Tíminn - 29.06.1988, Qupperneq 7

Tíminn - 29.06.1988, Qupperneq 7
Miðvikudagur 29. júní 1988 Tíminn 7 Arni Benediktsson.frkvstj.SAFF: Haekkun dollars skiptir frystinguna miklu máli Teikn eru á lofti að einhver breyting kunni að verða á fisksölumálum okkar íslendinga á komandi mánuðum. Þetta kemur til af 5% hækkun dollarans á undanförnum mánuðum og ekki er úr vegi að ætla að hann komi til með að styrkjast enn frekar. „t>að er mjög jákvætt að dollarinn hafi verið að hækka að undanförnu, en hins vegar ber þess að geta að jafnan er reynt að laga sig að aðstæð- um. Á þeim árum sem dollarinn hefur verið að falla þá hefur sala afurða verið flutt mjög verulega yfir á aðra markaði og yfir í aðrar myntir," sagði Árni Benediktsson frkvstj. Félags Sambandsfrystihúsa í samtali við Tímann, en á undanförn- um dögum hefur staða dollars styrkst um 5%. Árni sagði að mun minna væri selt af fiskafurðum í dollurum núna en var fyrir nokkrum árum. En hins vegar ef dollarinn heldur áfram að styrkjast, þá halda verðhlutföll jafn- framt áfram að breytast Bandaríkj- unum í hag og þá verður örugglega sóst meira eftir að selj a í þeirri mynt, en það tekur aftur á móti verulegan tíma að breyta því. Þetta kemur betur út fyrir frysting- una heldur en aðrar greinar í fisk- iðnaðinum, hins vegar hefur þetta slæm áhrif fyrir óunninn ísaðan fisk, þar sem hann er greiddur í öðrum myntum en dollar. Þannig að þetta veikir stöðu ferskfiskmarkaðanna í Evrópu. Árni sagði að staðan á Banda- ríkjamarkaði væri þó engan veginn nógu góð, en hún hefði batnað við þessa hækkun dollarans, cn aftur á móti mætti hann styrkjast rniklu nteira. Aðspurður hvort það skipti í raun máli, ef þetta jafnaðist út á endan- um, sagði Árni að þetta skipti veru- legu máli fyrir einstakar greinar. „Það skiptir því niáli að menn þurfa að aðlaga sig að breyttum aðstæðum og flytja sig yfir á þá markaði sem eru með sterkari mynt hverju sinni, en það tekur tíma. Ég held að það væri okkur afskaplega mikilvægt að dollarinn styrktist gagnvart öðrunt myntum, ekki bara þessi 5% sem hann hcfur verið að gera á undan- förnum mánuðum heldur um allt að 20%,“ sagði Árni. Aðspurður hvort mega ætti von á því að dollarinn styrktist enn frekar, sagði Árni að menn væru að spá ýmsu um stöðu hans, að hitt og þetta valdi hinum og þessum breytingum, en ég held, sagði Árni að það séu harla marklitl- ar skýringar. Að mínu mati er staðan sú að dollar sé veikari en hann ætti að vera og þess vegna mætti fremur gera ráð fyrir því að hann styrktist enn frekar áður en langt um líður. - ABÓ Bankarnir munu bóka tékkana strax: Allur gálgafrestur verður afnuminn í ávísanaviðskiptum Þessi breyting kemur við þá sem hafa skrifað innistæðulausar ávísanir í trausti þess að þær séu ekki færðar inn í bankanum fyrr en daginn eftir. Þeim hefur því verið gefinn einnar nætur gálgafrestur til að leggja inn fyrir ávísuninni, sem þegar hefur verið greitt með. Samtök viðskiptabanka hafa verið að ræða um að í haust verði gerð breyting á ávísanaviðskiptum. Breytingin felur í sér að ávísanir og innlegg fyrir ávísanir verða færðar inn strax og þær berast bankanum. „Við vorum að ræða hvernig og hvenær við myndum fara inn á þessa nýju tækni, að bóka ávísanir um leið og þær berast. Við ákváðum að skoða þetta frekar í haust, þannig að það tekur ekki gildi fyrr en þá,“ sagði Stefán Pálsson, bankastjóri Búnaðarbankans og formaður Sam- bands viðskiptabanka. Verða að vera til inni- stæður fyrir tékkunum Stefán sagði einnig, að eins og fyrirkomulagið væri nú, gæti fólk borgað með ávísun að kvöldi og lagt inn fyrir henni morguninn eftir, en með þessari breytingu yrði að vera til innistæða fyrir ávísun sem borgað er með. „Þetta breytir því að núna eru dagarnir bókaðir að næturlagi og uppgjör liggur fyrir að morgni, en þarna færi fram bókun samtímis og bæði innlegg og tékkar kæmu inn“. Tíðkast í öðrum löndum „Það eru ýmis tæknileg mál sem þarf að leysa áður en þetta tekur gildi. s.s. eins og með úrvinnslu á viðskiptapappírum, sem verður að vera tryggt að gangi inn áður en viðskiptaaðilar þurfa á þeim að halda. Þetta eru því einnig hug- leiðingar um að nýta tækni.