Tíminn - 29.06.1988, Blaðsíða 15

Tíminn - 29.06.1988, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 29. júní 1988 Tíminn 15 VIÐSKIPTALÍFIÐ „Euro-bonds“ og „euro-commercial paper“ Á peningamarkaðnum City í London fara fram meiri gjaldmiðils- skipti (um £ 50 milljarðar á dag 1984 og 1985) og útboð skuldabréfa en á nokkrum öðrum peningamarkaði í heimi, þótt hann standi peninga- mörkuðum í New York og Tokyo langt að baki um útboð hlutabréfa. Á meðal tegunda skuldabréfa á markaði í London og á öðrum peningamörkuðum eru „euro- bonds,, „euro-commercial paper“. Fyrir þeim skal stuttlega gerð grein, því að þau ber oft á góma. Eurobonds. Stór fyrirtæki og stofnanir hafa löngum að nokkru aflað sér fjár með útgáfu skuldabréfa fremur en með beinum lántökum í bönkum. Frá 1945 fram til 1970, eða þar um bil, barst mikið af gjaldmiðli Bandaríkjanna til annarra landa af ýmsum ástæðum. Að hluta var doll- urum þessum haldið í sérstökum reikningum í bönkum í löndum í Vestur-Evrópu og víðar. Og voru þeir ýmist í eigu Bandaríkjamanna eða annarra. Fóru stór fyrirtæki þá að bjóða út skuldabréf í þessum „euro-dollurum“, eins og þeir voru nefndir, hvar sem þeir voru geymdir utan Bandaríkjanna. Skuldabréfin, „euro-bonds“, ábyrgðust fyrirtækin sjálf og ennfremur bankar þeir og peningastofnanir, sem gáfu þau út fyrir hönd fyrirtækjanna, þ.e. undir- rituðu útboð þeirra. Fengust 163 bankar og peningastofnanir við út- gáfu þeirra í London 1970. Nam veltuupphæð þeirra þá 35 milljörð- um, en 1984 voru þeir 403 og var þá veltuupphæð bréfanna $ 460 mill- jarðar. Fóru viðskipti þessi fram utan kauphallarinnar í London. (Eitt form á útboði bréfanna er það, að eigendur bréfanna fengu kost á að skipta á þeim og hlutabréfum í fyrirtækjunum að nokkrum tíma liðnum). Euro-commercial paper. Á pen- ingamarkaði í Bandaríkjunum hafa stór fyrirtæki um áraraðir boðið út skuldabréf til skamms eða örskamms tíma á eigin ábyrgð einvörðungu. Eru þau nefnd „commercial paper“. Með þessum hætti afla fyrirtækin sér lána á lægri vöxtum en þau eiga á völ í bönkum. í Bandaríkjunum var veltu-upphæð skuldabréfa þessara kringum $ 300 milljarðar 1985. - Utboð á slíkum skuldabréfum til skamms tíma í euro-dollurum svo- nefndum, (en í reynd í fjölmörgum gjaldmiðlum) hefur farið mjög vax- andi utan Bandaríkjanna síðasta aldarfjórðunginn. Fengust 50 bank- ar og peningastofnanir við útboð þeirra í London 1986, en þeim hefur síðan fjölgað. Jafnframt hefur aukist útboð slíkra skuldabréfa í sterlings- pundum, „sterling commercial paper“. (Á stundum eiga handhafar þessara skuldabréfa kost á að skipta á þeim við hlutabréfum í viðkom- andi fyrirtækjum).- Fáfnir. -> ■— ~ r i|r Utboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar fyrir hönd Hitaveitu Reykjavíkur, óskar eftir tilboðum í fram- kvæmdir við smíði stálgrinda og klæðningar þriggja óeinangraðra bygginga á Nesjavöllum. Heildarrúmmál 4225 m3. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri á Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 15.000.- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 12. júlí 1988 kl. 11. Efnt verður til vettvangs- skoðunar á Nesjavöllum fimmtudaginn 7. júlí kl. 14. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800 Kaupfélagsstjóri Staða kaupfélagsstjóra Kaupfélags Önfirðinga er laus til umsóknar. Upplýsingar gefa Ásvaldur Guðmundsson stjórnarformaður, í síma 94-8241, og Gunnlaugur Finnsson í síma 94-7708. Umsóknir sendist öðrum hvorum ofangreindra aðila fyrir 15. júlí n.k. Kaupfélag Önfirðinga Það lækkar í Níl 1987, sjöunda árið í röð, lækkaði í Níl, en vatnasvæði þess mikla fljóts tekur til eins tíunda hluta Afríku. Frá ósi Nílar til upptaka innstu kvíslar hennar eru 4.160 enskar mílur. Stærsta kvísl Nílar er Bláa Níl, sem á