Tíminn - 29.06.1988, Qupperneq 13
Miðvikudagur 29. júní 1988
Tíminn 13
UTLÖND
Hundruð falla í
óeirðum í Burma
Óttast er að sjötíu manns hafi
látist í óeirðunum í borginni Pegu í
Burma í síðustu viku og er dánartal-
an mun hxrri en talið var í fyrstu.
Óeirðimar komu í kjölfar mótmæia-
öldu er hófst fyrir nokkmm vikum
vegna fæðuskorts og hækkandi verðs
á ýmsum lífsnauðsynjum eins og
hrísgrjónum og matarolíu.
Þá telja vestrænir sendiráðsmenn
að um hundrað og tuttugu manns
hafi fallið í höfðuðborginni Rangoon
þegar óeirðir brutust þar út í mars-
mánuði, en þá réðist múgurinn að
lögreglu vopnaður bareflum, sverð-
um og teygjubyssum. Yfirvöld sögðu
þá að tveir stúdentar hefðu látið
lífið, en þrír réttarlæknar sögðust
hafa skoðað yfir fjörtíu Iík eftir
óeirðirnar. Út frá þeim upplýsingum
telja hinir vestrænu sendiráðsmenn
nærri lagi að rúmlega hundrað
manns hafi þá látið lífið.
Stjómvöld í Burma hafa gripið til
þess ráðs að setja á útgöngubann frá
því klukkan sex að kvöldi til sex að
morgni. Þetta eykur enn á neyð og
erfiðleika fólks sem á í erfiðleikum
með að afla sér matfanga áður en
útgöngubann tekur gildi. Því er
andrúmsloft mjög rafmagnað í
Rangoon þar sem hópar lögreglu-
manna og hermanna standa vörð á
hverju götuhorni.
Róstur undanfarnar vikur eru al-
varlegasta ógnun sem Ne Win hers-
höfðingi er náði völdum í valdaráni
árið 1962 hefur orðið fyrir á valda-
ferli sínum.
, Æfingar fyrir
Ólympíuleikana
Öryggissveitir þær er eiga að gæta
öryggis keppenda og áhorfenda á
Olympíuleikunum í Seoul hafa verið
í ströngum æfingum undanfarna
mánuði. Sérstakar úrvalssveitir eiga
að yfirbuga hugsanlega hryðjuverka-
menn á Ólympíuleikvanginum.
Liðsmenn þeirra sveita eru nú famir
að ógna kóngulóarmanninum með
leikni sinni. Hér má sjá nokkra
liðsmenn öryggissveitanna æfa árás
á ímyndaðan hryðjuverkamann.
Tíðir þjófnaðir úr birgöa-
geymslum norska hersins:
Ræna hryðju-
verkamenn
vopnabúrin?
Sprengiefni, handsprengjur og
skotfæri sem stolið var úr birgða-
stöðvum norska hersins gæti nú
allt eins verið í höndum hryðju-
verkamanna, ef marka má yfirlýs-
ingar norsku lögreglunnar.
Þjófar náðu að ræna þrjátíu
kílóum af mjög sterku sprengi-
efni og þrjúþúsund hleðslum í
hríðskotabyssur úr birgðastöð
hersins í Norður-Noregi um helg-
ina. Fyrir hálfum mánuði höfðu
tvöþúsund hleðslur í hríðskota-
byssur og tuttugu handsprengjur
horfið eftir innbrot í aðrar her-
búðir norska hersins.
Dagblaðið í Osló spurði Nils
Henriksen blaðafulltrúa lögregl-
unnar í Kautokeino þar sem
birgðastöð hersins var rænd,
hvort hryðjuverkamenn hefðu
komist yfir vopnin. „Við höldum
öllum möguleikum opnum, einn-
ig þeim er þú minnist á“ svaraði
hann blaðamanninum.
Á undanförnum árum hafa þó
nokkuð af sjálfvirkum A'G-3 her-
riflum og sænskum Carl Gustav
eldflaugabyssum horfið úr
birgðastöðvum norska hersins.
Grunur leikur á að þessum vopn-
um hafi verið komið til borgar-
skæruliða víðs vegar um Evrópu.
Blaðamenn óvenju
feigir í Mexíkó
Blaðamenn virðast óvenju feigir í
Mexíkó en á síðustu sex árum hafa
tuttugu og níu fréttamenn verið
myrtir i landinu. Flestir þessara
fréttamanna hafa veríð að rannsaka
eiturlyijasmygl eða hafa gagnrýnt
stjómmálamenn víðs vegar um Mex-
íkó.