“ Reiknistofa bankanna mun sjá um að færa bókhald fyrir viðskipta- bankana. „Þetta er alþekkt alls staðar, og algengt á Norðurlöndunum. Menn eiga ekki að vera viðkvæmir fyrir því, ég er dálítið hissa á því að þessu skuli vera slegið upp sem einhverju voðaverki, sem bankarn- ir væru að hugsa“, sagði Stefán að lokum. SH Sauðárkrókur: Nýr ritstjóri Þann 1. júní sl. tók Þórhallur Ásmundsson við sem ritstjóri Feykis á Sauðárkróki, hann tók við af Ara Jóhanni Sigurðssyni sem gegnt hafði starfi ritstjóra í tæpt eitt og hálft ár. Þórhallur er ekki nýgræðingur í fjölmiðlun því hann hefur undanfar- in ár starfað sem blaðamaður Dags á Akureyri með aðsetur á Sauðár- króki. Við því starfi hefur nú tckið Björn Jóhann Björnsson kennari á Sauðárkróki. Feykir sem gefið er út af samnefndu hlutafélagi er óháð pólitískum flokkum, blaðið flytur fréttir af mannlfi og viðburðum á Norðurlandi vestra og hefur all mikla útbreiðslu í kjördæminu, er gefið út í 1700 eintökum. Feykir hóf göngu sína árið 1981 og kom til að byrja með út einu sinni í mánuði. Fljótlega var útgáfutíðnin aukin um helming og hélst svo allt þar til fyrir um ári að farið var að gefa blaðið út einu sinni í viku. Öll setning, vinnsla og prentun Feykis er unnin hjá prentsmiðju SÁST a Sauðárkróki. -ÖÞ/FIjótum Hestamannamót Haröar: Einkunnir gæðinga í B-flokki mjög háar Mót á vegum hestamannafélags- ins Flarðar í Mosfellsbæ var haldið í sr'ðustu viku í ákaflega slæmu veðri, roki og rigningu. Dómar á gæðingum í A- og B- flokki fóru fram á fimmtudags- kvöldið á velli félagsins við Varmá en úrslit og kappreiðar á laugar- daginn á velli við Arnarhamra. Þátttakan í kappreiðunum var allgóð en sjö börn og átta unglingar voru skráð í keppni. Um það bil 15 gæðingar voru sýndir í A- flokki gæðinga en 20 í B- flokki. Úrslit á mótinu urðu eftirfar- andi: 150 metra skeið: 1. Röst frá Gufunesi 17,00 sek. Eigandi og knapi hestsins: Þorgeir Guðlaugsson. 2. Hvinur frá Vallarnesi 17,5 sek. Eigandi: Steinþór Steinþórsson Knapi: Erling Sigurðsson 3. Piper frá Varmadal 19,6 sek. Eigandi: Jón Jónsson 250 metra skeið: 1. Varmi frá Stóru Laugum 27,4 sek. Eigandi og knapi hestsins: Erling Sigurðsson. 2. Glanni Ómar frá Keldudal 27,6 sek. Eigandi og knapi: Hákon Jó- hannsson. 3. Lýsa frá Gufunesi 27,8 sek. Eigandi og knapi: Þorgeir Guð- laugsson. 350 metra brokk: 1. Óðinn úr Landsveit 51,7 sek. Eigandi og knapi: Sigurður Sig- urðarson. 2. Dreyri frá Flekkudal 52,2 sek. Eigandi: Guðný Ivarsdóttir Knapi: Kristján Mikaelson. 3. Leisti frá Enni 30,7 sek. Eigandi: Hulda Þórðardóttir Knapi: Ragnar Ólafsson. 350 metra stökk: 1. Roði úr Dölum 29,3 sek. Eigandi og knapi: Snorri Dal Sveinsson. 2. Bjarmi frá Reykjum 29,6 Eigandi: Jón Haraldsson Knapi: Sigurður Narfi Birgisson. 3. Leisti frá Enni 30,7 Eigandi: Hulda Þórðardóttir Knapi: Ragnar Ólafsson. Unghrossakeppni: 1. Klera 5 vetra frá Gufunesi Eigandi: Þorgeir Jónsson Knapi: Þorgeir Guðlaugsson. 2. Stjarni 5 vetra frá Úlfjótsvatni Eigandiogknapi: Páll Fróðason. 3. Pjakkur 5 vetra frá Torfnesi í Eyjafirði. EigandLÚlfhildur Geirsdóttir Knapi: Ragnar Ólafsson Unglingaflokkur yngri: 1. Teodóra Mathiesen 12 ára á Tobba. 2. Guðmundur Þ. Pétursson 8 ára áVin. 3. Kristín Óskarsdóttir 12 ára á Ófeigi. Unglingaflokkur eldri: 1. Rósa Emilsdóttir 15 ára á Þyrli. 2. Kristinn Þórarinsson 15 ára á Glæsi. 3. Snorri Dal Sveinsson 15 ára á Fanga. A-flokkur gæðinga: 1. Muni einkunn: 8.59 Eigandi Sveinbjöm S. Ragnarsson KnapúTrausti Þ.Guðmundsson 2. Lýsa einkunn: 8,32 Eigandi og knapi: Þorgeir Guð- laugsson. 3. Flugar einkunn: 8.31 Eigandi: Steindór Steindórsson Knapi: Erling Sigurðsson B-flokkur gæðinga: 1. Ægir einkunn:8.73 Eigandi og knapi: Garðar Hreinsson. 2. Gosi einkunn: 8.57 Eigandi og knapi: Kristinn Már Sveinsson. 3. Darri einkunn: 8.68 Eigandi: Sigvaldi Haraldsson Knapi: Haraldur Sigvaldason.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.