Tíminn - 30.08.1988, Blaðsíða 16
16 Tíminn
' ÞriðjudaguY30. ágúst 1988
DAGBÓK
Dr. Sigrún Aðalbjömsdóttir
Doktor í uppeldis-sálarfræði
Sigrún Aðalbjarnardóttir lauk doktors-
gráðu í uppeldis-sálarfræði frá Harvard
háskóla í Bandaríkjunum í júní sl. Dokt-
orsrannsóknin beindist að félagsþroska
nemenda eins og hann birtist í samskipt-
um í skólastarfi. Kannað var hvernig
nemendur upplifa, skilja og leysa ágrein-
ing sem upp kemur þcgar sjónarmið
nemandans og kennarans (eða bekkjar-
félaga) stangast á um vinnu eða hcgðan
nemandans. Ritgerðin ber heitið
„Children's Communicative Actions in
Conflict Situations with Teachers and
Classmates: A Developmental Study".
Doktorsritgerð Sigrúnar hefur þrjú
markmið. 1 fyrsta lagi eru kenningar um
samskipti og samskiptahæfni útfærðar, en
þær byggja á heimspeki og félagssálfræði-
legum kenningum. 1 öðru lagi er sam-
skiptahæfni nemenda á aldrinum 7-13 ára
rannsökuð. Nemendur eru 70 talsins úr
skóla einum í höfuðborginni. Samskipta-
Itæfni þeirra er athuguð með tilliti til
aldurs, kyns og mismunandi aðstæðna í
skólastarfi. í þriðja lagi er fjallað um
tengsl kenningarinnar og uppeldis. Rætt
er um hvernig niðurstöður rannsóknar-
innar geta hjálpað uppalendum við að
skilja hugsun, líðan og athafnir barna.
Lögð er áhersla á leiðir, einkum í skóla-
starfi, sem miða að því að örva samskipta-
hæfni barna.
Sigrún lauk kennaraprófi frá Kennara-
skóla íslands vorið 1969 með félagsfræði
og sálarfræði sem valgreinar og stúdents-
prófi vorið 1970 frá sama skóla. Hún lauk
BA prófi í félagsvísindum frá Háskóla
íslands vorið 1983 með uppeldisfræði sem
aðalgrein. M.Ed gráðu lauk hún frá
Harvard háskóla vorið 1984 með áherslu
á uppeldis-sálarfræði. Hún hefur hlotið
viðurkenningarstyrki og námsstyrki í
doktorsnáminu.
Foreldrar Sigrúnar eru Guðrún Bene-
diktsdóttir og Aðalbjörn Benediktsson á
Grundarási, Miðfirði, Vestur-Húna-
vatnssýslu. Maður hennar er Pórólfur
Ólafsson og eiga þau tvo syni, Aðalbjörn
og Þórólf Rúnar.
Mynd mánaðarins
I Listasafni íslands fer vikulega fram
kynning á mynd mánaðarins. Mynd sept-
embermánaðar er olíumálverk Þorvaldar
Skúlasonar, Komposition (Höfnin), frá
árinu 1938 og var málverkið kcypt til
safnsins sama ár.
Þorvaldur Skúlason fæddist árið 1906
og nam við Statens Kunstakademi í Osló
Sýning Sóleyjar
sýning Sóleyjar Rangarsdóttur í Gerðu-
bergi, Breiðholti, hefur verið framlengd
ogmun hún standa til 10. september n.k.
Sóley útskrifaðist frá kennaradeild
Myndlista- og handíðaskóla íslands vorið
1986.
og síðar við einkaskóla Marcel Gromaire
í París. Þorvaldur var einn helsti braut-
ryðjandi íslenskrar nútímalistar. Hann
lést árið 1984.
Leiðsögnin „Mynd mánaðarins" fer
fram í fylgd sérfræðings alla fimmtudaga
kl. 13.30 og er leiðsögnin ókeypis.
Listasafn íslands er opið alla daga,
nema mánudaga, kl. 11-17, og er veit-
ingastofa hússins opin á sama tíma.
Myndir hennar eru collage- og ein-
þrykksverk, unnar með blandaðri tækni,
þrjátíu og fjórar að tölu en helmingur
þeirra hefur þegar selst.
