Tíminn - 30.08.1988, Blaðsíða 6

Tíminn - 30.08.1988, Blaðsíða 6
6 Tíminn Þriðjudagur 30. ágúst 1988 Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar f.h. Hitaveitu Reykjavíkur óskar eftir tilboðum í búnað fyrir snúningsgólf í útsýnishús á Öskjuhlíð. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri að Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 28. september n.k. kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800 Ahugavert starf Hjá Sauðfjárveikivörnum á tilraunastöðinni á Keld- um vantar starfsmann strax. Búfræði- eða líffræði- menntun æskileg en ekki skilyrði. Allar upplýsingar um starfið veiti Sigurður Sigurðs- son, dýralæknir í síma á daginn 82811 og 985-21644, eftir lokun 82876 og 82896. Umsókn- um skal skila til skrifstofu Sauðfjárveikivarna. Sauðfjárveikivarnir Rauðarárstíg 25 150 Reykjavík. Queen of the World: UNGFRÚ SUÐURNES FULLTRÚIÍSLANDS Guðbjörg Guðmundsdóttir, sem kosin var Ungfrú Suðurnes 1988, verður fulltrúi íslands í fegurðar- samkeppninni Queen of the World, sem fram fer í Þýskalandi í septem- ber. Það var tímaritið Vikan sem valdi Guðbjörgu til þátttöku í keppninni. Vikan velur einnig þátttakanda í keppnina Queen of Europe, sem fram fer í nóvember. Guðbjörg fór utan s.l. þriðjudag, 23.8., en úrslitakvöldið er þó ekki fyrr en 7. september, í Timmendorf- er, sem er strandbær nálægt Hamborg. Fram að þeim tíma standa yfir stöðug ferðalög um Þýskaland, þar sem tískusýningar, samkvæmi og fundir með frétta- mönnum cru á dagskránni. Enn hefur ekki verið tilkynnt hvaða stúlku Vikan sendir til þátt- töku um titilinn Queen of Europe. -gs Guðbjörg Guðmundsdóttir. Guð- björg er búsett í Keflavík og stundar nám við Fjölbrautarskwlann á Suðurnesjum. Guðbjörg keppir núna um titilinn Queen of the World í Þýskalandi. Póst- og síma- málastofnunin óskar að ráða starfsfólk til afgreiðslustarfa hjá póststofunni í Reykjavík. Upplýsingar á skrifstofu Póststofunnar, sími 687010. Póststofan í Reykjavík. Póst- og síma- málastofnunin óskar að ráða starfsfólk til bréfberastarfa í hálfsdagsstörf fyrir hádegi. Upplýsingar á skrifstofu Póststofunnar, sími 687010. Póststofan í Reykjavík. Póst- og síma- málastofnunin leitar að fólki til skrifstofustarfa í Reykjavík. Umsóknareyðublöð liggja frammi hjá starfsmannadeild í Landsímahúsinu við Austurvöll I. hæð. GARÐARIGARDABÆ FÁ VIÐURKENNINGU Bæjarstjórn Garðabæjar hefur ákveðið í fyrsta skipti að veita viður- kenningu fyrir vei hirta garða og gróðursvæði. Bæjarstjórnin hefur ákveðið að veita þrjár viðurkenningar hverju sinni. í fyrsta lagi fyrir lóð íbúðar- húsnæðis, í öðru lagi fyrir lóð at- vinnuhúsnæðis og í þriðja lagi fyrir snyrtilegan frágang stærri reita, ein- stakra gatna eða opinna svæða. Á fundi bæjarstjórnar Garðabæj- ar þann 11 .