Tíminn - 29.06.1988, Blaðsíða 20

Tíminn - 29.06.1988, Blaðsíða 20
RIKISSKIP NÚTÍMA FLUTNINGAR Hafnarhúsinu v/Tryggvagötu, S 28822 Auglýsingadeild hannar auglýsinguna fyrir þig Ókeypis þjónusta 686300 Tíminn HRESSA . ^ _ kæta I Tirntnn Kanadísk gámarækja unnin á Hvammstanga Fjórum gámum af frystri rækju (um 80 tonnum), sem komin var alla leið frá Vancouver á vesturströnd Kanada, var skipað upp í Reykjavík í gær og átti þá eftir flutninga norður á Hvammstanga til vinnslu. Ástæða þess að rækja er flutt hingaö til vinnslu yflr nær hálfan hnöttinn er sú, að sögn innflytjandans, að afli íslenskra rækjuveiðiskipa dugar ekki orðið til vinnslu fyrir allt of margar rækjuvinnslustöðvar í landinu, sem þrátt fyrir slaka afkomu hafa því staðið í verulegum yfirboðum á verði til að fá afla til vinnslu. Nýsettur kvóti á rækjuvinnslu miðar við vinnslu síðustu 3ja ára. Menn með nýleg rækjuvinnsluleyfi, segjast því stoppaðir af, jafnvel að val þeirra standi annað tveggja, um tukthús eða gjaldþrot. Kannski að innflutningur hráefnis verði þeim til bjargar. „Ég læt frekar setja mig inn heldur en setja mig á hausinn, með því að stöðva fyrir mér vinnsluna," sagði Þorsteinn Árnason í Útvegs- miðstöðinni í Keflavík. Hann byrj- aði rækjuvinnslu í fyrra, samkvæmt samningi til nokkurra ára við danska fyrirtækið ABBA. Sá samningur byggist á að Útvegsmið- stöðin vinni árlega 2.000 tonn af íslenskri rækju fyrir Danina, gegn ákveðnu gjaldi, og segist Þorsteinn hafa fjármagnað og skipulagt reksturinn í samræmi við það. „Með kvótanum er búið að eyði- leggja grundvöll okkar alveg. Mið- að við hann megum við taka um 250 tonn í viðbót til áramóta, sem er ekki nema eins og hálfs mánaðar vinna. Og þeir 5 bátar sem við erum í reglulegum viðskiptum við, allir héðan að sunnan, verða lík- lega neyddir til að selja sína rækju vestur á firði fyrir 10-15 krónum lægra verð á kíló.“ Að sögn Þorsteins horfir málið svo við að rækjuveiðiskipin megi áfram selja frysta ópillaða rækju til Noregs eða Danmerkur en hann hins vegar ekki vinna þá rækju fyrir þá. Hins vegar væri honum heimilt að vinna rækju sem flutt væri inn frá Noregi, Danmörku eða annarsstaðar frá, bara ekki rækju veidda af íslenskum skipum á Islandsmiðum. Vestfirðingar, sem fyrst hefðu eignast úthafsveiði- skip á síðasta ári, mundu hins vegar hagnast á kvótanum. Kristján Skarphéðinsson, deild- arstjóri í sjávarútvegsráðuneytinu, var spurður um markmiðið með kvótanum. Hann sagði það m.a. vera að vinnslan flyttist ekki öll frá hinum hefðbundnu rækjuvinnslu- svæðum á Vestfjörðum og á Norðurlandi. Þ.e. að tryggja þeim svæðum ákveðinn rétt og reyna að fá einhverja skynsemi í vinnsluna. Þegar kvóti er settur verða vitan- lega alltaf enhverjir óánægðir, sagði Kristján. En kvótinn byggi á lögum sem séu mjög afdráttarlaus. Spurður hvort t.d. Suðurnesja- skip verði skikkuð til að selja afla sinn til Vestur- eða Norðurlands sagði hann svo vera, ef kvóti vinnslustöðva syðra dugi ekki til að taka á móti öllum afla þeirra skipa. Vinnslukvótinn tekur til úthafs- rækju sem veidd er í íslenskri landhelgi. Koma rækjuverksmiðj- ur sunnanlands kannski til með að snúa sér að rækjuinnflutningi? Það er Ingvar Pálsson hjá Sævör- um hf. sem flutti inn rækjuna frá Kyrrahafsströnd Kanada. Hann sagðist hafa byrjað að vinna í þessu vegna þess að verksmiðjurnar