Sýningin verður opin á opnunartíma
Gerðubergs, mánudaga til fimmtudaga
kl. 9-21, föstudaga kl. 9-19 og kl. 15-19
um helgar.
Garðyrkjufélag íslands
Ársrit 1988
Ársrit Garðyrkjufélgs íslands 1988
Garðyrkjuritið er nýlega komið út. í því
er að finna margháttaðan fróðleik um
garðyrkju.
Meðal efnis i ritinu eru greinar eftir
Ingólf Davíðsson um ýmsa garða bæði í
Reykjavík og á landsbyggðinni og grein
um trjágarð landfógetans og Hressingar-
skálans eftir Pétur Pétursson. Árni M.
Rögnvaldsson segir frá trjáreitnum í Dæli
í Skíðadal og Elín Guðmundsdóttur lýsir
garðinunt í Fornhaga í Hörgárdal. Her-
mann Lundhotm ritar um íslenskar jurtir
í görðum og Agnar Ingólfsson lýsir steina-
beði í garði sínum með íslenskum
plöntum. Auk þess ritar Agnar um athygl-
isverða erlenda burkna í íslenskum
görðum.
Þá skrifar Þórhallur Jónsson um
Mimulus - Apablóm og Hafsteinn Haf-
liðason um Gloxiníu-Sumargull. Kristín
Gestsdóttir og Sigurður Þorkelsson gefa
nokkrar uppskriftir með eggaldinum og
Erla Sigurjónsdóttir skrifar um nýjung í
gróðurhúsum á Islandi.
Ólafur B. Guðmundsson segir frá
Blóntagrúski í Klettafjöllum og auk þess
birti: hann þriðja viðauka sinn við
skýrí gar á plöntunöfnum. Sigríður
Hjartar lýsir hópferð Gcrðyrkjufélagsins
til Hollands og Einar Siggcirsson ritar
sfðari hluta greinar um ferð til Síberíu.
Auk þess eru í ritinu greinar unt hina
ýmsu stafsemi félgsins á árinu 1987, svo
semskýrslur frá deildum utan af Iandi,
Garðaskoðun 1987, sgt frá þátttöku GÍ í
Bú-’87 og skýrt frá nefnd um íslensk
háplöntuheiti.
I ritinu er einnig minningargrein um
Einar Vernharðarson sem var mikill
áhugamaður um garðrækt.
Garðyrkjuritið er prýtt fjölda litmynda
og er allt hið vandaðasta að frágangi. Það
er gefið út í 6000 eintökum. Ritstjóri er
Ólafur B. Guðmundsson en i ritnefnd eru
Einar I. Siggeirsson og Oli Valur
Hansson.
Ný rakarastofa
Lýður Sörlason hefur opnað nýja rak-
arastofu að Nóatúni 17 í Reykjavík.
Lýður rak um tíu ára skeið rakarastofuna
í húsi Eimskipafélagsins ásamt Páli Sig-
urðssyni. Sú stofa hefur nú verið lögð
niður. Á nýju stofunni verður veitt öll
venjuleg hársnyrtiþjónusta.
Myndin er af Lýð Sörlasyni á nýju
rakarastofunni.
Félag eldri borgara
Opið hús í Goðheimum, Sigtúni 3,
þriðjudag kl. 14.00. Félagsvist.
Fimm mynda
málverkasýning
Kristmundur Þ. Gíslason opnaði fimrn
mynda málverkasýningu í Blómabúð
Michelsens (Hólagarði) sl. laugardag.
Sýningin er opin frá kl. 10-18 alla daga
nema sunnudaga. Henni lýkur 3. sept-
ember.
Jöklarannsóknafélag íslands:
HAUSTFERÐ
Hin árlega haustferð í Jökulheima
verður farin helgina 9.-11. september
1988. Lagt verður af stað á föstudags-
kvöldi kl. 20frá Guðmundi Jónassyni h.f.