Samtök blaðamanna í landinu
hafa krafíst þess af Miguel de la
Madrid forseta landsins, að ríkis-
stjómin beiti sér af auknum krafti til
að stöðva þessa dauðaþróun. Sam-
tökin telja að stjómmálaöfl séu að
reyna að þagga niður í óþægilegum
blaðamönnum með slatta af blýi í
kroppinn og hafa þannig áhrif á skrif
mexíkanskra blaða.
Hins vegar telja sumir þessi morð
á blaðamönnum beina afleiðingu af
auknum umsvifum eiturlyfjasmygl-
ara í landinu.
Nýlegt morð hefur sérstaklega
slegið óhug á fjölmiðlamenn og
hófst umræða um þetta alvarlega
vandamál þá fyrir alvöru. Hector
Felix Miranda, þekktur dálka-
höfundur í vikuritinu Zeta var skot-
inn til bana í landamærabæ í norð-
austurhluta Mexíkó. Miranda skrif-
aði oft beittar greinar um stjórnmál
í Mexíkó og höfðu þó nokkrir hátt-
settir stjórnmálamenn hom í síðu
hans. Telja fjölmiðlamenn nokkuð
ömggt að einhverjir þeirra standi að
baki morðinu.
Morðið á Miranda var með greini-
legum aftökustíl, en hann var skot-
inn þar sem hann var á leið til vinnu
sinnar. Morðinginn náðist og telur
lögreglan víst að hann sé leigumorð-
ingi sem leigður hafi verið til
verksins. Hins vegar er hann eini
morðingi þeirra tuttugu og níu
blaðamanna er myrtir hafa verið,
sem tekinn hefur verið höndum.
Vestfirðingar athugið
Ólafur Þórðarson og Pétur Bjarnason halda
almenna stjórnmálafundi sem hér segir:
Þingeyri, miðvikudaginn 29. júní.
Flateyri, fimmtudaginn 30. júní.
Fundirnir byrja kl. 9 e.h. Allir velkomnir.
Fundarboðendur
Miðstjórnar-
fundur SUF
Miðstjórnarfundúr SUF verður haldinn föstudaginn 1. júlí
n.k. kl. 16.00 í Nóatúni 21, Reykjavík.
Allir miðstjórnarmenn hvattir til að mæta.
SUF
uu
Vorhappdrætti
Framsóknarflokksins
en
Dregið var í vorhappdrætti Framsóknarflokksins 6. júní s.
númerin eru í innsigli hjá Borgarfógeta þar til 4. júlí n.k.
Velunnarar flokksins sem ekki hafa greitt heimsenda gíróseðla eru
hvattir til að gera skil eigi síðar en 4. júlí.
Allar frekari upplýsingar eru veittar á skrifstofu flokksins í síma 24480
eða 21379.
Framsóknarflokkurinn.
Til
athugunar
vegna júní
launa:
Þann 31. maí voru samningar Verzlunarmannafélags Reykjavíkur
samræmdir samningum verzlunarmannafélaga á landsbyggðinni. I
þeirri samræmingu fólst m.a.:
Ein greiðsla til sérstakrar launajöfnunar:
I júnímánuði skal greiða þeim verslunarmönnum sem eru í fullu starfi,
sem taka laun samkvæmt launatöxtum og unnið hafa hjá viðkomandi
atvinnurekanda næstliðna 6 mánuði, sérstaka launauppbót, kr.
5.000,- Starfsmenn í hlutastarfi fá hlutfallslega greiðslu.
Launauppbót þessi greiðist sjálfstætt og án allra tengsla við önnur
laun.
Fastlaunauppbót:
Fastráðið verslunarfólk (afgreiðslu- og skrifstofufólk), sem tekur laun
skv. launaákvæðum samningsins og á ekki kost á samningsbundnum
launaauka, s.s. vegna ákvæðisvinnu, vaktavinnu eða annarra
álagsgreiðslna, skal til viðbótar föstum mánaðarlaunum fá greidda
sérstaka fastlaunauppbót, kr. 1.100,- á mánuði miðað við fullt starf
og hlutfallslega miðað við lægra starfshlutfall. Greiðsla þessi myndar
ekki stofn fyrir yfirvinnu
Verzlunarmannafélag Reykjavíkur
fií Útboð
Rafveita Hafnarfjarðar óskar hér með eftir tilboðum
í SF6 - Gaseinangraðan háspennurofabúnað
fyrir 145 kW spennu. Útboðsgögn verða afhent
á skrifstofu Rafveitunnar gegn kr. 5.000 - skila-
tryggingu. Tilboðin verða opnuð á skrifstofu raf-
veitustjóra þriðjudaginn 9. ágúst n.k. kl. 11.
Rafveita Hafnarfjarðar