Tíminn - 30.08.1988, Blaðsíða 3
Þriöjudagur 30. ágúst .1988
Tíminn 3
Gífurlegt eignatjón vegna vatnavaxta og skriðufalla á Ólafsfirði:
Sex m há f lóðbylgja
skall á efstu húsunum
Tvær stórar aurskriður féllu á Ólafsfjarðarbæ síðdegis á
sunnudag með um þriggja klukkustunda millibili og þekja
um 150 metra breitt svæði, en seinni skriðan féll samsíða
hinni fyrri. Auk þess féll þriðja stóra skriðan norðan við
bæinn, yfir Múlaveginn, sú skriða er mun stærri og
stórgrýttari en hinar tvær. Engin slys urðu á mönnum en
gífurlegt eignatjón varð þegar aur og vatn flæddi inn í hús
og garða, auk þess sem aurflaumurinn tók bíla og annað
lauslegt með sér.
Á milli þess sem skriðurnar féllu
voru nær allir íbúar í efstu götum
bæjarins, um 200 manns, fluttir á
brott. Ófært var um Múlann og
Lágheiðina að Ólafsfirði á sunnu-
dag og fram að hádegi í gær, en þá
tókst áð opna Lágheiðina fyrir
umferð.
Sigurður Björnsson, formaður
almannavarnanefndar, sagði í sam-
tali við Tímann síðdegis í gær að
ástandið væri heldur skárra en á
sunnudag. „Úrkoma hefur minnk-
að og vatn sjatnað í bænum, en
hins vegar er spáð mikilli úrkomu
í kvöld (í gærkvöldi), þannig að
þetta kann að vera skammgóður
vermir.“
Sigurður sagði að þeir hefðu
engar tölur um hversu margar
skriður hefðu fallið, en auk þess
hefðu lækir hlaupið fram og borið
mikinn aur með sér. Fyrri stóra
skriðan féll um klukkan 15.30 á
sunnudag, en sú seinni skömmu
fyrir klukkan sjö, þá samsíða hinni
fyrri og mynda þær um 150 metra
breitt aurbelti, nánast þvert í gegn-
um bæinn, yfir Hlíðarveg sem er
efsta gatan í bænum og Horn-
brekkuveg. Sigurður sagði að eign-
artjónið væri gífurlegt. „Það vildi
svo vel til að enginn slys urðu á
fólki. Skömmu áður en fyrri skrið-
an féll voru börn í barnavögnum
fyrir utan húsin eins og gengur, en
það er svo undarlegt hvernig það
lánast að börnum er kippt inn
kannski mínútunni á undan,“ sagði
Sigurður.
Almannavarnanefnd Ólafsfjarð-
ar tók þá ákvörðun eftir að fyrri
skriðan féll að rýma nánast öll hús
á brekkunni, þ.e. við Hlíðarveg,
Hornbrekkuveg, Túngötu,
Brekkugötu og Brimnesveg, en
þar eru rúmlega 60 íbúðir og sagði
Sigurður að líklega væru það um
200 manns eða tæplega 20% íbúa
bæjarins sem hefðu þurft að yfir-
gefa heimili sín síðdegis á sunnu-
dag og búið hjá vinum og vanda-
mönnum í bænum, auk þess sem
einhverjir gistu í gagnfræðaskólan-
um. „Það stóð á endum að rétt
þegar búið var að rýma húsin féll
seinni skriðan, þannig að það sýndi
sig að þetta var rétt ákvörðun,"
sagði Sigurður.
