Tíminn - 29.06.1988, Blaðsíða 14

Tíminn - 29.06.1988, Blaðsíða 14
14 Tíminn Miðvikudagur 29. júní 1988 11 AÐ UTAN Victor foringi (2. f.v.) er hér í hópi kontranna sinna. Þeir segjast enga trú hafa á því að friður komist á í Níkaragúa. um í Sapoá. Þýski stjórnmálamað- urinn Hans-Jiirgen Wischnewski, sem er ráðgjafi stjórnvalda í Níkar- agúá í samningunum við kontrana, heldur því fram að Bermúdez sé fulltrúi þeirra afla í Washington sem dæla peningum í rekstur kontranna og sem slíkur sé hann bundinn af ákveðnum fyrirmælum. Hans-Júrgen Wischnewski hefur enga trú á því að stjórn Reagans hafi nokkurn áhuga á því að sand- inistar og skæruliðar komist að samkomulagi. Nú þegar hafa hægri sinnaðir þingmenn í Bandaríkjun- um aftur farið fram á hernaðarað- stoð til kontranna, 105 milljónir dollara til að „vega upp á móti“ aðstoð Sovétmanna við sandinista. í Washington er látið að því liggja að ákvörðun Howards Baker, starfsmannastjóra Rea- gans, um að segja starfi sínu lausu vegna fjölskylduaðstæðna, hafi verið flýtt vegna óvilja hans til að vinna að því að fá trega þingmenn Bandaríkjaþings til að samþykkja að veita kontrunum hernaðarað- stoð á ný. Ekki óskaallir eftir friði í Níkaragúa Ungu kontra skæruliðarnir í Níkaragúa finna til öryggis- ieysis á meðan forystumenn þeirra standa í samningum við sandinistastjórnina um að binda enda á borgarastyrjöldina í landinu. Þeir eiga ekkert gott í vændum þó að friður komist á. Blaðamaður þýska tímaritsins Der Spiegel kynnti sér nýlega afstöðu þeirra og fleiri til friðarumleitananna. Hafa litla trú á að friður komist á Quilali, fátæklegt þorp í norðurhluta Níkaragúa er varla hægt að kalla háborg sandinistam- anna, jafnvcl þó að nokkrir kofar þar séu skreyttir gylltum myndum af hetjum og píslarvottum bylting- arinnar. Sjö ára stríð, hungur og neyð hefur sett sín merki á fólkið. Það hefur litla trú á þesum friði sent talað er um að sé á leiðinni. Það segir í lágum hljóðum frá því að „ekkert vatn hafi verið í leiðslun- um síðustu 6 vikurnar", þar sem ekki hafi enn verið komið með varahluti í biluðu vatnsdæluna. Á þessum tíma hafi það orðið að sækja sér drykkjarvatn í brunna og þvo þvottinn sinn í fljótinu. Á hinum árbakka Rio Coco ráða kontra-menn lögum og lofum. í aðeins 6 kímómetra fjarlægð, í La Vigia, hefur liðssveit andsandinista hreiðrað unt sig í skjóli vopnahlés- ins. Þegar komið er að yfirráða- svæði þeirra verða á vegi varðmenn kontra-skæruliða. „Hafið þið séð til liðsflutninga sandinista?" spyrja þeir fullir tortryggni. „Þeir standa nefnilega ekki við samkomulagið." í steinhúsi, þar sem slagorð kontranna hafa verið máluð á veggi og hurðir, s.s. „FDN - Við berj- umst fyrir frelsi og lýðræði" og þar fyrir neðan tveir hakakrossar, hef- ur „Victor foringi" sett upp nokk- urs konar bækistöðvar. Hann æpir í ferðasíma eins og maður sem á mikið undir sér. Undirmaður hans reynir að stilla móttökutæki á rétta bylgjulengd. 30 bardagamenn, þ.á m. 3 konur, ráfa umhverfis bygginguna. Ekkert þeirra virðist vera komið yfir tvítugt en þau hafa öll langa bardagareynslu að baki. 14 ára að aldri, í mesta lagi 15 ára gengu þau til liðs við kontrana og tóku sér dulnefni s.s. „El Gato“, „E1 Tigre“, „La Sarpiente" eða „La Nube“. Þau eru öll eins og steypt í sama mót og haga orðum sínum á sama veg, eins og þau séu að þylja utanaðlærða lexíu. Ástæðan til þess að þau hafa tekið afstöðu gegn sandinistunum er alltaf sú sama. „Það er ekki hægt að búa í Níkaragúa lengur, allt er á valdi kommúnista. Það er ekkert frelsi þar lengur, ekkert lýðræði," segir Juan José, sem gengur undir dul- nefninu „Quetzal". „í skæruliðasveitunum er oft rosalega gaman“ Aðeins Angélica, sem gengur um með AK-47 vélbyssuna í bandi um öxlina, gleymir andartak þeirri skoðun sem henni hefur verið inn- prentuð. „í skæruliðasveitunum er oft rosalega gaman, meira gaman en annars staðar - og við erum frjálsari,“ segir hún. En áður en síast inn í viðstadda að stríðið sé fyrst og