem kölluð var kjarabót en reyndist einskis virði eða minna en það. Allar ríkisstjórnir verða að afla sér fjár. Það er gert með sköttum, beinum og óbeinum. Söluskattur er lagður á það sem menn kaupa og stundum er hann kallaður matarskattur. Matarskatt höfum við borgað um langan aldur. Út frá þjóðmálaumræðu síðustu tíma liggur beint við að álykta að forseti neiti að staðfesta frumvarp Allar ríkisstjórnir verða að afla sér fjár. Það er gert með sköttum, beinum og óbeinum. Söluskattur er lagður á það sem menn kaupa og stundum er hann kallaður matarskattur. Matarskatt höfum við borgað um langan aldur. um tekjuöflun fyrir ríkissjóð. Vilji ríkisstjórn skera niður útgjöld ríkisins, svo sem stundum er talað hressilega um, og skerða framlög til skóla, heilbrigðismála eða námslána mætir það meiri andúð en öll skattheimta. Gera má því ráð fyrir að sá forseti sem kosinn er til að vernda þjóðina fyrir þingi og stjóm neiti að skrifa undir slík lög. Enn mætti nefna húsnæðismál og ellilífeyri og kynni að vera að forseti hefði einhvers að gæta í þeim efnum. Geramáráðfyrira.m.k. tveimur eða þremur lögum frá hverju þingi sem árvakur verndari skyti undir dóm þjóðarinnar. Það getur ekki myndað stjórn og forsetinn get- ur heldur ekki myndað stjórn. Hér hefur verið stofnað til stjórnar- kreppu sem ekki verð- ur leyst. Lýðræðinu er snúið í stjórnleysi. Ef lögin verða samþykkt með þjóðaratkvæði getur forseti sagt sem svo: „Fyrst þið viljið þetta má ég láta mér það líka en ég vildi fullnægja lýðræðinu og það hef ég gert“. Felli þjóðin hins vegar frumvörp um tekjustofn fyrir ríkið hlýtur stjórnin að biðjast lausnar. Forset- inn hvikar að sjálfsögðu hvergi frá því að verja þjóð sína skattpíningu og kaupráni og auðvitað niður- skurði á nauðsynlegri og skyldugri þjónustu. Hvað getur þingið þá? Því er neitað um fé til þess sem verður að gera. Það getur ekki myndað stjóm og forsetinn getur heldur ekki mynd- að stjórn. Hér hefur verið stofnað til stjórnarkreppu sem ekki verður leyst. Lýðræðinu er snúið í stjóm- leysi. f þessu öngþveiti er eina úrræði þingsins að samþykkja að fella niður synjunarvald forsetans. Auðvitað myndi forsetinn skjóta því undir dóm þjóðarinnar. Menn væru orðnir þreyttir á kosningum, stjórnarkreppu og stjórnleysi og sýndist trúlega að eina ráðið væri að samþykkjagerð- ir þingsins. Forseti er kosinn til fjögurra ára. Forseti sem kosinn væri til þess að leggja dóm á löggjöf þingsins og skjóta málum undir dóm almenn- ings hefur nógu langan starfstíma til að þoka málum í þá átt sem hér hefur verið rakið. Menn skyldu alvarlega hugsa þessi mál. Eg helt það sé mikið gáleysi að halda að með þessu móti verði lýðræðið fullkomnað. H.Kr.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.