ágúst sl. var samþykkt að fenginni tillögu umhverfismála- nefndar, að eftirtaldir aðilar hlytu viðurkenningu á árinu 1988: Daníel Péturssyni og Hrönn John- son var veitt viðurkenning fyrir smekklega og vel hirta lóð íbúðar- húsnæðis. Pharmaco hf., Hörgatúni 2, var veitt viðurkenning fyrir smekklega og vel hirta lóð atvinnu- húsnæðis. Og húseigendum við Brekkubyggð 2-18 var veitt viður- kenning fyrir vel hirtar lóðir og skemmtilegt umhverfi, Umhverfismálanefnd Garðabæjar er nýjung sem ákveðið var að setja á stofn á fundi bæjarstjórnar Garða- bæjar þann 28. janúar s.l. Nefndinni er einkum ætlað að stuðla að bættum frágangi mann- virkja og opinna svæða í bænum, bættri umgengni um bæjarlandið og alhliða fegrun bæjarfélagsins. Auk þess er nefndinni ætlað að beita sér fyrir hreinsunarátaki með árlegri hreinsunarviku í sumarbyrj- un svo og að gera árlega tillögu til bæjarstjórnar um, hverjum veita skuli viðurkenningar fyrir snyrtileg- an frágang lóðar og umhverfis. -gs VEIÐIHORNIÐ' lilllllllli 111 Umsjón Eggert Skúlasonl Skeinipappír í felulitum Gæsavertíðin er almennilega farin af stað og talsvert hafa menn verið að skjóta, aðallega fvrir norðan og vestan. Heyrst hefur af mönnum fyrir vestan sem fengið hafa um Hmmtíu fugla yfir helgi, en annars virðist mest vcra uin kropp enn sem komið er. Byssuverslanir í Reykjavík segja menn vera að huga að skotfæra- birgðum og öðru þessháttar. Þá hefur verið mjög góð sala í byssum og ýmiskonar aukabúnaði í tengslum við skotmennskuna. Nýverið rakst undirritaður á mikinn pöntunarlista frá fyrirtæki í Bandaríkjunum. Allt milli himins og jarðar gat að líta í bæklingnum. Sérstaka athygli vakti skeinipappír í felulitunum. Þá er einnig hægt að panta frá þessu sama fyrirtæki fcrðaklósett í fclulitum. Hversu mikil not eru fyrir slíkan varning er erfitt að segja til um, vissara er að leggja ferðaklósettið ekki frá sér, því erfitt hlýtur að vera að finna það aftur. Skeinipappír í felulitum hlýtur einnig að vera vafasöm afurð, því þurfi nienn að létta á sér, brosir skjannahvítur sitjandi væntanlega við fuglinum. Þó er til ráð sem bjargar slíkri uppákomu og það er hreinlega að mála á sér afturend- ann með felulitum sem margir nota á andlit sitt þegar farið er til veiða. Slóðar með byssur Agnar Guðjónsson er eini lærði byssusmiðurinn á landinu sem Veiðihorninu er kunnugt um. Hann sagði í samtali við okkur í gær að mikið væri að gera, bæði kæmu menn með byssur til lagfær- inga og eins til að setja ólafestingar og almennt viðhald væri snar þáttur í hans vcrkefnum þessa dagana. Agnar handleikur fjöldann allan af byssum á hverjum degi og segir hann að menn skiptist algerlega í tvo hópa hvað snertir hirðusemi með skotvopn. Hátt í helmingur slóðar sem lítið sem ekkert hugsa um skotvopn sín og hinn helming- urinn gætir þeirra eins og sjáaldurs auga síns. í hvorum hópnum ert þú? Stefán erlendis Nýlega var greint frá því að hlandfor hefði spillt veiði í Laxá á Ásum. í sömu frétt voru tilgrcindir veiðimenn er voru við ána. Stefán Pálsson bankastjóri Búnaðarbank- ans var nefndur sem einn þeirra. Var það haft eftir bændurn við ána. Stefán hafði síðan samband við Veiðihornið í gær og tjáði okkur að þetta væri hin mesta firra. Þegar óhappið í Ásunum varð, var Stefán erlendis og þar fyrir utan segist Stefán aldrei dýfa öngli í vatn. Er Stefán beðinn afsökunar á þessum misskilningi sem orðið liefur. Hann var sem sagt hvergi nálægt, en að öðru leyti stendur fréttin.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.