vatnasvæði sitt í Eþíópíu og leggur til Vi hluta vatns fljótsins. Önnur stærsta kvísl þess er Hvíta. Níl, sem rennur úr Albert-vatni (og| Viktoríu-vatni). Þriðja stærsta kvísl’ þess er Atara, sem kemur upp í Eþíópíu eins og Bláa Níl. Geldur Níl þurrkanna í Eþíópíu og víðar í Afríku. Auk Egyptalands fá sjö önnur lönd vatn úr Níl. Egyptaland þarfn- ast árlega 55,5 milljarða m3 rennslis við Aswan-stffluna. Nasser-vatn, sem stíflan myndar. er vatnsbúr Egyptalands. f vatninu eru nú aðeins 17 milljarðar m3 vatns og stendur yfirborð þess lágt (eða í 158,37 m hæð 1. nóvember 1987), svo að rafalar orkuversins í Aswan-stífl- unni vinna nú aðeins 3/4 hluta þess BILALEIGA meö utibú allt i kringum landiö, gera þér mögulegt aö leigja bíl á einum staö og skila honum á öörum. Reykjavík 91-31615/31815 Akureyri 96-21715/23515 Pöntum bíla erlendis interRent Bílaleiga Akureyrar rafmagns, sem þeim er ætlað að vinna. Ef þurrkarnir vara fram á haust 1989, þrýtur Nasser-vatn. Vatnsþörf Egyptalands fer samt sem áður vaxandi, sakir 3% árlegrar fólksfjölgunar og útfærslu áveitu- lands. Af þeim sökum mun árleg vatnsþörf Egyptalands verða um 65- 70 milljarðar m3 um næstu aldamót. Þar er Egyptalandi mikill vandi á höndum. Sakir borgarastyrjaldar- innar í Súdan sunnanverðu hefur vinna legið niðri frá 1983 við Jonglei- skurðinn, sem auka á rennsli úr Viktoríu-vatni í Hvítu Níl um 4 milljarða m3 vatns á ári. Og ekki hefur verið hafist handa um ráð- gerða stíflu við Albert-vatn á landa- mærum Kenya og Zaire. Setur Eg- yptaland einkum von sína um bætta nýtingu vatns, en liana mun mjög mega bæta. Stígandi Lyfsöluleyfi er forseti íslands veitir Lyfsöluleyfi Borgarnessumdæmis (Borgarness Apótek) er auglýst laust til umsóknar. Fráfarandi lyfsala er heimilað að neyta ákvæða 11.gr. laga um lyfjadreifingu nr. 76/1982, varðandi húsnæði lyfjabúðarinnar og íbúðar lyfsala (hús- eignin Borgarbraut 23). Verðandi lyfsali skal hefja rekstur lyfjabúðarinnar 1. janúar 1989. Umsóknir um ofangreint lyfsöluleyfi skulu hafa borist heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu fyrir 28. júlí n.k. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið 27. júní 1988 t Þökkum af alúð auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför bróður okkar, Jóns Emils Guðjónssonar fyrrum framkvæmdastjóra Ríkisútgáfu námsbóka Eskihlíð 6 Herdís Guðjónsdóttir Unnur Guðjónsdóttir Svava Guðjónsdóttir og fjölskyldur Framkvæmdastjóri L.H. Landssamband hestamannafélaga auglýsir laust til umsóknar starf framkvæmdastjóra. Starfið veit- ist frá 1. nóv. n.k. Upplýsingar um starfið veitir skrifstofa L.H. og Leifur Kr. Jóhannesson, form. stjórnar. Umsóknarfrestur er til 20. júní n.k. Stjórn Landssambands hestamannafélaga Kennara vantar við grunnskóla Grindavíkur. Kennslugreinar: Almenn kennsla, íþróttir stúlkna, hannyrðir og kennsla 6 ára barna. Væg húsaleiga og staðaruppbót. Umsóknarfrestur til 10. júlí. Nánari upplýsingar gefur skólastjóri í síma 92- 68183 og formaðurskólanefndar í síma 92-68304. Laus staða Lektorsstaða í gervitannagerð við tannlæknadeild Háskóla islands er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir, ásamt rækilegri skýrslu um vísindastörf umsækjenda, ritsmíðar og rannsóknir, svo og námsferil og störf, skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 26. júlf n.k. Menntamálaráðuneytið 24. júní 1988 Húsnæði óskast Er ekki einhver sem getur leigt einstæðri sjötugri konu litla séríbúð? Algerri reglusemi og skilvísri greiðslu heitið. Upplýsingar í síma 689325. Þakka innilega vinum og ættingjum heimsóknir, gjafir og heillaóskir á sjötugsafmæli mínu 22. júní s.l. sem gerðu mér daginn ógleymanlegan. Guð blessi ykkur öll. Ásgerður Jónsdóttir, Haukagili

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.