Það voru einkum tvö hús við
Hlíðarveg sem verst urðu úti í
bænum, en þar braut aurinn sér
leið inn í kjallara húsanna í gegn-
um hurð og glugga. í öðru húsinu
stoppaði aurinn í þvottahúsinu, en
í hinu hélt aurinn áfram í gegnum
þvottahúsið, fram í bílskúrinn og
út um bílskúrshurðina. „Sjónar-
vottar segja að vatnsaldan, þegar
hún skall á húsunum hafi verið um
sex metra há, að vísu er það mest
vatn, en síðan fylgir drulluflaumur-
inn á eftir. Ég var á leiðinni niður
Hornbrekkuveg á fund hjá al-
mannavarnanefnd og var í vari við
hús þegar um eins metra þykk
auraldan kom í gegnum garðana
fyrir framan bílinn,“ sagði Sigurð-
ur.
Sigurður sagði að unnið væri að
því að ryðja götur til að gera þær
akfærar, auk þess sem farið hefði
verið með gröfur upp í fjallið til að
veita vatninu frá, enda væri mikil
skriðuhætta enn. Um 1 metra
þykkt lag af aur var á Hornbrekku-
vegi, en á láglendinu í bænum var
hnédjúp drulla um allan bæ, eink-
um á Ólafsvegi, Vesturgötu,
Kirkjuvegi og Strandgötu. Mesti
vatnsflaumurinn í bænum og þar
sem flæddi inn í hús var í elsta
hverfi bæjarins við Vesturgötu og
Ægisgötu. „Nú erum við að reyna
að veita vatni úr fjallinu á hættuleg-
um stöðum, það er mikil hætta á
skriðuföllum, beggja vegna viðþær
skriður sem féllu í gær. Þar er mikil
bleyta í jarðveginum og nánast allt
á iði. Þá er flokkur manna að
byrgja fyrir glugga á húsum uppi í
brekkunni, auk þess sem vinnu-
flokkur er uppi á dal að reyna að
koma kaldavatninu í gang aftur
sem fór af í skriðu sem féll þar og
í bænum eru menn að hreinsa
niðurföll og götur,“ sagði Sigurður.
Sigurður sagði að þegar rofað
hefði til á hádegi í gær sást að
skriður höfðu fallið um allan fjörð.
„Það fór skriða á golfvöllinn og
einnig féllu skriður við flugbraut-
ina, sem er í vestur frá bænum. Þær
voru ekki minni en þær sem féllu á
bæinn. Hesthús sem þar eru sluppu
alveg,“ sagði Sigurður.
í fyrrinótt var unnið við að dæla
og veita vatni og aur burtu og sagði
Sigurður að það hefði heppnast
vel, einkum vegna þess að úrkom-
unni slotaði. Síðan hefðu þeirfarið
með stórvirkari tæki á Aðalgötuna
og brekkugöturnar, og ekið aurn-
um í burtu. Allar landsamgöngur
við Ólafsfjörð tepptust vegna
vatnavaxtanna, en í gær tókst að
opna veginn yfir Lágheiðina, en
ekkert verður átt við Ólafsfjarðar-
múlann fyrr en veðrið er með öllu
gengið niður.
„Ég fékk minn skammt af þess-
um ósköpum og þurfti að flytja að
heiman. Ég bý við endann á Tún-
götunni þar sem einn lækur hljóp
fram og setti aur inn á lóðina til
mín og rennur þar núna. Þetta lítur
frekar út eins og góð á í garðinum,
þannig að ég sé fram á það að þurfa
að taka lóðina alla í gegn. Maður
verður að öllum Iíkindum að setja
ýtu á hana og tyrfa upp á nýtt,“
sagði Sigurður.
Anna María Sigurgeirsdóttir
íbúi við Hlíðarveg í einu af þeim
fjórum húsum sem skriðurnar tvær
féllu á, sagði í samtali við Tímann
að aur hefði ekki farið inn hjá
henni en lóðin væri ónýt. „Það eru
fleiri metrar af aur og grjóti á
lóðinni. Ég var ekki stödd í húsinu
þegar holskeflan gekk yfir, þar
sem ég var að hjálpa vinkonu
minni að ausa vatni úr kjallaranum
hjá henni á Ægisgötunni. Gatan
hjá henni var eins og stórfljót. Það
hafði verið komið fyrir sandpokum
eins og í varnargörðum fyrir inn-
keyrslurnar að húsunum, sem
varnaði því að meira flæddi, en
það kom bara vatn upp allstaðar
þar sem einhver smuga var,“ sagði
Anna María. Hún sagði að aurinn
við stafninn á húsinu hjá henni
væri um 2 til 3 metrar að þykkt.