frcmst ein- hvers konar bófahasar, er hún aftur komin í kontra-hlutverkið sitt. „Við treystum leiðtogum okk- ar og ætlum að veita þjóðinni frelsi", heitir það þá. Orðin eiga að sýna fram á að þau beri traust til yfirmanna sinna, en þau geta ekki dulið hvað kontra- skæruliðarnir eru orðnir óöruggir síðan foringjar þeirra komust að samkomulagi við sandinistana í Sapoá fyrir þrem mánuðum. Flestir skæruliðanna höfðu reyndar grun um að þeir ættu ekki lengur neinn möguleika á að steypa stjórn sandinista í Managúa af stóli nteð hervaldi. En borgarastríðið er orðið þeirra lífsgrundvöllur. Þeir eru órólegir og ringlaðir þegar foringjar þeirra eru farnir að ræða við erkióvininn og taka því með létti fregnum frá Managúa um að viðræðurnar hafi siglt í strand. Kontra-skæruliðamir eru flestir ungir að árum og hafa fátt annað lært en að handleika vopn. Þeir viðurkenna margir að lífið í kontra- sveitunum sé skcmmtilegt. „Þeir taka bara þátt í viðræðum til að vinna tíma“ Victor foringi nagar tauga- óstyrkur kross, sem hangir í perlu- festi um háls hans. Hann heldur því blákalt fram að það sé af og frá að sandinistar séu reiðubúnir að taka heiðarlega og alvarlega þátt í að komast að samkomulagi um frið. „Það er lygi að nú fari fram viðræður milli þeirra og andspyrn- unnar,“ segir hann hvað eftir ann- að og endurómar þannig ásakan- irnar sem æðsti yfirmaður hans, Enrique Bermúdez, fyrrum ofursti í lífverði Somoza og nú yfirhers- höfðingi bardagasveita kontra- skæruliðanna, lætur sí ogæ glymja: „Þeir taka bara þátt í viðræðum til að vinna tíma.“ Bermúdez er yfirlýstur andstæð- ingur vopnahlésins sem samið var Spenna innan kontra-sveitanna Hin ósveigjanlega afstaða Ber- múdez við viðræðurnar í Managúa hefur leitt til aukinnar spennu milli hinna ólíku hópa sem hafa myndað kontra-sveitirnar, og fyrir skemmstu kom hún fram í uppreisn gegn „einræðishneigðum foringja- stíl“ ofurstans. f bækistöðvum kontranna í Hondúras söfnuðu óánægðir for- ingjar undirskriftum gegn Bermú- dez. Þrír fjórðu allra undirforingja og 2000 af u.þ.b. 12.000 óbreyttum skæruliðum tóku afstöðu með upp- reisninni. Þeir ásökuðu Bermúdez um að hann fylgi engri markvissri stefnu, hann umberi spillta aðstoð- armenn sem dragi sjálfum sér fé úr sjóðunum frá Bandaríkjamönnum og í laumi fylgi hann þeirri áætlun að kontrarnir skuli setjast að utan Níkaragúa - og viðurkenni þannig ósigur sinn. En að lokum tókst þessum fyrr- verandi lífverði Somoza að ná yfirhöndinni - þökk sé stuðningi stjórnvalda í Hondúras og CIA, leyniþjónustu Bandaríkjanna. Um miðjan maí var 8 mótþróafullum kontra-foringjum vísað frá Hond- úras og þeir sendir til Miami. Samsafnið sem gengur undir nafninu „kontra“ Kontrarnir eru fágætt samsafn „einstrengingslegra Somozista, sem líta nú á sigsem verði lýðræðis- ins, auk pólitíkusa sem eingöngu skara elda að eigin köku. Þar að auki eru nokkrir sem líklega hafa trú á þvf að þeir séu að vinna að þróun lýðræðis í Níkaragúa." Þannig lýsir Wischnewski innri mótsögnunum í bandalagi and- sandinista. Fyrrverandi lífvörður Somoza viðurkenndi fyrir Wisch- newski að hann væri bara að berj- ast fyrir því að fá fyrrverandi félaga sína látna lausa, hann hefði ekki áhuga á neinu öðru. Og kaupsýslumaður og kontraleiðtogi lýsti markmiði sínu með stríðinu með einfaldri spurningu: „Haldið þér að sandinistar skili mér aftur húsinu mínu sem þeir hafa lagt hald á?“ Uppreisnarmennirnir í La Vigia hafa þess vegna tekið þann pól í hæðina að bergmála eingöngu op- inberu afstöðuna, þ.e.a.s. þá sem Bermúdez er fulltrúi fyrir. „Við leggjum aldrei niður vopn á meðan ekkert frelsi ríkir í Níkaragúa," apar Victor foringi eftir fullyrðing- ar leiðtoga síns. Líf óbreytts borgara hefur lítið aðdráttarafl í augum þessara ungu stríðsmanna sem til þessa hafa ekkert annað lært en að skjóta, ræna og drepa. „Kannski fer ég aftur á akurinn minn í Jinotega,“ segir einn þeirra. „Ég veit það ekki.“

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.