Þátttaka tilkynnist til Ástvaldar Guð-
mundssonar s. 686312
Viðhald, endurnýjun
vatnsorkuvera
Dagana 5.-7. september nk. mun
sænska verkfræðingafélagið (STF Ingenj-
örutbildning) í samvinnu við Endur-
menntunarnefnd Háskóla Islands halda
námskeið um viðhald og endurnýjun
orkuvirkja, sérlega vatnsorkuvera. Nám-
skeiðið cr ætlað stjórnendum og þeim er
vinna og eiga þátt í ákvörðunum varðandi
viðhald og endurnýjun orkuvirkja. Fyrir-
lcsararnir verða 7 frá Svíþjóð og munu
þeir m.a. fjalla um aukið rekstraröryggi í
vatnsorkuverum með bættum viðhaldsað- ■
gerðum og kerfislausnum. Námskeiðið
veitir heildarsýn yftr nývirkjanir, endur-
nýjun búnaðar og uppsetningu viðhalds-
kerfa. Þátttakendur verða bæði frá Sví;
þjóð og íslandi.
Nánari upplýsingar veitir endurmennt-
unarstjóri Háskóla íslands í síma 23712.
©
Rás I
FM 92,4/93.5
Þriðjudagur
30 ágúst
6.45 Veðurtregnir. Bæn, séra Ólafur Jens Sig-
urðsson flytur.'
7.00 Fréttir.
7.03 í morgunsárið með Má Magnússyni. Frétta-
yfirlit kl. 7.30 og 8.30, fréttir kl. 8.00 og
veðurfregnir kl. 8.15. Fréttir á ensku að loknu
fréttayfirliti kl. 7.30. Lesið úr forustugreinum
dagblaðanna að loknu fréttayfirliti kl. 8.30.
Tilkynningar laust fyrir kl. 7.30, 8.00, 8.30 og
9.00.
9.00 Fréttir.
9.03 Litli barnatíminn. Meðal efnis er sagan
„Lína langsokkur í Suðurhöfum" eftir Astrid-
Lindgren. Jakob Ó. Pétursson þýddi. Guðríður
Lillý Guðbjörnsdóttir les (12). Umsjón: Gunnvör
Braga. (Einnig útvarpað um kvöldið kl. 20.00).
9.20 Morgunleikfimi. Umsjón: Halldóra Björns-
dóttir.
9.30 Landpósturinn - Frá Vestfjörðum.
Umsjón: Finnbogi Hermannsson. (Einnig út-
varpað um kvöldið kl. 21.00).
10.00 Fréttir. Tilkynningar.
10.10 Veðurfregnir.
10.30 Ég man þá tíð. Hermann Ragnar Stefáns-
son kynnir lög frá liðnum árum.
11.00 Fróttir. Tilkynningar.
11.05 Samhljómur. Umsjón: Bergljót Haraldsdótt-
ir.
11.55 Dagskrá.
12.00 Fréttayfirlit. Tilkynningar.
12.20 Hádegisfréttir.
12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar.
13.05 í dagsins önn. Umsjón: Anna Margrét
Sigurðardóttir.
13.35 Miðdegissagan: „Jónas“ eftir Jens
Björneboe. Árnason les þýðingu sína (14).
14.00 Fréttir. Tilkynningar.
14.05 Djassþáttur. - Jón Múli Árnason. (Endurtek-
inn þáttur frá miðvikudagskvöldi).
15.00 Fréttir.
15.03 Úti í heimi. Erna Indriðadóttir ræðir við
Tómas Inga Olrich sem dvalið hefur í Frakk-
landi. (Áður útvarpað í apríl sl.)
16.00 Fréttir.
16.03 Dagbókin. Dagskrá.
16.15 Veðurfregnir.
16.20 Barnaútvarpið. Meðal efnis: Lesið úr bók
vikunnar, „Bláskjá" eftir Franz Hoffman.
Umsjón: Sigurlaug M. Jónasdóttir og Kristín
Helgadóttir.
17.00 Fréttir.
17.03 Tónlist á síðdegi. a. „Listaguðinn Appoll-
on“, balletttónlist eftir Igor Stravinsky. Sinfóníu-
hljómsveitin í Detroit leikur; Antal Dorati
stjórnar. b. Tónlist úr balettinum „Öskubusku"
eftir Sergei Prokofiev. Sinfóníuhljómsveit Lund-
úna leikur; André Previn stjórnar.
18.00 Fréttir.
18.03 Torgið. Umsjón: Jón Gunnar Grjetarsson.
Tónlist. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir.