„Maður er hálf lamaður yfir þessu
og er að reyna að gera eitthvað en
manni verður mest lítið úr verki,
enda getur maður ekkert gert,“
sagði Anna María.
Hjá Árna Sæmundssyni sem býr
í næsta húsi við Önnu fór aurinn
inn í kjallarann í gegnum glugga og
hurð, þar sem þvottahúsið er, auk
þess sem aurskriðan tók tvo bíla
sem eru í eigu fjölskyldu hans með
sér og staðnæmdust þeir unt 30
metrum neðan við húsvegg klesstir
upp við vegg. Árni var í óða önn
að moka út úr húsinu aur og byrgja
glugga og hurðir, þegar Tíminn
hafði samband við hann í gær.
„Maður veit í raun ekki hverjar
skemntdirnar eru ennþá, þar sem
aur er upp um alla veggi í húsinu.
Þetta var svakalegt, flóðaldan var
sex til átta metra há þegar hún kom
hérna niður og það eru fleiri þús-
und tonn af aur oggrjóti á lóðinni,"
sagði Árni. - ABÓ
Hjón meö þrjú börn hætt komin í grjótskriðu við Ólafsfjörð:
Bíllinn barst um 40
metra með stórarvti
& m
Ekki mátti miklu muna að
mannskaði yrði þegar skriðurnar
féllu á Ólafsfjarðarkaupstað um
helgina. Konráð Sigurðsson og
kona hans, Sigríður Guðmunds-
dóttir, voru á ferð með börn sín
þrjú á jeppabifreið þegar grjót-
skriða skall á bílnum. Þau voru
að snúa bílnum við á plani við
ruslahaugana sem eru rétt norðan
við bæinn.
„Sonur okkar öskraði upp.
Mamma hans ætlaði að fara að
sussa á hann, þegar henni varð
litið upp í hlíðina, þar sem grjót-
skriða valt fram og stefndi beint
á okkur. Hávaðinn og drunurnar
voru ólýsanlegar og einna líkast
að þota væri rétt fyrir ofan okkur
í fullri inngjöf.
Skriðan hreif okkur með sér og
stórgrýti var allt umleikis bílinn.
Ég cr nokkuð viss um að björgin
sem ég sá bæöi fyrir framan og
aftan bílinn voru ekki undir tonni
að þyngd. Það er hreint með
•ólíkindum að við skyldum sleppa
frá þessu ómeidd.
Risastórt bjarg var við fram-
hurðina bílstjóramegin og barðist
það við bílinn allan þann tíma er
við bárumst með skriðunni. Ég
held það megi segja að bíllinn sé
ónýtur," sagði Konráð ( samtali
við Tímann í gær. „Stórir skurðir
eru í hurðinni og gólfið undir
bílstjórasætinu er eins og harm-
onikka eftir barninginn. Bíllinn
var allan tímann á réttum kili og
barst undurhægt með skriðunni,“
sagði Konráð. „Hann hentist til
og skoppaði eins og lftill leik-
fangabíll í miðri skriðunni.“
Konráð sagðist ekki geta gert
sér fulla grein fyrir hversu langt
bíllinn hefði borist með skrið-
unni, en sér sýndist það vera
þrjátíu til fjörutíu metrar.
Þetta er ekki í fyrsta skipti cr
Konráð lendir í skriðu á bíl.
Nokkuð mörg ár eru síðan hann
ók Willys jeppa í Múlanum og
fékk þá á sig snjóskriðu og stöðv-
aðist bíllinn á brún vegarins, þar
sem hann vó salt. Fyrir neðan
ólmaðist sjórinn.