vantaði verkefni í vetur. Hug- myndin sé að fara rólega af stað og sjá hvernig dæmið komi út fjár- hagslega. Jón Pálsson verkstjóri hjá Mel- eyri á Hvammstanga sagði hug- myndina að nota innfluttu rækjuna til að stoppa upp í eyður sem verða á vinnslu ferskrar rækju. All nýstárleg umferðarskilti Þeir sem liafa ekið norðan við Mosfellsbæ hafa mjög líklega tekið eftir all nýstárlegum umferðarskilt- um sem eru staðsett í Mosfellsbæ. Hér eru á ferðinni skilti sem eru hluti af tilraunum sem nemar í Háskóla íslands og Lögreglan í Reykjavík vinna að. Að sögn Ómars Smára Ármannssonar, varðstjóra, er niðurstöðum úr þessum tilraunum að vænta seinna í sumar. Má sjá það á skiltinu að 88% ökumanna óku á löglegum hraða daginn áður en myndin var tekin, en 94% er besti árangurinn. -gs Þessi skilti sem staðsett eru í Mos- fellsbæ eru hluti af tilraunum sem nemar í Háskóla f slands og Lögregl- an í Reykjavík vinna að. Tímamynd Pjclur. Hjón festu bíl sinn á Sprengisandsleiðjí sunnudagsbíltúrnum: DAGSTUNDIN VARD AD TVEIMUR SOLARHRINGUM „Við festum bifreiðina í Bárðardal á leiðinni heim klukkan fjögur á sunnudagseftirmiðdag og komumst ekki heim fyrr en rétt fyrir hádegi á þriðjudag,“ sagði kona sem var í bifreið sem festist uppá hálendinu á sunnudag. Þau hjónin lögðu af stað í sunnudagsbfltúr kl. 10:00 á sunnudagsmorgun eins og þau höfðu gert svo oft áður, keyrðu upp í Bárðardal, og þegar þau voru á leið heim festist bifreiðin í drullu og for klukkan fjögur um eftirmiðdaginn. Aðstandendur, sem ekki vissu hvert förinni var heitið, byrjuðu að sakna þeirra á sunnudagskvöld, en gerðu samt ekkert í málinu fyrr en daginn eftir þegar Lögreglan á Akur- eyri var látin vita. Það var svo kl. 17:00 á mánudag sem auglýst var eftir þeim í útvarpi. Lögreglan vissi lítið um það hvar hún átti að leita fyrr en maður sem talað hafði við hjónin áður en þau lögðu af stað gaf þær upplýsingar að förinni hafi verið heitið í Bárðardal. Björgunarsveitirnar sendu flugvél af stað til að leita og um kl. 1:00 á mánudagsnótt fundust hjónin föst við Laugafell á Sprengisandsleið. En þar með var ekki allt búið, það þurfti að senda bifreið upp eftir til að losa þau úr drullunni. Það tókst ekki fyrr en kl. 6:00 á þriðjudags- morgun, en tveimur klukkustundum áður hafði flugvél hent mat og teppum niður til þeirra. Hjónin voru á bifreið af tegund- inni Subaru 4x4, en ákaflega illa búin undir hálendisferð, og má taka sem dæmi að aðeins einn kexpakki var tekinn með til næringar og pylsupakki handa hundinum, sem var með í förinni. Aðstandendur vissu ekkert hvert förinni var heitið. Sunnudagsbíltúrinn varð töluvert lengri en þau bjuggust við en allt fór allt vel að lokum og vilja hjónin koma á framfæri þakklæti til björg- unarmanna. -gs Fundur safnaðarstjómar Fríkirkj- unnar og Prestafélags íslands: Funda aftur Safnaðarstjórn Fríkirkjusafn- aðarins og stjóm Prestafélags ís- lands komu saman til fundar í gær til að ræða ágreining þann sem varð þess valdandi að sókn- arprestur safnaðarins var rekinn. Sr. Sigurður Sigurðarson formað- ur Prestafélags íslands sagði eftir fundinn í samtali við Tímann að stjórnirnar hefðu komið sér sam- an um að segja þetta: „Við áttum á fundinum hreinskilnar og gagn- legar viðræður og höfum ákveðið að hittast aftur.“ - ABÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.