19.00 Kvöldfréttir.
19.30 Tilkynningar.
19.35 Lífshamingjan í Ijósi þjáningarinnar.
Fjórði þáttur af níu sem eiga rætur að rekja til
ráðstefnu félagsmálastjóra á liðnu vori. Þórir Kr.
Þórðarson flytur erindi. (Einnig útvarpað á
föstudagsmorgun kl. 9.30).
20.00 Litli barnatiminn. Umsjón: Gunnvör Braga.
(Endurtekinn frá morgni).
20.15 Kirkjuleg tónlist eftir Wolfgang Amadeus
Mozart. a. „Exultate, jubilate". b. „Vesperae
solennes de confessore". Kór og hljómsveit
Lundúnasinfóníunnar flytja; Colin Davis
stjórnar.
21.00 Landpósturinn - Frá Vestfjörðum.
Umsjón: Finnbogi Hermannsson. (Endurtekinn
þáttur frá morgni).
21.30 Útvarpssagan: „Fuglaskottís“ eftir Thor
Vilhjálmsson. Höfundur les (5).
22.00 Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð
kvöldsins.
22.15 Veðurfregnir.
22.30 Leikrit: „Sumardagur“ eftir Slavomir
Mrozek. Þýðandi: Þrándur Thoroddsen. Leik-
stjóri: Benedikt Árnason. Leikendur: Þrándur
Thoroddsen, Sigmundur örn Arngrímsson, Sig-
urður Karlsson og Tinna Gunnlaugsdóttir.
(Endurtekið frá laugardegi).
23.45 Tónlist á síðkvöldi. Sónata í d-moll fyrir
selló og píanó eftir Claude Debussy. Mischa
Maisky leikur á selló og Martha Argerich á
píanó.
24.00 Fréttir.
Næturútvarp á samtengdum rásum til
morguns.
á
FM 91,1
SJÓNVARPIÐ
Þriðjudagur
30. ágúst
18.50 Fréttaágrip og táknmálsfréttir.
19.00 Villi spæta og vinir hans. Bandarískur
teiknimyndaflokkur. Þýðandi Ragnar Ólafsson.
19.25 Poppkorn. Endursýndurþátturfrá 19. ágúst.
19.50 Dagskrárkynning.
20.00 Fréttir og veður.
20.30 Mannlíf við Jangstefljót. (Menschen und
Schicksahle am Yangste) Þýskur heimilda-
myndaflokkur í þremur þáttum þar sem litið er
á mannlíf og menningu meðfram Jangstefljótinu
í Kína. Annar þáttur. Þýðandi og þulur Ingi Karl
Jóhannesson.
21.20 Úlfur í sauðagæru. (Wolf to the Slaughter)
Nýr, breskur sakamálamyndaflokkur í fjórum
þáttum byggður á skáldsögu Ruth Rendell.
Fyrsti þáttur. Leikstjóri John Davies. Aðalhlut-
verk George Baker og Christopher Raverscroft.
Rannsóknarlögreglan fær í hendur upplýsingar
um morðmál en reynist erfitt að fylgja þeim eftir
þar sem ekkert lík finnst. Þýðandi Kristmann
Eiðsson.
22.10 Það er leiö út. Þáttur um streitu og þau
geðrænu vandamál sem af henni geta skapast
s.s. þunglyndi og aðrir geðrænir kvillar. Nokkrir
einstaklingar segja frá reynslu sinni af geðræn-
um vandamálum. Einnig lýsir Magnús Þor-
grímsson sálfræðingur og formaður Geðhjálpar
starfsemi félagsins og Ingólfur Sveinsson geð-
læknir svarar spumingum. Umsjón María Mar-
íusdóttir.
23.10 Útvarpsfréttir í dagskrárlok.
'Smt
Þriðjudagur
30. ágúst
16.25 Loforð í myrkrinu. Promises in the Dark.
Hugljúf mynd um innilegt samband læknis við
ungan sjúkling sem haldinn er krabbameini.
Aðalhlutverk: Marsha Mason, Ned Beatty og
Susan Clark. Leikstjóm: Jerome Hellman.
Framleiðandi: Sheldon Schrager. Þýðandi:
Guðmundur Þorsteinsson. Wamer 1979. Sýn-
ingartími 115. mín.