Skömmu eftir að hildarleikur-
inn var afstaðinn var björgunar-
sveitin komin á staðinn og að-
stoðaði fjölskylduna yftr skrið-
una. Svo virðist sem grjótskriðan
hafi fallið urn leið og stór skriða
féll á bæinn. Nánar er fjallað unt
skriðuföllin hér á st'ðunni. -ES
Hundasýning Hundaræktarfélagsins í Reiðhöllinni:
170 hundar voru sýndir
Contessa, besti hundur sýningarinn-
ar, ásamt Ragnari Kristjánssyni eig-
anda og konu hans, Sonju Feiton.
Verðlaunin vann Contessa til eignar.
Tímam. Gunnar
Hin árlega hundasýning Hunda-
ræktarfélags íslands var haldin um
helgina í Reiðhöllinni. Um 170
hundar tóku þátt í sýningunni og
tókst hún í alla staði vel að sögn
Guttorms Þórarinssonar, stjórnar-
manns í Hundaræktarfélaginu.
Hundur sýningarinnar var valinn
Contessa, 10 mánaða ensk Springer
Spaniel tík, sem keppti nú í fyrsta
skipti. Eigandi Contessu er Ragnar
Kristjánsson, prentari, en ræktandi
er Jón Guðmundsson. Það var þó
kona Ragnars, Sonja Felton, sem
fór með hundinn á sýninguna.
Contessa er komin af sænskum
hundum sem voru fluttir til íslands.
Hún er ein af þremur hundum á
heimili þeirra hjóna. Að sögn Ragn-
ars og Sonju er stefnt að því að nota
Contessu við veiðar í framtíðinni,
en hún er enn ung og því ekki
fullþjálfuð.
Nú var í fyrsta skipti keppt í
hundafimi og var þá hundunum
skipt í fjögur lið, þrír hundar í
hverju liði, og það lið vann sem fékk
fæst refsistig. Contessa var í einu
liðinu en náði ekki sigri, því það
voru þau Tína, Sara og Týri sem
hrepptu gullið þar.
Önnur úrslit á sýningunni urðu
þessi:
Besti hundur sýningarinnar:
1. Contessa
2. Þórdís frá Götu, ísl. fjárhundur,
eig. Guðrún Guðjohnsen.
3. Thelma, golden retriever, eig.
Þórhildur Bjartmarz.
4. Count on me, cocker spaniel,
eig. Helga Finnsdóttir.
Bestir öldungar:
Snotra, ísl. fjárhundur,eig. Kolbrún
Kristjánsdóttir.
Ungviði sýningarinnar, 3-6 mán:
Blíða, labrador retriever, eig. Helga
Kristín og Ingólfur Olsen.
Besti hvolpur, 6-9 mán:
Goðdala Tanía Skuld, poodle, eig.
Oddný Inga.
Besti smáhundur:
Mon Amie, maltece, eig. Carl
MöIIer. —gs
ASI stydur
Samstöðu
Á miðstjórnarfundi ASÍ fyrir
helgina var samþykkt að senda
Lech Walesa, formanni ólöglegu
verkalýðssamtakanna Samstöðu,
í Póllandi stuðningsskeyti. í
skeytinu kemur fram að ASÍ
hefur frá upphafi fylgst grannt
með starfsemi Samstöðu og þekk-
ir þann stuðning sem Samstaða
nýtur meðal pólsks verkalýðs.
ískeytinusegirm.a. aðíslenskt
verkafólk dáist að kjarki pólsks
verkafólks og þrautseigju í sinni
baráttu. Síðan segir um frjálsan
samningsrétt: „Hvers konar
hömlur stjórnvalda á þeim rétti
eða hindranir í vegi starfsemi
frjálsrar verkalýðshreyfingar eru
brot á grundvallarreglum lýðræð-
is.“