18.20 Denni dæmalausi. Dennis the Menace.
Teiknimynd. Þýðandi Eiríkur Brynjólfsson.
18.45 Ótrúlegt en satt. Out of this Worid. Gaman-
myndaflokkur um litla stúlku sem hlotið hefur
óvenjulega hæfileika í vöggugjöf. Þýðandi: Lára
H. Einarsdóttir. Universal.
19.1919.19. Fréttir og fréttaumfjöllun, íþróttir og
veður ásamt fréttatengdum innslögum.
20.30 Miklabraut. Highway to Heaven. Mynda-
flokkur um engilinn Jonathan sem ætíð lætur
gott af sér leiða.
21.20 Iþróttir á þriðjudegi. Blandaður íþróttaþátt-
ur með efni úr ýmsum áttum. Umsjónarmaður:
Heimir Karlsson.
22.15 Kona í karlaveldi She’s the Sheriff. Loka-
þáttur.
22.35 Þorparar Minder. Spennumyndaflokkur um
lífvörð sem á oft erfitt með að halda sér réttu
megin við lögin. Þýðandi: Björgvin Þórisson.
Thames Television.
23.25 Óður kúrekans. Rustler’s Rhapsody.
Sprenghlægileg gamanmynd um syngjandi kú-
reka sem klæðist glæsilegum kúrekabúningum
og ferðast um og gerir góðverk. Aðalhlutverk:
Tom Berenger, G.W. Bailey, Marilu Henner,
Fernando Rey og Andy Griffith. Leikstjóri: Hugh
Wilson. Framleiðandi: David Giler. Þýðandi:
Davíð Þór Jónsson. Paramount 1985. Sýningar-
tími 85 mín.
00.55 Dagskrárlok.
01.10 Vökulögin. Tónlist af ýmsu tagi i næturút-
varpi. Fréttir kl. 2.00 og 4.00 og sagðar fréttir af
veðri og flugsamgöngum kl. 5.00 og 6.00.
Veðurfregnir frá Veðurstofu kl. 4.30.
7.03 Morgunútvarpið. Dægurmálaútvarp með
fréttayfirliti kl. 7.30 og 8.30 og fréttum kl. 8.00.
Veðurfregnir kl. 8.15. Leiðarar dagblaðanna að
loknu fréttayfirliti kl. 8.30.
9.03 Viðbit. - Þröstur Emilsson. (Frá Akureyri)
10.05 Miðmorgunssyrpa. - Óskar Páll Sveinsson.
12.00 Fréttayfirlit. Auglýsingar.
12.20 Hádegisfréttir.
12.45 Á milli mála. - Kristín Björg Þorsteinsdóttir.
16.03 Dagskrá. Dægurmálaútvarp.
18.03 Sumarsveifla með Gunnari Salvarssyni.
19.00 Kvöldfréttir.
19.30 Langlifi. Atli Björn Bragason kynnir tónlist af
ýmsu tagi og fjallar um heilsurækt.
21.30 Kvöldtónar.
22.07 Bláu nóturnar - Pétur Grétarsson.
01.10 Vökulögin. Tónlist af ýmsu tagi í næturút-
varpi til morguns. Að loknum fréttum kl. 2.00
verður endurtekinn frá föstudegi þátturinn „Ljúf-
lingslög" í umsjá Svanhildar Jakobsdóttur.
Fréttir kl. 2.00 og 4.00 og sagðar fréttir af veðri
og flugsamgöngum kl. 5.00 og 6.00. Veður-
fregnir frá Veðurstofu kl. 1.00 og 4.30.
Fréttir kl. 2.00, 4.00, 7.00, 7.30, 8.00, 8.30, 9.00,
10.00, 11.00, 12.00, 12.20, 14.00, 15.00, 16.00,
17.00,18.00,19.00, 22.00 og 24.00.
SVÆÐISÚTVARP A RÁS 2
8.07- 8.30 Svæðisútvarp Norðurlands
18.03-19.00 Svæðisútvarp Norðurlands
iR
BILALEIGA
meö útibú allt i kringum
landiö, gera þér mögulegt
aö leigja bíl á einum staö
og skila honum á öörum.
Reykjavík
91-31615/31815
Akureyri
96-21715/23515
Pöntum bíla erlendis
interRent
Bílafeiga Akureyrar